Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 Bein útsending ámbl.is 27. ágúst, kl 20:00 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Bob Corlew, alþjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar, er staddur hér á landi í þeim tilgangi að hitta Lions- félaga alls staðar af landinu og kynna sér frá fyrstu hendi það starf sem fram hefur farið á Íslandi undir merkjum hreyfingarinnar. Í ferð sinni hefur Corlew einnig hitt for- seta Íslands, Guðna Th. Jóhannes- son, og Lilju Dögg Alfreðsdóttur ut- anríkisráðherra og heimsótt Barnaspítala Hringsins, sem hefur um árabil notið liðsinnis íslenskra Lionsklúbba í þjónustu sinni. Lionshreyfingin fagnar aldaraf- mæli á næsta ári og spennandi tímar eru því framundan og nýjar áskoranir, að sögn Corlew. Guðrún Björt Yngvadóttir var ný- verið kjörin annar varaforseti hreyf- ingarinnar, fyrst kvenna. Á næsta ári gegnir hún hlutverki fyrsta vara- forseta og þar á eftir tekur hún við embætti alþjóðaforseta. Markmiðið að þjóna Lionsklúbbar eru mörgum vel kunnir, en 85 slíkir eru starfræktir hér á landi og eru um 2.200 Íslend- ingar félagar í Lions. „Lionshreyfingin var stofnuð árið 1917 með það að markmiði að þjóna öðru fólki. Samtökin hafa vaxið og dafnað og nú eru í þeim 1,4 milljónir meðlima í 200 löndum um allan heim í næstum því 47 þúsund Lions- klúbbum. Klúbbarnir hafa það hlut- verk að þjóna sínu samfélagi og heiminum um leið. Af því að við lít- um á okkur sem eina stóra fjöl- skyldu hefur hver klúbbur það hlut- verk til viðbótar að hjálpa fólki annars staðar í heiminum,“ segir Corlew, en stjórn Lionshreyfing- arinnar mótar þá grunnstefnu sem Lionsklúbbar um allan heim taka mið af í störfum sínum. Nýjar áskoranir fyrir Lions Þó er ætlast til þess að alþjóða- forsetinn leggi sitt af mörkum í stefnumótuninni. „Á hverju ári þróar alþjóðaforset- inn þema í þjónustu okkar. Á þessu ári vinnum við að verkefninu „New mountains to climb“. Fjöllin eru skírskotun til hindrana og áskorana. Sá sem kemur að fjalli hefur val um að snúa við, fara kringum það eða klífa það. Við lítum þannig á að hvert fjall sé ný áskorun en um leið nýtt tækifæri fyrir Lionshreyf- inguna. Heimurinn breytist stöðugt og það eru sífellt fleiri tækifæri fyr- ir okkur til að þjóna og hjálpa nýju fólki og með nýjum aðferðum. Við erum stolt af því að geta sagst vera með puttann á púlsinum í þjónustu okkar,“ segir hann og vísar m.a. til tækniframfara 21. aldarinnar. „Jafnvel þótt nútímatækni geri heiminn að betri stað eru alltaf til staðar hliðarverkanir sem valda vandamálum og þannig mótast tækifæri fyrir okkur til að bregðast við og rétta fram hjálparhönd,“ seg- ir hann. Verkefnin getur líka borið brátt að, en Corlew nefnir að vegna jarð- skjálftans á Ítalíu á miðvikudag hafi Lionshreyfingin lagt fram um 100 þúsund bandaríkjadali og þeir verið sendir til Ítalíu um tíu klukkustund- um eftir skjálftann. Rótgróinn félagsskapur „Á næsta ári fögnum við aldar- afmæli. Í tilefni af tímamótunum settum við okkur sérstök markmið á síðasta ári. Í þeim fólst að fyrir næsta vor myndum við hafa hjálpað hundrað milljónum manna og haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Jafnvel þótt tímamarkið sé næsta vor, geri ég ráð fyrir að í næstu viku til- kynnum við að við höfum nú þegar náð markmiðinu,“ segir Corlew, en sviðin fjögur eru: Sjón og augn- sjúkdómar, sem hafa verið áherslu- punktur Lions frá árinu 1925, hung- ursneyð, umhverfismál og æskulýðsmál. Nú þegar hefur mark- miðum í þeim tveimur síðastnefndu verið náð. Spurður hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir Lionshreyfinguna, segir Corlew að nýverið hafi sam- tökin hafið sókn í að aðstoða sykur- sýkissjúklinga og einnig muni hreyf- ingin láta að sér kveða í því að auka lífsgæði krabbameinssjúklinga, einkum barna. „Við munum halda áfram vinnu okkar og þjónustu með nýjum leið- um. Við vonumst til að geta haldið áfram sem lengst og þjónusta okkar og hjálp við náungann verður alltaf undirstaða tilvistar okkar,“ segir Corlew og bætir því við að hann sé snortinn af öflugu starfi Lions- klúbba á Íslandi í áranna rás. Lionsfjölskyldan blómstrað í 100 ár Morgunblaðið/Ófeigur Forsetar Guðrún Björt Yngvadóttir, 2. varaforseti Lionshreyfingarinnar, og Bob Corlew, alþjóðaforseti 2016-2017.  Alþjóðaforseti Lions hér á landi  Hreyfingin fagnar aldarafmæli 2017  Nýjar áskoranir á alþjóðavísu Borið hefur á því að erlendir ferða- menn gangi örna sinna við áningar- stað á Reykjanesi í námunda við Keflavíkurflugvöll. Staldrið hefur notið mikilla vinsælda hjá erlend- um ferðamönnum fyrir eða eftir flugferðir þeirra. Engin salernis- aðstaða er hins vegar á áningar- staðnum, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Rútubílstjóra sem staldraði við á svæðinu með hóp ferðamanna, til að þeir gætu andað að sér fersku lofti, brá í brún þegar megn úr- gangsfnykur fyllti vitin. Við nánari skoðun kom í ljós að klósettpappír og hægðir voru á víð og dreif um svæðið. Munu merkja svæðið Staldrið sem um ræðir er á veg- um Sandgerðisbæjar, en samkvæmt upplýsingum frá bænum var það tekið í gegn fyrr í sumar og hreins- að hátt og lágt og nýjum ruslaföt- um komið fyrir. Þegar hefur verið ákveðið að koma upp skiltum á svæðinu til marks um að óheimilt sé að létta á sér þar. Vandamálið hefur þó ekki verið rætt sérstaklega í bæjarráði. Ólafur Þór Ólafsson, bæjarfull- trúi Samfylkingar í Sandgerðisbæ, segir að ágangurinn hafi aukist mikið undanfarið. „Fjöldinn af ferðamönnum og ágangurinn er orðinn svo mikill að það þarf greinilega örari viðbrögð en það að fara í hreinsun einu sinni eða tvisvar á ári. Við höfum ekki tekið frekari umræðu um þetta,“ segir Ólafur Þór. Rætt hafi verið um skipulag á svæðinu sem slíku, en þetta tiltekna vandamál hafi borið brátt að og bæjarfulltrúar að- eins nýlega heyrt af því. Spurður hvort til greina komi að koma upp salernisaðstöðu segir Ólafur að ekki sé hægt að svara því strax. „Ég á von á því að þetta verði rætt á næsta bæjarráðsfundi,“ segir hann. Staldrið Við vegginn er algengt að fólk gangi örna sinna fyrir eða eftir flug. Ferðamenn létta á sér við flugvöllinn  Sandgerðisbær grípur til aðgerða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.