Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 36

Morgunblaðið - 10.08.2016, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 223. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Allir að gefa henni illt auga 2. Taldi sig hafa tekið mynd af Emilie 3. Báru stúlkuna eins og „kartöflupoka“ 4. Féll 20 þúsund fet á mínútu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kammerkórinn Schola cantorum fagnar nýútkominni plötu sinni með tónleikum í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Platan nefnist Meditatio og er gefin út af sænska útgáfufyrirtækinu BIS, sem tryggir alþjóðlega dreifingu hennar. Hún hefur að geyma kórverk frá 20. og 21. öld sem tjá sára sorg og söknuð ástvinamissis en fela jafn- framt í sér þá kraftmikla von og huggun sem tónlistin getur veitt. Meðal verka eru Lux aurumque eftir Eric Whitacre, Heyr þú oss himnum á eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Requiem eftir Jón Leifs og Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Schola cantorum fagnar nýrri plötu  Jazzhátíð Reykjavíkur verður sett í 27. sinn í dag í Hörpu, en hátíðin stendur til sunnudags. Alls verða 30 tónleikar og viðburðir í boði þetta ár- ið, en hátt í 100 listamenn munu koma fram. Hátíðin hefst með svo- kallaðri Jazzgöngu sem farin verður niður Laugaveg og að Hörpu þar sem hátíðin verður sett kl. 17.30. Básúnu- leikarinn Sigrún Kristbjörg Jóns- dóttir fer fyrir hópi tónlistarfólks sem leggur af stað frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 í dag. Allir sem hljóðfæri geta valdið eru hvattir til að mæta og spila með. »30-31 Jazzhátíð Reykjavík- ur sett í 27. sinn í dag Á fimmtudag Austan og suðaustan 8-15 m/s, hvassast úti við norðurströndina. Víða rigning og hiti 10-17 stig. Á föstudag Aust- læg eða breytileg átt og súld eða rigning með köflum. Milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu, fyrst suðvestanlands, en hægara og þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan. VEÐUR Stjarnan og Breiðablik eru áfram jöfn á toppi Pepsi- deildar kvenna eftir leiki gærkvöldsins. Hafa þau bæði 28 stig. Valur eltir toppliðin og er fjórum stig- um á eftir. Öll unnu þau leiki sína í gærkvöldi og útlit er fyrir þriggja hesta hlaup um Íslandsmeistaratitilinn. Þór/KA og ÍBV eru bæði sjö stigum á eftir toppliðunum. ÍA og KR eru í fallsætum eins og staðan er núna. »3 Toppbaráttan tók ekki breytingum Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppti í gær í liðakeppni í fimleikakeppni Ól- ympíuleikanna í Ríó. Þar var hún í stóru hlutverki hjá Hollandi en þetta var í fyrsta sinn í 40 ár sem Holland tekur þátt í þessum viðburði sem þykir einn sá stærsti á hverjum Ól- ympíuleikum. Holland hafnaði í 7. sæti eftir að hafa skotist fram úr Brasilíu í síðustu umferðinni. »1 Eyþóra í stóru hlutverki í liðakeppninni „Ég klára núna síðasta árið í háskól- anum í Bandaríkjunum, syndi þar í vetur, og svo hef ég ekki hugmynd um hvað gerist næst. Ég er ekki bú- inn að ákveða neitt. Kannski heldur maður áfram fram að næstu Ólympíuleikum ef allt gengur vel, kannski ekki,“ sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee meðal annars við Morgunblaðið í dag. »1 Óvíst hvort Anton reynir við næstu leika í Tókíó ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta er fyrir alla fjölskylduna og allir geta fundið vegalengd við hæfi,“ segir Gísli Örn Bragason einn af skipuleggjendum ICE-O-rathlaupa- keppninnar sem stendur yfir dagana 11. til 14. ágúst. Rathlaupafélagið Hekla skipuleggur mótið. Keppnin sjálf stendur yfir í þrjá daga en hefst með einu æfingahlaupi á morgun, fimmtudag, kl. 16-18 í Öskjuhlíð í Reykjavík. Öllum er velkomið að taka þátt í keppninni. Rathlaup snýst um að hlaupa sem hraðast á milli ákveðinna staða eftir korti. Á mótinu er boðið upp á fjöl- breyttar, miserfiðar brautir og því eru þátttakendur allt frá byrjendum yfir í vana hlaupara. Mótið er haldið í sjötta sinn að þessu sinni og stefnir í góða þátttöku þar af eru rúmlega 70 erlendir hlauparar skráðir. Rat- hlaupið fer fram á þremur stöðum, á föstudag á Úlfljótsvatni, laugardag í Heiðmörk og á sunnudag við Reyn- isvatn. „Þeir sem eru góðir í þessu eru í góðu formi og fljótir að einfalda upp- lýsingar á kortinu til að finna hent- ugustu og fljótlegustu leiðina milli staða. Hlauparinn þarf t.d. að taka ákvörðun um hvort hann ætlar að hlaupa yfir einhverja hindrun t.d. fjall eða í kringum það,“ útskýrir Gísli Örn. Búnaður sem hlaupari þarf að hafa í rathlaupi er utanvegahlaupaskór t.d. með göddum, slitsterkur fatn- aður, áttaviti og kort. „Þetta er fyrst og fremst náttúruhlaup þar sem allir hlaupa á sínum for- sendum. Mér finnst mesta áskorunin að halda heil- anum gangandi á hlaup- unum því maður þarf að halda einbeitingu til að hlaupa t.d. ekki of langt,“ segir Gísli. Kortin sem hlaupararnir fara eftir eru mjög nákvæm af lands- laginu þar sem nánast hver þúfa hef- ur verið kortlögð. Norrænir sérfræð- ingar í kortagerð voru fengnir í verkið en Rathlaupafélagið Hekla er í nánu samstarfi við rathlaupafélög á hinum löndunum á Norðurlönd- unum. Gísli kynntist rathlaupamenning- unni í Finnlandi þar sem hann bjó um skeið. Annars staðar á Norður- löndunum er sterk hefð fyrir rat- hlaupum á meðal almennings og á hún yfir 100 ára sögu. Í upphafi teng- ist rathlaup herþjálfun sem krafðist þess að fólk bjargaði sér í skóginum. Þó að Ísland sé ekki jafn skógivaxið og nágrannalöndin eru hér fjölbreytt rathlaupasvæði og ekki síður skemmtilegt að hlaupa í hrauni. Hlaup sem reynir á heilann  ICE-O rat- hlaupakeppnin haldin í sjötta sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Gísli Örn Bragason, skipuleggjandi ICE-O rathlaupakeppninnar, segir rathlaup henta vel í íslenskri náttúru. Í haust verða tveir grunnskólar í Reykjavík með rathlaup í nám- skránni sem tilraunaverkefni. „Við höfum unnið undan- farið að því að kynna þetta m.a. fyrir grunnskólum. Víða erlendis er þetta hluti af skólanámskrá að rata og hlaupa í náttúrunni,“ segir Gísli. Fyrir byrjendur er til einföld útgáfa af rathlaupi og nefnist Ratvísi og er einskonar fjársjóðsleit sem gengur út á að leita að póstum eða til- teknum stöðum á útvistarsvæðum borgarinnar. Rathlaupafélagið Hekla og Reykjavíkurborg hafa sett upp eina fasta braut á höfuð- borgarsvæðinu sem er í Gufunesi og er önnur væntanleg í Öskjuhlíð- ina. Hægt er að kynna sér frekar starfsemina á rathlaup.is. Hluti af skólanámskrá erlendis RATHLAUP FYRIR ÍSLENSKA GRUNNSKÓLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.