Morgunblaðið - 25.08.2016, Síða 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidskipti@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar Sími 5691111, augl@mbl.is. Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Fljúga tómum vélum til Íslands
Guðmundur seldi bréf sín í Högum
Opna verslunarkjarna við Leifsstöð
Ekkert tæki má stoppa
Stýrir stærsta samheitalyfjafyrirtæki..
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Nýlega varð Strax AB aðili að
Nasdaq-kauphöllinni í Stokkhólmi.
Þetta varð þó ekki fyrir frumskrán-
ingu félagsins heldur í gegnum svo-
nefnda öfuga skráningu (e. reverse
listing).
Strax AB er undir stjórn Guð-
mundar Pálmasonar, en þeir Ingvi
Týr Tómasson, sem var einn stofn-
enda Strax fyrir tveimur áratugum,
hafa um langt árabil unnið saman
undir merkjum félagsins, sem starf-
ar á sviði aukahluta og -búnaðar
fyrir farsíma.
„Þetta á sér skamman aðdrag-
anda en langa forsögu,“ segir Guð-
mundur Pálmason, forstjóri Strax
AB. „Einn af stærstu hluthöfum
okkar í gegnum tíðina var fjárfest-
ingarfélagið Novestra AB, sem
skráð hefur verið á aðalkauphöllinni
í Stokkhólmi frá 1999. Novestra fjár-
festi aðallega í tæknifyrirtækjum.
Fyrir lá stefna þess að selja fjárfest-
ingar sínar og sú staða var komin
upp að nánast eina eign þess var
hlutur í Strax. Eftir viðræður milli
aðila komumst við að því að þetta
væri skynsamlegt og niðurstaðan
varð að Strax yfirtæki Novestra.“
Guðmundur segir Novestra þá
hafa átt 27% hlut í Strax. „Við þessa
aðgerð gaf Novestra út hluti til eig-
enda hinna 73% hlutanna í Strax.
Eftir að hafa losað um aðrar eignir
var eina eign Novestra rekstur
Strax.
Í framhaldinu var nafni Novestra
breytt í Strax, ný stjórn kosin og
skipt um stjórnendur. Þann 12. maí
síðastliðinn gengu þessar breytingar
í gegn og móðurfélagið Strax skráð
félag með langa sögu á markaðnum í
Stokkhólmi.“
Í tilkynningu til kauphallarinnar í
Stokkhólmi í tengslum við aðgerðina
kom fram að velta Strax hefði verið
nær 11 milljarðar íslenskra króna í
fyrra og hagnaður fyrir skatta næmi
nærri hálfum milljarði. Miðað við
gengi félagsins er markaðsvirði þess
um 10 milljarðar íslenskra króna.
AFP
Velta Strax á aukahlutamarkaði fyrir farsíma var 11 milljarðar króna í fyrra.
Íslendingar í
sænskri kauphöll
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Strax, félag með íslenska
stjórnendur og sögu, er nú
eftir svonefnda öfuga
skráningu komið á kaup-
höllina í Stokkhólmi.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í liðinni viku var fjallað um þá stað-reynd að íslenskir lífeyrissjóðir
hefðu ekki fullnýtt þær heimildir
sem þeim hefðu verið veittar, undan
gjaldeyrishöftum, til að fjárfesta er-
lendis. Í tengslum við þá umfjöllun
ræddi Viðskiptablaðið meðal annars
við formann Landssamtaka lífeyr-
issjóða en innan samtakanna eru all-
ir starfandi lífeyrissjóðir landsins,
25 að tölu. Meðal þess sem formað-
urinn lagði til umræðunnar var eft-
irfarandi: „Hjá flestum sjóðum eru
ekki miklir lausir peningar þannig
að ég held að menn hafi ekki verið
tilbúnir að losa mikið fé til að fara til
útlanda.“
Eflaust ráku margir upp stóraugu við þessa yfirlýsingu for-
mannsins enda slæmt ef sjóðfélagar
fá það á tilfinninguna að lífeyr-
issjóðir landsins hafi ekki yfir að
ráða miklu lausu fé. Tilfinningin er
vond af tveimur ástæðum fyrst og
fremst. Annars vegar þeirri að
launafólk og atvinnurekendur greiða
á bilinu 160 til 170 milljarða á ári í
iðgjöld inn í sjóðina – allt í beinhörð-
um peningum, svokölluðu lausafé –
og hins vegar þeirri að lífeyrir, sem
tugir þúsunda einstaklinga stóla á
um hver mánaðamót, er einnig
greiddur út í lausu fé. Hafi sjóðirnir
ekki mikið af því til ráðstöfunar eru
það ný tíðindi og vond.
Líkast til þurfa sjóðfélagar ekki aðörvænta. Allir sjá að skýringar
formannsins standast ekki skoðun.
Það er hins vegar áleitin spurning
hvort ekki sé nauðsynlegt að fólk
geti tekið mark á orðum formanns
LL?
Tómir líf-
eyrissjóðir?
Sumir virðast aldrei geta fellt sigvið að ríkisvaldið losi sig við
eignir sem það á einhverjum tíma
kemst með puttana í. Það á ekki að-
eins við um áhætturekstur í fjár-
málageiranum heldur einnig áburð-
arverksmiðjur, útgerðarfélög,
lyfjaverslanir og ferðaskrifstofur,
svo nýleg og eldri dæmi séu tekin.
Nýjasta birtingarmynd þessa kom
fram í vikunni þegar Svandís
Svavarsdóttir gagnrýndi á Alþingi
þá ákvörðun hins opinbera að selja
6,38% hlut í fasteignafélaginu Reit-
um, sem því hafði áskotnast í gegn-
um stöðugleikaframlög slitabúa
föllnu bankanna.
Taldi Svandís allsendis óþarft aðlosa um hlutinn í fyrirtækinu og
þá ekki síst „meðan spáð er hækkun
á fasteignaverði fram í tímann“ eins
og hún orðaði það sjálf. Við þessi
ummæli er rétt að staldra lengur en
við söluna fyrrnefndu. Í fyrsta lagi
virðist ráðherrann fyrrverandi ekki
gera sér grein fyrir því að verðmat á
félögum hefur einatt innbyggðar
þær væntingar sem markaðurinn
hefur til þeirra. Í tilfelli fasteigna-
félaga hækkar verð þeirra ef menn
telja að fjárfestingareignirnar muni
hækka í verði en verðið lækkar ef
væntingarnar minnka eða snúast
upp í andhverfu sína. Þannig má
telja víst að í verðmatinu á Reitum
hafi verið búið að taka tillit til þeirra
væntinga sem ráðherrann fyrrver-
andi nefnir að séu til staðar.
Og svo er það þetta með vænt-ingarnar og það sem síðan
gerist. Ef ríkisvaldið hefði af ein-
hverjum ástæðum haldið á hlut í
Icelandair Group í apríl síðast-
liðnum þá hefði ráðstjórnarliðið að
öllum líkindum verið á móti því að
hluturinn yrði seldur. Menn hafa jú
væntingar um aukinn ferðamanna-
straum til landsins á næstu árum.
Það hefði því væntanlega lagst gegn
því að selja hlut ríkisins á markaðs-
gengi sem þá stóð í 38,9 krónum á
hvern hlut. Nú er gengið hins vegar
27 krónur eða ríflega 30% lægra en í
apríl. Hefðu stjórnmálamenn axlað
ábyrgðina á því ef haldið hefði verið
í hlutinn? Eða hefðu skattgreið-
endur borgað brúsann eins og í öðr-
um þeim tilvikum þegar stjórn-
málamenn gerast bisnessmenn í
umboði almennings?
Enn er Reitum ruglað á
vettvangi ríkisvaldsins
Breskir vínframleið-
endur fagna Brexit.
Veikt pund auðveldi
útflutning og eftir-
spurnin aukist.
Græða
á Brexit
1
2
3
4
5
Í nærri 70 ár hefur Danfoss framleitt breiða línu af stjórn- og
gæslubúnaði. Við byggjum því á mikilli reynslu í þróun og
framleiðslu á iðnaðarstýringum eins og hita- og þrýstinemum,
hita- og þrýstistillum, hita- og þrýstiliðum, spólurofum,
segullokum og fl.
Danfoss hf. • Skútuvogi 6, • 104 Reykjavík. • Sími: 510 4100
Stjórn og gæslubúnaður til
notkunar á sjó og landi