Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 20
Nú er merkisdagur í sögu smáþjóða því að þennan dag fyrir rétt- um aldarfjórðungi, 26. ágúst 1991, varð Ís- land fyrst ríkja til að endurnýja fyrri viður- kenningu sína á sjálf- stæði Eystrasaltsland- anna þriggja, Eist- lands, Lettlands og Litháens, en þessi ríki urðu öll fjögur fullvalda 1918. Af því tilefni endurútgefur Almenna bóka- félagið tvær bækur, sem komu út á sínum tíma um örlög Eystrasalts- þjóðanna og sýna, að áhugi Íslend- inga á sér djúpar rætur: Örlaganótt yfir Eystrasaltslöndum eftir Ants Oras frá 1955 og Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds eftir Andres Küng frá 1973. Verða bækurnar kynntar á samkomu, sem Almenna bókafélagið og ræðismenn Eystra- saltsríkjanna í Reykjavík efna til á Litlatorgi í Háskóla Íslands í dag klukkan fimm til sjö. Að loknum ávörpum þeirra Davíðs Odds- sonar og Tunne Ke- lams verða bornar fram veitingar. Eru allir velkomnir. Ants Oras Bókin Örlaganótt yfir Eystrasaltslönd- um kom fyrst út á ensku 1948, Baltic Ec- lipse, og þýddi séra Sigurður Einarsson í Holti hana. Var hún fyrsta útgáfurit Almenna bóka- félagsins, sem frjálslyndir lýðræð- issinnar höfðu stofnað 17. júní 1955 til mótvægis við hin miklu áhrif kommúnista í íslensku menningar- lífi: Nutu kommúnistar hárra styrkja úr sjóðum Kremlverja, ráku öflug bókafyrirtæki og gáfu út ýmis blöð og tímarit, og gátu kommún- istar í röðum menntamanna jafnan gengið þar að lofinu vísu, en ýmist var þar gert lítið úr rithöfundum andstæðum hinu austræna alræði eða þeir beinlínis níddir niður. Oras var Eistlendingur, sem hafði verið prófessor í enskum bókmenntum í háskólunum í Helsinki og Tartu, en flúið undan þýskum nasistum til Sví- þjóðar 1943. Komst hann þaðan til Bandaríkjanna og var lengi prófess- or í enskum bókmenntum í Flórída- háskóla í Gainesville. Í bók sinni segir Oras frá hinum dapurlegu endalokum eistneska lýð- veldisins. Í ágúst 1939 skiptu Hitler og Stalín með sér Mið- og Austur- Evrópu í svokölluðum griðasátt- mála. Eystrasaltslönd komu í hlut Stalíns. Þegar hann taldi sér óhætt í júní 1940, skipaði hann þar lepp- stjórnir, setti á svið kosningar og lét ríkin þrjú ganga inn í Ráðstjórn- arríkin. Einsflokksríki var stofnað, leynilögregla hóf starfsemi, ritskoð- un hófst, fyrirtæki voru þjóðnýtt. Eftir strangleynilegan undirbúning voru tugþúsundir frammámanna í löndunum þremur handteknar ásamt fjölskyldum sínum aðfaranótt 14. júní 1941 og reknar inn í gripa- vagna á járnbrautarstöðvum, sem síðan var lokað. Þar beið fólkið án þess að fá vott eða þurrt í nokkra daga, en var síðan flutt til Síberíu, og dóu margir á leiðinni. Skömmu síðar hernámu Þjóðverjar löndin og voru engu betri, en Rauði herinn rússneski lagði þau aftur undir sig 1944, og kúgun kommúnista hófst á ný. Oras segir þessa raunasögu af mælsku og ástríðuþunga. Krist- mann Guðmundsson skrifaði í Morgunblaðið að þetta væri „hljóð- lát og hógvær bók, rituð af fáguðum menningarmanni, – en þrátt fyrir það verkar hún á lesandann eins og örvæntingarhróp og blóði drifin að- vörun“. Eftir að Ragnar Jónsson í Smára hafði lesið bókina sagði hann um Eystrasaltsþjóðirnar að frá þeim hefði „miskunnarlaust verið hrifsað flest það, sem skapar fagurt mannlíf“. En íslenskir kommúnistar skrifuðu skýrslur til miðstjórnar kommúnistaflokksins í Moskvu og báðu um aukið fé til að vinna gegn „níðritum“ eins og bók Oras. Andres Küng Bókin Eistland. Smáþjóð undir oki erlends valds kom fyrst út á sænsku 1971, Eistland: En studie i imperialism, og þýddi Davíð Odds- son hana. Küng fæddist í Svíþjóð, sonur eistnesks flóttafólks. Hann lauk hagfræðiprófi en gerðist út- varps- og sjónvarpsmaður. Hann ólst upp við eistnesku á heimilinu, fór tvisvar til Eistlands sumarið 1970 og samdi bókina eftir það. Küng kom oft til Íslands, var vinur Matthíasar Johannessens, skálds og ritstjóra, og skrifaði iðulega um al- þjóðamál í Morgunblaðið. Endur- skoðaði hann bókina sérstaklega fyrir íslensku þýðinguna. Megin- stefið í henni var að Eistlendingar væru sérstök þjóð sem ætti sér til- Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson » „Eystrasaltsþjóð- irnar urðu þó ekki frjálsar af þeirri ástæðu einni að þær hefðu viljað það því að þær þráðu frelsið allan hernáms- tímann. Aðstæður breyttust þeim hins veg- ar í hag.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson Davíð Oddsson forsætisráðherra talar í Ráðherrabústaðnum að kvöldi 26. ágúst 1991. Aðrir frá vinstri: Algirdas Saudargas frá Litháen, Lennart Meri frá Eistlandi og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Eystrasaltslönd: Frjáls í aldarfjórðung 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.