Morgunblaðið - 26.08.2016, Blaðsíða 31
Uppáhald móðurmálskennara
Bragi hefur hlotið fjölmargar við-
urkenningar, einn og í samvinnu við
aðra, þ.á m. fimm Edduverðlaun:
fyrir Hljómskálann sem Menningar-
eða lífsstílsþáttur ársins 2011 og
2012; fyrir Áramótamót Hljómskál-
ans sem skemmtiþáttur ársins 2011
og fyrir Orðbragð ásamt Brynju
Þorgeirsdóttur sem skemmtiþáttur
ársins 2013 og 2014.
Bragi hefur einnig hlotið fimm
verðlaun á Íslensku tónlistar-
verðlaununum. Hann var valinn
textahöfundur ársins 2013 og með
Baggalúti hefur hann unnið fyrir lag
og texta ársins, Pabbi þarf að vinna
í nótt, 2005; fyrir plötu ársins í dæg-
urtónlist, Aparnir í Eden, 2006; sem
vinsælasti flytjandinn 2008 og net-
verðlaun Tónlist.is sama ár. Auk
þess hlaut Baggalútur Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar 2009 og
viðurkenningu Samtaka móðurmáls-
kennara 2007 en þá viðurkenningu
hefur Bragi hlotið tvisvar, hitt
skiptið fyrir Orðbragð 2014.
Orðbragð fer aftur í loftið í haust
með sex þætti og sá fyrsti hefst
sunnudaginn 4. september. „Ég
samdi lög og texta með Memfísmafí-
unni fyrir söngleikinn Djöflaeyjuna
sem verður frumsýndur í Þjóðleik-
húsinu 3. september. Svo fer jóla-
flippið í gang hjá Baggalúti.
Á morgun held ég til Spánar og
ætla að hjóla Jakobsveginn nú þeg-
ar miðaldrakrísan hellist yfir.“
Fjölskylda
Eiginkona Braga er Þórdís Heiða
Kristjánsdóttir, f. 22.10. 1974, tón-
listarkennari. Foreldrar: Kristján
Sigurður Kristjánsson kennari, f.
24.3. 1950, og k.h. Margrét Stein-
arsdóttir líffræðingur, f. 23.7. 1950.
Þau eru bús. í Kópavogi.
Börn: Inga Margrét Bragadóttir,
f. 10.11. 2005; Þórdís Bragadóttir, f.
26.7. 2010, og Brynja Bragadóttir, f.
23.2. 2013.
Systkini: Lilja Lofn Skúladóttir
(hálfsystir), f. 30.12. 1967, vinnur
skrifstofustörf, bús. í Reykjavík, og
Dóra Dröfn Skúladóttir (hálfsystir),
f. 16.7. 1971, hjúkrunarfræðingur,
bús. í Reykjavík.
Foreldrar: Guðmundur Skúli
Bragason, f. 13.9. 1946, fiskifræð-
ingur, um tíma á Ísafirði en lengst
af í Reykjavík, og k.h. Ingibjörg
Valdimarsdóttir, f. 22.10. 1940, vann
ýmis störf, lengst af fulltrúi hjá
Pósti & síma. Þau eru bús. í Reykja-
vík.
Úr frændgarði Braga Valdimars Skúlasonar
Bragi Valdimar
Skúlason
Brynjólfur Kristján Magnússon
bókbandsmeistari í Rvík, f. á
Hrollaugsstöðum í
Hjaltastaðaþinghá, N-Múl.
Katrín Ósk
Sigurrós Jónsdóttir
húsfreyja í Rvík, f. í Rvík
(Hákon) Bragi Brynjólfsson
bóksali í Reykjavík
Dóra Thoroddsen
gullsmiður og húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Skúli Bragason
fiskifræðingur í Reykjavík
Guðmundur Thoroddsen
prófessor og yfirlæknir
Landspítalans, f. á Ísafirði
Regína Magdalena Benediktsdóttir
húsfr. í Rvík, f. á Grenjaðarstað í
Aðaldal, S-Þing.
Haraldur
Leonhardsson
verslunarmaður
í Rvík
Margrét
Valdimarsdóttir
meinatæknir,
bús. í Rvík
Pétur Örn Friðriksson
myndlistarmaður
í Rvík
Haukur
Haraldsson
grafískur
hönnuður
Silja
Hauksdóttir
leikstjóri
Skúli
Thoroddsen
augnlæknir
í Rvík
Þrándur Thoroddsen
kvikmyndargerðarstj. og
þýðandi í Rvík
Katrín Jakobsdóttir
form.VG og fv. ráðherra
Einar Thoroddsen
háls-, nef- og
eyrnalæknir í Rvík
Sigurður Björnsson
húsvörður á RÚV
Lénharður Sæmundsson
söðlasmiður á Stokkseyri, f. á
Kletti í Hróarsholtssókn, Árn.
Kristbjörg Gísladóttir
húsfreyja og saumakona, f. í
Nýjabæ í Þykkvabæ
Valdimar Árni Leonhardsson
bifvélavirki í Reykjavík
Guðrún Dagbjört
Björnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ingibjörg Valdimarsdóttir
fv. fulltrúi á Landssímanum
Björn Jóhannsson
götuhreinsari í
Reykjavík, f. á Selnesi á Skaga
Margrét Vigfúsdóttir
húsfreyja í Rvík, f. í Rvík
Sigurður S.
Thoroddsen
alþm. og verkfr. í Rvík
Dagur Sigurðarson
ljóðskáld
Signý Thoroddsen
sálfræðingur í Rvík
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016
90 ára
Helga Helgadóttir
Kristín Sighvatsdóttir
Matthildur
Guðbrandsdóttir
85 ára
Fjóla Ísfeld
Stefán Arndal
Svandís Salómonsdóttir
80 ára
Arndís María Helgadóttir
Ásdís Jóna Kristjánsdóttir
Guðrún Eiríksdóttir
Jóhanna L.
Vilhjálmsdóttir
Jóhannes Sigvaldason
Kolbrún Þorsteinsdóttir
Þorbjörg Gísladóttir
75 ára
Finnbogi Böðvarsson
Gunnar Björnsson
Hanna R.
Guðmundsdóttir
Sigríður Kristjánsdóttir
70 ára
Björn Einarsson
Guðni Þorsteinn
Arnþórsson
Ragnheiður Hulda Jónsd.
Stefán Alexandersson
60 ára
Björn Marinó Rögnvaldsson
Brynja Áslaug
Sigurðardóttir
Helena Lind Birgisdóttir
Jerzy Stanislaw Jagielski
Kazimierz Kaminski
Lára Ingimarsdóttir
Páll Hafsteinn Ársælsson
50 ára
Anna Jóna Vigfúsdóttir
Anna Steinunn
Þengilsdóttir
Árný Jóna Stefánsdóttir
Fríða Egilsdóttir
Guðbjörg Hólm
Þorkelsdóttir
Gunnar Þór Sigbjörnsson
Jóhanna Helga
Guðjónsdóttir
María Jóhannsdóttir
Ragnheiður Ýr
Grétarsdóttir
Sigurbrandur Jakobsson
Sigurgeir Tryggvason
Stefán Örn Stefánsson
Unnur Björk Lárusdóttir
Þröstur Þorgeirsson
Þuríður Valgerður
Eiríksdóttir
40 ára
Ágúst Smári Beaumont
Berglind Eiríksdóttir
Björgvin Helgason
Bragi Valdimar Skúlason
Davíð Örn Halldórsson
Erna Huld Arnardóttir
Lilliendahl
Harpa Ragna
Arnarsdóttir
Hugrún Ósk Bjarnadóttir
Lilja Björg Gísladóttir
Ragnhildur Sophusdóttir
Renata Zukrowska
Rúna Lísa Þráinsdóttir
Sigurgarður Sverrisson
Valur Snær Gunnarsson
30 ára
Ásgeir Þórðarson
Beata Miekiszewska
Bernadetta Kozaczek
Birna Íris Helgadóttir
Garðar Þorsteinsson
Hlynur Ingi Bragason
Justyna Rant
Rúnar Sigurður Ólafsson
Sunna Tam Nguyen
Þóra Kristín Bárðardóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Erna er Reykvík-
ingur en býr á Akranesi
og í Alicante á Spáni. Hún
vinnur við netfréttamiðla
fyrir Kvikmyndaskóla
Íslands.
Maki: Eggert Kristinn
Helgason, f. 1970, skip-
stjóri í Noregi.
Sonur: Jóhann Kári Krist-
insson Lilliendahl, f. 1996.
Foreldrar: Örn Jóhanns-
son, f. 1950, og Dagný
Hulda Lilliendahl, f. 1948.
Þau eru bús. í Reykjavík.
Erna Huld
Arnardóttir
40 ára Valur er Reykvík-
ingur og er rithöfundur og
blaðamaður. Hann skrifar
m.a. í Reykjavík Grape-
vine sem hann var einn
stofnenda að.
Systkini: Elsa Lilja, f.
1993, og Unnur Björk, f.
1990.
Foreldrar: Gunnar Birg-
isson, f. 1954, verkfræð-
ingur í Noregi, og Gunn-
fríður Hermannsdóttir, f.
1955, ferðaráðgjafi í
Noregi.
Valur Snær
Gunnarsson
30 ára Þóra Kristín er
Hafnfirðingur, fædd þar
og uppalin og hefur ávallt
búið þar.
Systkini: Sigurgeir Bárð-
arson, f. 1988, lögfræð-
ingur hjá Lex, og Guð-
mundur Örn Bárðarson, f.
1997, nemi í húsasmíði.
Foreldrar: Bárður Sigu-
rgeirsson, f. 1955, fram-
kvæmdastjóri Cutis, og
Jenný Axelsdóttir, f. 1958,
félagsráðgjafi. Þau eru
búsett í Hafnarfirði.
Þóra Kristín
Bárðardóttir
Bjarni Sigurðsson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í líf- og læknavísindum
við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber
heitið: Greining þunglyndis karla í
samfélaginu og tengsl þess við kort-
isól og testósterón. (Diagnosis of
male depression in the community
and its correlation with cortisol and
testosterone). Umsjónarkennari var
dr. Magnús Jóhannsson, prófessor
emeritus við læknadeild Háskóla Ís-
lands, og leiðbeinandi var dr. Sigurður
Páll Pálsson, yfirlæknir og sérfræð-
ingur í geðlækningum.
Sjálfsvíg eru mun algengari meðal
karla, en sjálfsvíg eru talin vera form
árásargirni sem beinist inn á við. Einn-
ig er talið að sjálfsvíg tengist geð-
sjúkdómum í meirihluta tilfella. Lýst
hefur verið sérstöku „þunglyndi karla“
sem einkennist af lágu þoli gegn álagi,
árásargirni, hvatvísi og misnotkun
áfengis og annarra vímugjafa.
Markmið þessa verkefnis var að
bæta greiningu og þannig meðferð á
þunglyndi meðal karla. Í fyrsta lagi
með því að kanna geðlyfjanotkun eftir
kyni og bera þá notkun saman við
notkun bólgueyðandi og sýrulækkandi
lyfja. Í öðru lagi með því að meta í
samfélagsrann-
sókn næmi og sér-
tækni og um leið
gildi Gotlands-
skalans (GMDS)
við mat á hugs-
anlegu þunglyndi
meðal karla, sam-
anborið við Becks-
skalann (BDI) og
mat geðlæknis (DSM-IV). Í þriðja lagi
að kanna möguleg tengsl kortisóls og
testósteróns við þunglyndi karla.
Karlar reyndust ólíklegri til að nota
þunglyndislyf á árunum 2004-2013 og
til skemmri tíma. Marktæk aukning
reyndist í notkun þunglyndislyfja á
tímabilinu hjá konum en ekki körlum.
GMDS-skalinn reyndist gildur til skim-
unar fyrir þunglyndi karla og algengi á
þunglyndi karla reyndist hærra en
fyrri rannsóknir höfðu gefið til kynna
(14-15%). Þunglyndir karlar voru lík-
legri til að vera með hækkað kortisól
og testósterón í munnvatni að kvöldi.
Marktækt samband reyndist milli
hækkunar á kortisóli og testósteróni
sem gæti skýrt ytri einkenni
hegðunarröskunar hjá þunglyndum
körlum.
Bjarni Sigurðsson
Bjarni Sigurðsson er fæddur árið 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Egilsstöðum árið 1985 og kandídatsprófi í lyfjafræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1997. Bjarni, sem innritaðist í doktorsnám við læknadeild Háskóla Ís-
lands árið 2008, starfaði sem framkvæmdastjóri Lundbeck til 2013, en starfar
nú sem lyfjafræðingur hjá Lyfju en hefur einnig sinnt stundakennslu við lækna-
deild HÍ. Hann er kvæntur Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur, uppeldis- og mennt-
unarfræðingi, og börn þeirra eru Arna Bjarnadóttir og Sigurður Þór Bjarnason.
Doktor
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
HAUSTLÍNAN
MARVEL
MOTTA
kr. 61.200
170X240
TRIPOD LAMPI
kr. 44.600
BLACKWOOD STÓLL kr. 32.700
MONTY PÚĐAR
kr. 7.900
ROMBO
BORĐSTOFUSTÓLL
kr. 52.900
CLASS
BORĐSTOFUBORĐ
90x180 cm
kr. 152.300