Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins, kom við á bryggj- unni í Grímsey. 54 31.08.2016 SJÁVARÚTVEGUR 31 | 08 |16 Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Golli Prentun Landsprent ehf. Mengun af völdum ör-plastagna við Ísland er uggvænleg. 14 Margar sögur eru til af vöskum konum til sjós, og mega ekki falla í gleymsku. 18 Hafnarstjórinn í Hafnarfirði segir mannlíf og atvinnulíf blómstra í Firðinum. 38 Gústav á Sjávargrillinu kann með ljúffengt og ferskt sjávarfang að fara. 50 Íslendingar sækja sjóinn af sama kappi, dugnaði og ósérhlífni og gert hefur verið frá alda öðli. Það hefur ekkert breyst. Það sem hefur hins vegar tekið miklum stakkaskiptum er umgjörð sjósóknar og sjávarútvegsins alls, því í dag er þessi grundvallariðnaður okkar Ís- lendinga orðinn að hátæknigrein, þar sem íslenskt hugvit knýr hjólin og afraksturinn er búnaður sem telst á heimsmælikvarða. Það er við hæfi því afurðin sem um ræðir – íslenski fiskurinn í öllum sínum fjöl- breytileika – hefur fyrir löngu skapað sér nafn á heimsvísu sem mat- væli á við það sem allra best gerist í heiminum. Þetta er meðal þess sem gefur að líta á Sjávarútvegssýningunni 2016 sem fram fer í lok þessa mánaðar í báðum byggingum Laugardalshallar, eins og sagt er frá í viðtali við framkvæmdastjóra sýningarinnar hér í blaðinu. Auk þess er tekið hús (eða réttara sagt bátur!) á sjósóknurum vítt og breitt um landið, ungum sem öldnum, og spjallað um lífið á sjó, jafnt nú sem á árum áður. Þá er reynt að varpa nokkru ljósi á hlut kvenna í sögu sjómanna hér á landi en þeim kafla hefur að margra mati ekki verið haldið nægilega á lofti; þó eru þar á meðal merkar sögur af fræknum konum sem gáfu hraustum körlum lítt eftir. Sjávarútvegurinn á sér fjölmargar birtingarmyndir og þær gefur margar að líta hér í blaðinu, þó ekki verði honum öllum gerð skil á litlum 56 blaðsíðum. Sjávarútvegurinn er eilíf uppspretta sagna. Morgunblaðið/Golli Hátækni – nýsköpun – afkoma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.