Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 12

Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Þ að er hægt að dást að þeirri þróun sem orðið hefur hjá 3X Technology. Á aðeins 22 árum hefur þetta ísfirska fyrirtæki stækkað og dafnað og eru starfs- menn í dag um 54 talsins. Er 3X líklega eitt af stærstu hátæknifyr- irtækjum landsins utan Reykjavík- ur en Albert Högnason segir reksturinn hvíla á sterkri iðn- aðarhefð á svæð- inu. „Hér höfðu t.d. PÓLS-vogir og -tæki verið framleidd frá 1978 og þar á undan á Ísafirði var skipasmíði og vélsmíði stunduð í stórum stíl,“ segir Albert en hann er þróun- arstjóri 3X Technology. Að vera með rekstur af þessu tagi í 2.600 manna sveitarfélagi hefur sína kosti og galla. Nefnir Albert sem dæmi að starfsmanna- velta sé ekki mikið vandamál. „Fyrstu tíu árin vissum við varla hvað starfsmannavelta þýddi. Þetta leyfði okkur að hafa betra skipulag á rekstrinum, sérstaklega á þeim tímum þegar þenslan var hvað mest og fyrirtæki í Reykja- vík gátu ekki endilega verið viss um að fólk myndi örugglega mæta til vinnu á mánudegi eða ráða sig annars staðar.“ Tækifæri fyrir unga fólkið Eftir því sem 3X Technology hef- ur vaxið fiskur um hrygg hefur orðið vandasamara að fylla nýjar stöður og þarf að laða að hæfi- leikafólk að sunnan með tilheyr- andi flutningum. „Á móti kemur að starfsemi af þessum toga skap- ar líka tækifæri fyrir unga fólkið á staðnum sem fer suður til að mennta sig en getur núna fundið starf við sitt hæfi á heimaslóð.“ Vörulína 3X er í dag orðin mjög breið og getur spannað allt fisk- vinnsluferlið hvort heldur í landi eða á sjó. „Við byrjuðum á að þróa kerfi fyrir rækjuvinnslu en höfum í seinni tíð lagt áherslu á skipa- kerfi og lausnir fyrir laxinn líka,“ segir Albert en meðal nýlegra verkefna var að smíða tæki fyrir skip HB Granda og landvinnslu- kerfi fyrir laxeldi í Færeyjum þar sem sjálfvirknin er tekin enn lengra en áður hefur þekkst. Hugvitsamleg ofurkæling Ein áhugaverðasta nýjungin er of- urkælingartækni sem hefur þau áhrif að hægja á dauðastirnun fisksins svo að geymsluþolið eykst og eins að auðveldara verður að vinna hráefnið. Tæknin byggir á að láta fiskinn ferðast á svoköll- uðum „sniglum“ í tönkum sem fylltir eru af köldu vatni. „Það var þekkt úr rannsóknum að ofurkældur fiskur er betra hrá- efni, en ekki hafði tekist fyrr en nú að finna leið til að iðnvæða þess háttar kælingu á aflanum,“ segir Albert en tæknin byggir á svipuðum lögmálum og notuð eru við þíðingu á fiski. „Í mörg ár höf- um við smíðað vélar sem notaðar eru til að þíða frosinn fisk en þar þarf að hafa mjög góða stjórn á hitastigi enda lítill vandi að eyði- leggja hráefnið með of miklum hita. Í kælingunni erum við í raun að snúa ferlinu við, með ísköldu vatni í stað heits.“ Tækið sem um ræðir er um 13 metrar að lengd og skiptist í þrjú hólf. Er fiskurinn blóðgaður og fer í fyrsta hólfið þar sem hann er lát- inn blæða í miklum sjóskiptum. Síðan tekur við næsta hólf þar sem byrjað er að kæla fiskinn með saltblönduðu vatni sem kælt hefur verið niður í -1°C. „Eftir 20 mín- útur færist fiskurinn yfir í næsta hólf og kólnar þar á 30-40 mín- útum niður að frostmarki. Fluttur án íss Einn stór kostur við þessa aðferð er að búið er að setja mikla kæli- orku í sjálft flakið og þarf því ekki að pakka ís með fiskinum. „Það fer enginn ís í karið og hægt að flytja afurðina í pakkningum án þess að þurfa að blanda ís eða frystum gelmottum með. Fyrir flutninga með flugi er þetta sér- staklega mikilvægt enda ís þar um 20% af heildarþyngd hverrar send- ingar.“ Helsti vandinn er sá að helst þarf að merkja fiskinn með sér- stökum hætti. „Kaupendur eru nefnilega svo vanir því að álíta sem svo að fiskur hljóti að vera orðinn ónýtur ef enginn ís er sjá- anlegur. Í raun erum við að um- bylta 100 ára gömlum vinnubrögð- um og þurfum að vinna töluverða vinnu markaðsmegin til að auka trú kaupenda. Það gæti hjálpað að auðkenna þennan fisk t.d. með því að setja hann í bláa kassa frekar en hvíta,“ segir Albert og undir- strikar að um sé að ræða vöru í hæsta gæðaflokki. „Gæðin eru allt önnur og fiskurinn þolir vinnslu og alla meðferð mun betur.“ Sjálfvirkni eina svarið Í færeysku laxavinnslunni sem minnst var á hér að framan taka tæki frá 3X við eftir að vélar frá Marel hafa flokkað fiskinn. „Okkar tæki raða fiskinum sjálfvirkt í kör, flytja körin til og frá færibandinu og á milli húsa, stafla þeim sjálf- virkt upp og hreinsa. Manns- höndin þarf hvergi að koma ná- lægt ferlinu,“ segir Albert. Vinnslumagnið er orðið svo mik- ið að verður að nota sjálfvirkar vélar eins og 3X hefur þróað ef öll tæki eiga að virka á hámarks- afköstum. „Það þarf að skipta um hvert kar á 40 sekúndna fresti og í karinu eru 300 kíló af laxi. Það myndi hreinlega ekki ganga að ætla að gera það sama með fólki og lyftaraökumaðurinn þyrfti helst að koma úr Formúlu 1.“ ai@mbl.is „Erum að umbylta 100 ára gömlum vinnubrögðum“ Nýtt tæki frá 3X Technology ofurkælir fiskinn. Mikil kæliorka fer í flakið svo ekki þarf að pakka ís með sem síðan dregur úr flutn- ingskostnaði. Hráefnið verður betra á margan hátt en kaupendur eru óvanir að fá íslausan fisk í hendurnar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjölbreytni Myndin sýnir karaþvottakerfi 3X. Ofurkælingakerfið gæti haft mikil áhrif í sjávarútvegi og meðal annars sparað töluverðan kostnað í flutningum með flugi. Albert Högnason Skaginn á Akranesi er móðurfélag 3X Technology og saman vinna fyr- irtækin að nýrri Vision-myndavéla- tækni sem bæði stærðar- og tegund- argreinir aflann. „Myndavélin sjóngreinir tegundina og um leið er hver fiskur þrívíddarmældur svo við vitum hvort að hann er lítill, stór eða meðalstór,“ segir Albert. Gögnin nýtast bæði við að flokka aflann sjálfvirkt um borð, en koma líka í góðar þarfir við skipulagningu á vinnslu og sölu í landi. „Útgerðin veit nákvæmlega hvers konar afli er að koma í land.“ Það sem meira er, að myndavéla- tæknin skapar mjög spennandi möguleika í hvers kyns rannsóknum á fiskistofnunum umhverfis landið. Var fyrirtækið nýlega að fá styrk til að vinna verkefni í samvinnu við Haf- rannsóknastofnun. „Með tækninni verður til mikið magn gagna sem nýtast til að mæla og greina fisk- stofnana og gæti nýst við stjórnun á fiskveiðum heilu þjóðanna.“ Prófa notkunarmöguleika myndavélatækni með Hafró

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.