Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.08.2016, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 37 Fjölbreyttur og öflugur sjávarútvegur Um 140 fyrirtæki eru í samtökunum af ýmsum stærðum, um land allt ogmeð starfsemi um allan heim – allt frá öflugum stórfyrirtækjum að smáum Hlutverk Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegri atvinnugrein. nýsköpunarfyrirtækjum. Aðild að samtökunum geta öll fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur fengið sem starfa í tengslum við sjávarútveg. Öflugur sjávarútvegur er allra hagur. sfs.is Í fiskveiðieftirliti Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar í sumar var farið um borð í 84 báta, þar af 73 báta við handfæraveiðar, 9 við línu- veiðar, einn á skötuselsnetum og einn á botnvörpuveiðum. Gerðar voru fjórar brotaskýrslur vegna afladagbókarbrota og enn fremur var 10 skipstjórum leiðbeint á vett- vangi um færslur í afladagbók. Einnig voru tvær brotaskýrslur gerðar vegna brottkasts afla. Að auki fór fram lengdarmæling í fimm bátum og mældir alls 1013 fiskar. Í einu tilviki kom til skyndi- lokunar, til verndar smáfiski. Þetta sameiginlega eftirlit Fiski- stofa og Landhelgisgæslan fór fram dagana 13. til 15. júlí og 2. til 10. ágúst bæði á djúpslóð og grunnslóð umhverfis landið. Farið var með varðskipunum Tý og Þór. Eftirlits- menn sinntu í ferðunum eftirliti með afladagbókum, veiðarfærum, afla- samsetningu, hlutfalli smáfisks og öðru sem tilheyrir eftirliti Fiskistofu á sjó. aij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Þór Varðskipið tók þátt í eftirlitinu. Tvær brota- skýrslur vegna brottkasts afla Vísitala úthafsrækjustofnsins hefur farið nær stöðugt lækkandi frá árinu 2009 og árið 2015 var hún sú lægsta sem mælst hafði síðan rannsóknir á úthafsrækju hófust árið 1988. Í nýaf- stöðnum úthafsrækjuleiðangri Haf- rannsóknastofnunar fyrir norðan og austan land var vísitala stofnsins hærri en síðastliðin ár og mældist svipuð og árin 2012 og 2013. Þéttleiki rækju var tiltölulega jafn en lítill yfir nær allt rannsóknasvæð- ið með þeirri undantekningu að þétt- leikinn var minni austast á svæðinu. Líkt og verið hefur í meira en áratug mældist lítið af ungrækju og sýna niðurstöðurnar að nýliðun er áfram mjög slök. Líkt og undanfarin ár fékkst mikið af þorski á öllu rann- sóknasvæðinu en magn grálúðu var mjög lítið. Markmið leiðangursins er að meta stofnstærð og nýliðun úthafsrækju. Mælingin fór fram á Bjarna Sæ- mundssyni 12.-26. júlí. Í leiðangr- inum voru teknar 86 stöðvar eftir fyrirfram ákveðnu stöðvaplani. Leiðangursstjóri í leiðangrinum var Ingibjörg G. Jónsdóttir og skipstjóri var Ásmundur Sveinsson. aij@mbl.is Skárra ástand úthafsrækju Morgunblaðið/Styrmir Kári Rannsóknaskip Bjarni Sæmundsson er nýkominn úr rækjuleiðangri. Nýlega kom Trausti Egilsson, skipstjóri á frystitogaranum Örfirisey RE, til hafnar í Reykjavík úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda. Að baki er sjómennskuferill sem spannar hálfan fimmta áratug, segir á heima- síðu HB Granda. ,,Ég held að þetta verði að teljast ágætur lokatúr. Við fórum víða og aflinn var 866 tonn af fiski upp úr sjó og aflaverðmætið var áætl- að 248 milljónir króna,“ er haft eftir Trausta á heimasíðunni. Aflinn var töluvert blandaður; karfi, ufsi, ýsa og grálúða og svo einhverjir þorsksporðar með. Veiðarnar voru stundaðar frá Fjöllunum í suðri norður á Halamið með viðkomu á Látragrunni og í Víkurálnum. Strax að lokinni löndun í Reykjavík sigldi Trausti skipinu norður til Akureyrar þar sem fór í slipp. Trausti er Suðureyringur að ætt og upp- runa og hann ólst upp í Súgandafirði þar sem hann hóf jafnframt sjómennskufer- ilinn. Hann útskrifaðist úr farmannadeild Stýrimannaskólans 1972 og tók svo við skipstjórn á línubátnum Fjölni ÍS og síðar togaranum Elínu Þorbjarnardóttur ÍS frá Suðureyri. Hann var með ýmsa báta og togara áður en hann tók við Örfiriseynni 1992. Fram kemur á heimasíðunni að Trausti kvíði því ekki að hafa ekki nóg fyrir stafni. Hann hafi keypt sér trillu fyrir nokkru og noti hana sér til heilsubótar. 866 tonn í síðasta túrnum Ljósmynd/Mynd/HB Grandi/Kristín Helga Waage Knútsdóttir Kveðjusamsæti Trausti Egilsson skipstjóri og Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.