Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 7

Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 7ATVINNULÍF „Eftir að hafa starfað á blöðum og tímaritum í dálítinn tíma var það síð- asta sort að fara í það að verða port- rett-ljósmyndari, það þótti ekki áhugavert,“ segir Gunnar Leifur, sem sér þó ekki eftir því að hafa söðlað um og sá fljótt að kostirnir voru margir við þennan anga ljós- myndunar. „Maður er endalaust að vinna fyrir hamingjusamt fólk, sem kemur með hvert fallega barnið á fætur öðru.“ Galdurinn við að ganga vel í greininni segir hann að fanga augna- blikið og persónuleika þeirra sem koma á stofuna. „Þetta snýst fyrst og fremst um það að tala við fólk og vera með fólki og í raun og veru snýst þetta mjög lítið um ljós- myndun sem slíka,“ segir Gunnar sem leggur mikla áherslu á að tækn- in sé einungis verkfæri á meðan per- sónuleiki fólksins sé það sem skipti öllu máli í stúdíóinu hjá sér. Fjöl- breytileikann segir Gunnar vera einn stærsta kostinn við starfið, en auk þess að taka myndirnar sé tölvuvinnan mikil, prentun og jafn- vel smíði á römmum. Þá séu það mikil forréttindi að fá að starfa í fagi sem sé í raun áhugamál og hann upplifi sig ekki í vinnunni þegar hann sé að mynda. Skíðadella hjá fjölskyldunni Gunnar Leifur er fjögurra barna faðir og öll börnin hans hafa verið með mikla skíðadellu sem hann seg- ir hafa mótað sinn frítíma, þar sem hann hafi alltaf fylgt þeim á æfingar í gegnum tíðina. „Ég held að við séum með svona 80-90 skíðadaga á ári,“ segir Gunnar sem þeysist um brekkurnar á meðan krakkarnir eru á æfingum. Þá hafi fjölskyldan farið í skíða- og keppnisferðir nánast ár- lega á undanförnum 10 árum. Perla Karen dóttir hans er enn að æfa og keppa í íþróttinni og Gunnar Leifur sér fram á að æfingar hefjist um helgina á Siglufirði, en stefnan hefur verið sett á keppni í Austurríki í október. Að sögn Gunnars Leifs er félags- skapurinn í skíðaiðkuninni góður. „Það er skemmtilegt fólk í skíð- unum, þetta er allt svolítið bilað fólk sem er tilbúið að leggja á sig og vera með fjölskyldunni. Það telur.“ Á þessum árum sem Gunnar Leif- ur hefur fylgt börnunum í skíðaiðk- uninni hefur hann tekið mikið magn af myndum og segir léttur á brún að sér hafi farið mikið fram sem skíða- ljósmyndara. „Þar skiptir míkró- sekúndan máli og það er gaman að ná augnablikunum í brautinni.“ Forréttindi að fá að starfa við áhugamálið Ljósmyndarinn Gunnar Leifur Jónasson hefur verið í geiranum í 30 ár og hefur um árabil rekið ljósmyndastofuna Barna- og fjölskyldumyndir í Kópavogi. Ljósmynd/Allan Sigurðsson Gunnar Leifur gerir mikið af því að taka myndir af litlum börnum sem hann segist alltaf hafa mikla ánægju af. Barna- og fjölskylduljósmyndir er 50 ára gamalt fyrirtæki en Gunnar Leifur tók við rekstrinum fyrir hátt í 20 árum. Þar er nóg að gera því að sögn Gunnars tekur hann myndir af um 5.000 Ís- lendingum á ári. Á meðal verkefna sem Gunnar tekur að sér eru barna- og fjölskyldumyndatökur, skólamyndatökur, passa- myndatökur, stúdentsmyndatökur og myndatökur í brúðkaupum svo eitthvað sé nefnt. Í þætti vikunnar af Fagfólkinu er fylgst með Gunnari Leifi mynda ungt barn og þar sést að það er tölu- verð kúnst að ná slíkum myndum góðum. Myndar um 5.000 manns á ári hverju FYLGSTU MEÐ FAGFÓLKINU Á MBL.IS Lærimeistarinn í Branding Prófessor Kevin Lane Keller kom hingað til lands 2010 og vakti mikla athygli á fjölsóttum fyrirlestri um vörumerkjastjórnun, m.a. um vörumerkið Ísland. Nú snýr hann aftur hingað til lands og fjallar um grundvallaratriði vörumerkjastjórnunar og skoðar um leið vörumerkið Ísland á nýjan leik. Keller nýtur virðingar um allan heim fyrir rannsóknir sínar, þ.á m. vinnu sína með dr. Philip Kotler. Staður: Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a Tími: Þriðjudagur 20. september kl. 8.30-11.30 Fyrirlesari: Kevin Lane Keller, E.B. Osborn Professor of Marketing, Tuck School of Business, Dartmouth College Fundarstjóri: María Hrund Marinósdóttir, formaður ÍMARK Efni: The Five Golden Rules of Branding Hlé Building A New Marketing Toolkit Skráning á imark.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.