Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 ✝ Unnur Sigur-steinsdóttir fæddist á Núpi á Selfossi 4. júlí 1932. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands, Ljósheim- um á Selfossi, 20. ágúst 2016. Foreldrar Unnar voru Sigursteinn Steinþórsson, f. 7. október 1885, d. 15. október 1970, og Halldóra Gísla- dóttir, f. 19. júlí 1891, d. 13. september 1974. Bræður hennar voru Steindór, f. 1. október 1913, d. 14. febrúar 1986, og Árni, f. 20. janúar 1929, d. 13. júní 2016. Unnur giftist 23.12. 1950 Stefáni Jónssyni, f. 19.1. 1931 d. 2.4. 2012. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Stef- ánsson og Hansína Ásta Jóhannsdóttir. Börn Unnar og Stefáns eru: 1) Hansína Ásta, f. 2. desember 1949, d. 24. júní 2007, gift Gissuri Jensen. Börn: a) Stefán Róbert, kvæntur Sig- rúnu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn. b) Axel Þór, í sambúð með And- reu Ingimundardóttur. Axel Þór á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu Ásdísi B. Ingv- 1958, gift Óskari Jónssyni. Börn: a) Jón Jökull, giftur Pierre Marly. b) Birna, í sambúð með Úlfari Gíslasyni og eiga þau eina dóttur. c) Unnsteinn. 6) Anna Björg, f. 15. september 1966, gift Bergi Tómasi Sigur- jónssyni. Börn: a) Sigurjón, kvæntur Aldísi Þóru Harðar- dóttur og eiga þau tvær dætur. b) Tvíburarnir Ívar Haukur og Unnur Dóra. Unnur ólst upp hjá móður sinni á heimili Diðriks Diðriks- sonar á Setbergi á Selfossi. Unn- ur lauk námi við Barnaskólann á Selfossi og fór einn vetur í Hér- aðsskólann á Laugarvatni. Unn- ur og Stefán hófu búskap að Set- bergi og byggðu síðan hús sitt að Tryggvagötu 22 á Selfossi. Unnur var heimavinnandi fyrstu árin enda barnahópurinn stór. Hún stundaði verslunarrekstur um tíma. Unnur hóf störf 1977 hjá Heilsugæslunni á Selfossi og starfaði sem móttökuritari þar til þau Stefán fluttu búferlum til Hafnarfjarðar árið 1988. Unnur starfaði sem móttökuritari við heilsugæsluna í Garðabæ frá 1988 til ársins 2000 þegar þau hjónin fluttu aftur á Selfoss. Unnur tók alla tíð virkan þátt í félagsstörfum á Selfossi, meðal annars stofnfélagi skátafélags- ins Fossbúa, starfaði með Kven- félagi Selfoss og málfreyjudeild- inni Seljum –ITC. Útför Unnar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 26. ágúst 2016, klukkan 14. arsdóttur. 2) Jón Björgvin, f. 14. september 1951, kvæntur Ásdísi J. Rafnar. Jón á tvær dætur með fyrri eiginkonu Þórunni H. Guðmundsdótt- ur. Börn: a) Unnur Eva, gift Benedikt Jónssyni og eiga þau þrjú börn. b) Andrea Ósk, í sam- búð með Þórhalli Ásbjörnssyni og eiga þau tvö börn. 3) Sig- mundur, f. 2. febrúar 1953, kvæntur Ingileifu Auðuns- dóttur. Börn: a) Þór, kvæntur Guðrúnu Rannveigu Stefáns- dóttur og eiga þau tvö börn. Þór á dóttur með Drífu Heimis- dóttur. b) Linda Björk, gift Guð- mundi Alberti Harðarsyni og eiga þau eina dóttur. Linda Björk á tvær dætur með Stefáni Hólmgeirssyni. 4) Gísli, f. 2. febrúar 1953, kvæntur Guðrúnu Björnsdóttur. Börn: a) Valur Fannar, kvæntur Margréti Ein- arsdóttur og eiga þau fjögur börn. b) Stefán, kvæntur Hörpu Lind Harðardóttur og eiga þau þrjá syni. c) Sonja, í sambúð með Þór Þórðarsyni og eiga þau einn son. 5) Dóra Sjöfn, f. 27. febrúar Móðir okkar Unnur Sigur- steinsdóttir er horfin yfir móð- una miklu og eftir sitjum við börnin hennar með sár á hjarta og söknuð í brjósti. Það er okk- ur þó huggun að vita að pabbi og Hansína systir munu taka á móti henni með hlýju og kær- leika. Mamma giftist föður okkar Stebba frá Hofi á Eyrarbakka 23. desember 1950. Svo ung að árum voru þau að forsetabréf þurfti til að innsigla hjónaband þeirra, hún 18 ára og hann 19 ára. Eftir að þau hittust var ekki aftur snúið og ástæðulaust að bíða með hnapphelduna og er nokkuð víst að mottó fjölskyld- unnar „að drífa sig“ markast af því „að drífa sig í hjónabandið“ og „drífa í börnunum“. Þegar við hugsum til baka og reynum að setja okkur í spor mömmu á þessum tíma kemur upp í hug- ann orðið „ofurkona“, aðeins 21 ár gömul með fjögur börn og síðar tvö til viðbótar. Við vorum svo lánsöm að eiga þessa „ofurkonu“ sem mömmu okkar – sem alltaf var jákvæð, brá ekki skapi og hugs- aði svo vel um okkur börnin sín – líkast því að hvert okkar væri einbirni. Það er margs að minnast og meira en sagt verður með fá- tæklegum orðum og raunar erf- itt að koma orðum að því sem okkur býr í huga og með sann- girni getur lýst mömmu. Við ólumst upp að Tryggva- götu 22 á Selfossi í húsi sem mamma og pabbi byggðu og er á milli gamla barnaskólans og Sólvallaskóla sem þá var Gagn- fræðaskóli. Svo stutt var að heiman í Gagnfræðaskólann að við börnin komum heim í morg- unkaffi til mömmu í hálf tíu frí- mínútunum og okkar beið rista- vélin með nýristuðu brauði, sultu, kökum og öðru góðgæti. Við komum ekki ein því hvert okkar kom með einn til tvo vini með sér, svo að mannmargt var við morgunverðarborðið. Við fundum aldrei til þess að þetta væri mömmu óljúft né gerðum við okkur grein fyrir því álagi sem þessu fylgdi fyrr en löngu seinna. Þessi minning er ein- mitt mamma. Mamma og pabbi voru sam- heldin hjón en ekki fór á milli mála hver sá um fjölskyldumál- in – mamma leysti það af slíkri snilld að okkur sýndist sem pabbi réði ýmsu – sem hann gerði ekki endilega. Mamma var kannski ekki besti bílstjórinn en frægt er þegar hún á gömlum Willys- jeppa beygði inn Tryggvagötu komandi úr vestri eftir Aust- urvegi og endaði úti í Tryggva- garði nánast uppi í tré án þess þó að valda skaða á sjálfri sér, Gísla bróður, jeppanum eða trénu. Við erum mömmu óendan- lega þakklát fyrir það sem hún hefur gefið hverju okkar og börnum okkar og vitum að þessi gjöf er ekki sjálfsögð – hér þarf góða manneskju með sterka lund og umhyggju fyrir börnum sínum, framar eigin hag. Við kveðjum mömmu með ást og virðingu í huga og þakk- læti fyrir allt sem hún gaf okk- ur til síðasta dags. Jón B., Gísli, Sigmundur, Dóra Sjöfn og Anna Björg. Hann var fallegur morgunn- inn þegar þú, við sólarupprás, dróst andann í síðasta sinn. Falleg og friðsæl og laus við þjáningar þínar, elsku mamma mín. Þú varst svo ótrúleg kona, falleg, sterk, fyrirmynd, full- komin og alltaf til staðar fyrir mig og mína. Síðustu ár hafa verið okkur öllum erfið og hefur verið svo ótrúlega sárt að horfa upp á þig týnast hægt og bítandi í heila- bilunarsjúkdómi og ekkert hægt að gera fyrir þig annað en að vera til staðar, þér til stuðn- ings. Ég sakna þín svo óendanlega mikið, elsku mamma, og ég hef saknað þín lengi, saknað mömmunnar, ömmunnar og manneskjunnar sem þú varst heilbrigð og hraust. Ég veit að þú fórst frjáls og fagnandi á móti sólarupprásinni þennan fallega morgun og hafa pabbi og Hansína systir tekið á móti þér opnum örmum. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín Anna Björg. Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína, Unni Sig- ursteinsdóttur, til rúmlega 45 ára. Fljótlega í sambandi okkar Sigmundar flutti ég inn á heim- ili tengdaforeldra minna, hún faðmaði mig innilega og bauð mig velkomna í fjölskylduna. Oft hafði hún orð á því hversu heppin hún hefði verið að hafa okkur þrjár tengdadætur sínar á heimilinu því þá hefði hún kynnst okkur betur. Tengdamóðir mín var glæsi- leg kona, alltaf vel til höfð svo eftir var tekið. Unnur var mikill fagurkeri og bar heimili hennar þess glöggt merki, ég hafði það á til- finningunni að ég væri að koma í hátíðarsal, alltaf var sami glæsileikinn yfir öllu þótt yf- irleitt væri mjög mannmargt og gestagangur mikill á heimilinu. Mikla ástríðu hafði hún fyrir matartilbúningi og öllu er sneri að matseld og hafði alltaf mjög gaman að fá gesti enda lista- kokkur. Oft leitaði ég til hennar að fá uppskriftir, bauðst hún þá gjarnan til að baka fyrir mig því hún væri enga stund að því. Mikil og falleg handavinna liggur eftir hana, enda var hún mjög vandvirk og mikil lista- kona. Síðust ár hennar, þegar heilabilun var farin að gera vart við sig, sat hún og saumaði dúka og höfðum við í fjölskyld- unni ekki við að kaupa dúka handa henni. Haldin var sýning á verkum hennar á Ljósheim- um þar sem hún dvaldi í tæp fimm ár. Með þökk í hjarta kveð ég elskulega tengdamóður. Ingileif Auðunsdóttir. Elsku amma. Þegar ég hugsa um þig koma upp fallegar og góðar minning- ar. Ég var svo heppin að fá að vera mikið með ykkur afa. Sem barn á Selfossi og unglingur í Hafnarfirðinum þar sem ég bjó hjá ykkur í nokkur ár. Það var einstaklega gott að vera hjá ykkur og alltaf tekið vel á móti gestum. Það var oft- ast heimabakað með kaffinu og þá eru kökurnar sem voru bak- aðar með bollanum uppi í skáp minnisstæðar. Mér fannst nú alltaf jafn fyndið þegar þú bakaðir því það voru bakaðir nokkrir ofnar til að nota ferðina eins og þú sagð- ir – Unnur mín, maður hitar ekki bakaraofn fyrir eina köku. Sandkökur með osti, Mikkamús kökur, rúsínuplokkaðar jóla- kökur og svo varstu líka svo dugleg að prófa allt mögulegt nýtt bæði í bakstri og mat- argerð. Ég man eftir þér með svuntuna alla daga að stússast eitthvað. Þú varst líka mjög dugleg við hannyrðir, saumaðir á okk- ur krakkana föt, lærðir að hekla og saumaðir út fallega dúka og myndir sem settar voru upp á sýningu á Selfossi. Já, það var margt sem við náð- um að gera saman; fara á Tinu Turner-tónleika, ferðast um Virginíu, fara á námskeið, veiðiferðir og ýmislegt annað skemmtilegt. Seinna þegar ég eignaðist börn fannst þeim alltaf gaman að koma til ykkar afa. Ein- hverra hluta vegna festist Júl- íunafnið við þig. Ég veit ekki hvort það var vegna þess að afi notaði það alltaf til að stríða þér og krakkarnir héldu að þú hétir amma Júlía. Þú hjálpaðir mér mikið þegar þau voru lítil og ég var í námi. Þau eiga fal- legar og góðar minningar um þig. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp skemmti- legar og fallegar minningar. Ég veit að núna ertu komin til afa og Hansínu. Þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir mig og allt sem þú hefur kennt mér. Ég mun varð- veita minningu þína. Þín Unnur Eva. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Kvatt hefur þessa jarðvist elskuleg föðursystir mín, Unn- ur Sigursteinsdóttir, eftir erfið veikindi við illvígan sjúkdóm, alzheimer. Minningar mínar um Unni eru eins og í ljóðinu segir: ljós geisli af minningum hlýjum. Unnur var einstök kona og mér mikil fyrirmynd. Alltaf tók hún vel á móti manni með bros á vör, koss á kinn og þéttu faðmlagi. Unnur var alltaf glæsileg, hógvær og lítillát með mikla og góða nærveru, gaf alltaf af sér og spurði tíðinda um hagi annarra. Margar eru minningarnar frá æsku til dagsins í dag. Jóla- boðin á Tryggvagötunni, af- mælin hjá frændsystkinunum og ekki síst heimsóknirnar til Unnu og Stebba eftir skóla í spjall og köku. Oft var glatt á hjalla enda börnin sex og öll í íþróttum. Unnur var afskaplega myndarleg í höndunum, saum- aði og prjónaði á sig og börnin. Góðar eru minningarnar er fjöl- skyldur okkar fóru í ferðalög með frændfólkinu okkar úr Eyjum, vítt og breitt um landið. Nú er komin lífsins nótt. Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú varst mér og gafst mér, elsku Unnur. Með söknuð í hjarta kveð ég þig að sinni með von um að nú sértu leist þrautunum frá og komin í faðm þeirra sem þú unnir. Elsku Jón, Sigmundur, Gísli, Dóra Sjöfn og Anna Björg og ástvinir allir, missir ykkar er mikill, megi Guð og góðar vætt- ir styrkja ykkur öll í sorginni. Sólrún Árnadóttir. Unnur Sigursteinsdóttir kveður í dag fjölskyldu og ást- vini, kona sem skilur eftir góð- ar minningar. Forréttindi mín voru að kynnast Unni, við átt- um samleið í rúma þrjá áratugi. Mikið lærði ég af Unni, hennar góðu ráð hafa fylgt mér sem gott veganesti. Hún var öðling- ur, ég sá hana aldrei skipta skapi og hún hafði dásamlega nærveru. Henni féll aldrei verk úr hendi, var stöðugt að nostra við heimilið, sem hún hugsaði vel um og hafði mikinn metnað fyrir. Fjölskyldan öll var henni afar kær og hún ætíð til staðar, alltaf tilbúin að aðstoða og greiða götur hvenær sem á þurfti. Unnur var góður gestgjafi og hafði gaman af að bera á borð fyrir gesti sína heimagerðar gersemar, töfraði ætíð fram veisluborð eins og hendi væri veifað sama hvað klukkan sló. Man ég vel að fimmtudagar voru bakstursdagar, þar voru framleiddar kökur í fleirtölu, margar hverjar enn í uppá- haldi. Allt sett í frysti og borið fram eftir eftirspurn en ef framleiðslan dugði ekki út vik- una skellti Unnur í nokkrar til að eiga eitthvað með kaffinu. Unnur var mikil hannyrða- kona. Útsaumur var tóm- stundagaman hennar, auk þess hafði hún mikla færni á sauma- vél þar sem hún t.d. gaf slitnum fötum nýtt líf af mikilli list og skapaði nýjar flíkur. Unnur var alltaf glæsileg, hafði fallegan smekk á fatavali og var ætíð vel tilhöfð, sama hvort var í hús- verkum eða amstri dagsins með svuntuna sína var hún glæsileg og góð fyrirmynd okkar allra. Þakka Unni samfylgdina, kona sem vekur sterkar tilfinn- ingar í hjarta mínu. Veit að Unnur fær góðar móttökur á efri hæðinni frá lífsförunaut sínum sem kvaddi fyrir nokkr- um árum. Samúðarkveðja mín til fjöl- skyldunnar og góðra vina. Unnur mín, far þú í friði, minningu þína varðveiti ég. Þórunn Halla Guðmundsdóttir. Við Unnur vorum ungar að árum þegar við bundumst eig- inmönnum okkar á fyrri hluta síðustu aldar. Stefán eiginmað- ur Unnar og Gunnar eiginmað- ur minn voru miklir mátar. Með okkur varð vinátta sem færði okkur margar ánægju- stundir. Við ferðuðumst vítt um landið, bæði á sumrin í sum- arbústaði og veiðiferðir og á vetrum á gönguskíði. Allt árið fórum við svo í gönguferðir í nágrenninu. Unnur og Stefán voru mjög samrýnd hjón og góð heim að sækja. Unnur var afar mynd- arleg í öllum verkum sínum, bæði í matar- og kökugerð, og lærði ég margt af henni í þeim efnum. Svo var hún einstaklega mikil hannyrðakona, hún prjón- aði fína dúka og jólaföndrið hennar var afar fallegt. Stundum lengdist tímabilið í samskiptum okkar en aldrei rofnaði það. Í minningunni er bjart og væntumþykja að hafa átt þau Unni og Stefán að vin- um gegnum árin. Nú kveð ég Unni með þakk- læti í huga fyrir tryggð hennar. Votta börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð mína. Ingibjörg (Didda) í Grænumörkinni. Látin er kær vinkona, Unnur Sigursteinsdóttir, eftir erfið veikindi. Halldóra Gísladóttir, móðir Unnar, flutti á Selfoss með tvö ung börn, Árna og Unni, og bjuggu þau í húsi sem nefndist Setberg. Halldóra bjó með miklum ágætis manni, Dið- riki Diðrikssyni, sem reyndist börnunum sem besti faðir. Ekki voru mörg börn á Selfossi á þessum árum en við lékum okk- ur saman og brölluðum ýmis- legt. Unnur fór hefðbundna leið í námi, barnaskóla og iðnskóla sem starfræktur var á staðn- um. Unnur kynntist lífsföru- naut sínum hér á Selfossi, Stef- áni Jónssyni. Hann var þá nýfluttur á Selfoss frá Eyrar- bakka ásamt foreldrum sínum, Hansínu og Jóni B. Stefáns- syni, og systkinum. Hansína og Jón voru traustir og góðir for- eldrar. Þau byggðu sér hús hér á staðnum sem átti eftir að koma fjölskyldunni vel. Unnur var einstök húsmóðir. Hún var að mestu heimavinnandi, alltaf til staðar fyrir börnin í upp- vextinum ásamt Stefáni eigin- manni sínum, en hann lést fyrir nokkrum árum. Unnur bakaði brauð og dýr- indis tertur sem hún gaf okkur í saumaklúbbnum, einnig prjón- aði hún og saumaði fötin á börnin sem urðu sex, allt mann- kostafólk og á seinni árum saumaði hún útsaum fjölmarga fallega dúka sem hún gaf ætt- ingjum og vinum. Hún var ein af þeim konum sem aldrei féll verk úr hendi, meðan heilsan leyfði. Unnur var félagslynd. Við störfuðum saman í skáta- hreyfingunni á yngri árum og þá var oft glatt á hjalla. Hún gekk í Kvenfélag Selfoss og starfaði þar sem gjaldkeri í mörg ár. Einnig vorum við saman í ICC, alþjóðlegum félagsskap um ræðumennsku og framkomu. Síðustu árin voru elsku Unni mjög erfið, en hún fékk alzheimer-sjúkdóminn. Ég þakka Unni fyrir góða sam- fylgd og óska henni Guðs bless- unar. Ættingjum hennar vottum við í saumaklúbbnum okkar dýpstu samúð. Þorbjörg Sigurðardóttir. Unnur Sigursteinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð- ina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta athofn@athofn.is - www.athofn.is ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919 Inger Steinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.