Morgunblaðið - 25.08.2016, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016VIÐTAL
„Bergþór var 13 ára þegar hann fyrst hóf
störf í fyrirtækinu og ég 16 ára. Við ólumst upp
innan fyrirtækisins. Og svipaða sögu má segja
um aðra í hópnum. Okkur hefur tekist að vernda
menninguna sem þeir bræður byggðu upp innan
fyrirtækisins og höfum haldið áfram að byggja
við hana.“
Steingrímur segir að hjá fyrirtækinu vinni af-
burðahópur og þeir hafi verið einstaklega
heppnir með starfsfólk sem sé lykilatriði í
rekstri þjónustufyrirtækis.
„Á þessum tíma var komið að því að ákveða
hvernig fyrirtækið ætti að þróast. Við höfðum
lengi verið með um 350-450 bíla. Í aðdraganda
sölunnar stóðu menn frammi fyrir því hvort ætti
að fjölga bílum í flotanum og stækka fyrirtækið
enn frekar. Það varð niðurstaða fyrri eigenda að
láta nýjum eigendum eftir að taka næstu skref.
Við keyptum fyrirtækið og höfum alla tíð haft að
leiðarljósi að reka það með sóma. Það var mjög
auðvelt að ætla sér um of en okkur tókst að forð-
ast það.“
Hrunið var fyrirtækinu mikið högg
Steingrímur segir að fyrstu áhrif hrunsins
hafi verið fyrirtækinu erfið. „Þessi rekstur er
mjög háður vöxtum og gengi og hvort tveggja
fór úr böndum strax eftir hrunið. Þetta var mik-
ið högg en Bílaleiga Akureyrar er líklega eina
stóra bílaleigan sem lifði hamfarirnar af. Hinir
stóru aðilarnir hafa allir skipt um eigendur.
Lykillinn að því að okkur tókst að krafla okkur
upp úr þessu var sterk staða félagsins fyrir hrun
og frábært starfsfólk.“ Hann segir að árið 2009
hafi þrátt fyrir allt reynst gott ár. „Það urðu
straumhvörf árið 2009, það varð algert
sprengjuár. Þá var allt hér ódýrt í augum er-
lendra ferðamanna. Ísland var fram til þess til-
tölulega óþekkt sem ferðamannaland. Síðan
kom gosið 2010 sem hægði á öllu um hríð. En
gosið og sú markaðsvinna sem hófst í framhaldi
af því er upphafspunkturinn að þeirri velgengni
sem við njótum í dag sem ferðamannaland.“
Steingrímur segir að það sé ástæða þess að
hingað koma rúmlega 1,5 milljónir ferðamanna í
ár. Hann segir ýmislegt hafa stutt þessa þróun
og nefnir íþróttaafrek, athygli frægra hafi
beinst hingað, erlendar kvikmyndir gerðar hér
sem sýna einstakt landslag. „Skemmst er til
dæmis að minnast íþróttaafreka svo sem nýaf-
staðinna Ólympíuleika og EM í fótbolta þar sem
Íslendingar stóðu sig frábærlega. Árangur
karla- og kvennalandsliða í knattspyrnu og
handbolta, gott gengi íslenskra tónlistarmanna
og margt fleira. Allt þetta hjálpast að við að
kynna Ísland. Besta kynningin er samt alltaf
landið sjálft og sú þjónusta sem við veitum
ferðamönnum.“
Steingrímur segir að vandi Íslands sem ört
vaxandi ferðamannalands sé að halda utan um
þennan vöxt. „Það er ekkert óeðlilegt við það að
þessi gríðarlegi vöxtur í ferðaþjónustunni sé
ekki hnökralaus. Opinberir aðilar gætu vissu-
lega gert margt betur en maður skilur að þeir
eru í gríðarlega erfiðri stöðu. Það eru ekki mörg
ár síðan verið var að reyna að fá fleiri flugfélög
til að fljúga til landsins. Við þurfum að stýra
þessu betur,“ segir Steingrímur. Hann segir að
fórnir hafi verið færðar með að taka ekki upp
náttúrupassann. „Ég var og er harður stuðn-
ingsmaður náttúrupassa og held að við höfum
fórnað miklu að innleiða hann ekki á sínum tíma,
þó að ekki hefði verið nema bara til prufu. Það
má þó ekki skilja það svo að ekkert sé að gert.
Það voru til dæmis settir peningar í sjóð sem
styrkir uppbyggingu ferðamannastaða. Það hef-
ur ekki verið hægt að úthluta öllu sem til úthlut-
unar var, því víða stendur á skipulagsmálum hjá
sveitarfélögum og sum sveitarfélög hafa jafnvel
ekki fé til að fara í þessa skipulagsvinnu.“ Hann
segir ferðaþjónustuna vera orðna öflugustu at-
vinnugreinina hér á landi og hún eigi sinn stóra
Upphaf fyrirtækisins má rekja til þeirra bræðra
Skúla, Birgis og Vilhelms Ágústssona, sem oft
er vísað til sem „Kennedy-bræðranna“. Þeir
bræður stofnuðu Bílaleigu Akureyrar árið 1974.
Áður en að því kom höfðu þeir stundað bílaleig-
ustarfsemi frá árinu 1966, hver í sínu lagi og
hjálpuðust svo að ef á þurfti að halda.
„Við héldum upp á 40 ára afmæli fyrirtæk-
isins fyrir 2 árum. Ég held að óhætt sé að segja
að Bílaleiga Akureyrar sé elsta starfandi bíla-
leiga landsins. Við erum stolt af því að höf-
uðstöðvarnar skuli vera á Akureyri og hún
kennir sig við höfuðstað Norðurlands,“ segir
Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds.
Á merki fyrirtækisins kemur einnig fram er-
lent firmanafn, Europcar.
„Þetta samstarf við Europcar hefur staðið
með hléum í meira en 35 ár. Þetta er viðskipta-
sérleyfissamningur sem tryggir okkur aðkomu
að bókunarkerfi og gagnagrunnum. Það fylgir
svo líka að þeir gera ríkar kröfur til þjónust-
unnar sem við veitum og bílanna sem við bjóð-
um, svo sem um hámark þess sem bílar eru ekn-
ir og aldur þeirra. Samstarfið við þá er ákveðinn
gæðastimpill.“
Landsbyggðarpúki í grunninn
Sú saga er lífseig að menn eigi erfitt með að
fóta sig á Akureyri ef þeir eru ekki bornir þar og
barnfæddir.
„Ég er landsbyggðarpúki í grunninn, pabbi
frá Akureyri og mamma frá Ísafirði. En ég
fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Ég fór í
Menntaskólann á Akureyri og kynntist þar dótt-
ur Vilhelms Ágústssonar, eins af fyrri eigendum
bílaleigunnar. Ég fór svo að vinna hjá þeim
bræðrum við bensínafgreiðslu með skóla, þá 16
ára. Seinna fór ég að þrífa bílaleigubílana og svo
í leiguna. Ég kynntist því bílaleigustarfseminni
frá grunni á þessum árum.“
Eftir próf í viðskiptafræði frá Háskóla Ís-
lands lá leiðin aftur norður og Steingrímur hóf
störf í bílaleigunni 1990. „Fyrst var ég markaðs-
stjóri, en tók svo að mér frekari verkefni. Loks
var ég orðinn framkvæmdastjóri. Skúli, einn
bræðranna, var þá forstjóri. Það var annars
aldrei mikið um titlatog hjá Höldi og við höfum
haldið því fyrirkomulagi.“
Upp úr 2002 fara þeir „Kennedy-bræður“ að
huga að því að selja fyrirtækið. Þau mál þróuð-
ust þannig að fyrirtækið var sett í söluferli og
þegar upp var staðið voru tveir hópar sem komu
til greina sem kaupendur.
„Hópur sem var undir forystu okkar Berg-
þórs Karlssonar var annar þeirra. Það var nauð-
synlegt að gera þetta svona því tryggja þurfti að
sem mest fengist fyrir fyrirtækið, enda fjöl-
skyldur bræðranna fjölmennar. Niðurstaðan
varð sú að hópur okkar Bergþórs keypti. Hóp-
urinn okkar var samansettur af stjórnendum og
starfsmönnum fyrirtækisins og hefur lítið
breyst á þessum árum sem liðin eru. Að vísu
hafa tveir fallið frá og er hlutur þeirra í höndum
erfingja þeirra. Við Bergþór eigum meirihluta
og við erum fimm aðilar sem eigum 90% í félag-
inu.
Þeir Steingrímur og Bergþór hafa unnið lengi
í fyrirtækinu.
þátt í að koma landinu út úr kreppunni í kjölfar
hrunsins. „En við höfum ekki alveg staðið vakt-
ina í uppbyggingunni og það er skiljanlegt.
Þetta hefur gerst mjög hratt og fáir hefðu getað
séð þetta allt fyrir.“ Hann segir að staðan sé sú
að íslensk ferðaþjónusta sé að verða fullbókuð
yfir sumarið. Verkefnið sé núna að laða ferða-
menn hingað á öðrum tímum ársins en yfir sum-
artímann og það hafi fengið vel að undanförnu.
Um og yfir 20% árlegur vöxtur
Steingrímur segir Bílaleigu Akureyrar ekki
hafa farið varhluta af þessari sprengingu í
ferðaþjónustunni. „Við höfum stækkað um og
yfir 20% mörg ár í röð. Við ákváðum að draga
heldur úr okkar vexti í ár og huga frekar að inn-
viðunum. Við fundum það að við vorum á mörk-
um þess að ráða við álagið í fyrra. Við höfum
nýtt tímann til að bæta aðstöðu starfsmanna og
viðskiptavina á þessu ári. Það er ekkert mál að
blása reksturinn út en það er meiri vandi að fá
reksturinn til að skila afkomu. Greinin býr svo
við gengisáhættu sem erfitt er að hafa stjórn á.
Gengissveiflur höggva verulega nærri allri
ferðaþjónustu og á skömmum tíma hefur gengi
evru farið úr 150 krónum í 133 krónur og þetta
skiptir máli fyrir afkomu greinarinnar.“
Einkenni mettunar á markaði
Steingrímur segir að vart verði ákveðinnar
mettunar í bílaleigustarfsemi yfir háannatím-
ann.
„Í sumar er sú staða uppi að það áttu flestar
leigur lausa bíla lungann úr sumrinu, þannig að
það varð ákveðinni mettun náð. Það er ekki al-
veg ákjósanleg staða. Það er ekkert að því að
það sé uppselt. Það er kominn ákveðinn toppur í
þetta og þar koma gengismálin til sögunnar.
Spár um frekari fjölgun ferðamanna eru að
hluta háðar hvernig gengi gjaldmiðla gagnvart
krónu þróast. Ísland er að komast í efri mörk
hvað verð varðar. Ef það heldur áfram mun
draga úr vextinum og það þarf ekki að vera
slæmt.“
Steingrímur segir annars konar ferðamenn
koma hingað núna en á árum áður.
„Fyrir 30 árum var meðal erlendi ferðamað-
urinn þýskur kennari sem búinn var að und-
irbúa ferðalagið lengi og kynna sér allt sem
varðaði landið og ferðalagið sem framundan var.
Núna er miklu meira um ungt fólk, fjöl-
skyldufólk.“ Hann segir meðalferðamanninn
ekki eins vel búinn undir ferðalag um landið og
íslenska vegakerfið. Þetta hafi meðal annars
komið fram í aukinni tjónatíðni.
„Þetta hefur kallað á breytingar og við í bíla-
leigustarfseminni höfum mætt því með aukinni
fræðslu til viðskiptavina. Við eigum mjög gott
samstarf við tryggingafélög. Allir í leigu-
starfsemi eru að keppast við að draga úr tjón-
um. Slysatíðni í hlutfalli við fjölda bílaleigubíla
hefur lækkað mikið. Þó að enn sé tilefni til að
kvarta undan íslenska vegakerfinu hafa orðið á
því töluverðar bætur og það hefur átt sinn þátt í
að lækka slysatíðni. En ekki síður forvarn-
arstarf. Við leggjum mikið upp úr að fræða er-
lendu viðskiptavinina okkar um hættur á veg-
um, veður, færð og svo framvegis. Allir bílarnir
okkar eru ábyrgðar- og kaskótryggðir. Svo er
ökumaðurinn með lögbundna ábyrgðartrygg-
ingu að auki. Hann velur svo hversu mikla
tryggingavernd hann kaupir til viðbótar. Al-
mennt má segja að það sé mjög vel staðið að
tryggingarmálum bílaleigugeirans hérlendis.“
Með fjórðungshlut af markaðnum
Steingrímur segir Bílaleigu Akureyrar vera
með nær fjórðungshlut af markaðnum. „Heild-
armarkaður bílaleigubíla hérlendis er rúmlega
20.000 bílar og við erum með tæplega 4.500 bíla í
flotanum okkar. Það skortir reyndar á að upp-
lýsingar um bílaleigumarkaðinn séu nægjanlega
áreiðanlegar. Það eru einhver brögð að því að
þegar bílar eru seldir úr leigustarfsemi að
skráningin sé ekki uppfærð samhliða. En ég veit
að Samgöngustofa er að vinna í því að lagfæra
þessar skráningar.
Hann segir að markaðshlutdeild sé ekki
markmið í sjálfu sér. „Við erum sennilega með
22-23% af heildarmarkaði. Mesta markaðs-
hlutdeild okkar var árið 2009 en þá vorum við
líklega með 32% markaðarins. Við erum alveg
sátt við minni hlutdeild. Við erum ekki í þessari
starfsemi til að hafa sem mesta hlutdeild. Við
viljum fyrst og fremst veita góða þjónustu og
reka fyrirtækið með hagnaði. Öðruvísi getum
við ekki vaxið og gert vel við okkar fólk. Við höf-
um lagt áherslu á að ná sem bestri nýtingu út úr
flotanum okkar og það skiptir okkur meira máli
en að geta alltaf mætt öllum óskum um bíla, til
dæmis bara í tvær vikur í lok júlí en það er að
takast að vinna á árstíðasveiflum. Hjá okkur er
það þannig að sumarmánuðir 2011 eru eins og
mars og apríl 2015.“
Steingrímur segir samkeppnina hafa aukist
Auðvelt að vaxa hratt
en erfiðara að hagnast
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Íslensk ferðaþjónusta er nú að verða
uppbókuð yfir sumartímann og
fjölgun ferðamanna sem koma til
landsins að færast á tímann utan
háannar. Steingrímur Birgisson er
forstjóri Hölds sem rekur Bílaleigu
Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins
með nærri fjórðung markaðarins.
Bílaleiga Akureyrar sinnir ekki bara hefðb
hefur leigt umtalsverðan hluta bílaflota sín
að hann er leigður lengur en til þriggja má
1.000 bílar í langtímaleigu.
„Ég reikna með að við séum stærsti aði
ákváðum að fara inn á þennan markað me
inum. Markaðurinn fyrir langtímaleigu er v
inum. Þetta er hagkvæmt form fyrir báða
usta þá, erum með verkstæði og samskip
að ef við tökum dæmi af fyrirtæki sem ge
að halda flotanum í lagi, að bílarnir séu sm
framvegis.Yfirleitt eru þessir bílar leigðir t
ist.“
Langtímaleiga til að dreifa áhæt