Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 31
Iðin Julia Hülsmann ætlar að hljóðrita nýja plötu í Osló eftir tvær vikur.
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég vona að við munum geta
sleppt fram af okkur beislinu. Það
eru alltaf einhverjir tónar skrifaðir
fyrir fram en það verður mikið
frjálsræði og við munum leyfa
okkur að spinna svolítið,“ segir
þýski píanóleikarinn Julia Hüls-
mann en hún kemur fram ásamt
píanóleikaranum Sunnu Gunnlaugs
í Silfurbergi nk. föstudag kl. 19.
Tónleikarnir, sem bera titilinn
Tvær konur, tvö píanó, eru haldnir
undir hatti Jazzhátíðar Reykjavík-
ur sem hefst í dag.
Svið tveggja píanóa breitt
„Ég er mjög spennt fyrir þess-
um tónleikum. Þetta er í fyrsta
skipti sem ég ferðast til Íslands og
ég er því mjög forvitin. Sunna hef-
ur sagt mér svolítið frá hátíðinni
og það hljómar mjög vel og það er
bara frábært að ég fái tækifæri til
þess að taka þátt í henni. Við kom-
um til með að spila skemmtilega
blöndu af mínum tónverkum og
tónverkunum hennar Sunnu á tón-
leikunum og er það blanda af eldri
og nýrri verkum en sum þeirra
hafa aldrei verið gefin út,“ segir
Hülsmann og bætir við að fæst
verkanna hafi verið flutt með þeim
hætti sem tvímenningarnir hyggj-
ast gera á föstudaginn, það er að
segja með tveimur flyglum.
„Ég hef tekið þátt í flutningi á
verkum á tvö píanó, eins og við er-
um að fara að gera, tvisvar sinn-
um áður og í annað skiptið var það
einmitt með Sunnu. Ég hef virki-
lega gaman af því. Það er svolítið
skrítið því nóturnar verða svo
margar og það eru tuttugu fingur
sem slá þær þannig að möguleik-
arnir verða svo margir. Það er
kannski það áhugaverðasta við
þetta, hvað sviðið verður svaka-
lega breitt,“ segir hún en þær
Sunna hafa til að mynda leikið
talsvert saman í Berlín í Þýska-
landi.
„Það er mjög auðvelt að spila
með henni. Hún er mjög opin og
virkilega fær píanóleikari. Það er
mjög auðvelt að eiga í samskiptum
við hana og ég held að við séum
svipað þenkjandi þegar kemur að
djassinum þó svo að hún sé búin
að vera mikið í Bandaríkjunum,“
segir Hülsmann en sjálf sótti hún
mennt sína að mestu til Þýska-
lands.
Vinnur að nýju efni
Hülsmann, sem er á mála hjá
ECM-útgáfunni, hefur unnið til
fjölda verðlauna í gegnum tíðina
og hlaut nýverið elstu og virtustu
djassviðurkenningu Þýsklands,
eins og segir í tilkynningu, SWR
Jazzpreis.
„Það var virkilega ánægjulegt
og mikill heiður að vinna þessi
verðlaun. Það hefur mikla þýðingu
fyrir mig enda er þetta mikil við-
urkenning á mínu starfi í gegnum
tíðina. Svo er auðvitað ákveðinn
peningur sem fylgir þessu sem
kemur sér einkar vel enda er það
ekkert rosalega auðvelt að lifa á
því að vera djasstónlistarmaður.
Þetta gefur manni aukið frelsi til
þess að vinna að hlutum sem ann-
ars hefðu þurft að bíða betri
tíma,“ segir Hülsmann. Þess má
einnig geta að Sunna hlaut Ís-
lensku tónlistarverðlaunin sem
flytjandi ársins í mars síðast-
liðnum og er meðal þeirra íslensku
djassleikara sem hafa sig mest
frammi á erlendri grundu eins og
segir í tilkynningu.
Hülsmann hefur gefið út fjölda
hljómplatna sem hafa selst í tug-
þúsundum eintaka, til að mynda
plötuna Scattering Poems sem
kom út árið 2003 og seldist í meira
en tíu þúsund eintökum og vann
Þýsku djassverðlaunin.
„Ég er alltaf að vinna ný verk
og það er mikið af tónlist sem ég á
eftir að taka upp,“ segir Hülsmann
kát að lokum en þess má geta að
ný plata hennar verður hljóðrituð í
Osló í Noregi eftir tvær vikur.
Samræður á píanó
Tvær konur, tvö píanó er yfirskrift tónleika Juliu Hüls-
mann og Sunnu Gunnlaugs í Silfurbergi á föstudaginn kemur
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2016
MOGGAKLÚBBURINN
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
Hvernig fæ ég afsláttinn?
Til að fá afsláttinn þarf að fara
inn á moggaklubburinn.is
og smella á „Operugala um
sumar“.
Þá opnast síða þar sem þú klárar
miðakaupin með afslætti.
Allar nánari upplýsingar
á www.pearls.is
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA
25% AFSLÁTTUR Á ÓPERUGALA UM SUMAR Í HÖRPU
Á þessum tónleikum beinum við athygli okkar að sögu óperunnar
á Íslandi.
Fjórir einsöngvarar og píanisti flytja fjölbreytta óperutónlist, bæði innlenda
og erlenda auk þess sem ýmsum fróðleik um óperuflutning á Íslandi verður
gaukað að áhorfendum.
Flytjendur eru; Lilja Guðmundsdóttir sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
mezzósópran, Egill Árni Pálsson tenór, Kristján Jóhannesson baritón
og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari.
Tónleikar: 10. 17. og 24. júlí og 7. og 14. ágúst.