Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 N úna í sumar keypti faðir minn, Alex Páll Ólafsson, bát og fór á grásleppu- veiðar og gerði út héðan frá Stykkishólmi. Ég var með honum á veiðunum eins mikið og ég gat í sumar. En ég vann einnig fullt starf á Hótel Egilsen meðfram sjómennskunni. Áður hef ég unnið við ræktun á bláskel og einnig við þang og afurðir þessu tengdar,“ seg- ir Jón Viðar Pálsson námsmaður sem hefur sjómennsku sem hluta- vinnu á sumrin. Ertu Hólmari? „Já, ég er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og stundaði grunn- skólanám þar og var í framhalds- skóla í Grundarfirði. Á veturna stunda ég nú nám við Háskóla Ís- lands. Ég byrjaði í sálfræði og lauk þremur önnur en er nú að skipta yfir í viðskiptafræðina.“ Áttu til sjómanna að telja? „Já, pabbi er sjómaður, fór á grá- sleppu strax þrettán ára og hefur verið meira og minna á sjó síðan. Svo eru hinir og þessir í sjómennsku í kringum mig, ég er að svokallaðri „Dullafjölskyldu“, sem er gam- algróin hér í Stykkishólmi, þar eru nokkrir sjómenn. Langafi minn var bátasmiður hér í Hólminum í gamla daga. Sjómennskan er þess vegna mér í blóð borin og uppeldið hér í Stykkishólmi stuðlar að því. Sjórinn er svo nálægur og hefur svo mikil áhrif á líf fólks hér.“ Gefur aur þegar vel veiðist Hvernig veiddist í sumar? „Það veiddist ágætlega hjá okkur en það hefur reyndar gengið betur. Pabbi hefur ekki verið á grásleppu síðan hann var unglingur og margt hefur breyst síðan. Það fór því dálít- ill tími í tillraunastarfsemi hjá okk- ur. Svo gekk brösuglega í sambandi við bátinn, hann bilaði hvað eftir annað. En það er þrjóskunni í okkur pabba að þakka að við fórum í gegn- um þetta sumar.“ Hafðir þú dálítið upp úr þessu? „Já, það má segja það. Það er ágætt upp úr þessu að hafa fyrir skólafólk. Það eru oft langir dagar á sjónum, allt upp í tuttugu tíma. Þetta gefur aur þegar vel veiðist. En reyndar vorum við ekki að setja nein aflamet á þessari vertíð – það verður bara næst. Fólki í landi hættir til að hugsa með sér að ef einhver sé á sjónum þá moki hann inn peningum. En það gáir þá ekki að því að fórn- arkostnaðurinn er mikill og áhættan töluverð. Allt veltur líka á hvernig veiðist. Stundum fiskast ekki neitt og þá eru kjörin rýr. “ Íslenskt að vera á sjónum Gætir þú hugsað þér sjómennsku sem lífsstarf? „Ég hef oft hugsað um þetta en ég er ekki viss. Ég get nú varla kallað mig sjómann með réttu. Ég hef ekki reynslu af sjómennsku nema sem sumarstarfi á bátum. Ég hef ekki farið langa túra á netum eða línu á stærri skipum. Ég ber virðingu fyrir þeim sem eru tilbúnir að vera á sjón- um í lengri túrum, það er mikil fórn að vera svona lengi í burtu frá fjöl- skyldunni og öðru skemmtilegu í landi. En líklega myndi ég ekki vilja gera sjómennsku að lífsstarfi þótt ég hafi gaman af að vera á sjó, einkum í góðu veðri.“ Hvað er heillandi við sjóinn? „Mér finnst mjög gott að vera úti í náttúrunni og kannski er þetta að einhverju leyti hugsjón eftir að hafa alist upp við sjávarsíðuna. Mér finnst ég heppinn að hafa haft tæki- færi til að vera á sjónum og taka þátt í veiðum og sjómannslífi á sumrin. Mér finnst það einhvern veginn mjög íslenskt að vera á sjón- um.“ Konur standa ekki í röðum á höfninni Hefur þú orðið var við að konur lað- ist mjög sjómönnum eins og gömul sjómannalög gefa til kynna? „Nei, ég er ekki viss um að það sé málið núna. Þær standa allavega ekki í röðum við höfnina hér. En það getur samt vel verið að einhverjum konum þyki sjómenn heillandi. En þess ber að geta að það er líklega ekki eins mikið af sjómönnum nú og í gamla daga.“ Þú hefur verið í sálfræði – hefur þú skoðað fiskinn og sjómennskuna með sálfræði í huga? „Ég hef ekki farið út í að hugsa um sálarlíf fiska. En ég hef hugsað um hvers vegna sumir menn eru aflasælli en aðrir og gengur betur. Ég held að þar ráði hugarfarið nokkru. Þeim sem eru jákvæðir í fasi gengur yfirleitt betur í lífinu. Ég hef tekið eftir því að þegar mað- ur sjálfur rær út með bjartsýnum huga þá veiðist yfirleitt betur. Þeir sem eru hundfúlir veiða minna. Ég hugsa að fiskurinn syndi nú ekki burt frá neikvæðninni en fúlir sjó- menn gera hlutina sennilega verr en þeir sem eru jákvæðir, þannig er það í tilverunni almennt.“ Finnst þér fiskur góður? „Já mér finnst eiginlega allur fisk- ur góður nema siginn fiskur. Ég hef unnið mikið á veitingastöðum og fengið allskonar fiskrétti þar en sjálfur er ég ekki neinn listakokk- ur.“ Sakna kyrrðarinnar við Breiðafjörðinn Finnst þér líklegt að fiskur sé góður fyrir heilastarfsemina? „Ég hef oft heyrt að svo sé. Alla- vega ef maður borðar hollan mat og hugsar vel um sig þá er maður óneit- anlega skýrari í kollinum.“ Saknar þú sjómennskunnar á vet- urna? „Já, ég bý í Reykjavík meðan á náminu stendur. Stundum þegar ég hef verið lengi í borginni sakna ég þess að vera ekki úti á Breiðafirð- inum í kyrrðinni. Það er mikið af trillum í Stykkishólmi, þegar strandveiðarnar eru í gangi, þá er mesta lífið í bænum.“ Er Breiðafjörðurinn hættulegur veiðistaður? „Það er allt morandi í skerjum og eyjum í firðinum. En pabbi og aðrir karlar hér sem stunda sjómennsku kunna vel á miðin sem betur fer.“ Féll milli skips og bryggju Hefur þú lent í hremmingum á sjó? „Ég hef lent í smávægilegum hremmingum, svo sem að fá öngul í handarbakið og einhverja létta hluti í hausinn. En alvarlegast var þó þegar ég datt á milli skips og bryggju. Það var mjög óhugnanlegt. Ég slapp samt mjög vel, það voru góðir menn í kring með hraðar hendur. Það atvik hefði getað farið miklu verr. Mér varð ekki kalt fyrr en ég var kominn heim og undir heita sturtu. En eftir á var þetta at- vik sjokk. Ég gerði mér þá grein fyrir hvað hefði getað gerst.“ Og hvað tekur nú við? „Ég bý á Stúdentagörðunum á veturna. Ég byrjaði að taka áfanga í viðskiptafræðinni meðfram sálfræð- inni og fannst þeir svo áhugaverðir að ég ákvað að skipta um svið, þótt vissulega hafi ég enn áhuga á sál- fræðinni. Þetta tvennt spilar reynd- ar töluvert saman. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég eigi eftir að enda með eitthvert fyrirtæki sem tengist hafinu. Ég er vanur störfum tengdum sjávaraiðnaði. Hafið togar dálítið í mig.“ gudrunsg@gmail.com Hafið togar dálítið í mig Sjómennskan heillar, það er Íslendingum kunnara en frá þurfi að segja. Það hefur lengi tíðkast að námsfólk sæki sjóinn í náms- leyfum eða vinni störf tengd honum. Jón Viðar Pálsson hefur stundað grásleppuveiðar og kræklingarækt ásamt þjónustustörfum á sumrin í Stykkishólmi. Sjómannaætt „Ég er að svokallaðri „Dullafjölskyldu“, sem er gamalgróin hér í Stykkishólmi, þar eru nokkrir sjómenn. Langafi minn var bátasmiður hér í Hólminum í gamla daga. Sjómennskan er þess vegna mér í blóð borin og uppeldið hér í Stykkishólmi stuðlar að því. Sjórinn er svo nálægur og hefur svo mikil áhrif á líf fólks hér.“ Verðmæti Jón Viðar hefur fengist við ýmislegt sem lýtur að verðmætasókn til sjós, meðal annars grásleppuveiðar, kræklingarækt og hér sést hann við þangskurð. Sálfræðin „Ég hef ekki farið út í að hugsa um sálarlíf fiska. En ég hef hugsað um hvers vegna sumir menn eru aflasælli en aðrir og gengur betur,“ segir Jón Viðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.