Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 10.08.2016, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016 Atvinnuauglýsingar Óska eftir starfi Rafvirki í eldri kantinum, með öll réttindi óskar eftir vinnu eða eftirlitsstarfi. Æskilegt að húsnæði fylgi. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 693-7141 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið hús. Spilað vist og brids kl. 13-16. Æfing í pútti og úti-botsía í og við púttvöllinn kl. 10.30-11.30. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Félagsheimili Gullsmára Ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13, púttmót kl. 13.45. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum, allir vel- komnir! Garðabær Brids og bútasaumur kl. 13, heitt á könnunni frá kl. 9.30, meðlæti selt með síðdegiskaffinu kl. 14-15.50, skrifstofa FEBG opin frá 13.30-15.30. Gjábakki Handavinna kl. 9, félagsvist kl. 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Frida Martins verður með kennslu í vatnslita- málun kl. 13, mætið með liti, pensla og blöð. Kaffi kl. 14.30, fóta- aðgerðir og hársnyrting. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, púttvöllurinn er opinn, ganga kl. 10, síðdegiskaffi kl. 14.30. Ferðanefndin tekin til starfa og er að skipuleggja ferð á Reykjanesið 31. ágúst, nánar í síma 411 2790, allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Selið, Sléttuvegi 11-13 Allir velkomnir á Sléttuveg óháð aldri og búsetu. Opið er kl. 10-14. Matur er afgreiddur kl. 11.30-12.30. Nánari upplýsingar og matarpantanir á opnunartíma í síma 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjar 22. ágúst 8 vikna Zumba Gold námskeið kl. 10.30 á mánu- og fimmtudögum. Leiðbeinandi sem fyrrTanya. Góð hreyfing í skemmtilegum félags- skap. Námskeiðið byrjar mánudaginn 22. ágúst. Skráning hafin á feb@feb.is og í síma 5882111 Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Bjarni Gíslason. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is HRAUNBORGIR - sumarhúsalóðir Nokkrar lausar sumarhúsalóðir eru til leigu með aðgangi að heitu og köldu vatni, ásamt rafmagni og rotþró. Hraunborgir í Grímsnesi er eitt vin- sælasta sumarbústaðahverfi landsins með eigin sundlaug, golfvelli og þjón- ustumiðstöð. Til greina kemur að dreifa greiðslum leiguréttargjalds. Nánari upplýsingar í síma 585-9300 www.sjomannadagsrad.is Iðnaðarmenn Ýmislegt Framboðskokteill Áslaugar Örnu Ég sækist eftir stuðningi í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer þann 3. september nk. Af því tilefni langar mig að bjóða sjálfstæðismönnum og stuðningmönnum í Víkina í Sjóminjasafninu þann 11. ágúst. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald Þjónustuauglýsingar Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is varstu. Undir þú hag þínum ágætlega hérna, varst fljót að koma þér í félagsstarf eldri borgara, fórst á spilakvöld, eignaðist góða vinkonu, hana Huldu, og varst ánægð að vera komin nær okkur hérna og barnabörnunum í Reykjavík. Elsku mamma, við yljum okkur nú við góðar minningar um góða konu og þökkum um leið samfylgdina og umhyggj- una. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þótt þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína. Þín Sædís Björk. Elsku amma. Það er svo óraunverulegt að vera að kveðja þig, mér fannst við eiga eftir að upplifa svo margt saman, svo ótrúlega sárt en ég get huggað mig við góðar minningar um ömmu. Eftirminnilegustu minning- arnar úr æskunni hljóta að vera allar heimsóknirnar til ykkar í Stykkishólm. Er ég tók rútu í hólminn vor- uð þið afi alltaf mætt á Bensó að taka á móti okkur með faðm- lagi og kærleik. Er við barna- börnin komum í heimsókn var allt fyrir okkur gert. Ég átti alltaf góðar stundir í hólminum hjá ykkur og mun minnast þeirra að eilífu. Þrátt fyrir erfiða kveðju- stund er ég þakklátur. Þakk- látur fyrir að hafa átt þig sem ömmu, þakklátur fyrir minning- arnar og hvað ég fékk að upp- lifa margt með þér. Við fórum saman erlendis í ógleymanlegar ferðir. Þú varst viðstödd útskriftir og helstu gleðistundir í mínu lífi. Í raun hafðir þú mikinn áhuga á öllu sem ég var að gera, hvort sem það var í vinnu, skóla eða áhugamálum. Alveg fram á síðustu stundir þínar spurðir þú um hvað ég væri að gera og sýndir því áhuga. Umfram allt er ég þakklátur fyrir að bera nafn þitt og hafa fengið að eiga með þér rúm 24 ár. Elsku besta Olla amma. Orð fá því ekki lýst hvað ég mun sakna knúsanna þinna og kær- leikans sem var svo auðfundinn í þinni nærveru. Ég varðveiti minningu þína allt mitt líf. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ólafur Þór Jónsson. Elsku besta Olla amma. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Aldrei hefðum við trúað því að þú yrðir tekin frá okkur svona snemma. En minningarn- ar sem við eigum saman eru ómetanlegar og munu þær ávallt ylja okkur um hjartaræt- ur. Ástin, umhyggjan og hlýjan sem þú sýndir okkur sprengdi alla skala. Við upplifðum okkur hvert og eitt sem algert uppáhalds í hvert skipti sem við vorum hjá þér. Með gleði í hjarta minnumst við allra stundanna þar sem við hlógum saman og þú tístir, óteljandi heimsóknirnar með rútunni inn í Stykkishólm þar sem þið afi tókuð fagnandi á móti okkur, dekruðuð við okkur og öllu var til tjaldað. Öll fal- lega handavinnan sem þú gerðir fyrir okkur, allar samlokurnar sem þú grillaðir handa okkur, allar ferðirnar á videoleiguna og allir Dönsku dagarnir. Takk, elsku amma, fyrir öll hlýju faðmlögin. Takk fyrir gleðina og hláturinn. Takk fyrir alla hvatninguna. Takk fyrir endalausu trúna sem þú hafðir á okkur. Takk fyrir að kveikja á kert- um fyrir okkur. Takk fyrir að vera okkur svo miklu meira en amma og langamma barnanna okkar. Takk fyrir að vera þú, þú varst einstök í alla staði. Við erum þér ævinlega þakk- látar og erum við einstaklega stoltar af því að hafa fengið þann heiður að vera barnabörn- in þín og afa. Þín verður sárt saknað, elsku amma, en við huggum okkur við það að þið afi séuð sameinuð á ný með elsku Atla Snæ okkar og vitum við að þið eruð á stað þar sem öllum líður vel. Hvíldu í friði amma mín kær, góður Guð mun þig geyma. Ávallt í hjarta þú verður mér nær, aldrei ég mun þér gleyma. (Þóra Sif Svansdóttir) Þínar ömmustelpur, Þóra Sif, Sara Dögg og Hera Hlín. Þegar amma passaði okkur systkinin vissi ég alltaf að ég væri í góðum og öruggum hönd- um. Hún var alltaf svo róleg yfir öllu sem við tókum upp á að gera. Hún var alltaf yfirveguð og sýndi manni réttu leiðina. Amma var virkilega klár kona. Hún hafði allt sitt líf áhuga á því að læra nýja hluti. Meira að segja á sín- um efri árum lærði hún ný tungu- mál og fór á námskeið til þess. Hún hefur verið hvatning fyrir mig að vilja læra eitthvað og gef- ast aldrei upp. Það var alltaf mik- ill húmor í ömmu og gaman að vera í kringum hana. Ég man eftir því að það voru alltaf til hljóðfæri heima hjá ömmu og hún kynnti okkur systkinin fyrir þeim. Amma kenndi mér og Viktori bróður mínum að spila saman á píanó þegar við vorum krakkar. Eitt skipti var ég í pössun hjá ömmu, þá kenndi hún mér á harmon- ikku sem gaf mér mikið og fannst mér gaman að geta gert eitthvað skemmtilegt með henni. Þetta vakti áhuga minn á að læra á píanó. Við spiluðum stundum saman Für Elise, en þá hafði amma ekki spilað það í mörg mörg ár en hafði greini- lega engu gleymt. Amma Ester tók alltaf sér- staklega vel eftir því hvað hvert og eitt barnabarn hafði áhuga á. Hún t.d. prjónaði mikið af falleg- um dúkku fötum fyrir dúkkuna mína þegar hún vissi að ég lék mér sem mest með hana. Hún prjónaði stundum á mig og dúkk- una í stíl. Ég held að amma hafi notið þess mikið að fá að vera amma og að umgangast barnabörnin sín mikið. Hún fékk tíma til að vera með okkur börnunum og naut þess að vera í núinu. Það var allt- af gæðastund að vera með ömmu. Þegar hún ól sín börn upp þurfti hún að vinna á mörgum vinnu- stöðum til þess að sjá fyrir tíu börnum. Elsku amma mín, þú lifir alltaf í minningum okkar Takk fyrir allar góðu stundirn- ar okkar saman og allt það sem þú hefur kennt mér. Selma Blöndal Pálsdóttir. Ester, stóra systir mín, er lát- in. Ég minnist með gleði allra stunda sem við áttum saman. Hún var elst okkar sex systk- ina og var okkur öllum eins og önnur móðir þegar við urðum fyrir þeirri sorg að missa Snæ- björn, föður okkar, sem féll frá ungur maður. Þá var Ester mömmu okkar mikil stoð og stytta á kreppuárunum. Sú hjálp var ómetanleg þegar engin var fyrirvinnan og fátæktin við dyrn- ar. En ég minnist líka margra gleðistunda, ekki síst þegar Est- er spilaði á gamla orgelið og við sungum. Eða löngu seinna þegar við systur drifum okkur í heimsókn til Kanada að heimsækja okkar stóra frændgarð þar. Það var mikil skemmtiferð og Ester í ess- inu sínu. Börn hennar urðu tíu og eru sex á lífi. Ég bið þeim og börnum þeirra allrar blessunar. Dagbjört Sóley Snæbjörnsdóttir. Hún hét Snæbirna, Ester Snæbirna. Amma skírði hana þessu fal- lega og einstaka nafni. Hún var elsta barnið hennar ömmu og stóra systir mömmu. Margar og stórar sögur mætti segja af ömmu og hennar fólki og þá ekki síst af Ester Snæbirnu Snæ- björnsdóttur og hennar fólki. En ég læt hér nægja að þakka henni samfylgdina og blíðuna, en fegin er ég að vera ekki af þeirra kynslóð. Ég votta öllum hennar börn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum mína samúð. Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Í dag kveðjum við mæta og góða konu, hana Ester, konu með stórt hjarta sem fannst betra að gefa en að þiggja. Það er mér ljúft að skrifa nokkur orð til þín. Elsku hjartans Ester mín, þakka þér fyrir samfylgdina í gegnum árin og allar þær skemmtilegu samverustundir sem við höfum átt saman hjá Elfu, Palla, Viktor og Selmu. Öll barnaafmælin, útskriftir, ferm- ingarveislur, grillveislur og svona mætti lengi telja. Þú varst kjarnakona í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur og fyr- irmynd þeirra sem til þín þekktu: jákvæð, skemmtileg, dugleg, framtakssöm og yndisleg mann- eskja. Við biðjum algóðan Guð að varðveita minninguna um þig og blessa þig. Við sendum innilegar samúð- arkveðjur til Palla, Elfu, Viktors, Selmu, Lindu Rósar, allra ætt- ingja og vina. Guð blessi ykkur. Berglind, Svavar og börn, Kvistalandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.