Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 17
Um fimmtán manns koma að þró-
unarvinnunni hjá Marporti og segir
Axel um tæknilega krefjandi verkefni
að ræða. Stærsti þröskuldurinn er þó
að fá ólíka framleiðendur til að vinna
saman. „Pólitíkin er meiri fyrirstaða
en tæknilegu áskoranirnar og eru
menn tregir til að deila upplýsingum
úr sínum tækjum. Er þó til mikils að
vinna og ef hægt er að láta alla skynj-
ara um borð vinna saman er útkoman
sú að allir græða.“
Vita nákvæmlega hvar trollið er
Marport er núna að kynna nýja vöru
sem hjálpar skipstjórum að vita stað-
setninguna á trollinu við veiðar.
Langt getur veri á milli skips og nets-
ins ofan í sjónum og hafa sjómenn
þurft að reyna að geta sér til um hvar
trollið er statt hverju sinni. „Tækja-
búnaðurinn okkar sendir nákvæma
staðsetningu á trollinu og vinnur með
kortaforritum, fiskleitartækjum og
staðsetningartækjum. Má teikna upp
á tölvuskjá hvar trollið er á hverjum
tíma og jafnvel setja í þrívíddarkort
af sjávarbotninum. Þetta þýðir að
draga má netin af mun meir ná-
kvæmni, t.d. um dali og gil, og ætti
bæði að auka framleiðni og minnka
líkurnar á veiðarfæratjóni,“ segir Ax-
el. „Með þessu verður líka hægt að
stýra trollinu betur í átt að torfunum,
miðað við þær upplýsingar sem fisk-
leitartækin gefa, svo að meiri afli rat-
ar í netin.“
Rúsínan í pylsuendanum er að
Marport gerir upplýsingarnar frá
skynjurunum og mælunum aðgengi-
legar í snjalltækjum. „Allir sem eru
um borð geta séð í spjaldtölvunni
sinni eða snjallsímanum sömu upp-
lýsingar og birtast á tölvuskjánum í
brúnni.“
ai@mbl.is
í sjónum
Nákvæmni Myndin sýnir hvernig troll birtist á sjávarbotni í Marport PSY staðsetningarkerfinu. Skipstjórinn veit upp á hár hvar netið er statt.
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 17