Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016 ✝ Sólveig varfædd lýðveld- isárið 1944 í Borg- arnesi. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 11. ágúst 2016. Foreldrar hennar voru Ólafur Ingi Þórðarson, mjólk- urfræðingur í Borgarnesi, f. í Hafnarfirði, og Guðbjörg Ásmundsdóttir, hús- móðir frá Dal í Borgarnesi. Systkini Sólvegar eru Hólm- fríður Sólveig, f. 1936, Þórður, f. 1945, Jón Róbert Rósant, fóst- urbróðir Sólveigar og systurson- ur Ólafs, f. 1947, Ásmundur, f. 1950, Brynja, f. 1951, Einar, f. 1952, Ólafur Ingi, f. 1956, Ragn- heiður, f. 1960, og Guðmundur, f. 1964. Solla giftist Sigurgeiri Óskari Sigmundssyni frá Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi, f. 16.3. 1938, d. 7.2. 1997, hinn 9. júní 1962. Börn Sólveigar og Sigurgeirs eru; 1) Guðbjörg, f. hans er Arnheiður Sigríður Þor- valdsdóttir verslunarmaður, börn þeirra eru Kristín Eva, f. 1994, Sólveig Arna, f. 1996, Ragnheiður Björk, f. 1999, og Þorvaldur Logi, f. 2003. Þau eru búsett í Miðfelli í Hrunamanna- hreppi. Solla ólst upp í Borgarnesi og lauk þar landsprófi. Fór hún til náms við Húsmæðraskólann á Laugarvatni árið 1960 til 1961. Í Borgarfirðinum kynntist hún Geira, sem var við búfræðinám á Hvanneyri. Þau fluttust að Syðra-Langholti og hófu þar svínabúskap og jarðrækt. Árið 1963 keyptu þau garðyrkjubýlið Grund. Árið 1967 opnuðu þau verslunina Grund á Flúðum sem rekin var af Sólveigu til ársins 2002. Solla, sem var ákaflega söngelsk, gerðist félagi í kirkju- kór Hrunakirkju fljótlega og var hún einnig í Kvenfélagi Hruna- manna í fjóra áratugi. Hún var lykilmaður í Flúðakórnum á meðan hann var starfandi og var gjaldkeri Landssambands bland- aðra kóra í fjölda ára. Solla sá um þjónustu póstsins á Flúðum samhliða verslunarstörfum í árafjöld auk þess að vera um- boðsmaður bæði SÍBS og DAS. Útför Sólveigar fer fram frá Skálholti í dag, 26. ágúst 2016, og hefst athöfnin kl. 14. 19. mars 1962, hjúkrunarfræð- ingur, eiginmaður hennar er Magnús Gestsson verslunar- maður. Synir þeirra eru Stefán Logi Magnússon, f. 1980, Kári Þorleifs- son, f. 1988, og Steinar Magnússon, f. 1998. Eiga þau þrjú barnabörn. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Ólafur Ingi, f. 30. október 1964, lektor við Hólaskóla, kona hans er Sigríður Björnsdóttir dýra- læknir, börn þeirra eru Sig- urgeir, f. 1993, og Þorgerður Una, f. 2003. Þau eru búsett í Hjaltadal. 3) Sigmundur Geir, f. 11. maí 1970, ritstjóri á Selfossi, eiginkona hans er Sigríður Bogadóttir verslunarstjóri, börn þeirra eru Kristín Ósk, f. 2002, Júlía Katrín, f. 2006, og Davíð Bogi, f. 2011. Þau eru búsett á Selfossi. 4) Einar Logi, húsa- smiður í Hrunamannahreppi, f. 18. október 1972, eiginkona Örlæti er það orð sem fyrst kemur upp í hugann þegar ég minnist tengdamóður minnar Sollu á Grund. Ást hennar og um- hyggja fyrir fjölskyldu og vinum var ótæmandi brunnur. Hún hafði tíma fyrir alla og gat ævinlega komið til hjálpar ef á þurfti að halda. Gestrisin var hún með ein- dæmum og höfðingleg í alla staði. Ung að árum kvaddi hún for- eldrahúsin í Borgarnesi til að fylgja mannsefni sínu, skólasveini frá Hvanneyri, í hans heima- byggð. Fyrst lá leiðin að Syðra- Langholti en eftir að frumburð- urinn var fæddur keyptu Solla og Geiri garðyrkjubýlið Grund á Flúðum og stofnuðu heimili þar sem fjölskyldan óx og dafnaði. Á Grund var bensíndæla sem þurfti að þjónusta og á þeim grunni byggðu þau upp Verslunina Grund. Ekki er ofmælt að hún hafi átt annasama starfsævi þau 40 ár sem hún var kaupmaður á Grund. Hún naut starfsins enda var verslunin miðpunktur í blómstr- andi og vaxandi samfélagi. Með bros á vör greiddi hún götu fólks og leysti úr hvers manns vanda. Grund var skemmtileg blanda af gamaldags sveitaverslun þar sem finna mátti allt sem fólk í sveitum gat vanhagað um á sama tíma og þjónusta við ferðamenn fór vax- andi. Um langt árabil var póst- þjónusta sveitarinnar í verslun- inni. Öll samskipti voru á persónulegum nótum og öllu til skila komið. Kaffistofan á Grund var sannkölluð félagsmiðstöð þar sem sveitungarnir stöldruðu við, sögðu og fengu fréttir. Solla og Geiri kynntust strax öllu nýju fólki sem kom í sveitina og lögðu sig fram um að taka vel á móti því. Þau voru allt í senn upplýsinga- fulltrúar og leiðsögumenn en um- fram allt gleðigjafar á sinn ein- staka og litríka hátt. Á sama hátt var heimilisbrag- urinn hlýr og skemmtilegur þó ekki væri alltaf lognmolla. Andi æskuheimilis hennar sveif yfir vötnum enda hélt Solla nánum tengslum við allt sitt fólk og var höfuð fjölskyldunnar. Börnin sín ól hún upp í ástríki og frelsi. Hún innrætti góðar og gamlar dyggðir og veitti þeim hvatningu til náms og starfa. Barnabörnin áttu hug hennar allan. Hún þreyttist ekki að dást að þeim og gleðjast með þeim yfir stóru og smáu. Þau voru uppskeran, ferska brumið sem fyllti hana gleði og stolti. Solla var stórglæsileg kona sem vakti athygli hvar sem hún kom fyrir glaðlegt fas og mynd- arskap. Hún hafði afar fallega söngrödd og söng í nokkrum kór- um, lengst í kirkjukór Hruna- kirkju. Söngur og önnur tónlist var raunar samofin lífi hennar frá blautu barnsbeini og skipaði mikilvægan sess í stórfjölskyld- unni sem kennd var við Dal í Borgarnesi. Þaðan átti Solla raunar sínar bestu minningar sem urðu henni æ hugleiknari eft- ir því sem leið á ævina. Solla tamdi sér jákvætt viðhorf til lífsins og með það veganesti tókst hún á við verkefnin sem að höndum bar. Þegar heilsan brast á besta aldri gat hún enn séð það jákvæða í lífinu og gefið af sér gleði, ást og umhyggju. Fyrir allt þetta vil ég þakka á kveðjustund. Sigríður Björnsdóttir. Þegar ég sá þessa bæn í bók sem amma Solla átti sem heitir Orð í gleði eftir Karl Sigurbjörns- son þá hugsaði ég um þig, elsku amma, þar sem þú varst svo hlát- urmild og varst alltaf að syngja. Til þín amma. Í kyrrð bænarinnar, í þögn hjartans, syngja englarnir lofsöng, í höfugri kyrrð og hljóðlátum tærleik. Þar sem orð tjá hið ósegjanlega, mynd hrífur áhorfandann, tónlistin huggar þann sem syrgir, hláturinn smitar hópinn, þar eru þeir í nánd, englar Guðs. Þar sem hlý hönd er rétt til hjálpar og huggunar, þar er engill Guðs að verki. Þar sem bros breiðist yfir andlit og augu ljóma í gleði og hláturinn streymir frá hlýju hjarta, læknandi, svalandi, þar standa hlið himinsins opin upp á gátt. (Karl Sigurbjörnsson) Þín Ragnheiður Björk. Elsku amma. Ég á aldrei eftir að gleyma þér, söngnum þínum, hlýju faðmlög- unum, góða matnum þínum og hlátrinum þínum sem ég get feng- ið að heyra í höfðinu á mér alltaf þegar ég vil. Þú hafðir svo góða nærveru og vildi öllum vel. Ég man eftir tímunum þegar ég ákvað að læra á píanó þegar ég var sjö ára, kom til þín alltaf eftir skóla á þriðjudögum og fimmtu- dögum og æfði mig með þér á pí- anóið – stundum sungum við meira að segja með, eða aðallega þú. Þú hafðir alltaf svo mikið að gera en samt gafstu þér tíma til að kenna mér. Við áttum óteljandi góðar stundir saman, þá sérstak- lega þegar þú fluttir í Miðfell og maður gat skokkað til þín á nátt- fötunum. Man alltaf eftir kósý- kvöldunum sem við áttum saman þegar ég naglalakkaði þig og lit- aði á þér augabrúnirnar og við fengum okkur súkkulaði og app- elsín. Ég verð ævinlega þakklát að hafa fengið þau forréttindi að eiga þig sem ömmu. Þangað til næst, elsku amma mín. Þín Kristín Eva. Elsku amma mín, þú skilur svo mikið eftir þig. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú kenndir mér og allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Það sem stendur mér næst í minni er minningar okkar úr eld- húsinu þar sem við bökuðum sam- an og spjölluðum um heima og geima á sama tíma, ég hugsa að flestir taktarnir mínir í eldhúsinu komi frá þér. Það var alltaf svo gaman að vera hjá þér, okkur datt alltaf eitthvað skemmtilegt í hug sem við gátum gert saman, hvort sem það var að föndra eða horfa á góða mynd. Mér hefur alltaf fundist heiður að fá að heita í höfuðið á þér og ég vona að einn daginn verði ég svo heppinn að fá að vera kölluð amma Solla alveg eins og þú. Ég mun sakna þín mikið, elsku amma mín. Hvíldu nú í friði og heilsaðu upp á afa á ný, hann er örugglega spenntur að sjá þig. Þín Sólveig Arna. Elsku litla systir. Ég ætla að játa fyrir þér hér og nú að ég var ekkert sérstaklega hrifin þegar ég sá þig fyrst. Þú varst bara sjö ára, afskaplega ákveðin, eldrauð- hærð með stærðarinnar frekju- skarð. Ekki bætti úr skák að pabbi kom með þig, Þórð og Nonna, en ég vissi varla um til- veru ykkar. Þá var ekki verið að útskýra eða tala um svona fjölskyldumál við börn. Það sem mér þótti þó erfiðast var að pabbi fór með okk- ur í myndatöku hjá Lofti. Hugsið ykkur, ég var 14 ára og þekkti alls ekki þessa krakka sem mér var stillt upp með á ljósmynd, enda árangurinn eftir því. Svo liðu árin og alltaf bættist við í barnahóp- inn. Börnin urðu tíu í allt, tvö dóu í frumbernsku, en Nonni systur- sonur pabba kom til þeirra nokk- urra mánaða og var sá níundi í röðinni. Solla dafnaði eins og blómi í eggi, dugleg í skóla og öllum verk- um sínum, stjórnaði öllum krakkaskaranum, þangað til hún fór í Húsmæðraskólann að Laug- arvatni, kynntist mannsefninu sínu og hóf búskap að Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi. Þá fyrst kynntumst við systur al- mennilega og urðum æ betri vin- konur eftir sem árin liðu. Fyrstu árin ræktuðu þau líka kál og gulrætur. Drottinn minn, hvílíkir akrar, og alltaf var verið að reyta arfa og grisja gulrætur. Ég held að flest systkini okkar hafi verið þar í sveit til að hjálpa til. Svo var öll matar- og köku- gerðin, eilífur gestagangur og stundum sofið í hverju horni. Þá voru haldnar stórkostlegar grill- veislur með söng og mikilli gleði. Það má með sanni segja að hún hafi verið allt í öllu í sveitinni. Hún sá um póstinn, happdrættin, hátt- sett í kvenfélaginu, fór í útreiðar- túra, undirbjó sína menn á fjall og eldaði kjötsúpu ofan í fjölda manns á réttardögum. Ekki má gleyma stærsta áhugamálinu nr. 1, 2 og 3, en það var auðvitað söngurinn. Var hún í öllum kórum í sveitinni. Eftir að hún fluttist til Hafn- arfjarðar komst hún m.a. á svið í Óperunni, sem var mikil upplifun. Hún hafði ekki langt að sækja sína fallegu sópranrödd, því allt móðurfólkið hennar í Borgarnesi hafði einstaka sönghæfileika. Þá má líka nefna sum systkini okkar, og arfurinn hefur gengið til barna hennar og þeirra afkomenda. Við fórum saman nokkrar ut- anlandsferðir. Einu sinni með mömmu hennar og seinna með Matthildi Róbertsdóttur, frænku okkar. Síðustu ferðina fórum við í brúðkaupsveislu til Frakklands þar sem einn frændi okkar frá Ameríku gifti sig og fjölskyldan kom úr öllum heimsálfum. Það var í fyrsta sinn sem ég merkti að Solla mín var ekki alveg frísk. Ekki ætla ég að rekja alla þá veikinda- og sorgarsögu sem loks tók enda 11. ágúst síðastliðinn. Vil ég leyfa mér sem elsta systir að þakka öllum sem önnuðust hana í þessum löngu og erfiðu veikind- um. Einkum Ásmundi bróður mínum og Auði konu hans. Svo og Ástu Ólafsdóttur vinkonu okkar Sollu sem kom til hennar oft í viku þar til yfir lauk. Elsku Solla mín, ég veit að það verður gleði og söngur á himnum þegar þú hittir Geira, mömmu þína og pabba. Við Gaui sendum öllu þínu fólki samúðar- og þakk- arkveðjur. Þín stóra systir, Hólmfríður Sólveig. Útför Jónu Sólveigar Ólafs- dóttur er í dag 26. ágúst, en hún lést hinn 11. þessa mánaðar eftir mikil og erfið veikindi. Solla systir hafði stórt hjarta, hún var glaðlynd, heiðarleg, dug- leg, umhyggjusöm, örlát og vildi öllum gott gera. Allra þessara kosta naut ég ríkulega. Hún var elst alsystkinanna og bar hag okkar allra mjög fyrir brjósti enda mikil fjölskyldu- manneskja. Hún giftist honum Geira sín- um, Sigurgeiri Ó. Sigmundssyni, 18 ára gömul, en hann lést 1997, og hófu þau búskap í Syðra-Lang- holti, fluttu síðan að Grund á Flúðum og bjó hún þar til 2003. Heimili þeirra stóð mér alltaf opið og ætíð var ég þar velkomin, hvernig sem á stóð, þó var þar oft eins og á umferðarmiðstöð og mikill gestagangur, enda tóku þau vel á móti öllum og voru höfð- ingjar heim að sækja. Allar mínar bestu æskuminn- ingar tengjast Sollu systur. Á unglingsárunum var ég á Grund nokkur sumur við barna- pössun, garðyrkju- og afgreiðslu- störf og lærði margt af henni syst- ur minni. Þá eru ótaldar allar helgar- heimsóknirnar. Nú er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hana að. Solla systir var mér ekki bara systir, heldur líka fyrirmynd, móðir og vinkona. Allar stundir okkar hér, er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Systurbörnum mínum og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína innilegustu samúð. Gleðjumst yfir góðum minn- ingum. Brynja Ólafsdóttir. Sólveig systir mín á Grund var hetja. Mamma og pabbi eignuðust tíu börn á árunum 1944 til 1964 og þar sem Solla var elst sagði það sig eiginlega sjálft að æska henn- ar og unglingsár fóru að stórum hluta í að annast yngri systkini sín og hjálpa til við heimilisstörfin. Eftir að hún kornung giftist svo honum Geira, Sigurgeiri Óskari Sigmundssyni frá Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi, og hóf með honum fjölbreyttan búskap að Grund á Flúðum haustið 1963 varð hún fyrirmynd og um leið þungamiðja í lífi okkar systkin- anna sem nutum þess flest ef ekki öll að dvelja þar lengur eða skem- ur undir hennar verndarvæng. Mér gekk Solla nánast í móður- stað og næstum allar minningar úr æsku minni tengjast Grund og henni – og þar fannst mér dásam- legt að vera. Solla var allt í senn móðir, húsfreyja, vinkona, póst- meistari, umboðsmaður, bókhald- ari, gjaldkeri og verslunarstjóri. Á sumrin var mikið um að vera á Grund. Auk fjölskyldunnar voru kaupakonur og léttadrengir og venjulega nokkuð á annan tug í heimili. Þar að auki var oft mjög mikill gestagangur enda virtust allir þekkja Sollu og Geira og á Grund var fólki ekki í kot vísað. Ég minnist þess ekki að Solla svæfi á sumrin, hún var a.m.k. ævinlega fyrst á fætur og gekk síðust til náða. Þótt þau hjónin væru mjög samhent hvessti stundum hressi- lega á Grund enda varla annað hægt þar sem saman fóru tveir stórhuga einstaklingar sem sjald- an fengu tækifæri til að ræða mál í einrúmi vegna anna og fjölmenn- is. Engu að síður ríkti mjög mikill kærleikur á heimilinu og þegar Geiri dó langt um aldur fram missti Solla sinn besta vin og sam- ferðamann. Auðvitað kom ekkert annað til greina hjá henni en halda starfinu áfram. Það kom þó smám saman í ljós að búskapur á Grund var sannarlega ekki eins manns verk þrátt fyrir dygga að- stoð margra, – og seldi hún rekst- urinn og fluttist suður í fjölmenn- ið. Þegar Solla ætlaði þar að fara að njóta afraksturs erfiðis síns gerðist það sem því miður alltof margir reyna á eigin skinni að heilsa og kraftar reyndust af skornum skammti. Síðustu árin voru henni sorglega erfið vegna stöðugrar glímu við veikindi, fyrst í stað líkamleg en síðan einnig við alvarleg elliglöp. En þá sýndi það sig afar sterkt að svo uppsker hver sem hann sáir. Hinn mikli velvilji og væntumþykja sem hún hafði áunnið sér meðal sveitunga sinna og fjölmargra annarra sam- ferðamanna í lífinu skilaði henni stuðningi og aðstoð af margvís- legum toga. Hér lýkur hetjusögu Sólveigar á Grund. Hollt væri að láta hana verða sér til áminningar um hverfulleika lífsins, gildi þess að vera góð og heil manneskja og mikilvægi þess að njóta hvers dags sem lífið gefur. Blessuð sé minning hennar. Ólafur Ingi Ólafsson. Hvíldarstundirnar í sólar- hringnum hjá Sollu á Grund voru ekki margar þegar ég, Sigríður, kynntist henni fyrir hartnær fjór- um áratugum. Hún var fjögurra barna móðir, rak verslunina Grund ásamt eiginmanni sínum, þau ræktuðu grænmeti, áttu kindur og hesta, auk þess var hún virk í kvenfélaginu og kórum hreppsins og stundaði söngnám um tíma. Vegir okkar lágu saman í stjórnarstarfi Landssambands blandaðra kóra. Oftar en ekki voru stjórnarfundirnir haldnir á heimili þeirra hjóna, þar sem tek- ið var á móti okkur af miklum rausnarskap. Vinkonur höfum við verið síðan. Í kringum Sollu var alltaf líf og glaðværð; þó að mikið væri að gera var samt slegið á léttari strengi. Gestakomur voru tíðar á heimilinu og gestrisni þeirra hjóna var alveg einstök. Eftir að ég giftist og settist að erlendis hélst vináttan og nánast í hverri Íslandsferð var sjálfsagt að heim- sækja Sollu og Geira. Sannarlega voru þau hjón vinir vina sinna, eins og glöggt kom í ljós t. d. þeg- ar við ferðuðumst um landið með dönsku fjölskyldunni, kór, kamm- ersveit eða austurrískum vinum, öllum var boðið upp á veitingar á Grund. Þó að Solla talaði litla dönsku náði hún alltaf góðu sam- bandi við dönsku gestina með ís- lenskunni, glaðlegu viðmóti og út- geislun. Þegar gestirnir okkar rifja upp Íslandsferðirnar minn- ast þeir alltaf Sollu með hlýju og aðdáun. Margar eru minning- arnar sem nú rifjast upp, skemmtilegar uppákomur, ferða- lög utan lands og innan og seint gleymist okkur hestaferðin sem þau hjón buðu okkur óvönum í, með vinum sínum þaulvönum hestamönnum. Þrátt fyrir veik- indi á seinni árum heilsaði Solla okkur alltaf með sama fallega brosinu. Nú hefur Solla kvatt okkur en við minnumst hennar með þakk- læti fyrir tryggð og áratuga langa vináttu. Fjölskyldunni sendum við innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sollu á Grund. Sigríður og Steen. Góður nágranni og kær vin- kona Sólveig eða Solla á Grund eins og hún var kölluð hefur kvatt þetta líf. Hún varð fyrir þeirri þungu raun að missa heilsuna á besta aldri, en þrátt fyrir þá miklu lífsreynslu stóð Solla sig eins og sönn hetja og hafði bjartsýnina ávallt að leiðarljósi. Minnisstætt er, þegar börnin hennar og fjöl- skyldur héldu upp á sjötugsaf- mælið hennar, hvað hún stóð sig með mikilli prýði þrátt fyrir veik- indin og reisnin og glæsileikinn á sínum stað. Við Solla áttum margt sameig- inlegt. Við fluttum í sveitina um líkt leiti, karlarnir okkar fæddir og uppaldir hreppamenn og börn- in okkar á líku reki, svo það var margt sem tengdi okkur saman fyrir utan félagsstörf og góða vini sem við áttum sameiginlega. Þeg- ar ég hugsa til baka streyma minningarnar fram svo bjartar og hlýjar. Oft var gaman að skreppa í búðina til Sollu í smá spjall eða inn á Grund í kaffibolla. Var þá rætt um það sem efst var á baugi í sveitinni og auðvitað höfðum við skoðun á því öllu saman. Árum saman vorum við saman í saumaklúbbi og alltaf var til- hlökkunarefni að fara í klúbb til Sollu því hún var alltaf með eitt- hvað nýtt og spennandi á borðum. Þetta voru góðar og glaðar stund- ir. Solla fékk fallega söngrödd í vöggugjöf og var styrk stoð og góður félagi í kirkjukórnum í gegnum árin. Eru margar góðar minningar tengdar því starfi bæði í sorg og gleði og finnur maður þá best hvað traustir og góðir félagar skipta miklu máli. Nú er Solla mín komin til nýrra heimkynna laus frá þjáningum þessa lífs. Þar bíða ástvinir sem farnir eru á undan og verður henni vel fagnað. Komið er að kveðjustund. Við Guggi þökkum fyrir öll ógleymanlegu árin sem við áttum með þér og fjölskyld- unni. Elsku Gugga, Óli, Simmi, Ein- ar og fjölskyldur. Innilegar sam- úðarkveðjur. Góður Guð styðji ykkur og styrki. Sigríður Guðmundsdóttir. Jóna Sólveig Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.