Morgunblaðið - 25.08.2016, Page 15
SPROTAR
„Við stundum allir íþróttir og
könnumst við það hvernig hlutirnir
ganga fyrir sig hjá sjúkraþjálf-
aranum. Hann skrifar æfingar nið-
ur á blað eða sendir í tölvupósti, en
svo gleymir maður auvðitað strax
að gera æfingarnar heima,“ segir
Kristján Einarsson.
Kristján er einn af stofnendum
sprotafyrirtækisins Strivo sem tek-
ið hefur þátt í Startup Reykjavík í
sumar. Strivo (www.strivo.co) hef-
ur þróað hugbúnaðarlausn fyrir
sjúkraþjálfara og einkaþjálfara til
að auðvelda þeim að halda utan um
fjarþjálfun viðskiptavina sinna og
sjúklinga. Auk Kristjáns standa að
verkefninu þeir Patrekur Maron
Magnússon, Ómar Yamak og Tóm-
as Óli Garðarsson.
Patrekur og Tómas leggja stund
á nám í hugbúnaðarverkfræði við
HÍ, Kristján er sálfræðimenntaður
og með meistaragráðu í markaðs-
fræði en Ómar er þjálfari hjá
íþróttafélaginu Mjölni.
Áætlun og eftirfylgni
„Í Strivo fær þjálfarinn sína eig-
in vefsíðu á undirléni hjá Strivo.co,
og býður viðskiptavinum sínum að-
gang að þessu svæði. Þar setur
hann þeim fyrir æfingaáætlun og
getur fylgst með árangri þeirra og
ástundun. Ætlunin er líka að setja
í framtíðinni upp greiðslugátt til að
auðvelda rukkanir fyrir þjálf-
arann,“ útskýrir Kristján. „Strivo
er í rauninni nýtt verkfæri sem
sjúkra- og einkaþjálfarar geta beitt
í sínu starfi til að geta þjónustað
viðskiptavininn betur og vonandi
þjónustað fleiri. Þetta er „business-
to-business“ lausn sem við erum að
þróa.“
Í Strivo hefur þjálfarinn töluvert
frelsi með það hvernig hann miðlar
þjálfunarupplýsingum til viðskipta-
vinarins. „Við hverja æfingu er
hægt að setja skriflega lýsingu eða
t.d. tengja í myndskeið á YouTube
eða Vimeo sem sýnir æfinguna vel.
Þjálfararnir hjá einni og sömu
líkamsræktarstöðinni eða sjúkra-
þjálfunarstöðinni geta líka skipst á
upplýsingum sín á milli og notað
sama æfingabankann og upptök-
urnar,“ segir Kristján.
Til að skala upp reksturinn
Fjarþjálfun hefur verið að ryðja
sér til rúms á undanförnum árum
enda ódýrari valkostur en að hafa
þjálfarann á staðnum á meðan æft
er. Eins og fyrr var getið felst síð-
an sjúkraþjálfun oft í því að sjúk-
lingurinn gerir æfingar á eigin
spýtur á milli
heimsókna til
sjúkraþjálf-
arans. „Með því
að bæta tæknina utan um
þessa nýju þjálfunarleið er verið að
færa viðskiptavininum aukinn
stuðning, og bæta samskiptin á
milli hans og þjálfarans. Um leið er
einka- og sjúkraþjálfarinn kominn
með tæki í hendurnar sem ætti að
gera honum mögulegt að skala upp
reksturinn sinn og halda vel utan
um fleiri kúnna. Með vönduðu fjar-
æfingakerfi er hægt að lækka
kostnaðinn og viðveruna með því
t.d. að hafa persónulega þjálfun
einu sinni í viku en þess á milli
nota fjarþjálfunarkerfið.“
Strivo stefnir á að nota Ísland
sem prufumarkað en taka síðan
stefnuna vestur um haf. Byggist
viðskiptamódelið á því að hver
þjálfari greiði fast mánaðargjald
fyrir aðgang að kerfinu. „Við erum
líka að skoða þann möguleika að
taka einhverja prósentu af þeirri
sölu sem á sér stað í gegnum kerf-
ið okkar,“ upplýsir Kristján.
Tugir milljarða dala í spilinu
Markaðurinn er stór og þannig
nefnir Kristján að bara í Banda-
ríkjunum velti sjúkraþjálfun 32
milljörðum dala ár-
lega. Alls eru um
450.000 sjúkra-
þjálfarar starfandi
í Bandaríkjunum
og ljóst að áskrift-
artekjurnar yrðu
prýðilegar ef Strivo
næði mikilli út-
breiðslu. „Við erum
bráðum að fara að
hefjast handa við að
kynna hugbúnaðinn
fyrir sjúkraþjálfunar-
stofum á Íslandi. Þegar
kemur að því að sækja á
erlenda markaði væri
sennilega vænlegast að
reyna að vekja athygli á
Strivo í fagritum einka-
þjálfara og sjúkraþjálfara
og eins að sækja ráðstefnur og
sýningar,“ segir Kristján. „Við
munum freista þess að sækja um
nokkra styrki en um leið og Strivo
er farið að skapa reglulegar tekjur
myndum við vilja fá fjárfesta að
verkefninu með okkur til að hjálpa
til við útrásina.“
Morgunblaðið/Ófeigur
Tómas Óli Garðarsson, Ómar Yamak og Kristján Einarsson. Á myndina vantar Patrek. Strivo er
með risastóran einka- og sjúkraþjálfunarmarkaðinn í sigtinu og er stefnan sett vestur um haf.
Þjálfarar fá nýtt verkfæri í hendurnar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Strivo auðveldar sjúkra-
þjálfurum og einkaþjálf-
urum að halda betur utan
um fjarþjálfunina.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 2016 15FÓLK
KOM Óli Kristján Ármannsson hefur hafið störf sem ráð-
gjafi í almannatengslum og útgáfu hjá KOM ráðgjöf.
Óli Kristján lauk námi í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Ís-
lands 2001 og sat árin 2006 og 2007 námskeið í
rannsóknarblaðamennsku og ritstjórn í Háskólanum í
Reykjavík. BA-námi í ensku frá Háskóla Íslands lauk Óli ár-
ið 1994.
Síðustu tólf ár hefur Óli Kristján starfað sem blaðamaður og býr að víð-
tækri reynslu af fjölmiðlum. Óli Kristján hefur setið í stjórn Blaðamanna-
félags Íslands síðustu átta ár, þar af sem varaformaður frá 2013.
Bætist í hóp almannatengslaráðgjafa
TM Björk Viðarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmda-
stjóri tjónaþjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar.
Björk hefur starfað hjá TM frá 2008 og hefur meðal
annars veitt persónutjónum TM forstöðu síðastliðin sex
ár.
Áður starfaði hún hjá Útlendingastofnun.
Björk útskrifaðist sem lögfræðingur Cand. jur. frá lagadeild Háskóla
Íslands í júní 2004 og lauk málflutningsprófi fyrir héraðsdómi 2009.
Hún tekur við nýju starfi 1. september næstkomandi.
Kjartan Vilhjálmsson hefur verið ráðinn í starf fram-
kvæmdastjóra einstaklingsráðgjafar og markaðsmála hjá
Tryggingamiðstöðinni.
Hann hefur starfað hjá TM frá 2005, fyrst sem lög-
fræðingur tjónaþjónustu og síðar sem deildarstjóri
líkamstjóna.
Kjartan hefur verið framkvæmdastjóri tjónaþjónustu
TM frá maí 2008 og tekur við hinu nýja starfi 1. september næstkom-
andi.
Hann útskrifaðist sem lögfræðingur Cand. jur. frá lagadeild Háskóla
Íslands árið 2005 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2006.
Taka við nýjum framkvæmdastjórastöðum
VISTASKIPTI
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt