Morgunblaðið - 31.08.2016, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
N
ýtt fiskveiðiár hefst með
septembermánuði, en það
stendur frá 1. september
til 31. ágúst ár hvert.
Þessum áramótum er
hvorki fagnað með flugeldum né
kampavíni, en við tekur ný áætlun um
veiðar og vinnslu og í einhverjum til-
vikum nýjar áskoranir því sjávarút-
vegurinn er síbreytilegur.
Útgerðarfyrirtæki ganga að því
nokkuð vísu hvert aflamark þeirra er
í einstökum tegundum, en nákvæm
sundurliðun Fiskistofu er væntanleg
á morgun, 1. september. Þar er m.a.
birtur listi yfir aflamark einstakra
skipa, hafnir og byggðarlög og skipt-
ing í útgerðarflokka. Fiskistofa út-
hlutar aflamarki á grundvelli afla-
hlutdeilda og í fyrra fengu 534 skip
úthlutað aflamarki í upphafi fisk-
veiðiárs samanborið við 578 fiskveiði-
árið 2014/15.
Farið að tillögum
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
fylgdi tillögum Hafrannsóknastofn-
unar þegar hann tók ákvörðun um
heildarafla í einstökum tegundum líkt
og gert hefur verið undanfarin ár. Í
þorski verður heimilt að veiða 244
þúsund tonn og er það aukning um
fimm þúsund tonn frá fiskveiðiárinu
sem er að ljúka. Smábátasjómenn og
ýmsir fleiri töldu óhætt að auka afla-
markið meira í þorski, en þetta var
niðurstaða Hafrannsóknastofnunar
og ráðherra í framhaldi af því.
Er Hafrannsóknastofnun greindi
frá tillögum sínum sagði m.a. eftir-
farandi um ástand þorskstofnsins:
„Hrygningarstofn þorsks hefur
stækkað á undanförnum árum og hef-
ur hann ekki verið stærri í fjörutíu ár.
Veiðihlutfall hefur lækkað og er það
lægsta á því tímabili sem gögnin ná
yfir. Nýliðun hefur verið fremur stöð-
ug síðan 1998 en mun lægri en hún
var árin 1955-1985. Stækkun stofns-
ins er því fyrst og fremst afleiðing
minnkandi sóknar …
Áætlað er að viðmiðunarstofninn
minnki nokkuð árið 2017 þegar slak-
ur árgangur frá 2013 bætist í hann en
fari síðan vaxandi á árunum 2018-
2019 þegar árgangarnir frá 2014 og
2015 koma inn … Þyngdir 3-9 ára í
stofnmælingum árið 2016, sem eru
notaðar til að spá um þyngdir í við-
miðunarstofni árið 2016, eru nokkuð
minni en verið hefur síðustu árin.
Vegna þessa er mat á viðmiðunar-
stofni í ársbyrjun 2016 nú um 9%
lægra en fram kom í síðustu skýrslu.“
Þegar ráðherra greindi frá ákvörð-
un um heildarafla sagði Gunnar
Bragi svo um þorskafla næsta árs:
„Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar var
viss vonbrigði miðað við væntingar.
Við erum að sjá ákveðin lúxusvanda á
Íslandi vegna góðrar fiskveiðistefnu
og þurfum að styrkja hafrannsóknir
til þess að leita skýringa á því til
dæmis hvers egna nokkrir árgangar
þorsksins eru að léttast.“
Minni nýliðun hlýsjávarstofna
Samkvæmt aflareglu verður afla-
mark í ýsu 34.600 tonn á nýju fisk-
veiðiári, sem er 1.800 tonnum minna
en á fiskveiðiárinu, sem er að ljúka.
Aflamark í ufsa verður 55 þúsund
tonn á 2016-2017, sem er það sama og
á þessu fiskveiðiári. Erfiðlega hefur
gengið að ná aflaheimildum í ufsa tvö
síðustu fiskveiðiár.
Aflamark í gullkarfa verður 52.800
þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016-
2017, eða 1.800 tonnum hærra en ráð-
lagt aflamark yfirstandandi fiskveiði-
árs. Á meðfylgjandi töflu má sjá afla-
mark í nokkrum tegundum á nýju
fiskveiðiári og því sem er að ljúka.
Rétt er að taka fram að síðar í haust
verður aflamark 2017 ákveðið fyrir
mikilvæga uppsjávarstofna sam-
kvæmt venju. Er ráðherra greindi frá
ákvörðun sinni um aflamark sagði
hann meðal annars: „Það hefur vakið
athygli hversu nýliðun margra
hlýsjávarstofna hefur minnkað á
undanförnum árum. Þannig hefur
hallað undan fyrir keilu, löngu, blá-
löngu, skötusel, langlúru, humri og
fleiri tegundum sem að mestu halda
sig í hlýjum sjó við suður- og vestur-
ströndina.
Ástæður fyrir þessari neikvæðu
þróun í nýliðun margra stofna eru
ekki þekktar en nærtækast er að leita
skýringa í breyttum umhverfisskil-
yrðum í hafinu við Ísland síðastliðin
10-15 ár.“
Tæpir fimm milljarðar
króna í veiðigjöld
Veiðigjaldsnefnd tilkynnti í lok júní-
mánaðar veiðigjald helstu nytja-
stofna á Íslandsmiðum fyrir næsta
fiskveiðiár. Nefndin áætlar að heild-
arveiðigjöld samkvæmt ákvörðuninni
verði samtals 5.780 milljónir króna.
Að teknu tilliti til skuldaafsláttar og
afsláttar smærri útgerða má ætla að
gjöldin nemi 4,780 milljónum.
Veiðigjöld á þessu fiskveiðiári, þ.e.
2015/2016, eru áætluð brúttó 8.957
milljónir. Áætluð lækkun frá því er
alls um 1.500 milljónir króna þannig
að nettó veiðigjöld eru áætluð 7.457
milljónir. Samkvæmt yfirliti Fiski-
stofu í fyrrahaust nam heildarfjár-
hæð almenns og sérstaks veiðigjalds
vegna úthlutaðra veiðiheimilda og
afla utan aflamarks, að teknu tilliti til
lækkunar á sérstöku veiðigjaldi, 7,7
milljörðum króna fiskveiðiárið 2014/
15. Þessi gjöld námu 9,2 milljörðum á
fiskveiðiárinu 2013/14.
Fram kemur á vef sjávarútvegs-
ráðuneytisins að frá og með fiskveiði-
árinu 2015/2016 er aðeins um að ræða
heildarveiðigjöld, en ekki almennt og
sérstakt eins og áður var. Þá er fisk-
veiðiárið sem gengur í garð á fimmtu-
dag síðasta árið þar sem til greina
kemur tímabundin lækkun á veiði-
gjöldum vegna kvótakaupa, sem sett
var á 2012.
Í skýrslu veiðigjaldsnefndar um
veiðigjöld næsta fiskveiðiárs segir
m.a.: „Glögglega má sjá þann mikla
samdrátt sem varð í EBT-hagnaði
veiða milli 2013 og 2014, en EBT
hagnaður fer úr tæplega 28 milljörð-
um króna í tæplega 15 milljarða
króna. Skýringa þess er að leita í afla-
samdrætti, verðlækkunum sem og
hækkunum ákveðinna kostnaðarliða,
s.s. fjármagnskostnaðar og annars
kostnaðar.
Byggt á ýmsum gögnum
Verkefni veiðigjaldsnefndar eru í
fyrsta lagi að reikna afkomuígildi
byggð á framlegð hvers veiðistofns, í
öðru lagi að reikna fjárhæð veiði-
gjalds og í þriðja lagi að ákvarða
veiðigjald á hvern nytjastofn sem
krónur á kílógramm óslægðs afla.
Mat afkomuígilda byggist á sambæri-
legum gögnum og fyrri ár, þ.e. afla-
verðmæti einstakra fisktegunda
samkvæmt gögnum Fiskistofu,
fjölda veiðidaga samkvæmt gögnum
úr afladagbókum frá Hafrannsókna-
stofnun og úthaldskostnaði sam-
kvæmt skýrslu Hagstofu Íslands um
Hag veiða og vinnslu.
Gögn Hagstofu Íslands ná til
almanaksársins 2014, gögn Hafrann-
sóknastofnunar um heildarsókn ná
annars vegar til almanaksársins 2014
til útreiknings á heildarfjölda sókn-
ardaga ólíkra skipaflokka og einnig
til úthalds hverrar veiðiferðar frá 1.
apríl 2015 til 31. mars 2016. Gögn
Fiskistofu um aflaverðmæti ná til
sama tímabils, 1. apríl 2015 til 31.
mars 2016.
Á vef Landssambands smábáta-
eigenda kemur fram að veiðigjald
fyrir kíló af þorski lækkar um 20%
og verður 11,09 krónur. Lækkunin
nemur hins vegar 67% í bæði makríl
og síld og verður 2,78 krónur á kíló
makríls og 2,56 krónur á kíló af síld.
aij@mbl.is
Lúxusvandi vegna
góðrar fiskveiðistefnu
Aflamark á nýju fiskveiðiári
Tegund Lestir 2016/17 2015/16
Blálanga 2.040 2.600
Djúpkarfi 12.922 10.000
Grálúða 13.536 12.400
Gullkarfi* 47.205 48.500
Gulllax 7.885 8.000
Humar 1.300 1.500
Íslensk sumargotssíld 63.000 70.200
Keila* 3.380 3.000
Langa* 8.143 15.000
Langlúra 1.110 1.100
Litli karfi 1.500 1.500
Sandkoli 500 500
Skarkoli 7.330 6.500
Skrápflúra 0 0
Skötuselur 711 1.000
Steinbítur 8.811 8.200
Ufsi 55.000 55.000
Úthafsrækja 4.100 4.000
Ýsa 34.600 36.400
Þorskur 244.000 239.000
Þykkvalúra/Sólkoli 1.087 1.300
Nýtt fiskveiðiár hefst á morgun, 1. september, og eykst aflamark í þorski um
fimm þúsund tonn á milli ára. Talsverð lækkun verður á veiðigjöldum í kjölfar
mikils samdráttar í EBT-hagnaði veiða milli áranna 2013 og 2014.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Á Ísafirði Landað úr frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270. Eigandi skipsins er Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. og var það smíðað í Stettin í Póllandi 1989.