Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Hjólavörur í miklu úrvali
Farangurskörfur, keðjuhreinsir, smurefni, bætur, lím, felgu-
járn/plast, viðgerðarsett, keðjuþvinga, brúsafestingar, brúsar,
bjöllur, standarar, ljós, farangursteygjur, endurskinsvesti, .....
Hjólagrindur f/3 hjól
Hjólafesting á kúlu
Lásar
Hjólaviðgerðar-
standar
ól3/4 hj
frá 3.999
frá 5.995
1.995
Geymsluhengi
í loft
frá 245
Pumpur
margar gerðir
frá 595
Oddný G. Harðardóttir, formaðurSamfylkingarinnar, stóð fyrir
sérstakri umræðu
um uppboðsleið í
sjávarútvegi á Al-
þingi í gær.
Samfylkingin ermjög hrifin af
þeirri leið um þessar
mundir og Píratar
fylgja sömu línu, líkt
og litla Samfylk-
ingin, Björt framtíð.
Kapteinninn Birg-itta Jónsdóttir
átti sennilega metið í
vitleysunni í umræð-
unum í gær, þó að keppni hafi að vísu
verið hörð.
Birgitta hélt því fram að með því aðbjóða upp aflaheimildir gæti rík-
ið „uppfyllt alla villtustu drauma
hægri flokkanna. Lækkun skatta á al-
menning, lækkun skulda ríkissjóðs og
minni ríkisafskipti af atvinnulífinu“.
Ekki nóg með það, heldur væri líka
„hægt að uppfylla alla villtustu
drauma vinstri manna með sömu að-
ferð því uppboð aflaheimilda mundi
fjármagna gjaldfrjálsa heilbrigð-
isþjónustu, jafnan aðgang að gæða-
menntun í vel fjármögnuðum skólum“.
Það er ekki auðvelt að halda uppivitrænni umræðu um veruleg
hagsmunamál íslensku þjóðarinnar
þegar forystumenn stjórnmálaflokka
tala af slíku ábyrgðarleysi.
Þegar umræðan er algerlega slitinúr samhengi við veruleikann er
ekki von á góðu.
Ætli einhver von sé um að Píratareða skyldir flokkar fari að
ræða um sjávarútvegsmál af ábyrgð,
eða þarf þjóðin að búa áfram við slíkan
dellumálflutning?
Oddný G.
Harðardóttir
Óráðstal um
uppboðsleið
STAKSTEINAR
Birgitta
Jónsdóttir
Veður víða um heim 25.8., kl. 18.00
Reykjavík 11 súld
Bolungarvík 11 skýjað
Akureyri 11 alskýjað
Nuuk 9 léttskýjað
Þórshöfn 14 skýjað
Ósló 17 rigning
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 19 skýjað
Lúxemborg 32 heiðskírt
Brussel 32 heiðskírt
Dublin 18 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 25 rigning
París 35 heiðskírt
Amsterdam 31 heiðskírt
Hamborg 31 heiðskírt
Berlín 29 heiðskírt
Vín 25 heiðskírt
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 27 léttskýjað
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 28 heiðskírt
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 30 heiðskírt
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 15 skýjað
Montreal 24 rigning
New York 26 skýjað
Chicago 23 alskýjað
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:55 21:05
ÍSAFJÖRÐUR 5:50 21:19
SIGLUFJÖRÐUR 5:33 21:03
DJÚPIVOGUR 5:22 20:37
Almenna bókafélagið býður ásamt
ræðismönnum Eystrasaltsríkjanna
þriggja á Íslandi til samkomu og út-
gáfuhófs í Litlatorgi í Háskóla Íslands.
Verður viðburðurinn haldinn í dag,
föstudag, milli klukkan 17 og 19.
Samhliða þessu verða endurútgefn-
ar tvær bækur um sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna, þ.e. Örlaganótt
yfir Eystrasaltslöndum (Baltic Eclipse)
eftir Ants Oras frá 1955 í þýðingu séra
Sigurðar Einarssonar í Holti og Eist-
land: Smáþjóð undir oki erlends valds
(Estland: En studie i imperialism) eftir
Andres Küng frá 1973 í þýðingu Davíðs
Oddssonar, þá laganema.
Söguleg viðurkenning
Tilefni endurútgáfunnar er, að fyrir
réttum aldarfjórðungi, 26. ágúst 1991,
endurnýjaði Ísland fyrst ríkja viður-
kenningu sína á Eystrasaltslöndunum
við hátíðlega athöfn í Höfða að við-
stöddum utanríkisráðherrum Eystra-
saltsríkjanna þriggja og Íslands, Lenn-
art Meri frá Eistlandi, Janis Jürkans
frá Lettlandi og Saudargas Algirdas
frá Litháen og Jóni Baldvini Hanni-
balssyni, sem hafði ásamt Davíð, þá for-
sætisráðherra, beitt sér mjög í málinu.
Davíð og Tunne Kelam, þingmaður á
Evrópuþinginu, munu flytja stutt
ávörp á útgáfuhófinu og er aðgangur
án endurgjalds. »20-21
Bókafélagið býður til útgáfuhófs
Tvær bækur um sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna endurútgefnar
Morgunblaðið/RAX
Viðurkenning Frá blaðamanna-
fundi sem fram fór í Vilnius.
Fulltrúar SAFT
funduðu í gær
með Christine
Gran, fram-
kvæmdastjóra
opinberrar stefnu
Facebook á
Norðurlöndum. Í
tilkynningu segir
að SAFT-
verkefnið hafi
upphaflega verið
hluti af Safer Internet Action Plan,
aðgerðaáætlun Evrópusambandsins
um öruggari netnotkun, en þeirri
áætlun lauk árið 2014.
Þá segir að Facebook hafi áhuga á
að kynnast því forvarnarstarfi sem
unnið er í netöryggismálum á Ís-
landi og einnig að heyra hverjar eru
helstu áskoranir þegar kemur að ör-
yggi á netinu og á Facebook.
Flest lönd glíma við svipaðar
áskoranir þegar kemur að net-
öryggi; s.s. einelti á netinu, haturs-
orðræðu, falska prófíla, auðkenna-
stuld, vírusa og óviðeigandi efni. Á
fundinum kom fram að mikilvægt
væri að vera í samstarfi við fyrir-
tækið Facebook til að geta tilkynnt á
auðveldan hátt um óviðeigandi eða
ólöglegt efni.
SAFT Facebook og
SAFT funduðu.
Svipaðar
áskoranir
SAFT fundar með
fulltrúa Facebook