Morgunblaðið - 26.08.2016, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
✝ HaukurSigurðsson
fæddist á Akureyri
6. júní 1938. Hann
lést á heimili sínu í
Reykjavík 18. ágúst
2016.
Foreldrar hans
voru Sigurður Ol-
geir Rósmundsson,
sjómaður og síðar
fiskimatsmaður á
Akureyri, f. 5. maí
1905, d. 23. júní 1986, og Stef-
anía Sigurðardóttir, húsfreyja á
Akureyri, f. 4. júní 1906, d. 24.
ágúst 1983. Systkini Hauks eru
Sigurður Bárðarson, f. 1930,
sem kvæntur er Sigríði Ein-
arsdóttur, f. 1935, Rannveig
Sigurðardóttir, f. 1935, d. 2006,
var gift Herði Sigtryggssyni, f.
1929, d. 2003, og Kolbrún Sig-
urðardóttir, f. 1947, sem er gift
Skarphéðni Gunnarssyni, f.
1946.
Haukur kvæntist Þyri Jóns-
fræði við Háskóla Íslands 1958-
1960, en lauk námi í mannkyns-
sögu og ensku við Háskóla Ís-
lands árið 1963. Hann lauk námi
frá Leiðsöguskólanum árið 2004.
Haukur var kennari við Héraðs-
skólann í Reykholti í Borgarfirði
1964-1965, við Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði 1965-1966,
við Hagaskóla í Reykjavík 1966-
1973 og við Menntaskólann í
Reykjavík 1973-2001.
Haukur gegndi ýmsum félags-
og trúnaðarstörfum og var m.a. í
stjórn Félags enskukennara, í
stjórn Félags háskólamenntaðra
kennara og í stjórn Sagnfræð-
ingafélags Íslands. Eftir Hauk
liggja ýmsar þýðingar úr ensku
og ritverk eins og Kjör fólks á
fyrri öldum (námsefni fyrir
grunnskóla), Um lýðræði í forn-
öld og nútíma, Aþena og Ísland
(námsefni fyrir menntaskóla),
Lýðræðið í sókn og vörn (náms-
efni fyrir menntaskóla), leikritið
Saga frá Pýreneafjöllum, flutt í
Ríkisútvarpinu, og Með seigl-
unni hefst það, ævisaga Bene-
dikts Davíðssonar.
Útför Hauks fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 26. ágúst
2016, og hefst athöfnin klukkan
13.
dóttur hjúkrunar-
fræðingi 12. nóv-
ember 1966, f. 30.
júlí 1943, d. 13. júlí
2000. Foreldrar
hennar voru Jón
Guðmundsson, vél-
stjóri á Hellissandi,
f. 1905, d. 1970, og
Svanfríður Krist-
jánsdóttir hús-
freyja, f. 1910, d.
1995. Börn þeirra
eru: 1) Örn Hauksson, f. 29. októ-
ber 1969, kvæntur Margréti Sig-
urðardóttur, f. 2. desember
1970, og eru börn þeirra: Hauk-
ur Jón Arnarson, f. 12. júní 2010,
og Helgi Þór Arnarson, f. 12.
júní 2010. 2) Kolbeinn Hauksson,
f. 17. júlí 1972, d. 23. ágúst 2001,
og 3) Sigurjón Hauksson, f. 6.
júní 1979.
Haukur gekk í barnaskóla á
Akureyri og lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
árið 1958. Hann nam læknis-
Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt
þetta líf. Brotthvarf þitt er óvænt
og er ég ekki undirbúinn fyrir
það. Þegar við snæddum okkar
síðustu kvöldmáltíð saman gat ég
ekki séð að þú værir að fara frá
okkur. Þú varst svo glaður þessa
helgi, sérstaklega á bikarleiknum
sem við fórum á saman.
Þú varst góður pabbi og sitja
eftir margar góðar minningar.
Ég man svo vel hvað þér þótti
gaman að leika við okkur bræð-
urna í Mávahlíðinni, fara í felu-
leik og holla skolla. Utanlands-
ferðirnar með þér og
fjölskyldunni eru mér minnis-
stæðar og mikils virði. Man ég
vel eftir þegar öll fjölskyldan fór
til Kaupmannahafnar að hitta
hann Rúrra bróður mömmu sem
þar bjó. Ég var þá sex ára. Þetta
var í fyrsta sinn sem ég fór til út-
landa, en við áttum við eftir að
fara í fleiri skemmtilegar ferðir
saman.
Í bernsku og allt fram til
dauðadags varst þú viljugur að
fara með mér í bíó, leikhús eða á
aðra viðburði og áttum við góðar
stundir saman. Samband okkar
feðga var alltaf náið en segja má
að það hafi alltaf verið að styrkj-
ast með tímanum. Við gerðum
margt saman, t.d. fórum saman í
sumarfrí, héldum saman upp á
hátíðisdaga og fórum í göngu-
ferðir sem við báðir höfðum gam-
an af og sem gerðu okkur gott
fyrir líkama og sál. Við hjálpuð-
umst að í þeim ferðum.
Þú hafðir unun af hreyfingu og
útivist og útivistaferðir og fjall-
göngur voru eins og vítamín fyrir
þig. Mér er minnisstæð sú ferð
þegar ég, þú, Kolla systir þín og
börn hennar Hrund og Heimir
fórum öll upp á Esjuna. Við vor-
um dugleg að klífa fjallið þennan
dag og þegar upp var komið
borðuðum við nestið okkar sem
rann ljúft niður. Man ég vel hvað
við höfðum mikið dálæti á útsýn-
inu enda er það stórkostlegt.
Þetta var góð ferð. Þú varst einn-
ig mikill hlaupagarpur og kepptir
í hlaupum og sankaðir að sér sæg
af verðlaunapeningum. Þú keppt-
ir í hálfmaraþoni og var síðasta
hlaupið þitt þegar þú varst 72 ára
í Vín. Það kalla ég gott. Þú hafðir
mikinn áhuga á þjóðmálum eins
og góðum sagnfræðingi sæmir. Í
þeim málum var hugsjón þín að
allir hefðu það gott í þjóðfélag-
inu. Sjálfur varstu nægjusamur
maður og kvartaðir ekki yfir ver-
aldlegum hlutum. Það sem þú
áttir var einfaldlega nóg fyrir
þig.
Þú varst góður faðir í þeim
áföllum sem fjölskyldan varð fyr-
ir, t.d. í veikindum mömmu og
líka þegar Kolli bróðir féll frá. Þú
þjappaðir fjölskyldunni saman og
huggaðir okkur í þeirri sorg sem
við gengum í gegnum. Þessi
stuðningur var okkur ómetanleg-
ur. Þú hefur kennt mér margt
um lífið. Vera jákvæður þó á móti
blási, vera hugrakkur og sækja
fram á veginn. Þú gast séð ljósa
punkta á sumum málum sem ég
sá ekki fyrir sjálfur. Alltaf varstu
glaður og kvartaðir ekki. Alltaf
sýndir mínum málum áhuga og
gafst mér góðar leiðbeiningar og
góð ráð. Ég þakka þér kærlega
fyrir það, elsku pabbi. Nú verð ég
að treysta meira á sjálfan mig, en
ég veit að ég mun leita áfram til
þín og er viss um að þú átt eftir
að veita mér stuðning áfram þó
svo að þú sért fallinn frá. Við
munum ætíð minnast þín með
hlýhug og gleði. Guð blessi minn-
ingu þína.
Sigurjón.
Elsku besti pabbi. Fráfall þitt
er mér, Sigurjóni, og fjölskyldu
minni mikið áfall. Enginn átti á
von á því að þú færir frá okkur
með svo snögglegum hætti. Þú
sem varst alltaf svo hress, skarp-
ur og í góðu líkamlegu formi.
Okkar litla fjölskylda er horn-
steinninn í mínu lífi og því hefur
með fráfalli þínu verið höggvið
stórt skarð sem ekki verður hægt
að fylla. Sterkar og góðar minn-
ingar sitja þó eftir, sögur af sam-
ferðafólki þínu, fyrirmönnum
fyrr á öldum og keisurum Róma-
veldis.
Þú varðst fyrir miklu mótlæti í
lífi þínu, en þrátt fyrir það varstu
alltaf jákvæður og góður. Aldrei
varstu bitur eða ósáttur, heldur
alltaf ánægður og glaður. Það
hefur verið mér og Sigurjóni
bróður ómetanlegt hvernig þú
tókst á við þín áföll af æðruleysi
og auðmýkt. Styrkur þinn verður
okkur gott veganesti í þeirri för
sem framundan er.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem þú áttir með afastrák-
unum þínum og veit ég að þessar
stundir voru dýrmætar fyrir þig.
Ég hef sjaldan séð strákana jafn
glaða og eftir að þú varst með þá
í fjóra daga í Malarási á meðan
við vorum í Amsterdam í júní síð-
astliðnum. Þið fóruð í sund á
hverjum degi, spiluðuð fótbolta,
fóruð á alla leikvelli í nágrenninu,
keyptuð ís með dýfu og svo fengu
strákarnir að vaka lengi frameft-
ir. Minningin um þig mun lifa hjá
strákunum, en þeim þykir mjög
vænt um þig. Það fyrsta sem þeir
sögðu þegar þeir fréttu af andláti
þínu var að afi Haukur hefði ver-
ið svo góður og skemmtilegur. Í
kistunni eru myndir sem þeir
teiknuðu fyrir þig, svo að þér
leiðist ekki á þínu nýja ferðalagi.
Sumarið er tíminn. Þetta var
búið að vera gott sumar hjá okk-
ur. Til dæmis áttum við yndislega
daga á Hellissandi nú í júlí. Síðan
voruð þið Sigurjón á leiðinni nú í
lok ágúst í fljótasiglingu á Rín
með samstúdentum þínum frá
Akureyri. Leitt að þú skyldir
ekki ná þeirri ferð en ég er viss
um minningin um þig og andi
verður með samstúdentum þín-
um, og eflaust verða margar
skemmtilegar sögur rifjaðar upp.
Þú ert aftur á móti að hefja nýtt
ferðalag sem ég veit að þú verður
ánægður með.
Elsku pabbi, við kveðjum þig í
dag með miklum söknuði. Minn-
ingar af kærleik, hlýju og gleði
munu þó alltaf fylgja okkur. Ég
elska þig og blessuð sé minning
þín.
Örn.
Ég kynntist Hauki tengda-
pabba fyrst þegar ég hóf nám við
Menntaskólann í Reykjavík.
Hann kenndi mér sagnfræði
fyrstu tvö árin. Haukur var góð-
ur kennari en gerði miklar kröfur
og ég bar fyrir honum ótta-
blandna virðingu. Þegar við Örn
fórum að vera saman komst ég
svo að því hversu mikið ljúfmenni
og öðlingur hann var. Hann hafði
brennandi áhuga á þjóðfélags-
málum, sagnfræði, bókmenntum
og listum. Hann var alla tíð mikill
jafnaðarmaður og var annt um
hag þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu. Einnig hafði hann
mikinn áhuga á íþróttum og
stundaði langhlaup allt til 2010.
Hann var líka mikill áhugamaður
um útivist og göngur og eftir að
hann hætti að kenna fór hann í
Leiðsöguskólann ásamt því að
sinna rit- og fræðistörfum. Við
deildum bókmenntaáhuganum
og stundum skiptumst við á bók-
um sem við héldum að hitt hefði
áhuga á að lesa og svo var gaman
að ræða efni þeirra við hann.
Haukur var mikill fjölskyldu-
maður og var mjög annt um að
rækta tengslin við sína nánustu.
Andlát tengdamömmu og Kol-
beins var honum erfitt en hann
tókst á við sorgina af æðruleysi
og var kletturinn í fjölskyldunni í
gegnum þessa erfiðleika. Afa-
strákarnir voru augasteinarnir
hans og var hann alltaf boðinn og
búinn að passa þá og þær sam-
verustundir voru honum og þeim
mjög dýrmætar. Ég vildi óska að
þeir hefðu getað eytt meiri tíma
með afa sínum en minningarnar
verma.
Það var svo gaman að ferðast
með honum þar sem hann var
óþrjótandi viskubrunnur um
sögu þeirra áfangastaða sem við
heimsóttum bæði innanlands og
utan. Ég dáðist alltaf að því
hversu vel hann mundi smáatriði
og ártöl. Sérstaklega er minnis-
stæð ferðin sem við fjölskyldan
fórum saman til Rómar í fyrra-
sumar, þá var ekki amalegt að
vera með sagnfræðing með í för
sem gat rifjað upp sögu Róma-
veldis.
Ekki grunaði okkur að við
myndum kveðja Hauk svona
fljótt. Hann bar aldurinn vel og
var vel á sig kominn líkamlega.
Það er svo stutt síðan hann kom
gangandi kraftgöngu úr Breið-
holtinu yfir í Árbæinn og svo var
spilaður fótbolti við litlu strákana
af svo miklum krafti að myndir
flugu af veggjum og hlátrasköllin
ómuðu. Söknuðurinn er sár en
minningin um yndislegan og góð-
an mann lifir í hjörtum okkar
sem syrgja hann.
Margrét.
Hinn 17. júní 1958 brautskráð-
ist frá Menntaskólanum á Akur-
eyri hópur 52 stúdenta, 36 piltar
og 16 stúlkur. Af þessum hópi
eru 12 fallnir frá, nú síðast Hauk-
ur Sigurðsson sagnfræðingur og
lengi kennari við MR. Haukur
Sigurðsson var glaðlyndur ær-
ingi, hrekklaus og góður drengur
sem ég kynntist í Barnaskóla Ak-
ureyrar haustið 1945, þegar ég
kom austan af Norðfirði til höf-
uðborgar hins bjarta norðurs,
ungur og fávís. Síðan fylgdumst
við Haukur að í Gagnfræðaskóla
Akureyrar þar sem við nutum
kennslu frábærra kennara: Ár-
manns Helgasonar stærðfræði-
kennara, Jóns Sigurðssonar
enskukennara, Sigurðar Óla
Brynjólfssonar kennara í eðlis-
fræði, Skúla Magnússonar, kenn-
ara í sögu og landafræði, og ekki
síst Sverris Pálssonar íslensku-
kennara. Fáir muna hins vegar
lengur nöfn þessara mikilhæfu
kennara. Að lokum fylgdumst við
Haukur Sigurðsson að upp í
Menntaskólann á Akureyri,
musteri viskunnar að okkur
fannst og við trúðum, enda nut-
um við þar kennslu frábærra, til-
litssamara kennara: Árna Krist-
jánssonar, Gísla Jónssonar og
Þórarins Björnssonar skóla-
meistara. Fáir muna hins vegar
lengur nöfn þessara mikilhæfu
kennara. Sic transit gloria
mundi.
Þegar við Haukur, Eyrarpúk-
inn úr Laxagötunni og ég, Brek-
kusnigill af Norðurbrekku, vor-
um komnir í sjötta bekk, var á
vegum Leikfélags MA Evrópu-
frumsýning á gamanleiknum
„Gestur til miðdegisverðar“ –
„The Man Who Came to Dinner“
eftir bandarísku rithöfundana
George Kaufman og Moss Hart.
Fimm nemendur skólans: Arn-
grímur Ísberg, Héðinn Jónsson,
Jóhann Páll Árnason, Kjartan
Gíslason og Loftur Guttormsson
þýddu textann sumarið á undan
og Jónas Jónasson leikstýrði.
Haukur Sigurðsson lék John,
þjóninn á heimilinu þar sem sag-
an gerist. Þá kviknaði áhugi
Hauks á leiklist sem fylgdi hon-
um allar götur síðan. Síðast lék
hann í sumar með Leikflokki
eldri borgara í Reykjavík – svo
lengi býr að fyrstu gerð.
Fyrir þremur árum sigldi hóp-
urinn MA58 á Dóná frá Linz um
Vín, Búdapest og Bratislava.
Einn dag var ekið suður á ung-
versku slétturnar Puszta þar
sem borðuð var ungversk gúllas-
súpa og drukkið höfugt ung-
verskt rauðvín, Egri Bikavér,
engu líkt – og við nutum lífsins. Í
lok þessa mánaðar ætlar hópur-
inn MA58 að sigla á Rín – ekki „á
laufblaði einnar lilju“, eins og
segir í þjóðkvæðinu, heldur á
lystisnekkju. Í þessari siglingu
ætlaði félagi okkar, bróðir og vin-
ur Haukur Sigurðsson að vera.
Hann er hins vegar lagður í
aðra og lengri siglingu, sem við
eigum öll að fara í þegar kallið
kemur. En við hugsum til Hauks
Sigurðssonar með söknuði og
þakklæti fyrir það sem hann var.
Við Gréta sendum sonum Hauks
og öðrum ættingjum samúðar-
kveðjur.
Tryggvi Gíslason.
Látinn er í Reykjavík Haukur
Sigurðsson sagnfræðingur og
fyrrverandi menntaskólakenn-
ari á 79. aldursári.
Það bar óvænt að fráfall
Hauks Sigurðssonar. Hafði eng-
an aðdraganda að því er séð
varð. Það má ræða um hvort það
sé betri dauðdagi en aldurtili í
kjölfar mikilla þjáninga og hall-
ast ég að því að svo sé. Hann er
þó jafnan óvæntur eins og andlát
jafnan er og aðstandendum
kannski erfiðari. En dauðinn er
hluti af lífinu og verður að hafa
sinn gang.
Hauki Sigurðssyni kynntist
ég á háskólaárum. Hann var táp-
mikill ungur maður, góðum gáf-
um gæddur, grallari nokkur og
uppátektarsamur stundum í
meira lagi en allt var það sak-
laust og spaugilegt, sér til gam-
ans gert og gott til upprifjunar,
er þessar uppátektir komu til
tals síðar á lífsleiðinni. Haukur
hafði enda létta lund og góða
kímnigáfu, hermdi betur eftir
öðrum mönnum en margar
frægar hermikrákur. Hann þótti
liðtækur leikari og fékkst nokk-
uð við troða upp sér og öðrum til
fróðleiks og skemmtunar, ekki
sízt á yngri árum. Hann var góð-
ur námsmaður og sagnfræðinám
stundaði hann fyrirhafnarlítið.
Hann fékkst nokkuð við ritstörf
og þýðingar, hafði vandaðan
bókmenntasmekk, aðdáandi fag-
urra lista, ekki sízt tónlistar.
Hann samdi ýmis ritverk og bjó
til flutnings eða flutti sjálfur og
hafði í því efni mikla þjálfun.
Byggði þau gjarnan á atburðum
og persónum í sögunni enda
fróður vel um þau mál og minn-
ugur með afbrigðum. Sjaldan
var komið að tómum kofanum,
er fletta þurfi upp í honum per-
sónum og atburðum liðinnar
sögu enda maðurinn bóngóður
og viðmótsþýður á allan hátt.
Haukur var stefnufastur mað-
ur og stóð þétt við sannfæringu
sína um hvað væri rétt og gott
við menn og málefni. Hann átti
til að vera nokkuð hvass og
óvæginn er honum þótti menn
styðja mál sitt haldlitlum rökum.
Hann var víðsýnn í meðallagi en
vel réttsýnn og bar umhyggju
fyrir hag lands og þjóðar.
Haukur átti við nokkurt mót-
læti að stríða um árabil en eig-
inkona hans lést um aldur fram
og sonur hans féll frá á ungum
aldri. Hann lét hvergi bugast og
hélt hús lengi vel með tveimur
sonum að afstöðnum þessum
dapurlegu atvikum. Hann reis
jafnan hátt í sínu lífsins stríði.
Gönguklúbburinn okkar er nú
orðinn meira en hálfrar aldar
gamall, er við höfum gengið
saman um nágrenni höfuðborg-
arinnar þriðja hvern sunnudag
ár hvert fram á vor. Mörg mál
voru tekin og krufin á þeim
göngum og er ljúft að minnast
þessara stunda sem Hauki var
mjög í mun að mættu haldast
sem lengst. Órækur vitnisburð-
ur um trygglyndi, glaðværð,
staðfestu og þakkarverða vin-
áttu Hauks Sigurðssonar sagn-
fræðings.
Megi minning hans lengi lifa.
Sverrir Ólafsson.
Í dag kveðjum við Hauk Sig-
urðsson, fyrrverandi mennta-
skólakennara við Menntaskól-
ann í Reykjavík. Haukur
fæddist 6. júní 1938 og var því 78
ára þegar hann lést. Kennslufer-
ill hans við Menntaskólann í
Reykjavík hófst haustið 1972.
Áður hafði hann kennt við fjöl-
marga gagnfræðaskóla, m.a.
Hagaskóla, Hlíðaskóla, Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði, Reykja-
skóla í Hrútafirði, Réttarholts-
skóla og Vogaskóla. Haukur
kenndi við Menntaskólann í þrjá
áratugi, eða þar til hann náði eft-
irlaunaaldri vorið 2001, en
kennsluferill hans spannaði
tæpa fjóra áratugi. Kennslu-
greinar hans voru samfélags-
fræði og saga. Haukur sat í ára-
tug í starfshópi um
samfélagsfræði og eftir hann
liggja mörg rit um kennsluefni á
sviði samfélagsfræði og sögu á
grunn- og framhaldsskólastigi.
Hann gegndi ýmsum trúnað-
arstörfum, sat um skeið í stjórn
Félags enskukennara, stjórn Fé-
lags háskólamenntaðra kennara,
stjórn Sagnfræðifélags Íslands
og var formaður Félags kennara
við Menntaskólann í Reykjavík í
tvö ár. Hann var deildarstjóri í
sögu í 4. bekk við Menntaskólann
í Reykjavík frá 1985-2001.
Það hefur verið starfsmönnum
skólans mikil hvatning hversu
sterkum tryggðaböndum fyrr-
verandi kennarar skólans hafa
bundist skólanum, en undanfarin
ár hefur það verið venja að bjóða
eldri starfsmönnum ásamt
starfsmönnum skólans í svokall-
að jólakaffi á síðasta degi fyrir
jólaleyfi og á þorrablót fyrir
starfsmenn skólans. Haukur var
afar ræktarlegur og mætti mjög
oft. Það var aðdáunarvert að
fylgjast með umhyggjusemi hans
við að aðstoða eldri félaga við að
komast á þessa viðburði. Það var
sérstaklega ánægjulegt að taka á
móti honum enda naut hann sín
vel í góðra vina hópi.
Haukur var góður félagi í hópi
samstarfsmanna sinna. Haukur
var traustur og samviskusamur
starfsmaður. Hann sinnti starfi
sínu af alúð og vandvirkni. Hans
skal hér minnst með þakklæti og
virðingu. Ég votta sonum hans;
Erni og Sigurjóni, barnabörnum
og öðrum vandamönnum innileg-
ustu samúð mína. Blessuð sé
minning Hauks Sigurðssonar.
Yngvi Pétursson.
Heiðursmanninum Hauki
Sigurðssyni kynntist ég haustið
1984, er ég hóf kennslu við
Menntaskólann í Reykjavík, en
þar var hann fyrir á fleti og hok-
inn af reynslu, eins og stundum
er orðað. Annars verður ekki um
Hauk sagt að hann hafi verið lot-
inn á neinn veg, því að spengi-
legri og hnarreistari maður fyr-
irfannst varla. Með okkur tókust
strax hin bestu kynni, enda
Haukur með eindæmum ljúf-
mannlegur, léttur í lund og fús að
leiðbeina þeim grænjaxli, sem ég
var. Frá næsta hausti áttum við
eftir að kenna hlið við hlið, sömu
námsgrein og sama námsefni, og
reyndist samstarfið farsælt og
heilladrjúgt næsta hálfan annan
áratug eða svo, uns hann hætti
kennslu. Um tíma kenndum við
hefti, sem Haukur hafði tekið
saman um lýðræði í Aþenu að
fornu, og veitti hann mér leið-
sögn um skeppur og leirtaflna-
dóm eins og hann hefði verið
staddur þarna sjálfur, enda gat
Haukur lifað sig inn í söguna af
mikilli einlægni og glætt hana lífi.
Átti hann til í kennslustundum að
setja á svið Örlygsstaðabardaga
fyrir nemendur sína, mæta með
vopn og leika jafnhendis þá
Sturlu Sighvatsson og Gissur
Þorvaldsson. Ætíð var hann kát-
ur og viðræðugóður, alltaf viljug-
ur að liðsinna og létta undir.
Um aldamótin afréð Haukur
að láta af kennslustörfum eftir
langan og farsælan feril og var þó
fullur af lífsþrótti, eins og sást á
því að hann brá sér óðara í leið-
sögumannanám, svona í millum
þess að hann hljóp langhlaup.
Hann virtist njóta ævikvöldsins
til fulls, heimsótti okkur félagana
í Menntaskólann öðru hvoru og
geislaði þá af lífsorku. Hann lét
sig lítið muna um að rita bækur
eða koma fram á sýningum
byggðum á fornsögum á Land-
námssetrinu í Borgarnesi.
Tengslum hélt hann einnig við
sinn gamla vinnustað með því að
hitta reglulega eldri vinnufélaga í
Hannesarholti í Þingholtum. Síð-
ast hitti ég Hauk fyrir tæpu ári
og var hann þá í fullu fjöri. Því
kom sem reiðarslag fregn af and-
láti hans í liðinni viku. Það er með
söknuði að ég kveð mætan félaga,
dreng góðan, samstarfsmann og
sómamann hinsta sinni. Aðstand-
endum hans votta ég mína
dýpstu samúð.
Helgi Ingólfsson.
Haukur
Sigurðsson