Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 6

Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016SJÁVARÚTVEGUR Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Vörur fyrir sjávarútveginn Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Vatnagarðar 16, Reykjavík, s. 568 6625, velarehf.is Við látum dæluna ganga • Dælur - dæluviðgerðir • Ásþétti • Rafmótorar • Belzona viðgerðarefni • Vélavarahlutir Lesendur þekkja starf sjómannsins vel og vita að mikið gengur á þegar koma þarf aflanum um borð. Flestir vita líka hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á markaðinum, og hvernig útflytj- endur þurfa að hafa snör handtök til að koma vörunni í hendur kaupenda um allan heim. En hvað gerist þarna á milli? Jú, það þarf að landa aflanum. Að tæma lestina á togara er allt annað en létt verk og segir Svavar Helgi Ásmunds- son að starfsmenn Löndunar ehf. séu oft í kappi við tímann. Löndun verður 30 ára á næsta ári og þjónustar minni og stærri útgerðir á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum fjórir félagarnir sem vorum að leita okkur að sumarstarfi og enduðum á að stofna fyrirtækið árið 1987. Áður höfðum við unnið fyrir Hraðfrysti- stöðina og landað úr togurunum Við- ey og Engey yfir sumartímann, og einnig úr Ögra og Vigra. Þetta árið fór Faxamarkaðurinn af stað, Tog- araafgreiðslan hf. var hætt rekstri og greinilegt að vantaði þjónustuaðila við Reykjavíkurhöfn,“ segir Svavar. Í dag eru eftir tveir af upphaflega stofnendahópnum; Svavar er þjón- ustutjórinn og Stefán Sigurjónsson framkvæmdastjórinn. „Það endaði með því að við ákváðum að taka séns- inn og hófum rekstur 16. júní 1987 og var enginn okkar þá kominn yfir þrí- tugt.“ Eins og gott fótboltalið Löndun ehf. sérhæfir sig í dag í að landa vörum upp úr skipum og koma á markað, í gáma, í flutningatæki eða beint í frystigeymslu. Löndun þrífur síðan lestina og setur umbúðir, kost og veiðarfæri um borð. Löndunin kallar á vandað skipulag og vel þjálfaða starfsmenn. Segir Svavar að löndun snúist fyrst og fremst um gott samstarf innan lönd- unargengisins og líkir hann vinnunni við samspil góðs knattspyrnuliðs. Á meðan hvílir á fólkinu á skrifstofunni að skipuleggja vinnuna vel og tryggja að nægilega margir starfsmenn séu til staðar til að vinna verkin. „Við höfum ákveðið kerfi, eins konar töflu, þar sem við merkjum inn hvenær skip eru væntanleg. Sumar útgerðirnar eru búnar að þaulskipuleggja löndunar- dagana og í tilviki stóru frystiskip- anna er iðulega mjög brýnt að lönd- unin gangi hratt fyrir sig; ef skipið kemur inn að morgni höfum við ferli sem er þannig hannað að hægt er að halda aftur til veiða að kvöldi.“ Jafna út sveiflurnar Skipulagið getur verið nokkið flók- ið púsluspil, sérstaklega á mestu álagstímunum eins og þegar makríl- veiðarnar standa hvað hæst. „Menn vilja ekki tapa neinum tíma frá veið- unum og það þarf að sinna mörgum skipum. Á sama tíma verðum við að gæta þess að skipta mannskapnum ekki of mikið upp því ef of fáir eru í hverju gengi þá minnka afköstin,“ út- skýrir Svavar. Kjarnateymið samanstendur af um 16 hraustum mönnum. „Síðan erum við með 10-15 manns til viðbótar sem koma jafnvel úr öðrum vinnum eða sleppa skólanum þegar þeirra er þörf, enda gott kaup í þessu fyrir erf- iða vinnu. Til að nýta mannskapinn á milli löndunarverkefna tökum við einnig að okkur ýmsa þjónustu við út- gerðirnar, s.s. eins og þegar breyta þarf merkingum á vöru eða færa á milli gáma. Einnig smíðum við pal- lettur fyrir annað fyrirtæki og það er hentugt verkefni að grípa í þegar lítið er að gera annars.“ Löndun kallar á ákveðna vinnu- tækni og takmarkað hversu mikið má nota tæki til að létta vinnuna. Þá þarf að sýna vissa gætni og fara varlega með hráefnið. „Jafnvel þótt fiskurinn sé frystur og kominn í pappakassa þá verður kassinn að komast óskemmd- ur í hendur kaupandans. Lítið gagn að færiböndum Ekki virðist hægt að flýta fyrir með því t.d. að stinga færibandi ofan í lestina. „Það hefur verið reynt, en gengið illa því færibandið þarf þá að virka ofan í lest þar sem getur verið 25-30 stiga frost, og líka ofan þilja þar sem er kannski 20 stiga hiti.“ Helstu framfarirnar sem orðið hafa segir Svavar að séu annars vegar notkun hreyfanlegra löndunarskýla, sem þýða að jafnvel þótt veðurskil- yrðin séu slæm þá hamlar það ekki þjónustunni, og hins vegar hafa minni lyftarar gert það mögulegt að vél- væða hluta vinnunnar um borð. „Lyftarinn er þá látinn síga niður í lestina og færir aflann undir lúgu eins og það er kallað. Þarf þá ekki að handlanga aflann eftir endilangri lestinni.“ Morgunblaðið/Ófeigur Fara þarf varlega með aflann. „Jafnvel þó fiskurinn sé frystur og kominn í pappakassa þá verður kassinn að komast óskemmdur í hendur kaupandans.“ Stefán Sigurjónsson og Svavar Helgi Ásmundsson, eigendur Löndunar. Að landa úr skipi snýst um gott samspil Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Starfsmenn Löndunar ehf. eru oft í kappi við tímann og takmarkað hversu mikið þeir geta notað tæknina til að létta störfin. ÞRÓUN KORTLÖGÐ Fersk ýsuflök (Noregur) Útflutningur frá Noregi FOB verð í € Heilfryst ýsa (Noregur) Útflutningur frá Noregur FOB verð í € Magn (t) Kg verð í € Magn (t) Kg verð í € 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 500 400 300 200 100 0 5 4 3 2 1 0 10 8 6 4 2 0 Verðþróun Magn 2016 Meðalt. síðustu 3 ára Verð 2015 Verð 2016 Magn 2016 Meðalt. síðustu 3 ára Verð 2015 Verð 2016 Janúar Janúar Desember Desember 7,09 7,92 2,13 2,08 3,19 1,72 Samantekt markofish.com ÝSA Ýsuveiði í Noregi hefur aukist um 30% á milli ára og hefur nær öll sú aukning skilað sér í útflutningi á heilfrystri ýsu, einkum til Kína. Skilaverð hefur lækkað um tæp 40% á sama tíma og hefur ekki verið lægra í evrum síðan árið 2012. Verðþróun á ferskum ýsuflökum hefur verið mun hagstæðari og ætti verðmunurinn að fela í sér hvata til að vinna ýsuflök fersk, þrátt fyrir háan launakostnað. Norsk stjórn- völd hafa hvatt til aukinnar full- vinnslu sjávarafurða en hvað varðar ýsu þá hefur lítið breyst og hlutfall ýsu sem ráðstafað er í vinnslu á ferskum flökum hefur lækkað á milli ára og er innan við 5%. Nýjustu frystitogarar Norð- manna hafa flestir verið byggðir með sérhæfða heilfrystingu um borð í huga og hlutdeild þeirra í heildar- aflanum hefur aukist. Þrátt fyrir það er meirihluti ýsuaflans ekki sjófryst- ur líkt og hjá Rússum, heldur er hlutfallið innan við 50% af heildarafl- anum. Hluti vandans liggur í að stór hluti ferska aflans berst að landi á fyrstu þremur mánuðum ársins. En sú sveifla er ekki jafnmikil og í þorski þannig að skortur á fram- leiðslugetu og norskar hefðir virðast einnig vera takmarkandi þáttur. Spurningin er þó hversu lágt verð norskar útgerðir þola áður en veiðar hætta að borga sig og ef norska krónan fer að styrkjast. Verð ferskrar ýsu hækk- ar en heilfryst gefur eftir Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.