Morgunblaðið - 26.08.2016, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
ALLT FYRIR HEILBRIGÐI
OG ALMENNA VELLÍÐAN
STUÐNINGSHLÍFAR OG SPELKUR RESORB - BÆTIR UPP VÖKVATAPÆFINGATÆKI
BLÓÐÞRÝSTINGS- OG
SÚREFNISMETTUNARMÆLAR ÆFINGAHJÓLSNÚNINGSVÖRUR
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum.
Á annarri hæðinni í verslun okkar í Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum
og þar leggur sérhæft fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum.
Í nýrri vefverslun fastus.is er m.a. mikið úrval af alls kyns heilbrigðisvörum.
Rafræn kosning hófst í vikunni í
verkefninu Okkar Kópavogur, þar
sem íbúar Kópavogs geta kosið um
verkefni sem þeir vilja láta vinna í
bænum.
Alls eru 100 hugmyndir í kosn-
ingu, 20 í hverju hverfi. Fram kem-
ur í tilkynningu að hugmyndirnar
séu af mjög fjölbreyttum toga og
kosti frá einni milljón til tuttugu
milljóna í framkvæmd. Hverfunum
hafi verið ráðstafað fé í hlutfalli við
fjölda íbúa en alls verði 200 millj-
ónum varið til framkvæmda verk-
efnanna.
Hugmyndasöfnun verkefnisins
fór fram í vor, bæði á vef verkefn-
isins og íbúafundum. Kosningin
stendur til 4. september og fer fram
vef verkefnisins, www.kopa-
vogur.is/okkarkopavogur. Raf-
rænn kjörstaður verður á Bóka-
safni Kópavogs og í þjónustuveri
bæjarskrifstofanna.
Kjósa
um 100
hugmyndir
Rafræn kosning
um Okkar Kópavog
Morgunblaðið/Ófeigur
Byggingar Séð yfir Kópavog.
Fregnir af endalokum roðageit-
ungs hérlendis hafa verið stórlega
ýktar því undanfarna daga hefur
hann sést í garði í Kvíslunum í
Reykjavík.
Fjórar tegundir geitunga námu
land hérlendis á síðari helmingi lið-
innar aldar. Roðageitungur sást
síðan nær árlega til 2010 en eftir að
hans varð ekki meir vart var gefið
út dánarvottorð. Húsageitungur
var á sveimi til 2007 og fékk eftir
það útgefið dánarvottorð en þernur
komu inn um glugga í Vesturbæ
Reykjavíkur fyrir um ári og drottn-
ing rumskaði af vetrardvala á Sel-
tjarnarnesi í byrjun árs. Auk þess
eru hér holugeitungar og trjágeit-
ungar.
Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, segist hafa verið of fljótur á
sér að gefa út dánarvottorðin. „Ég
hef tvisvar gefið út dánarvottorð og
í bæði skiptin þurft að innkalla
þau,“ segir hann.
Um fimm ár eru síðan roðageit-
ungur sást hér síðast. Erling segist
ekki hafa trú á því að hann hafi
komið aftur heldur frekar leynst
einhvers staðar og þraukað í þenn-
an tíma. Hann bætir við að trjá-
geitungur haldi alltaf sínu og sé í
mjög góðum málum en sveiflur séu
á stofni holugeitungs. „Það var
mjög lítið um hann í vor en það
hefur borið heldur meira á honum
seinnipart sumars en ég átti von á
þó að hann sé ekkert miðað við það
sem var þegar mest var af hon-
um,“ segir Erling.
steinthor@mbl.is
Roðageitungur á ferðinni
Morgunblaðið/Þorkell
Holugeitungabú Miklar sveiflur eru í stofni holugeitunga.
Fregnir af endalokunum hérlendis stórlega ýktar
Skóla- og frí-
stundaráð
Reykjavíkur
ákvað í vikunni að
stofna til minn-
ingarverðlauna í
nafni Arthurs
Morthens sem
lést í júlí sl.
Fram kemur í
tilkynningu að
Arthur hafi unnið um áratuga skeið
sem sérfræðingur á sviði sérkennslu
í grunnskólum Reykjavíkur og verið
brautryðjandi við að innleiða þar
stefnu um skóla án aðgreiningar.
Hans verði minnst sem afburða
skólamanns sem hafi unnið ötullega
að velferð barna og framþróun í
skólamálum.
Minningarverðlaunin verða veitt
árlega, næstu fimm árin, einum
grunnskóla í borginni sem viður-
kenning fyrir störf í anda stefnunnar
um skóla án aðgreiningar.
Minningar-
verðlaun í
nafni Arthurs
Morthens
Arthur Morthens