Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16 - www.facebook.com/spennandi Haust 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Siffon- túnikur Str. S-XXL 2 litir Kr. 8.900 Fylgist með okkur á faceboock Kringlunni 4c – Sími 568 4900 Glæsilegur fatnaður frá „Umskipti hafa átt sér stað milli áranna 2014 og 2016 varðandi geldingu grísa, séu grísir geltir er það framkvæmt í samræmi við ákvæði laga og reglna. Fækkun geldinga er fagnaðarefni,“ segir í samantekt á eftirlitsniðurstöðum Matvælastofnunar, en úttekt stofnunarinnar á gyltubúum í vor leiddi í ljós að básahald gyltna og geldingar grísa eru á undanhaldi. Þá hefur bógsárum á gyltum fækkað og eru nú sárin vægari en áður. Eftirlitið fór fram í apríl og maí sl. Farið var í eftirlit á öll svínabú landsins sem halda gyltur, alls 14 bú. Eftirlitið var framkvæmt af dýralækni í viðkomandi umdæmi sem og sérgreinadýralækni svína- sjúkdóma. Var metið hvort ákvæði laga nr. 55/2013 um velferð dýra og ákvæði núgildandi reglugerðar nr. 1276/2014 um velferð svína væru uppfyllt. Í samantekt Matvælastofnunar kemur fram að bændur hafi í auknum mæli lagt af geldingar eða tekið upp bólusetningu gegn galt- arlykt. „Fimm bú bólusetja grísi við galtalykt og eru þar með hætt að gelda grísi. Átta bú voru með dýralækna til að gelda grísi með staðdeyfingu og verkjastillandi meðferð,“ segir í niðurstöðukafla samantektarinnar. Einn gelti grísi sína án deyfingar Eftirlitsmenn urðu þess varir að á einu litlu búi var bóndinn að gelda grísina sjálfur án deyfingar og verkjastillandi meðferðar. „[G]erðar voru alvarlegar at- hugasemdir við það og var úrbóta krafist strax og hefur geldingum nú verið hætt.“ Halaklippingar grísa eru sam- kvæmt upplýsingum Matvæla- stofnunar á undanhaldi. „Halar grísa eru ekki klipptir á sex búum. Átta bú eru að halaklippa grísi án deyfingar og var það flokkað sem frávik, en á tveimur þeirra er grís- unum gefið verkjastillandi lyf stuttu áður en halaklipping á sér stað. Frávikum verður fylgt eftir í næsta eftirliti. Halaklippingar eru á undanhaldi, en það tekur þó tíma að geta lagt þær af á öllum búum, því varnir gegn halabiti eru ná- tengdar breytingum á aðbúnaði og þar með þeim fresti sem búum er gefinn til að ljúka úrbótum,“ segir í niðurstöðum. Þá hafa stakkaskipti orðið á básahaldi gyltna, en rúmur þriðj- ungur búa hefur allar gyltur í lausagöngu, rúmur þriðjungur búa er með lausagöngu að hluta og unnið er að afnámi básahalds hjá öllum sem enn nota bása. Margir bændur lagt af geldingar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grísir Matvælastofnun segir fækkun geldinga fagnaðarefni.  Bógsárum hefur einnig fækkað á gyltum Séra Davíð Þór Jónsson hefur verið kjörinn sóknarprestur Laugarnes- kirkju. Frá þessu greinir formaður sóknarnefndar Laugarnessókn- ar á Facebook- síðu kirkjunnar. Embættið veitist frá 15. september næstkomandi. Alls sóttu þrír umsækjendur um embætti sóknarprests í Laugarnes- prestakalli í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra. Auk Davíðs, sem starfaði sem héraðsprestur á Aust- urlandi, sóttu þau Inga Harðar- dóttir guðfræðingur og séra Stef- án Már Gunnlaugsson, sóknarprestur á Vopnafirði, um embættið. Davíð Þór í Laugarnessókn Davíð Þór Jónsson Nú standa yfir Sandgerðisdagar sem er bæjarhátíð, sem nær há- punkti á morgun, laugardag. Fjöl- breytt dagskrá hefur verið í Sand- gerði alla vikuna, en formleg setning með tónlistaratriðum fór fram í Safnaðarheimilinu á miðvikudags- kvöld. Í gær var afhjúpað listaverk sem heitir Auga og stendur á grjótgarð- inum við fjöruna. Það samanstendur af þremur stálrömmum og í gegnum þá sést síbreytilegt hafið og brimið. Höfundur verksins er Kolbrún Ví- dalín myndlistarkona Fjölbreyttir Sandgerðisdagar Ljósmynd/Reynir Sveinsson Sandgerði Rut Sigurðadóttir, forvarna- og frístundafulltrúi, og Sigrún Árnadóttir bæjastjóri stilla sér upp í einum rammanum í fjörunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.