Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 40

Morgunblaðið - 26.08.2016, Síða 40
FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 239. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Féll niður af handriði í FSu 2. Nafn mannsins sem lést á … 3. Nauðgunarmálið sem ekki … 4. Var látinn þegar bíllinn fannst »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bæjarhátíð Seltjarnarness hefst í dag og stendur til 28. ágúst. Fjöldi viðburða er á döfinni en í dag verður meðal annars brekkusöngur með Ingó Veðurguði klukkan 20 og sund- laugarpartí þar sem hljómsveitirnar Stjúpmæður og Globe stíga á svið. Á morgun verður síðan hjólreiða- túr, skemmtiskokk, götugrill, hrað- fótboltamót og hinn árlegi stórdans- leikur bæjarhátíðarinnar, en þar heldur sveitin Bandmenn uppi fjörinu og spilar fyrir dansi. Þá eru Seltirn- ingar hvattir til að skreyta hverfið sitt, hús og lóðir í viðeigandi hverfalit og flagga meðan á hátíðarhöldum stendur. Hátíðinni lýkur svo á sunnu- daginn klukkan 11 með appelsínugulri messu í Seltjarnarneskirkju. Morgunblaðið/Kristinn Seltirningar efna til veglegrar hátíðar  Dúettinn Stepancic.Gidron og tríó- ið neinei bjóða til tónleika í Mengi í kvöld klukkan 21. Dúóið skipa þau Teodora Stepancic og Assaf Gidron. Þau eru bæði búsett í Brooklyn í New York en hafa komið fram um allan heim. Í upplýsingum frá skipuleggj- endum segir að tvímenningarnir séu einkar ástríðufullir og að tilraunir, ævintýramennska og spuni ráði för á tónleikunum í kvöld. Tríóið neinei er skipað þeim Inga Garðari Erlends- syni á þránófón, Magnúsi Trygva- syni Eliassen á slagverk og trommur og Ei- ríki Orra Ólafs- syni á trompett og hljóðnema. Ástríðufullir tónar frá Brooklyn í Mengi Á laugardag Hæg breytileg átt, en norðaustan 5-10 m/s á Vest- fjörðum og annesjum nyrst á landinu. Skúrir eða rigning víða um land, hiti 8 til 14 stig. Á sunnudag Hiti víða 10 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning en hægari vindur sunnantil á landinu og skúrir. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 16 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR Cristiano Ronaldo frá Portú- gal og Real Madrid og Ada Hegerberg frá Noregi og Lyon sigruðu bæði með tals- verðum yfirburðum í kjöri UEFA og ESM, Samtaka evr- ópskra íþróttafjölmiðla, á besta knattspyrnufólki Evr- ópu 2015-16, sem lýst var í Mónakó í gær. Hegerberg er aðeins 21 árs gömul og skoraði 33 mörk í 20 leikjum fyrir Lyon og varð markahæst í Frakklandi. »1 Ronaldo og Heger- berg kjörin best „Hún er með ótrúlega mikla hæfileika sem knattspyrnumaður. Hún hefur yfirburðatækni og yfirsýn yfir völlinn og tekur mjög góðar ákvarðanir með boltann. Auk þess er hún með afar góðan leikskilning þannig að hún er svona leik- maður sem ég held að allir vilji hafa í sínu liði,“ sagði Mar- grét Lára Við- arsdóttir um samherja sinn hjá Val, Dóru Maríu Lárusdóttur, leikmann 13. umferðar Pepsi- deildar kvenna. »4 Hefur yfirburðatækni og yfirsýn yfir völlinn Dregið var í riðlakeppni Meistara- deildar Evrópu í gær. Spánverjinn Pep Guardiola, sem bæði hefur leikið með og þjálfað spænska stórliðið Barce- lona, mætir sínum gömlu félögum sem knattspyrnustjóri Manchester City. Birkir Bjarnason og félagar í svissneska liðinu Basel eru í erfiðum riðli en Basel leikur gegn Paris Saint Germain og Arsenal. » 2 Pep Guardiola snýr aftur til Barcelona ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bræðurnir Jóhann Fjalar Skaptason flugfjarskiptamaður og Nökkvi Fjalar Orrason, eigandi Áttunnar, hafa skrif- að barnabókina Vinir Elísu Margrétar til minningar um Elísu Margréti Haf- steinsdóttur, sem fæddist með alvar- legan og sjaldgæf- an heilasjúkdóm og var mikið fötl- uð, en hún lést í vor, aðeins þriggja ára að aldri. Ingunn Krist- jánsdóttir, móð- ursystir Elísu Margrétar, mynd- skreytir bókina og Sögur útgáfa gefur hana út. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Barnaspítala Hringsins vegna þess hve vel barnaspítalinn annaðist Elísu Margréti. „Draumurinn er að safna fyrir heilalínuritstæki til afnota á spít- alanum en nú þarf að flytja börn yfir í Fossvog til þess að taka eitt heilalínu- rit,“ segir Nökkvi, en í dag verður und- irritaður samningur við Hagkaup, sem kaupir fyrstu prentun, 2.000 eintök, og setur í sölu 6. október. Tónleikarnir gáfu tóninn Bræðurnir stóðu að styrktartónleik- um í Austurbæ vegna stöðu Elísu Mar- grétar og foreldra hennar, Gyðu Krist- jánsdóttur og Hafsteins Vilhelms- sonar, fyrir tæplega ári og var foreldrunum afhentur sérútbúinn bíll til eignar í lok tónleikanna. „Þetta er það verkefni sem hefur snert mig mest og gefið mér meira en nokkurt annað,“ segir Nökkvi Fjalar. Hann vildi að- stoða fjölskylduna til að hún gæti eign- ast bílinn og gaf vinnu sína eins og allir aðrir sem komu að tónleikunum. „Ánægjan og hamingjan lifa enn í hjartanu og eru mun dýrmætari en einhverjir peningar,“ segir hann. Bæt- ir við að þeir hafi ekki viljað láta þar staðar numið og eftir að hafa fengið hringingu frá Róberti Úlfarssyni, vini sínum í Bandaríkjunum, sem hafi stungið upp á að þeir ættu að skrifa barnabók, hafi hann tekið hann á orð- inu. „Mér fannst tilvalið að skrifa barnabók og gera Elísu Margréti að aðalpersónunni.“ Sterkur boðskapur Nökkvi Fjalar segir að skrifin hafi verið gerð í samráði við og með sam- þykki foreldra Elísu Margrétar og fljótlega hafi þau ákveðið að best væri að fá Ingunni til þess að myndskreyta bókina. „Hún þekkti litlu frænku sína vel og teikningarnar lýsa barninu bet- ur en hægt hefði verið að ímynda sér,“ segir hann. Til stóð að gefa bókina út fyrir jólin í fyrra en tíminn var naumur og því var beðið með útgáfuna. Síðan veiktist El- ísa Margrét alvarlega og þá var um annað að hugsa en bókaútgáfu. Nökkvi Fjalar segir að í raun hafi framtíð bók- arinnar verið óljós þar til fyrir skömmu. Þá hafi hann verið með Gyðu og Hafsteini og þau hafi þá sagt að þau vildu að bókin kæmi út til þess að halda minningunni um dóttur sína enn frek- ar á lífi. „Bókin var í raun tilbúin og því ekkert að vanbúnaði að gefa hana út,“ segir Nökkvi Fjalar. Bætir við að síðan hafi Gyða og Hafsteinn eignast dóttur, sem heitir Líf. Bókin er ætluð fyrir um sex ára gömul börn. Hún fjallar í stuttu máli um einelti, innflytjendafordóma, sam- kynhneigð og þöggun. „Boðskapurinn er sterkur og Elísa Margrét skín í gegnum texta og myndir,“ segir Nökkvi Fjalar. „Tónleikarnir voru 6. október í fyrra og þess vegna ákváðum við að bókin kæmi út sama dag í ár.“ Safna fyrir heilalínurits- tæki á Barnaspítalanum  Gefa út bók honum til styrktar Morgunblaðið/Ófeigur Leikvöllur Nökkvi Fjalar, Hafsteinn, Gyða og Jóhann Fjalar fagna útkomu bókarinnar innan um leiktæki á afmörkuðu svæði barnanna. Ingunn Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.