Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
✝ Ingileif Guð-jónsdóttir
fæddist á Eyr-
arbakka 16. maí
1952. Hún lést á
heimili sínu 18.
ágúst 2016.
Foreldrar henn-
ar voru þau
Gyðríður Sigurð-
ardóttir, f. 22. sept-
ember 1929, d. 28.
maí 2012, og Guð-
jón Pálsson, f. 9. maí 1934, d. 4.
nóvember 2014. Eftirlifandi syst-
ir er Margrét, f. 1956, en látin
eru Regína, f. 1949, d. 2012, og
drengur sem lést í fæðingu.
Ingileif eða Inga, eins og hún
var jafnan kölluð, giftist Ólafi
Leifssyni, f. 13. nóvember 1947,
frá Vindfelli, Vopnafirði. For-
eldrar hans voru Leifur Guð-
Óla á Hagamelnum. Síðar fluttu
þau í Dvergabakkann þar sem
þau bjuggu þar til þau festu
kaup á íbúðinni í Efstasundi.
Inga fékkst við ýmis störf í
Reykjavík. Hún vann í búð á
Kambsveginum, ullarverksmiðj-
unni Álafossi og Sælgætisgerð-
inni Nóa. Hún lærði síðar til
sjúkraliða við Sjúkraliðaskóla Ís-
lands og vann við það á Landa-
koti og svo einnig á Hrafnistu.
Lengst af vann hún sem ráðgjafi
hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og
var skrifstofumaður og síðar
deildarstjóri hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Inga var hafsjór
af fróðleik, söngelsk og hafði
yndi af tónlist. Hún var mikill
náttúruunnandi og elskaði að
ferðast, bæði innanlands og ut-
an. Hún var mikið í skátastarfi
sem barn og unglingur. Sauma-
skapur, silfursmíði, vinna með
steina eða annað handverk átti
hug hennar meðan hún enn gat
notað hendurnar í slíkt.
Ingileif verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, 26. ágúst
2016, klukkan 15.
mundsson og Guð-
rún Sigríður Víg-
lundsdóttir frá
Vopnafirði. Óli og
Inga giftu sig 19.
maí 1973. Þau eiga
tvö börn, Sigurð
Má, f. 20. desember
1972, og Guðrúnu
Sigríði, f. 23. júlí
1972. Unnusti Guð-
rúnar er Jón
Ágústsson, f. 9. júní
1965, og eiga þau eina dóttur
Ingileifu Valdísi, f. 16. nóvember
2014. Jón á tvo syni af fyrra
hjónabandi þá Þengil Fannar, f.
8. júlí 1996, og Þorgils Mána, f. 1.
júlí 2000. Inga ólst upp á Eyrar-
bakka, fór ung að vinna við hin
ýmsu störf sem til féllu á Bakk-
anum. Hún flutti til Reykjavíkur
haustið 1971 og hóf búskap með
Elsku mamma mín er dáin.
Hún lést nákvæmlega fimm
mánuðum eftir að hún greindist
með fjórða stigs krabbamein.
Þetta var ströng barátta. Hún
hneig oft niður, en reis alltaf upp
aftur með dyggum stuðningi föður
míns og góðri hjálp. En þetta tók á
hana og hún var orðin mjög
þreytt. Ég held að ef ekki hefði
verið fyrir nöfnu hennar Ingileifu
Valdísi, sem kom svo óvænt og
stórt kraftaverk inn í líf hennar og
okkar, þá viti ég ekki hvað hún
hefði barist lengi.
Mamma var stórkostleg kona,
sterk, ekki allra þar sem hún hafði
sterkar skoðanir, hjálpsöm og
mátti ekkert aumt sjá. Hlý, oft
hrekklaus sem gerði það að verk-
um að oft bauð hún upp á góðlát-
lega stríðni þegar hægt var að
snúa út úr því sem hún sagði.
Minningarnar eru margar og
erfitt að velja.
Útilegurnar, utanlandsferðirn-
ar, partíin sem við héldum heima,
fötin sem hún saumaði handa mér,
rifrildin, sættirnar, kærleikurinn,
faðmlagið, orðavenjurnar okkar,
gælunöfnin, gjafmildin, brosið
hennar.
Já, brosið hennar sem var svo
hlýtt, bjart og fallegt. Hún brosti
þrátt fyrir allt sem gekk á.
Hún var klettur í lífi margra.
Hún var klettur foreldra sinna.
Sambandið var stundum storma-
samt en ef þau þurftu á henni að
halda var hún komin til þeirra við
minnsta kall, hvenær á sólarhring
sem var.
Hún sá um flesta praktíska
hluti fyrir þau, ef þau þurftu að
leita læknis eða fá ráðleggingar
varðandi skattamálin. Eftir að
amma dó flutti hún til afa og var
hjá honum nær óslitið í tvo mánuði
og hélt þannig í honum lífinu. Það
gekk mjög nærri henni bæði and-
lega og líkamlega að bera með afa
þann sársauka sem hann gekk í
gegnum eftir andlát ömmu. En
hún hefði aldrei haft það öðruvísi.
Ein heitasta ósk mömmu var að
eignast barnabarn.
Þegar mamma svo frétti að eitt
væri á leiðinni held ég að hún hafi
yngst um 20 ár. Hamingjan þegar
dótturdóttir hennar og nafna
fæddist var ólýsanleg. Sambandið
sem myndaðist strax þeirra á milli
var mjög sérstakt og alltaf þegar
Inga Valdís kom í Efstasundið
þurfti hún fyrst að heilsa ömmu
áður en hún gat gert nokkuð ann-
að. Inga Valdís gerði dagana
hennar bærilegri og sagði mamma
oft þegar við komum að nú væri
dagurinn góður.
Hún hafði yndi af að veiða og
vera úti í náttúrunni. Oftar en ekki
fékk hún fisk þegar hún „tók að-
eins í stöngina“ meðan hinir fengu
sér kaffi.
Mamma elskaði að ferðast,
kynnast bæði sínu eigin landi og
annarra. Hún var fróðleiksfús,
lestrarhestur meðan augun
leyfðu.
Hún hafði gaman af ljóðum og
textum og skrifaði oft niður eitt-
hvað sem greip hana.
Þetta textabrot fann pabbi við
tölvuna hennar:
Þú mátt fá næstum allt sem ég á
mína ást, mína trú, mína von, mína þrá.
Ég þarf eitt, aðeins eitt fyrir mig
eina einustu minningu um þig.
Þetta eitt, það er allt,
það er allt sem ég vil
– það er allt sem ég þarf frá þér.
Þetta einasta eitt
ef þú átt það þá til
það er allt sem ég óska mér.
(Bragi Valdimar Skúlason.)
Ég á mikið meira en eina minn-
ingu um hana og er ég þakklát fyr-
ir það.
Að kveðja hana er eitt það erf-
iðasta sem ég hef gert.
Hún var mér óendanlega kær.
Takk, mamma, fyrir allt.
Þín
Guðrún Sigríður (Gósý).
Elskuleg vinkona mín og
frænka er fallin frá. Við lofuðum
hvor annarri fyrir um sex árum að
skrifa lítinn pistil um þá, sem á
undan færi yfir móðuna miklu.
Þetta var eitthvað sem sagt var í
gríni og við grétum úr hlátri þegar
við töluðum um þetta. Nú græt ég
mína kæru vinkonu og frænku.
Okkar loforð var að sú sem færi á
undan átti að segja um hina: „hún
varð þó ekki leiðinlegt gamal-
menni“. Nú finnst mér erfitt að
setja þennan brandara okkar í
búning, en get ekki skorast undan.
Við urðum ekki vinkonur fyrr
en báðar voru fluttar úr foreldra-
húsum, báðar á svipuðum stað í líf-
inu með börn og afborganir af
ýmsum toga.
Þá hittumst við og gátum
skemmt okkur saman, hlegið sam-
an, talað um erfiðleika og fleira.
Alltaf góðar stundir. Fyrir rétt
rúmlega 38 árum kynnti Inga
frænka mig fyrir manninum mín-
um. Samt alltaf tími fyrir hvor
aðra.
Eitt eftirminnilegasta ferðalag
sem við frænka mín og ég fórum í
var til Finnlands árið 2010. Helg-
arferð til Helsinki, svo frábær ferð
í alla staði þótt stutt væri. Við vor-
um dálítið á sama báti, enn og aft-
ur, ekki alltof góðar til langra
gönguferða, sem kom svo sem
ekki að sök, nóg var um bari til að
hvíla lúin bein.
Eftir þessa ferð töluðum við
Inga um að endurtaka svona ferð
seinna, en það er svona með áætl-
anir í lífinu, lífið bara heldur áfram
án þess að taka tillit til þinna áætl-
ana. Nú hringi ég ekki oftar til að
létta á hjartanu, mun ekki heldur
fá símtal frá Ingu minni með sínar
hugsanir. Ekkert símtal eða heim-
sóknir á milli okkar sem enda með
hlátri. Mikið skelfing á ég eftir að
sakna þín, mín kæra.
Þín frænka
Guðbjörg (Gugga frænka).
Ingileif, eða Ingu, kynntumst
við þegar við Guðrún dóttir henn-
ar urðum vinkonur fyrir um það
bil 30 árum. Inga var einstaklega
gestrisin og heimili þeirra við
Efstasund 84 var alltaf opið vina-
hópnum. Það var eins og fé-
lagsmiðstöð í áraraðir, þar sem
húsmóðirin tók á móti öllum með
glaðværð og hlýju. Eflaust hefur
mörgum þótt nóg um en Inga
kippti sér ekkert upp við það þó
húsfyllir væri í stofunni kvöld eftir
kvöld.
Hún var sjálf svo ung í anda og
hafði gaman af því að vera í kring-
um okkur unga fólkið, heyra skoð-
anir okkar og taka þátt í samræð-
um um heima og geima. Hún hafði
skoðanir á svo mörgu og hafði svo
gaman af því að segja frá og gerði
það af svo mikilli innlifum og gleði.
Þetta kunnum við að meta og nut-
um þess að vera í kringum hana.
Árin liðu og heimsóknum okkar
í Efstasundið fór fækkandi en vin-
áttan var alltaf til staðar. Inga
fylgdist ávallt vel með okkur og
samgladdist á gleðistundum og
sýndi samhug á erfiðum tímum.
Nú á kveðjustund er okkur er
efst í huga þakklæti fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin. Eftir situr
falleg minning um glaðlega, hlýja
og elskulega konu. Við sendum
Óla, Guðrúnu og Sigga samúðar-
kveðjur og megi góður Guð vera
með þeim.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyrr.
(Matthías Jochumsson)
Lilja, Jórunn og Elín.
Ingileif
Guðjónsdóttir ✝ Gróa Ólafs-dóttir fæddist í
Litla-Laugardal,
Barð., 9. nóvember
1934. Hún lést á
dvalarheimilinu
Skjóli 2. ágúst
2016.
Foreldrar Gróu
voru Ólafur Jósúa
Guðmundsson og
Sesselja Ólafs-
dóttir. Eiginmaður
Gróu var Haraldur Ólafsson en
hann lést árið 2005. Systkini
Gróu voru Guðmundur, Hulda,
Haraldur, Cesar, Kristján,
Sverrir, Aðalsteinn, eftirlifandi
systur Gróu eru Svanborg og
Erla Þorgerður.
Börn Gróu eru: 1)
Hrafnhildur, sam-
býlismaður hennar
er Ágúst. 2) Að-
alheiður Hagar,
unnusti Ólafur. 3)
Þórunn, maki Krist-
inn. 4) Sesselja,
sambýlismaður
hennar er Guð-
mundur. 5) Ólafur,
maki Marta. 6) Odd-
ur, maki Kristveig. 7) Orri. 8)
Heimir, maki Ragnheiður. 9)
Bylgja, maki Faraj.
Útför Gróu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu fimmtu-
daginn 11. ágúst 2016.
Gróa, þú varst svo yndisleg og góð,
nærgætin, og svo þolinmóð.
Alla ævina vildu hafa þig,
ég sem aðrir fyrir sig.
Þér mun ég aldrei gleyma,
í hjarta mínu ætíð geyma.
Þú varst kona með reisn og stolt,
að kynnast þér var öllum hollt.
Kristinn Eiðsson,
tengdasonur.
Elsku mamma. Það hlýtur að
vera gott þegar maður er búinn að
skila sínu dagsverki og vel það, að
fá að sofna frá amstri þessa heims
og vakna á æðri ströndu þar sem
ástvinir bíða með opinn faðminn
og bjóða þig velkomna, og mikið
afskaplega erum við börnin þín
heppin að hafa átt þig fyrir móður.
Þú varst alltaf svo blíð og góð og
mikill vinur okkar barnanna
þinna.
Mamma, þú varst sá trúi félagi
og sú sem við sögðum allt, jafnvel
á erfiðustu tímum. Mamma þú
helgaðir líf þitt okkur og veittir
okkur sem börnum þínum bæði þá
líkamlegu og tilfinningalega um-
hyggju sem við þurftum. Mamma
þú virtist alltaf vita hvernig átti að
hjálpa okkur að yfirstíga og dafna
þrátt fyrir þau vandamál sem að
steðjuðu hverju sinni. Móðurástin
er óbætanleg sem gerir það að
missa þig frá okkur ótrúlega sárs-
aukafulla reynslu. Þó að við synir
þínir og dætur berum í hjörtum
okkar dauft en varanlegt hjartas-
ár þar sem við áður fundum ást og
öryggi, er mikilvægt að halda
áfram að leita að þeirri ást og ham-
ingju sem þú alltaf óskaðir eftir að
við gerðum. Það er sárt til þess að
hugsa að fá ekki notið nærveru
þinnar lengur. Í minningu okkar
frá æskuárum finnst okkur heim-
ilið okkar fábrotið hvað veraldleg
gæði snertir en samt svo auðugt af
kærleika til okkar barnanna þinna
og síðan til barnanna okkar. Fyrir
okkur hefur þú, elsku mamma,
alltaf verið tákn um það blíða og
góða og ávallt var faðmur þinn op-
inn fyrir þá sem á þurftu að halda.
Hvíl í Guðs friði, elsku mamma.
Kveðja frá börnum þínum,
Hrafnhildur, Aðalheiður
Hagar, Þórunn, Sesselja,
Ólafur, Oddur, Orri,
Heimir og Bylgja.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlétst okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Amma þó að þú sért farinn, er-
um við ekki ein, og aldrei munum
vera. Allar þær dýrmætu minn-
ingar sem við eigum og áttum með
þér munu aldrei víkja burt frá
okkur svo lengi sem lifir.
Ást okkar á þér var mikil og
hjálpar okkur fram veginn, og sú
ást mun gefa okkur styrk til að
takast á við þann missi að þú ert
farin frá okkur. Í huga og hjarta
okkar, amma, þú skalt að eilífu
vera.
Fyrir okkur vorum við hluti af
þér, eins mikið og þú varst hluti af
okkur.
Kveðja frá barnabörnum,
Gísli, Byron, Lára, Haraldur,
Gróa, Róbert Már, Aron
Björn, Kristín, Dagbjört
Lind, Heiðar Oddur, Hjördís
Ósk, Heiðrún, Hanna Birg-
itta,Elva, Harpa, Selma, Ka-
milla, Nadía, Jósef,Tanía,
Dagur Snær, Hafdís Rós og
Árný Dögg.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér
ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt, sem sólskinsdagur
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna
yfir þínum sporum skín.
Hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Kveðja til tengdamömmu frá
tengdabörnum,
Ágúst, Ólafur, Guðmundur,
Marta, Kristveig, Ragnheið-
ur og Faraj.
Gróa Ólafsdóttir
✝ Þórarinn Guð-mundsson
fæddist á Valda-
læk á Vatnsnesi 1.
maí 1932. Hann
lést á heimili sínu
í Grindavík 17.
júlí 2016.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
M. Eiríksson, og
Þórdís Jónsdóttir.
Áttu þau sjö börn,
þau: Valgerði, Sigurbjörgu,
Ögn Magneu, Ara, Stein-
unni, og Hólmfríði, og var
Þórarinn yngstur. Þau eru
öll látin.
Þórarinn kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, Krist-
ínu Þóru Valdimarsdóttur,
árið 1972, og giftust þau 24.
ágúst 1974. Saman eign-
uðust þau þrjár
dætur, þær Þór-
dísi Önnu, Val-
gerði, og Ögn.
Af fyrra hjóna-
bandi átti Kristín
þrjú börn, þau
Sigurrósu, Guð-
mund, og Kolbein
Engilbertsbörn.
Þórarinn var
fæddur og uppal-
inn á Valdalæk og
tók við búi af foreldrum sín-
um. Hann hélt því búi til 1988
þegar fjölskyldan flutti suður
til Grindavíkur. Ræturnar
voru samt ávallt á Valdalæk
og fór Þórarinn öll sumur
þangað heim.
Útför Þórarins fór fram í
kyrrþey frá Tjarnarkirkju á
Vatnsnesi 27. júlí 2016.
Minn gamli og góði vinur,
Þórarinn á Valdalæk, lést eftir
erfið veikindi hinn 17. júlí sl. á
85. aldursári.
Þórarinn tók við búi á Valda-
læk af föður sínum um 1970 og
búnaðist vel, enda afburða skep-
nuhirðir og hagleiksmaður á alla
hluti. Var oft farið til hans með
bilaða hluti, sem hann kom í lag
og smíðaði það sem til þurfti.
Skeifur og brennijárn smíðaði
hann allra manna best. Snyrti-
mennska hans og vandvirkni
vöktu athygli.
Sem dæmi má nefna að með-
an hey var þurrkað á velli og
sett í sæti, þá voru þau hjá hon-
um alveg eins í laginu, vel
kembd að utan og slétt með
strigayfirbreiðslu sem náði ná-
kvæmlega jafn langt niður á alla
kanta.
Fúlgur voru með sama frá-
gangi.
Fljótlega eftir að hann tók við
búi, kom til hans ráðskona,
Kristín Valdimarsdóttir, með
þremur börnum sínum. Þau gift-
ust nokkru síðar og eignuðust
þrjár dætur, nú uppkomnar og
hafa þær tekið við jörðinni.
Þórarinn sat mörg ár í
hreppsnefnd Þverárhrepps og
fleiri nefndum hreppsins. Hann
hafði þar hreinskiptar og
ákveðnar skoðanir, sem að jafn-
an voru teknar til umfjöllunar.
Hann var einn traustasti
stuðningsmaður skólabyggingar-
innar á Þorfinnsstöðum og flutti
góðar tillögur í því máli, sem
voru mikils virði í þeim átökum
sem voru um það mál.
Þau hjón brugðu búi 1988 og
fluttu til Grindavíkur og áttu
þar heima síðan, en þau komu
norður að Valdalæk á hverju
vori og dvöldu þar sumarlangt.
Þetta vor komu þau ekki vegna
veikinda Þórarins, enda stefndi
að því er verða vildi.
Við Þórarinn höfum þekkst
frá því að ég komst á legg og
áttum mikil og góð samskipti
alla tíð, bæði í búskap og öðrum
störfum.
Eru mér minnisstæðar marg-
ar útreiðarferðir á sunnudögum
að sumri til, út á nes og vestur í
dali, sem við fórum saman á
sjötta áratug síðustu aldar,
ásamt Sigga á Ósum.
Þar var oft fjöldi manns sam-
an á útreiðum í sól og blíðu. Var
dreypt á víni og mikið sungið.
Þórarinn söng þá oft með sinni
góðu rödd uppáhaldslagið sitt og
kunni utan að öll þrjú erindin,
þó að aðrir kynnu ekki og leiddi
því sönginn á þessu gullfallega
ljóði.
Ljómar heimur logafagur,
lífið fossar, hlær og grær.
Nú er sól og sumardagur,
söngvar óma fjær og nær.
Vorsins englar vængjum blaka,
vakir lífsins heilög þrá.
Sumarglaðir svanir kvaka
suður um heiðarvötnin blá.
Hvílir yfir hæðum öllum
himnesk dýrð og guðaró.
Yfir jöklum, frammi á fjöllum,
fellir blærinn þokuskóg.
Nú er gott að vaka, vaka
vera til og eiga þrá.
Sumarglaðir svanir kvaka
suður um heiðavötnin blá.
Drekk ég glaður fjallafriðinn,
fylli skálar sólskinsró.
Teigar ljós við lækjarniðinn
lítil rós í klettató.
Sé ég fagra sýn til baka,
sólareld og fjöllin blá.
Nú er gott að vaka, vaka
vera til og eiga þrá.
(Friðrik Hansen.)
Ég, og við hjónin bæði, þökk-
um Þórarni innilega fyrir góð
kynni og ánægjulega samveru á
lífsleiðinni og sendum konu,
börnum og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur.
Agnar og Hlíf.
Þórarinn
Guðmundsson