Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
✝ Magnús Þor-bergur Jó-
hannsson fæddist á
Vopnafirði 4. sept-
ember 1926.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnunni á
Hólmavík 17. ágúst
2016.
Foreldrar hans
voru hjónin Þor-
björg Magnúsdótt-
ir, f. 14. maí 1903,
d. 21. desember 1978, og Jóhann
Sigurður Þorkelsson, f. 6. sept-
ember 1895, d. 17. maí 1933.
Systkini Magnúsar eru: 1)
Anna, f. 1924, 2) Vagnbjörg, f.
1925, d. 2005, 3) Þorkell, f. 1929,
d. 2000, 4) Jakob, f. 1930, d.
2009, 5) Vilborg, f. 1931, d. 2000,
6) Oddný Pálína, f. 1932, 7) Jó-
hanna Sæunn, f. 1933, d. 2010, 8)
Haukur Vopnfjörð, f. 1939.
Magnús giftist hinn 11. júní
1955 Katrínu Sigurðardóttur, f.
7. október 1930, d. 18. sept-
ember 1987. Foreldrar hennar
voru Sigurður Arngrímsson, f.
7. september 1900, d. 26. febr-
úar 1978, og Fríða Ingimund-
ardóttir, f. 22. nóvember 1908,
d. 1. júní 1983, bændur á Klúku,
júní 1954, maki Eiríkur Snæ-
björnsson, f. 21. apríl 1953.
Börn: Gauti, f. 1975, Rebekka, f.
1976, og Harpa Björk, f. 1982. 6)
Jón Magnús Magnússon, f. 3.
september 1958, maki Anna
Jóna Snorradóttir, f. 21. október
1960. Börn: Íris Björg, f. 1974,
Katrín Magnea, f. 1980, og
Tinna Marína, f. 1985. 7) Dag-
rún Magnúsdóttir, f. 5. nóvem-
ber 1961, maki Þórður Halldórs-
son, f. 21. júní 1960. Börn:
Styrkár, f. 1981, d. 1987, Sunn-
eva Guðrún, f. 1998, og Halldór
Kári, f. 2000. Langafabörnin eru
orðin 36.
Magnús missti föður sinn árið
1933 þá sex ára að aldri og var
sendur til fósturfjölskyldu að
Gunnlaugsstöðum á Héraði. Var
þar til 16 ára aldurs. Fór þá til
Reykjavíkur til móður sinnar og
vann þar ýmis störf.
Magnús kom sem vinnumaður
að Klúku í Bjarnarfirði í
Strandasýslu, þar sem hann
kynntist Katrínu. Þau fluttu þá
að Kaldrananesi og þaðan til
Hólmavíkur. Hann vann á jarð-
ýtu við vegagerð og fleira í
Strandasýslu og á vélaverkstæð-
inu á Hólmavík. Stundaði einnig
sjómennsku til fjölda ára. Síð-
ustu ár starfsævinnar var hann
starfsmaður í áhaldahúsi hjá
Hólmavíkurhreppi.
Útför Magnúsar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 26.
ágúst 2016, klukkan 15.
Bjarnarfirði,
Strandasýslu. Börn
Magnúsar eru: 1)
Svandís Gunnhild-
ur Magnúsdóttir, f.
2. janúar 1949,
maki Lárus K. Lár-
usson, f. 7. ágúst
1948. Börn: Jó-
hannes Hafberg, f.
1967, Sigurður
Bergsveinn, f.
1972, og Katrín
Lára, f. 1993. 2) Jóhann Sig-
urður Magnússon, f. 24. júlí
1950, maki Bára Benediktsdótt-
ir, f. 20. júlí 1958. Börn: Magnús
Björgvin, f. 1972, Konráð Leó, f.
1975, Viktor Davíð, f. 1986,
Kristófer Siggi, f. 1988, og
Tómas Freyr, f. 1991. 3) Þor-
björg Magnúsdóttir, f. 5. októ-
ber 1951, maki Magnús H.
Magnússon, f. 2. febrúar 1952.
Börn: Sigrún Harpa, f. 1971, og
Marín, f. 1976. 4) Kristbjörg Ró-
selía Magnúsdóttir, f. 23. mars
1953, maki Ásmundur H. Ver-
mundsson, f. 15. júlí 1950. Börn:
Sunneva, f. 1973, Guðrún Helga,
f. 1976, d. 2013, Anton Rafn, f.
1979 og Grettir Örn, f. 1984. 5)
Sigfríður Magnúsdóttir, f. 18.
Í dag kveð ég föður minn, en
hann lést á Heilbrigðisstofnuninni
Hólmavík þann 17. ágúst síðastlið-
inn og hefði orðið 90 ára þann 4.
september.
Á svona stundum lætur maður
hugann reika aftur í tímann.
Hvernig maður var pabbi? Ég er
kannski ekki dómbær á það sjálf-
ur en ég er algjörlega sammála
svo mörgu samferðafólki hans að
hann var einstaklega ljúfur og
geðgóður maður.
Á æskuárum mínum vann
pabbi á vélaverkstæðinu sem stóð
í nokkurra metra fjarlægð frá
heimili okkar í Norðurfjörunni,
svo það var ekki langt að fara þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Þegar ég
hugsa til þess tíma var pabbi alltaf
til staðar og hjálpaði okkur að
uppfylla okkar ævintýralegu
drauma, hvort sem það var að
sjóða saman tvö reiðhjól og gera
þau að tvímenningshjóli eða lána
okkur trilluna, sem hann átti um
tíma. Og alla tíð hefur hann verið
til staðar fyrir fjölskyldu sína.
Hann hefur verið vinur minn og
félagi í gegnum lífið og mér hefur
alltaf liðið vel í návist hans. Við
höfum gert svo margt saman sem
félagar. Hann kenndi mér fyrstu
gítargripin og fullt af lögum sem
við höfum svo sungið saman í
gegnum lífið. Ég verð alla tíð
þakklátur fyrir þá takmarkalausu
væntumþykju og ást sem hann
sýndi mér í lífinu.
Guð blessi minningu elskulegs
föður míns, Magnúsar Þ. Jóhanns-
sonar.
Jón Magnús.
Komdu sæll, elsku tengda-
pabbi.
Þannig var það, sem ég ávallt
heilsaði tengdaföður mínum
Magnúsi Þ. Jóhannssyni og var
engin breyting á því þegar ég kom
til hans núna 12. ágúst síðastlið-
inn. Hann lést fimm dögum síðar
eftir stutt veikindi; hinn 17. ágúst
2016.
Það var fyrir 38 árum sem ég
kynntist Magga Jó eins og hann
oftast var kallaður og það sem
kemur fyrst upp í hugann þegar
ég hugsa um hann er þakklæti.
Þakklæti fyrir það að hafa fengið
að hafa hann með mér á lífsleið-
inni. Hann var alltaf brosandi,
glaður og kátur, svo einstaklega
ljúfur og góður og skipti aldrei
skapi. Kvartaði aldrei. Talaði allt-
af vel um aðra og var einstaklega
góður við mig og mína. Dætur
mínar áttu mjög auðvelt með að fá
hann til þess að snúast í kringum
sig, eins og að skreppa í bíltúr og
kaupa ís, svo eitthvað sé nefnt.
Hann var alltaf til staðar fyrir
okkur þrátt fyrir að fjarlægðin
yrði meiri á milli okkar í búsetu,
þá var nóg að lyfta upp símtólinu.
Maggi var mér miklu meira en
tengdapabbi. Hann var bæði vinur
og faðir og ég var eins og ein af
dætrum hans. Hann var einstak-
lega músíkalskur og hafði mjög
gaman af söng og tónlist. Það var
því oft glatt á hjalla þegar við fjöl-
skyldan vorum saman komin, gít-
arinn tekinn upp og raddböndin
þanin. Rifjaðar upp skemmtisög-
ur, þá gjarnan af honum sjálfum.
Þá var gott að hafa handklæði við
höndina til að þurrka burtu tára-
flóðið eftir hláturinn.
En þrátt fyrir gleði og hlátur,
þá kom að því að sorgin bankaði að
dyrum.
Það var mikið og stórt áfall þeg-
ar Katrín kona hans lést, þá aðeins
56 ára að aldri. Tveimur mánuðum
síðar missti hann dótturson sinn,
aðeins sex ára. Það þarf ekki að
ræða sorgina sem tók öll völd.
En lífið heldur áfram og enn
kemur þakklæti upp í hugann fyr-
ir öll þau ár sem við höfum átt
saman, en hann hefði orðið níræð-
ur núna 4. september. Þá munum
við fjölskyldan sameinast í söng
og gleði og minnast ástkærs föður,
tengdaföður, afa og langafa og
heiðra minningu hans.
Síðustu dagana áður en Maggi
veiktist hafði hann oftar en ekki
verið í startholunum með að setja
á sig derhúfuna og fara „heim í
Bjarnarfjörð“. Ég er sannfærð
um að nú er hann kominn heim, til
Bjarnarfjarðarsólarinnar, hennar
Katrínar sinnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Vertu sæll, elsku tengdapabbi,
hafðu þökk fyrir allt og allt. Minn-
ing þín lifir.
Þín tengdadóttir,
Anna Jóna Snorradóttir.
Elsku afi Maggi.
Það var alltaf svo gaman að
koma til Hólmavíkur í heimsókn
til þín. Þú varst svo indæll, góður
og besti afi í öllum heiminum.
Þú lékst við mig úti í garði, fórst
með mig að veiða, við fórum í
göngutúr og ísbíltúr. Þú leyfðir
mér að komast upp með allt og
kallaðir mig alltaf gullið þitt.
Mikið er sárt að kveðja þig en
nú eruð þið amma loksins saman á
ný.
Ég veit að þú ert kominn á betri
stað og þér líður vel. Ég elska þig
endalaust og þín verður sárt sakn-
að.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Guð blessi þig, afi minn,
Tinna Marína.
Mér þykir svo óendanlega vænt
um afa og ég á alltaf eftir að minn-
ast hans sem hlýjasta og ljúfasta
afa sem nokkur gæti hugsað sér.
Hann var einstakt ljúfmenni hann
afi minn, ég held að allir séu sam-
mála um það. Þegar ég hugsa til
baka sé ég hann sitja á tröppunum
við Höfðagötu 2 að spjalla við Jóa
nágranna. Ég sest í fangið á hon-
um, hlusta í smá stund og hvísla
svo í eyrað á honum: „Afi, má ég
láta skrifa smá í kaupfélaginu?“
Hann brosir við og svarar: „Hvað
varstu að hugsa um, skinnið
mitt?“ Ég brosi á móti og segi:
„Bara einn Ópal.“ Þetta er ekki
merkilegt samtal og þetta er ekki
eina minningin eða sú besta, en
þessi hefur alltaf verið mér svo
ljóslifandi af einhverjum ástæð-
um. Kannski er það af því að þetta
gerðist oftar en einu sinni. Það var
gott að kúra í afafangi og það var
alltaf opið fyrir mig.
Sunneva Árnadóttir.
Magnús Þorbergur
Jóhannsson
Fleiri minningargreinar
um Magnús Þorberg Jó-
hannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ GuðmundurÓlafsson frá
Bergvík á Kjalarnesi
var fæddur þann 10.
júní 1922 á Jörfa á
Kjalarnesi. Hann
lést 19. ágúst 2016 á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni.
Foreldrar hans
voru Ólafur Finns-
son, bóndi í Bergvík,
og Jakobína Björns-
dóttir kona hans. Guðmundur var
yngstur sjö systkina, hin voru
Halldór, Finnur, Ásta, Kristbjörg,
Guðrún og Sigríður. Kristbjörg er
ein eftirlifandi systkina.
Guðmundur kvæntist Kristínu
Jónsdóttur, frá Hofi á Eyrabakka,
6. maí 1956 og áttu þau saman
þrjú börn: 1) Ragnhildur, f. 28. júlí
1947, gift Árna Sigurjónssyni, f.
níu, langalangafabörnin eru þrjú.
Guðmundur og Kristín hófu bú-
skap á jörðinni Hofi á Kjalarnesi
og bjuggu þar til ársins 1959 en
fluttu þá til Reykjavíkur. Guð-
mundur starfaði hjá Eggerti
Kristjánssyni og rak síðan veit-
ingahúsið Vetrargarðinn um
skeið, þar til hann hóf störf hjá
veitingahúsinu Þórskaffi, þar sem
hann starfaði síðan í rúm 20 ár.
1981 urðu kaflaskil í lífi Guð-
mundar, þegar hann stofnaði fyr-
irtæki með fjölskyldu sinni sem
hann starfaði við til dauðadags.
Helsta áhugamál Guðmundar var
hestamennska og var hann með
hesta í 82 ár. Hann sinnti félags-
málum hestamanna af miklum
áhuga. Hann var formaður Fáks
og einn af stofnendum hesta-
mannafélagsins Harðar. Guð-
mundur fékk ýmsar viðurkenn-
ingar um ævina og var kjörinn
heiðursfélagi í hestamannafélag-
inu Fáki og Herði og landsam-
bandi hestamanna.
Útför Guðmundar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 26. ágúst
2016, klukkan 13.
18. apríl 1947, d. 15.
mars 2002. Börn
þeirra eru fjögur en
þrjú á lífi, þau eru:
Guðmundur, Unnur
og Sigurjón. Ragn-
hildur er í sambúð
með Jóhanni
Ámundasyni, f. 11.
apríl 1946. 2) Ólafur,
f. 22. júní 1955, gift-
ur Svanhildi Har-
aldsdóttur, f. 16.
nóvember 1960. Þau eiga þrjár
dætur: Hildi, Berglindi og Guð-
rúnu. 3) Guðbjörg, f. 23. maí 1957,
gift Ingibergi G. Þorvaldssyni, f.
20. mars 1958. Þau eiga tvær dæt-
ur: Svanhvíti og Kristínu.
Sonur Kristínar frá fyrra
hjónabandi, Ástmundur Gíslason,
ólst upp hjá þeim, hann lést 10.
október 2011. Langafabörnin eru
Þó ég ferðist um
allan heimsins geim.
Þó ég hringi ekki
þegar eitthvað
bjátar á.
Þó ég hverfi
af þessari jörð,
þá mun ég samt
alltaf vera þér við hlið
í anda.
Kveðja frá Ólafsdætrum,
Hildur Kristín, Berglind
Ásta og Guðrún Birna.
Í dag kveðjum við Guðmund
Ólafsson kenndan við Bergvík.
Það má segja með sanni að
Guðmundur hafi verið höfðingi,
bæði í eiginlegri og óeiginlegri
merkingu.
Leiðir okkar lágu saman fljót-
lega eftir að hann stofnaði fyrir-
tækið Bergvík, sem var braut-
ryðjandi í útgáfu og dreifingu
myndbanda á Íslandi.
Þar stóð hann ásamt sam-
hentri fjölskyldu sinni í að gefa út
myndbönd og selja en mynd-
bandavæðingin hófst skömmu
eftir 1980.
Fáum árum síðar tókust með
okkur góð kynni og þar sem Guð-
mundur var, þar var fjölskyldan
hans líka með Óla í fararbroddi.
Hann var vinnusamur, góður
hlustandi, geislandi leiðtogi og
alltaf hrókur alls fagnaðar þegar
slíkar aðstæður voru.
Við áttum alltaf góðar stundir
saman þegar við fórum til út-
landa til efnisöflunar vegna út-
gáfu á myndböndum á Íslandi.
Hann hvatti sína menn til góðra
verka og var árangur slíkra ferða
yfirleitt mjög góður.
Stundum hittumst við í þess-
um ferðum að loknum vinnudegi
og þá kom höfðinginn fram og
vildi fagna góðum degi og góðum
félagsskap. Skemmtilegar sögur
voru sagðar og mikið hlegið.
Guðmundur var mikill hesta-
maður og leiðtogi á því sviði. Læt
ég aðra um að segja frá þeim
þætti.
Þannig var það reyndar með
allt sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Leiðtogahlutverkið var hon-
um meðfætt og hann átti auðvelt
með að virkja menn með sér til
góðra verka.
Það var mikið áfall fyrir Guð-
mund þegar hann missti konu
sína Kristínu Jónsdóttur frá Hofi
á Eyrarbakka en hann bjó eftir
það einn, en í einstakri um-
hyggju barna sinna og fjöl-
skyldu.
Við Fanney, konan mín, send-
um Óla, Ragnhildi og Guðbjörgu
og fjölskyldum okkar einlægustu
samúðarkveðjur. Ég mat Guð-
mund mikils og minningarnar
um hann munu lifa með mér um
ókomin ár.
Aldraður höfðingi hefur nú
kvatt.
Friðbert Pálsson.
Kvaddur er með söknuði mæt-
ur og góður Fáksfélagi, Guð-
mundur Ólafsson. Guðmundur
var ætíð þekktur af góðu, tryggur
og mætur félagi sem hafði glögga
sýn á menn, hesta og málefni.
Hann hafði mikið úthald og
góða lund í starfinu en sýndi jafn-
framt eindæma skapstyrk og tók
okkur félagsmenn í gegn þegar á
þurfti að halda. Það er eftirsjá að
Guðmundi Ólafssyni.
Ég votta fjölskyldu hans inni-
lega samúð mína.
Katrín Stella Briem.
Mig langar fyrir hönd Hesta-
mannafélagsins Fáks að minnast í
nokkrum orðum góðs Fáksfélaga,
Guðmundar Ólafssonar, sem lést
þann 19. ágúst síðastliðinn, 94 ára
að aldri. Guðmundur var hesta-
maður af lífi og sál og sat í stjórn
Fáks árin 1971-1976 en þá tók
hann við formennsku í Fáki og
gegndi því starfi af mikilli festu og
röggsemi til ársins 1982. Guð-
mundur formaður, eins og hann
var kallaður eftir það á meðal
hestamanna, var bæði stórhuga
og framsýnn í formannstíð sinni
hjá Fáki og átti stóran þátt í upp-
byggingu félagsins.
Í hans tíð voru m.a. gerðir lang-
tímasamningar um Fákssvæðið,
Ragnheiðarstaðir keyptir, reið-
vegir lagðir og þeir raflýstir, Víði-
dalsfélagið stofnað og ekki síst
beitti Guðmundur sér fyrir stofn-
un fyrstu íþróttadeildar innan
hestahreyfingarinnar og var það
mikið framfaraspor fyrir hesta-
menn.
Í dag njótum við Fáksmenn
þess hversu drífandi og framsýnn
hann var fyrir hönd félagsins.
Guðmundur var ætíð vel ríð-
andi og gustaði af honum hvort
sem hann var á hestbaki eða í hópi
hestamanna.
Hrossaræktin var honum hug-
leikin enda voru hryssur hans í
verðlaunasætum á mörgum mót-
um og var hann mjög stoltur af
þessum gæðingshrossum sem
hann ræktaði.
Hnarreistur í hnakknum á
gæðingum sínum var hann með
fyrstu mönnum til að nota hjálm
og var ötull baráttumaður fyrir
hjálmanotkun meðal hestamanna.
Það fór ekkert sem hesta-
mennskuna varðaði framhjá Guð-
mundi formanni sem varði, enda
var hann einkar áhugasamur um
allt sem viðkom hestamönnum og
málefnum þeirra.
Þó að hann hafi hætt sem for-
maður Fáks fyrir alllöngu áttu
hestar og Fákur áfram hug hans
alla tíð.
Hann var alltaf með hesta á
húsi og fylgdist vel með öllum fé-
lagsmálum hestamanna. Ekki leið
vika án þess að hann kæmi við eða
hringdi og fengi fréttir, segði sína
skoðun og legði sitt á vogaskál-
arnar hestamennskunni til heilla.
Við Fáksmenn minnumst góðs
félaga, þökkum Guðmundi for-
manni kærlega fyrir það óeigin-
gjarna starf sem hann vann fyrir
Hestamannafélagið Fák í gegnum
tíðina og sendum fjölskyldu og að-
standendum hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
F.h. Hestamannafélagsins
Fáks,
Hjörtur Bergstað.
Nú er Guðmundur, formaður
okkar Fáksmanna, fallinn frá eft-
ir langa og giftusamlega ævi.
Kynni okkar hófust í kringum
1968 og tókst með okkur góð vin-
átta sem hélst allar götur síðan.
Guðmundur var ákveðinn og
atorkumikill maður sem barðist
fyrir hag okkar hestamanna,
hann er einn af forkólfunum sem
náðu að semja við Reykjavíkur-
borg um athafnasvæði Fáks í
Víðidal. Einnig var hann einn af
stofnendum hesthúsaeigendafé-
lagsins í Víðidal og gerði hann
samning við Reykjavíkurborg ár-
ið 1970 sem á sér enga hliðstæðu,
enda varð til stærsta hesthúsa-
hverfi í heiminum í Víðidal.
Fórnaði hann ómældum tíma
fyrir okkur hestamenn og stofn-
aði fyrstu íþróttadeild innan
hestamennskunnar í hesta-
mannafélaginu Fáki, opnaði þar
með leiðina að inngöngu LH í ÍSÍ.
Hann var sannarlega í forystu-
sveit hestamanna á miklum upp-
vaxtartíma íþróttarinnar og lagði
þung lóð á vogarskálarnar.
Guðmundur átti hvítan hest
sem bar nafnið Formannsgráni
og tengdist nafngift hestsins því
að Guðmundur var ávallt titlaður
formaður.
Guðmundur var glaðlyndur og
hnarrreistur að eðlisfari, ófeim-
inn, orðheppinn, hreinskilinn og
naut lýðhylli og kunni að nýta
mannskapinn í kringum sig. Það
sópaði að honum í einu og öllu.
Frá því greini sannast sagna
að sönn eru afrek þessa manns.
Því láni má nú Fákur fagna
að fékk’ann notið krafta hans.
Fjölskyldan dafnaði og taldi
orðið sex manns sem stóðu þétt
við bakið á sínum manni í öllum
hans verkum, fór þar Kristín kona
hans fremst í flokki. Hann var far-
sæll í sínu starfi og kom sér og
fjölskyldu sinni vel fyrir með fjöl-
skyldufyrirtækinu Bergvík. Á
lífshlaupi sínu fékk Guðmundur
margar viðurkenningar, hann var
heiðursfélagi og einn af stofnend-
um hestamannafélagsins Harðar,
heiðursfélagi LH (Landsamband
hestamannafélaga), einnig heið-
ursfélagi Fáks og Myndmarks
(samtök rétthafa kvikmyndahúsa
og myndbandaleiga) svo að eitt-
hvað sé nú nefnt.
Víðidalur lokkar, laðar,
þar lyfti oki höndin sterk
og vann þar eins og annars staðar
algjört kraftaverk.
Um leið og ég kveð vin minn vil
ég þakka honum fyrir hönd okkar
hestamanna fyrir hans framlag til
okkar, sem er mikið. Það er erfitt
að finna slíka leiðtoga sem eru til-
búnir að fórna stórum hluta af
sínu lífshlaupi í félagsstörf. Ég
sendi fjölskyldunni samúðar-
kveðjur og þakklæti fyrir að hafa
leyft okkur hestamönnum að deila
með sér starfskröftum Guðmund-
ar á lífsleiðinni, það er ómetan-
legt.
Sigurbjörn Bárðarson.
Guðmundur
Ólafsson