Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.08.2016, Qupperneq 4
STÖÐUTÁKNIÐ Þó að Yves gamli sé fallinn frá þá lifir franska tísku- húsið sem hann stofnaði enn góðu lífi. Meðal nýjustu sköpunarverk- anna sem koma úr saumastofunum er þessi bráðsnotra axl- artaska. Eins og myndin sýnir er kvenleikinn og rómantíkin ráð- andi, og YSL-merkið fær að njóta sín vel á rauðum hjartalaga fletinum. Kögrið gef- ur síðan töskunni líf og hreyfanleika og jafnvel að gæti hippa- tóna í hönnuninni. Hvort þessi lit- sterka rúskinnstaska fer vel með vinnudragt- inni skal ósagt látið, en þetta er svo sannarlega aukahlutur sem myndi vekja athygli eftir vinnu, hvort sem stefnan er sett á verslanirnar, kaffi- húsin eða kvöldstund í leikhúsi. Töskuna má kaupa hjá Net-a-Porter á 990 evrur, jafnvirði um 130.000 króna. ai@mbl.is Fylgdu hjartanu Á SKRIFBORÐIÐ Límbandsstatífið er yfirleitt af- gangsstærð í vinnurýminu; óspenn- andi lítill plasthlutur sem er falinn ofan í skúffu, engum til yndisauka. Þýski hönnuðurinn Pascal Heiler á heiðurinn að Zyp-Zyp límbands- statífinu, sem er þó ekki statíf held- ur mun frekar eins konar flipi. Í stað þess að festa límbandið í statífi er flipinn festur á rúlluna. Hönnunin er eins mínímalísk og hugsast getur, en virkar, og heldur rúllunni snyrtilegri. Er stykkið gert úr blöndu af kopar, nikkel og tini og gefur blandan fallegan lit. Hefur Heiler tekist að gera leiðin- legan hlut spennandi, og um leið snúa eldgamalli hönnun á hvolf. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni zyp-zyp.de. Kostar stykkið 24 evrur auk sendingarkostnaðar. ai@mbl.is Naumhyggja á rúllunni 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016FRÉTTIR NAV Vertu í skýjunummeð okkur í mánaðarlegri áskrift að bókhaldskerfinu Microsoft Dynamics NAV + kynntu þér málið á www.navaskrift.is Aðgangur að Office 365 fylgir með!* Lágmarkaðu kostnaðinn og Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is »www.wise.is 9.900Kr. pr. mán.án VSK * gildir til 30. júní 2018 þegar keypt er fyrir 30. september 2016 Athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur leikið stórt hlutverk í raf- bílabyltingunni á Íslandi. Hann rekur bílaumboðið Even og flytur meðal annars inn bílana marg- umtöluðu frá Tesla. Hverjar eru stærstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Að nýta þekkinguna og reynsl- una sem ég hef aflað mér varð- andi rafbílavæðingu hérlendis á erlendum mörkuðum. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Uppáhaldið mitt er Einar Benediktsson. Búinn að lesa öll ljóðin hans og bækur. Á einnig skrifpúltið hans sem hann notaði á ferðalögum um heiminn og eiginhandaráritun á veðbók- arvottorði sem hann gaf út sem sýslumaður árið 1904. Einar var fyrsti íslenski frumkvöðullinn. Hver myndi leika þig í kvik- mynd um líf þitt og afrek? Hilmir Snær – hann er hæfilega kærulaus. Hvernig heldurðu við þekkingu þinni? Ég ferðast og hitti frumkvöðla um allan heim. Hef náð að hitta nokkra áður en þeir urðu frægir, sem er mikilvægt þar sem að- gangur að frægu og mikilvægu fólki er takmarkaður í heiminum í dag. Einnig nota ég Google Alerts, sem sendir mér upplýs- ingar um fréttir af þeim málum sem ég hef áhuga á. Hugsarðu vel um líkamann? Ég borða hollan og góðan mat og fæ mér rauðvínsglas (glös) á kvöldin. Ég er duglegur að hreyfa mig og reyki ekki. Þarf ekki mik- inn svefn, 5-6 tímar duga, enda er ég bæði A- og B-maður, þ.e.a.s. fer seint að sofa og vakna snemma. Lífið er svo skemmti- legt. Ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu, hvað myndirðu læra? Viðskiptafræði, ekki spurning. Ég hef litla þolinmæði gagnvart Excel-skjölum. Það gæti hins veg- ar lagast ef ég tæki nokkra alvöru kúrsa í viðskiptafræði. Hvaða kosti og annmarka sérðu við rekstrarumhverfið? Ísland er frábært land, en það er mikilvægt að átta sig á því að Ísland er örmarkaður. Ísland er gott æfingasvæði til að þróa hug- myndir og kanna hvað virkar og virkar ekki. Hér heima er hvatt til nýsköpunar, en ef einhverjir inn- lendir fjárfestar koma að verk- efnum, þá má helst ekki umbuna frumkvöðlunum. Þessu er þver- öfugt farið t.d. í Bandaríkjunum. Tryggt er að frumkvöðullinn hagnist vel á hugmynd sinni, enda eru þá meiri líkur á að hann þrói aðra góða hugmynd og leiti aftur til sömu fjárfesta. SVIPMYND Gísli Gíslason, forstjóri Even Með litla þolinmæði gagnvart Excel-skjölum Morgunblaðið/Eggert Gísli heldur mjög mikið upp á Einar Benediktsson. „Einar var fyrsti íslenski frumkvöðullinn,“ segir hann. NÁM: Verslunarskóli Íslands, 1980; Háskóli Íslands, lögfræði 1986. STÖRF: Sumarvinna með námi á ýmsum stöðum. Ekki verið í launaðri vinnu hjá öðrum en sjálfum mér frá útskrift úr lögfræði. Starfaði sem lögfræðingur á Íslandi og í Danmörku í 20 ár. Hef unnið að rafbílavæðingu á Íslandi og erlendis frá árinu 2008 á vegum Northern Lights Energy. ÁHUGAMÁL: Ferðalög og lestur. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Jóhönnu Björnsdóttur í 36 ár. Eigum fimm börn og fimm barnabörn. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.