Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 1
RAFBÍLAVÆÐING FLUTT ÚTLAUSN FYRIR ÞJÁLFARA
Lítið og smekklegt límbandsstatíf sem prýðir skrifborðið. 4
Unnið í samvinnu við
Strivo hefur þróað hugbúnaðarlausn
fyrir sjúkraþjálfara og einkaþjálfara til
að halda utan um fjarþjálfun. 15
VIÐSKIPTA
4
Gísli Gíslason hjá Even hyggst nýta reynslu sem
hann hefur aflað sér varðandi rafbílavæðingu
hérlendis á erlendum mörkuðum.
FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Viðræður um Arion í frosti
Viðræður sem íslenskir lífeyris-
sjóðir hafa átt við stjórnendur
Kaupþings um möguleg kaup sjóð-
anna á umtalsverðum hlut í Arion
banka eru í algjöru frosti og hafa
engir fundir verið boðaðir um fram-
haldið.
Annað hljóð virðist hafa komið í
strokkinn í viðræðum milli aðila í
kjölfar þess að nauðasamningur
slitabús Kaupþings var samþykktur,
slitastjórn félagsins hvarf frá störf-
um og nýir forystumenn voru fengn-
ir að borðinu. Frá því var greint í
Morgunblaðinu þann 14. nóvember í
fyrra að undir forystu fjögurra líf-
eyrissjóða, Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, Gildis og Frjálsa,
myndi hópur lífeyrissjóða gera til-
boð í umtalsverðan hlut í bankanum
og að ef af kaupunum yrði myndi al-
menningi bjóðast að kaupa hlut í
bankanum í opnu útboðsferli og
verðið í útboðinu yrði hið sama og
sjóðirnir myndu kaupa á. Formlegar
viðræður milli aðila áttu sér stað í
kjölfarið og fengu lífeyrissjóðirnir
Þórarin V. Þórarinsson hrl. og ráð-
gjafarfyrirtækið Icora Partners til
að hafa umsjón með þeim fyrir sína
hönd.
Ekki hafa fengist upplýsingar frá
Kaupþingi um hvort formlegar við-
ræður við aðra aðila en lífeyrissjóð-
ina standi yfir. Það vakti þó nokkra
athygli, í ljósi þeirra viðræðna sem
áttu sér stað á útmánuðum, þegar
Arion banki sendi tilkynningu í
gegnum Kauphöll þann 16. júní síð-
astliðinn þess efnis að formlegt sölu-
ferli á bankanum væri hafið. Í
tengslum við þá tilkynningu var
upplýst að bankinn hefði ráðið Citi-
bank til ráðgjafar við söluferlið.
Undir mikilli tímapressu
Þegar Kaupþing samdi í lok síð-
asta árs um stöðugleikaframlög í
ríkissjóð í tengslum við framlagn-
ingu nauðasamnings gekkst félagið
undir þá kvöð að selja allan 87% hlut
sinn í Arion banka innan 36 mánaða.
Samkomulagið byggði á útgáfu
skuldabréfs sem Kaupþing gaf út
upp á 84 milljarða króna. Þá féllst
félagið á það skilyrði að bréfið yrði
gert upp í tvennu lagi, á öðru og
þriðja ári samkomulagsins, en einn-
ig að skuldabréfið yrði aðeins greitt
upp fyrir andvirði af sölunni á hlut
þess í bankanum. Skilningur stjórn-
valda mun vera sá að takist Kaup-
þingi ekki að losa nægilegt fé úr hlut
sínum í bankanum fyrir árslok 2018
hafi greiðslufall orðið hjá félaginu
og að ríkinu sé heimilt að leysa til
sín allan hlut þess í Arion banka.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Engar viðræður eiga sér
stað milli lífeyrissjóða
landsins og Kaupþings um
mögulega fjárfestingu
sjóðanna í Arion banka.
Morgunblaðið/Júlíus
Kaupþing á 87% hlut í Arion banka en ríkissjóður heldur á 13% hlut.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
24. 02. ‘16
24. 02. ‘16
24. 08. ‘16
24. 08. ‘16
142
140
138
136
134
132
131,53
142,2
Á margan hátt er bílaleigustarfsemi
áþekk frá einu landi til annars. Stein-
grímur Birgisson, forstjóri Hölds
sem rekur Bílaleigu Akureyrar, elstu
og stærstu bílaleiguna hérlendis, seg-
ir nokkur séríslensk viðfangsefni
bílaleiga sem erlendir kollegar þeirra
skilja ekki til fulls.
Hér sé til dæmis ástand vega al-
mennt verra en víða í Evrópu.
„Hér tíðkast að ný olíuklæðning á
vegum landsins er þjöppuð niður af
umferðinni og á meðal grjótmulning-
urinn binst olíunni fylgir akstri á
þessum köflum gríðarlegt grjótkast.“
Auk lakkskemmda segir hann að
framrúðutjón af þessum völdum séu
mjög algeng. „Bara hjá okkur í Bíla-
leigu Akureyrar námu framrúðutjón í
fyrra tæplega 100 milljónum.“
Hann segir einnig að þrif bíla-
leigubíla hér séu mun dýrari vegna
allra malarveganna og ís-
lenskrar veðráttu.
Framrúðutjón nær 100 milljónir
Morgunblaðið/Eggert
Steingrímur Birgisson er forstjóri
Hölds, eiganda Bílaleigu Akureyrar.
Mörg af viðfangsefnum ís-
lenskra bílaleiga eru sér-
íslensk. Umfang fram-
rúðutjóna er eitt þeirra.
8
Forystumenn í frönsku við-
skiptalífi bera af þegar kemur
að klæðaburði, sem iðulega
einkennist af fág-
un og einfaldleika.
Fagurkerar
í Frakklandi
10
Stærstu bankar heimsins
veðja nú í auknum mæli á inn-
leiðingu rafmynta til þess að
draga úr við-
skiptakostnaði.
Bankar leita á
náðir rafmynta
11