Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 10

Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Það hafa komið augnablik, þessi þrjú ár sem ég hef búið í París, þegar ég hef reynt að átta mig á hvað býr að baki fatavenjum franskra karlkyns kaupsýslumanna – allt frá hákörl- unum sem tróna efst á toppi fyrir- tækjanna á CAC 40 vísitölunni, yfir í millistjórnendurna og niður í jakka- fataklæddu skrifstofumennina sem sjá má á götum úti alla daga. Fyrir Lundúnabúa er þetta ekki endilega svo létt verk. Að klæðsker- unum við Savile Row slepptum, og þrátt fyrir langa hefð í vefnaði og skósmíði, er það ekkert leyndarmál að þegar kemur að klæðaburði eru flestir Englendingar ekki einu sinni í sömu deild og franskir kollegar þeirra. Fyrir þann Lundúnadreng sem þetta skrifar er verkið þó erfiðara en fyrir flesta: svo árum skipti klæddi ég mig glaður í gamlar skyrtur af tæplega tveggja metra háum stjúp- föður mínum, þótt ég sé sjálfur um einn og áttatíu. Og árin sem ég bjó í Mexíkó stundaði ég keilu af áfergju, sem varð til þess að ég mótaði með mér mikla ástríðu fyrir stutterma- skyrtum úr gerviefnum. Þessi áhugi hvarf ekki fyrr en Ann, sem nú er orðin konan mín, sagði að ég þyrfti að velja á milli hennar eða fataskáps- ins. Því ætti að vera ljóst hvers vegna ég voga mér ekki að skrifa um vinnuklæðnað franskra kvenna. Látleysi og fágun Það var árið 2013 sem ég veitti því fyrst athygli hvað karlar í leiðtoga- stöðum í frönsku atvinnulífi klæða sig vel. Ég fylgdist þá með Maurice Lévy, forstjóra Publicis, kynna 35 milljarða dala samrunaáætlun (sem reyndist síðar dauðadæmd) á milli auglýsingasamsteypunnar og banda- ríska keppinautarins Omnicom. Lévy, silfurhærður reynslubolti á sínu sviði, gekk inn á vandlega snyrt- an þakgarð Publicis með Sigur- bogann í baksýn, í svörtum jakkaföt- um, skjannahvítri skyrtu og með svart bindi. Klæðnaðurinn var lát- laus en fágaður, og um leið barma- fullur af vandlega öguðu sjálfs- trausti. Í stuttu máli sagt: hann var eiturflottur. Við aðrar kringumstæður hefði John Wren hjá Omnicon þótt líta hreint prýðilega út. En við hliðina á Lévy var hann greinilega í öðru sæti, í dökkum jakkafötum sem virtust vera með brúnum og bláum teinum. Að viðbættri blárri skyrtunni og gylltu bindinu mætti segja að hann hafi hrapað nokkuð langt aftur í sam- keppninni. Smáatriðin sýna skynbragð Það hvernig Lévy blandar saman svörtu, hvítu og svörtu – eða nærri svörtum jakkafötum með dökku bindi – er nokkuð dæmigert fyrir franska kaupsýslumenn, sem og fyrir karlkyns stjórnmálamenn landsins og fréttaþuli í sjónvarpi. Ein ástæðan fyrir þessu, að mati fransks samstarfsmanns míns hjá Parísarútibúi Financial Times, er að með þessu má forðast það feilspor að koma sér í þá stöðu að vera metinn eftir fötunum sem maður klæðist. „Í Frakklandi er markmiðið ekki að skera sig úr hópnum,“ útskýrir hann. „Hugsunin er sú að sýna gott skyn- bragð á klæðaburð í smáatriðunum, en ekki í fatastílnum sjálfum. Þú vilt ekki taka slíka áhættu.“ Það er jafnáríðandi, segir hann, að hafa einnig yfirbragð glæsileika, og það gerir hvíta skyrtan heldur betur. „Með blárri skyrtu verður útlitið aldrei eins fágað og með hvítri skyrtu,“ segir hann afdráttarlaust. Bretar í bleikum skyrtum Upp til hópa gera Englendingar sér enga grein fyrir þessu. Eyjar- skeggjar á Bretlandseyjum hafa sveigjanlegri skilgreiningu á því hvað kallast að vera smekklega til fara og heilmikið svigrúm fyrir skrautlegan klæðaburð: bleikar skyrtur eru algengar í London og sömuleiðis teinóttar skyrtur með einlita kraga og ermalíningar. Að klæða sig þannig í háttföstu við- skiptalífi Parísarborgar gæti hæg- lega orðið efnilegum mönnum á framabraut Þrándur í Götu, segir kollegi minn. „Þú vilt ekki að fólk muni eftir þér byggt á því hverju þú klæðist.“ En ég hef áttað mig á að stærsti munurinn á frönskum og enskum karlmönnum, þegar kemur að vinnu- klæðnaði, liggur í því hvernig fötin passa. Í París, ólíkt London, liggja jakk- arnir þétt að öxlunum og sniðið er skorið að líkamanum. Ef kaupsýslu- maður frá París fer úr jakkanum mun væntanlega koma í ljós klæð- skerasniðin bómullarskyrta sem fell- ur þétt að líkamanum. Ef um enskan kaupsýslumann er að ræða eru allar líkur eru á að finna belgsegl sem blaktir undir handleggjunum á hon- um. Á franskan mælikvarða myndu jafnvel „slim-fit“ skyrturnar, sem verða æ vinsælli í Bretlandi, þykja nokkuð rúmgóðar. Arfleifð skólabúninganna Hvernig stendur síðan á þessu? Enginn skortur er á kenningum, en mín hefur að gera með þá staðreynd að ensk börn þurfa að láta sér lynda að klæðast skólabúningum en ekki þau frönsku. Að þurfa að velja fatnaðinn fyrir skólann dag hvern, jafnvel þótt það sé gert undir eftirliti foreldranna, veldur því að Frakkarnir bera allt frá fyrstu æviárum meira skynbragð á fatnað, fatasamsetningar og ekki síst snið. Þessu fylgir líka töluverður hópþrýstingur um að líta sem best út. Sá sem klæðist stöðluðum skóla- búningi á aldrei eftir að líta sér- staklega vel út, svo það er ekki til neins að reyna. Allir eru eins, svo það útilokar samkeppnisþáttinn. En stærstu áhrif skólabúningsins eru þau að hann á það til að venja ensk börn við að klæðast fötum sem eru ýmist allt of stór, þegar for- eldrar reyna að fá sem mest fyrir peninginn og kaupa föt í stærri kant- inum, eða allt of lítil þegar þessir sömu foreldrar reyna að ná sem mestu út úr líftíma skólajakkans. Ég man hvernig móðir mín saum- aði brúnar leðurbætur á olnbogana á skólabúningnum mínum (hörmuleg- um svörtum jakka með dumbrauð- um röndum), löngu eftir að ég hafði vaxið upp úr honum. Um landið þvert og endilangt upplifa ensk börn það sama, hvort sem þau ganga í einkaskóla eða ríkisrekna skóla. Það er því ekki að furða að hinn dæmi- gerði fullorðni Englendingur sé al- veg úti á þekju á þessu sviði. Og hvað er þá til bragðs að taka fyrir Englending á meðan hann býr í París og þarf að hrærast í við- skiptakreðsunni þar? Ekki reyna að gera eins Fyrir þá sem geta ekki talað frönskuna valdsmannslega og hafa ekki fölskvalausa þekkingu á menn- ingu landsins væru það alvarleg mis- tök að ætla að taka upp franska stíl- inn alla leið. Það væri rétt eins og bandaríski ferðamaðurinn sem fer í skotapilsið og bindur á sig loð- skinnspunginn þegar hann leggur land undir fót til að vitja fæðingar- staðar frænda langalangalangafa síns. Farið þess í stað gætilega, komið böndum á litina, og umfram allt: klæðist jakkafötum sem passa. Þeir frönsku kunna að klæða sig Eftir Adam Thomson Fréttaritari FT í París veltir hér fyrir sér ólíku viðhorfi franskra kaup- sýslumanna og breskra kollega þeirra til klæða- burðar og rekur þann mun meðal annars til hefðar með skólabúninga. AFP Klæðaburður Maurice Lévy, forstjóra franska auglýsingarisans Publicis (t.v.), og John Wren, forstjóra Omnicom (t.h.), lýsir vel fágun sem einkennir klæðaburð karlmanna í frönsku atvinnu- og stjórnmálalífi að mati greinarhöfundar. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.