Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 9

Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 9VIÐTAL mikið á markaðnum og leigum hafi fjölgað mik- ið. „Árið 2008 voru líklega 57 bílaleigur starf- andi. Núna eru þær yfir 150. Þessu hefur fylgt stóraukin samkeppni. Það er samt þannig að Ís- land er að verða uppselt í gistingu yfir háanna- tímann þannig að frekari vöxtur mun þurfa að fara fram utan þess tíma.“ Hann segir að stýra þurfi álaginu betur um landið. „Með því að stýra betur ferðamönnum um landið, byggja upp vinsælu ferðamannastað- ina svo þeir geti betur annað fjöldanum. Bara einföld slík stýring breytir öllu. Þetta er ekki ósvipað því að fara á fótboltaleik erlendis. Það hafa margir nýlega reynslu af því. Það virtist ekki vera erfitt að stýra mannfjöldanum, kannski 70 þúsund manns inn og út af keppn- issvæðinu. Þetta eigum við að geta gert. Og sem betur fer er sú vinna hafin.“ Mikill árlegur vöxtur í veltu „Velta okkar árið 2008 var rúmlega 2 millj- aðar. Á síðasta ári var veltan nærri 5,7 millj- arðar. Þannig að vöxturinn hefur verið mikill. Starfsmenn okkar voru í vetur 230 og við er- um 280 í sumar. Ég reikna með að hér verði 250- 260 manns við störf á komandi vetri.“ Hann segir hagnað í hlutfalli við veltu hins vegar hóflegan. „Við höfum aldrei skorað hátt þegar skoðaður er hagnaður í hlutfalli af veltu. Hagnaður hefur verið 5-7% af veltu í gegnum tíðina. Árið 2014 var hagnaðurinn 260 milljónir og í fyrra var hann ríflega 300 milljónir. Það segir sig sjálft að í svona rekstri þarf að liggja yfir hverri einustu krónu. Ef við vildum, gætum við auðvitað aukið hagnaðinn með því að skera niður útgjöldin en það væri þá á kostnað þjón- ustunnar. Það kæmi fljótlega í bakið á okkur. Þetta er harður markaður og miklar sveiflur.“ Viðskiptavinir krefjast gæða og öryggis Viðskiptavinir bílaleiga eru kröfuharðir og vilja nýlega bíla og ekki úr sér gengna. Það þarf því stöðugt að endurnýja flotann. „Það gengur ágætlega að afsetja flotann. Það er hins vegar að þyngjast og það er ein ástæða þess að við viljum ekki vaxa of hratt. Það er ljóst að markaður fyrir notaða bíla hér á landi tekur ekki endalaust við bílum úr leigustarfsemi. Ég veit til þess að einhverjir eru farnir að huga að útflutningi á notuðum bílaleigubílum. Haldi markaðurinn áfram að vaxa eins og verið hefur kviknar sú þörf í vaxandi mæli.“ Steingrímur segir að bílar þeirra séu í leigu yfir tvö háannatímabil að jafnaði. „Okkar módel er að við leigjum bíla út í tvær háannir. Við hjá Bílaleigu Akureyrar tökum svo hluta flotans af númerum og látum þá standa þar til eft- irspurnin vex á ný með vorinu. Það er auðvitað dýrt í vaxtaumhverfinu eins og það er, en þetta borgar sig fyrir okkur.“ Steingrímur segir nýrri bíla og betri nú í boði á íslenskum bílaleigum. „Sú þróun sem er mest áberandi í rekstri bílaleiga hér á landi er að leig- urnar bjóða nú nýrri, betri og öruggari bíla en áður var. Sem betur fer hefur svonefndum druslubílaleigum fækkað, sem voru mjög áber- andi eftir hrunið. Leigurnar bjóða nú bíla sem eru öruggari og með betri búnaði. Þær hugsa ekki bara um að vera með hráa bíla með litlum aukabúnaði, heldur hugsa meira um að bílarnir séu öruggir. Ekki síður að þessa bíla þarf að selja síðar og þá skiptir máli að þeir séu á pari við það sem kaupendahópurinn, Íslendingar, gerir kröfu um.“ Hann segir að hingað leggi leið sína fleiri ferðamenn sem eru tilbúnir að eyða meira fé en ferðamenn að meðaltali. „Það hefur orðið sú þróun að hingað eru farnir að leggja leið sína auðugir ferðamenn og við þurfum að eiga bíla sem þeir vilja leigja. Þetta eru verðmætir gestir sem skilja eftir meiri tekjur en ferðamannahóp- urinn að meðaltali. Til landsins kemur nú rúmt 1% af þeim sem ferðast um í heiminum. Við eig- um að einbeita okkur að þeim sem skilja meira eftir sig. Þetta er kröfuharður hópur sem þarf að upplifa gæði í takt við það sem þeir borga fyrir. Þetta þurfum við að hafa í huga við upp- byggingu ferðaþjónustunnar, öll aðstaða sé í lagi, þjónusta sem og allir innviðir.“ Það heyrist oft sú gagnrýni að stóru að- ilarnir, eins og til dæmis flugfélögin, séu að ein- blína á að flytja sem flesta hingað. „Sú gagnrýni er ekki á rökum reist. Módel íslensku flugfélag- anna er að flytja farþega á milli heimsálfanna Ameríku og Evrópu og fá þá til að staldra hér við. Ferðir til Íslands eru ekki endilega meg- ináhersla þeirra. Ég fullyrði að það er enginn sem hugsar bara um magn. Menn vita að það leiðir bara til þess að upplifun þeirra sem þannig koma hingað verður ekki í takt við það sem þeir væntu og þá hverfur eftirspurnin hratt.“ Framrúðutjón nema 100 milljónum „Á margan hátt er bílaleigustarfsemi áþekk frá einu landi til annars. Það eru hins vegar sér- íslensk viðfangsefni sem við erum að fást við hér og kollegar okkar erlendis skilja ekki alveg. Til dæmis má nefna vegakerfið. Þó að úrbætur hafi verið gerðar er margt óunnið. Hér tíðkast það að ný olíuklæðning er þjöppuð niður af umferð- inni og á meðan grjótmulningurinn binst olíunni fylgir akstri á þessum köflum gríðarlegt grjót- kast. Þetta veldur því að fyrir utan skemmdir á lakki bílanna þá eru framrúðutjón hér óheyri- lega algeng. Bara hjá okkur námu framrúðutjón í fyrra tæplega 100 milljónum.“ Hann segir margt sem tengist þrifum og um- hirðu bílanna gerólíkt. „Þessar miklu árstíðasveiflur eru eitthvað sem þeir þekkja ekki. Þeir eru vanir meira jafn- vægi framboðs og eftirspurnar.“ Steingrímur segir að fjármagnskostnaður hérlendis sé tölu- vert umfram það sem samstarfsaðilar í öðrum löndum þekkja. „Þrif bíla hér eru miklu dýrari vegna allra malarveganna og veðurs. Þeir nota til dæmis ekki vetrar- og sumardekk. Í Þýska- landi og Hollandi eru ekki gúmmímottur í bíla- leigubílum til dæmis. Hér verðum við að hafa gúmmímottur í öllum bílum. Þjónustustigið er líka almennt hærra hér en þekkist í bílaleig- ustarfsemi annars staðar.“ ” Það gengur ágætlega að afsetja notaða bíla úr flotanum. Það er hins vegar að þyngjast og það er ein ástæða þess að við viljum ekki vaxa of hratt. Markaður fyrir notaða bíla tekur ekki endalaust við. Morgunblaðið/Eggert Steingrímur Birgisson hóf 15 ára að afgreiða bensín með skóla hjá Höldi. Hann er nú forstjóri fyrirtækisins. bundinni bílaleigu til ferðamanna heldur ns á svonefndri langtímaleigu, það þýðir ánaða. Af um 4.500 bíla flota eru tæplega ilinn á langtímaleigumarkaði fyrir bíla. Við eðal annars til að dreifa áhættu í rekstr- vaxandi þó að nokkuð hafi hægt á vext- aðila. Við kunnum að reka bíla og þjón- pti við umboðin. Hagur leigutakans er sá erir út 20 bíla er ef til vill heilt stöðugildi í murðir og farið með þá í skoðun og svo til eins til þriggja ára en styttri tími þekk- ttunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.