Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 14

Morgunblaðið - 31.08.2016, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Ö rplast er að sögn Hrannar skilgreint sem örlitlir bútar, trefjar, þræðir eða flögur úr plasti sem eru minni en 5 millimetrar. Það telst þó frek- ar stór plasthlutur í þessu sam- hengi og því er verið að skoða plastagnir allt niður í 100 míkrómetra. „Það er þó samt sem áður enn þá frekar stórt og því eru rannsóknir sem eru að skoða enn minni agnir,“ segir Hrönn sem hefur unnið skýrslu fyrir Matís um málið í norrænu samstarfi ásamt finnsku um- hverfisstofnuninni (SYKE), sænsku umhverf- isrannsóknastofnuninni ILV og Aalto- háskólanum í Finnlandi. Er svona lítið plast skaðlegt? Það er kunnara en frá þurfi að segja að plast- sorp í þeim myndum sem við þekkjum – pokar, brúsar, bjórkippuplastbönd og þess háttar – er skaðlegt umhverfinu en er sömu sögu að segja um plast sem er svo lítið að við greinum það ekki einu sinni með berum augum? „Það er nú það sem við og vísindamenn um heim allan eru að velta fyrir sér,“ segir Hrönn. „Plastmengun eins og við þekkjum hana helst eru stórir hlutir sem dýr eru að gleypa í mis- gripum fyrir fæðu og svo teppir plastið melt- ingarveginn, þess háttar dæmi eru alkunn. En það sem við teljum í dag er að vandamálið auk- ist eftir því sem bútarnir af plasti minnka.“ Tvíþættur vandi með plastið Hrönn útskýrir að vandamálið þarna sé í raun tvíþætt. „Annars vegar er fullt af skaðlegum efnum í plasti, svo sem þalöt, PPA, mýking- arefni, litarefni og fleira slíkt, og þegar plastið kemst inn í líkama lífveru og inn í melting- arkerfið, þá losna þessi efni úr plastinu. Hins vegar er það svo, að þegar plast er komið á haf út þá virkar það eins og svampur að því leytinu til að það sogar upp í sig aðra mengun, svo sem þrávirk lífræn efni sem vilja í raun ekki vera í vatninu en vilja miklu frekar vera í plastinu. Eftir því sem plastagnirnar minnka eru fleiri dýr sem geta innbyrt þær og þannig berst plastið og tilheyrandi skaðleg efni á þeim mun fleiri stöðum inn í fæðukeðjuna. Þá eykst mengunarálagið sem lífverurnar verða fyrir og um leið mengunarálagið á okkur mannfólkið. Þetta endar allt á diskunum hjá okkur.“ Vandi sem blasir við Skaðsemin af örplasti fyrir neytendur liggur því ljós fyrir en vandinn á sér þó enn fleiri hlið- ar sem ekki eru að öllu leyti kunnar, eins og Hrönn útskýrir. „Það sem er ekki vitað í dag, og fólk er farið að hafa enn þá meiri áhyggjur af, það er að þegar plastagnirnar eru orðnar nægilega litlar – minni en 10 míkrómetrar – þá fræðilega geta þær komist yfir þarmaveggina. Þetta hefur þegar verið sýnt fram á í rottum. Þá komast agnirnar sjálfar inn í blóðrásina og inn í líkam- ann.“ Þetta virkar allnokkuð hrollvekjandi, líka fyrir þann sem ekki hefur sama vísindabak- grunn og Hrönn Ólína, og hún segir að sann- arlega sé fullt af viðvörunarbjöllum að hringja þarna. „Tilfinningin er almennt sú að þarna sé á ferð næsta stóra umhverfisvandamálið sem við þurfum að takast á við.“ Óheft losun í hafið við Ísland Vandamálið er með öðrum orðum til staðar því í ljós hefur komið að engar hömlur eru á losun örplasts með skólpi út í sjó á Íslandi, á meðan Svíþjóð og Finnland búa yfir skólphreinsi- stöðvum sem geta fangað 99% af örplastögn- unum. Fyrir bragðið er staðan sú að á meðan stærsta skólphreinsistöðin í Svíþjóð sleppir um 120 þúsund ögnum á klukkustund, og sú stærsta í Finnlandi um 500 ögnum, sleppir skólphreinsistöðin við Klettagarða um 6 millj- ón ögnum örplasts á klukkustund. Ljóst má því vera að Ísland er hér heldur en ekki aft- arlega á merinni hvað þetta varðar. Þörf á endurskilgreiningu skólps „Íslensku hreinsistöðvarnar tvær sem við skoðuðum, Klettagarðastöðin og sú sem er í Hafnarfirði, ná ekki að sía örplastagnir úr frá- rennslinu. Möskvastærðin í þeim eru um þrír millimetrar svo þær eru ekki að halda neinu nema fölskum tönnum, farsímum og öðru sem óvart er sturtað niður,“ bætir Hrönn við. Að sögn Hrannar Ólínu hefur skólp hingað til verið skilgreint hér á landi sem eitthvað líf- rænt. Því megi velta fyrir sér hvort ekki sé þörf á því að hugsa þessa skilgreiningu upp á nýtt svo takast megi á við vandamálið. „Mér finnst það satt að segja borðleggjandi að þetta þurfi að skoða betur. Niðurstöður at- hugunar hafi leitt í ljós að örplastagnirnar fundust bæði við op skólphreinsistöðvanna og líka á samanburðarstað við mynni Hvalfjarðar. „Þetta þýðir að við erum að sjá þessi örpla- stefni í Faxaflóanum og getum þar af leiðandi gert ráð fyrir að við séum að finna þetta út um allt í sjónum. Niðurstöðurnar eru því dálítið ískyggilegar og nauðsynlegt að skoða þetta betur og athuga um leið hvaða áhrif þetta er að hafa á umhverfið okkar.“ jonagnar@mbl.is Hversu skaðlegt lífríki sjávar er örplast? Hreinleiki hafsins umhverfis Ís- land er meðal ástæðna þess að fiskurinn sem veiðist á Íslands- miðum er eftirsóttur og dýr. Þess vegna er það áhyggjuefni að engar hömlur eru á losun ör- plasts með skólpi hér á landi út í hafið og magnið þar af leiðandi margfalt á við það sem gerist í nágrannalöndum. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, segir brýnt að bregðast við enda ljóst að mikil verðmæti eru í húfi. Morgunblaðið/Styrmir Kári Plastskaði „Eftir því sem plastagnirnar minnka eru fleiri dýr sem geta innbyrt þær og þannig berst plastið og tilheyrandi skaðleg efni á þeim mun fleiri stöðum inn í fæðukeðjuna. Þá eykst mengunarálagið sem lífverurnar verða fyrir og um leið mengunarálagið á okkur mannfólkið. Þetta endar allt á diskunum hjá okkur,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir hjá Matís. „Tilfinningin er almennt sú að þarna sé á ferð næsta stóra um- hverfisvandamálið sem við þurfum að takast á við. AFP Sæplast Plastrusl í sjónum er sannarlega sjónmengun þegar það rekur á land í stórum einingum. Örplast sést ekki með berum augum en er engu að síður skaðvaldur sem bregðast þarf við.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.