Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 13SJÓNARHÓLL
BÓKIN
Þegar orkumál eiga í hlut einblínir
umræðan oft á það sem er við upphaf
eða endi rafmagnslínunnar: verður
orkan til með um-
hverfisvænum
hætti? Er nóg til af
henni? Knýr raf-
magnið mengandi
verksmiðju eða há-
tæknibíla?
Mannfræðing-
urinn Gretchen
Bakke segir að við
ættum – í það
minnsta hvað
Bandaríkin snertir
– ekki síður að
beina athygli okkar
að sjálfu dreifikerf-
inu. Bakke er höf-
undur bókarinnar
The Grid: The
Fraying Wires Between Americans
and Our Energy Future.
Í bókinni bendir Bakke á hvernig
gamalt og úr sér gengið rafmagns-
dreifikerfi Bandaríkjanna stendur
framförum fyrir þrifum. Þarf helst
að hugsa kerfið alveg upp á nýtt ef
Bandaríkin eiga að geta stigið mik-
ilvæg skref inn í nýja framtíð í orku-
málum. En að laga dreifikerfið er
ekki létt verk og kallar á að aðilar
með mjög ólíkar hugmyndir og
ásetning leggist á
eitt. Þarf ekki bara
nýja tækni heldur
verður að kljást við
frumskóg laga og
reglugerða og taka
bæði peningahlið-
ina og umhverfis-
áhrifin með í reikn-
inginn.
Raflínurnar
gætu litið út fyrir
að vera minnst
spennandi hlutur í
heimi: litlaus
málm-mannvirki
sem teygja sig yfir
landslagið. Raunin
er að rafdreifi-
kerfið ber samfélagið uppi og ef
kerfinu er ekki rétt sinnt gæti það
kippt fótunum undan samfélaginu.
Bandaríska kerfið er komið að þol-
mörkum, og alls ekki sjálfsagður
hlutur að alltaf komi rafmagn úr
næstu innstungu. ai@mbl.is
Með augun á raf-
magnsdreifikerfinu
Undanfarið hafa svonefndar rafsígarettur veriðnokkuð á milli tannanna á fólki hérlendis ogmargir hafa velt því fyrir sér hvort notkun
þeirra, meðal annars á veitinga- og kaffihúsum, sé leyfi-
leg í ljósi tóbaksreykingabanns sem í gildi er á slíkum
stöðum samkvæmt lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir.
Samkvæmt lögum um tóbaksvarnir eru tóbaksreyk-
ingar óheimilar á ýmsum svæðum, t.d. í þjónusturými
stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veit-
inga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og
félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstunda-
starf. Sama gildir um tilsvarandi svæði utan húss séu
þau ekki nægilega opin til að tryggja viðunandi loft-
streymi. Með tóbaki er í lögun-
um átt við tóbaksjurtir (e. nico-
tiana) og allan varning unninn
að öllu eða einhverju leyti úr
þeim til neyslu, svo sem sígar-
ettur, vindla, reyktóbak, nef-
tóbak og munntóbak. Þrátt fyrir
að nikótín sé aðeins eitt fjöl-
margra efna sem finnast meðal
annars í tóbaksjurt má færa rök
fyrir því að svonefndur nikótín-
vökvi geti fallið undir framan-
greint ákvæði laganna, sé hann í það minnsta unninn úr
slíkri jurt. Með reykfærum er í lögunum átt við áhöld og
búnað tengdan tóbaksreykingum, svo sem sígarettu-
pappír, reykjarpípur og tæki til að vefja sígarettur, svo
og annan slíkan varning.
Í áður gildandi tóbaksvarnarlögum nr. 74/1984 tóku
lögin einnig til varnings sem ætlaður var til neyslu með
sama hætti og tóbak, þótt hann innihéldi ekki tóbak, sbr.
þágildandi 2. mgr. 2. gr. laganna. Í athugasemd við
ákvæði þetta í frumvarpi til laga um tóbaksvarnir, sem
síðar var samþykkt sem lög nr. 74/1984, voru svokallaðar
„gervisígarettur“ teknar sem dæmi um slíkan varning,
en með þeim var átt við sígarettur sem ekki innihéldu
nikótín en sem kynnu að hafa önnur skaðleg efni að
geyma, bæði fyrir neytendur og aðra er ekki kæmust hjá
því að anda reyknum að sér. Árið 2001 var ákvæðið fellt
brott með skírskotun til þess að eftirlitsstofnun EFTA
hafði bent á að slíkt ákvæði kynni að brjóta gegn ákvæði
EES samningsins um frjálst vöruflæði innan Evrópska
efnahagssvæðisins. Er því ljóst að lögin taka ekki til
varnings sem inniheldur ekki tóbak í framangreindum
skilningi.
Af fyrrgreindu virðist mega ráða að svonefndar raf-
sígarettur er innihalda nikótínvökva unninn úr tóbaks-
jurtum geti fallið undir ákvæði laga um tóbaksvarnir og
notkun þeirra sé því ekki heimil á svæðum þar sem reyk-
ingabann gildir. Má færa rök fyrir því að slíkt sé einnig í
samræmi við markmið laganna, sem er meðal annars að
virða skuli rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að
sér lofti sem mengað er af tóbaksreyk af völdum ann-
arra, en rannsóknir hafa bent til
þess að nikótín og önnur efni í svo-
nefndri „rafsígarettugufu“ mælist í
blóði þeirra sem anda að sér guf-
unni með óbeinum hætti. Á hinn
bóginn má ætla að rafsígarettur
sem hafa hvorki að geyma nikótín-
vökva né önnur efni tóbaksjurtar
falli ekki undir lög um tóbaksvarnir
og því utan bannákvæðis laganna.
Hins vegar verður ekki framhjá
því litið að ákveðinnar óvissu gætir
þegar kemur að því hvernig aðgreina megi rafsígarettur
sem innihalda nikótínvökva frá rafsígarettum sem inni-
halda hvorki nikótínvökva né önnur efni tóbaksjurtar, en
slíkt getur reynst nokkuð erfitt. Þannig má yfirleitt ekki
sjá á rafsígarettunni sjálfri neinar merkingar þar um,
heldur iðulega einungis á glasi fyllingarvökva hennar,
þótt fyrir liggi tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/40/
EU sem tekur meðal annars til merkinga rafsígaretta,
sem hefur þó ekki enn verið innleidd í íslenskan rétt.
Telji löggjafinn þörf á því að banna notkun hvers kon-
ar rafsígaretta með sambærilegum hætti og hefðbund-
inna sígaretta verður að ætla að til þurfi lagabreytingu,
bæði í ljósi þess að hylki rafsígaretta innihalda ekki
ávallt níkótín og vegna þess að nikótín í rafsígarettu-
hylkjum getur, a.m.k. fræðilega, verið unnið úr öðrum
jurtum en tóbaksjurtum og því, eftir atvikum, fallið utan
gildissviðs laga um tóbaksvarnir.
Lög um tóbaksvarnir
og notkun rafsígaretta
LÖGFRÆÐI
Lára Herborg Ólafsdóttir
héraðsdómslögmaður á Juris lögmannsstofu.
”
Telji löggjafinn þörf á því
að banna notkun hvers
konar rafsígaretta með
sambærilegum hætti og
hefðbundinna sígaretta
verður að ætla að til
þurfi lagabreytingu
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík • 580 5400 • main@re.is • www.flugrutan.is • www.re.is
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
Reykjavík
Keflavíkurflugvöllur
Kauptu miða núna á www.flugrutan.is
*Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka frá BSÍ eða Keflavíkurflugvelli á 4.000 kr.
2.200 kr.*
FYRIR AÐEINS
Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur
Frí þráðlaus internet-
tenging í öllum bílum
Ferðatími u.þ.b.
45 mínútur
Umhverfisvænt
VIÐ
SKUTLUM
ÞÉR!
Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í
tengslum við allar komur & brottfarir
flugvéla um Keflavíkurflugvöll.