Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 Þ eir sem eiga leið um hafn- arsvæðið – sem skipar ekki svo lítið hlutverk í svip bæði og bæjarstæði þegar kemur að Firðinum fagra – fara vart á mis við það hversu mjög umgangur almennings og umsvif fyrirtækja hafa aukist síð- ustu mánuði og misseri. Lúðvík tek- ur undir þetta enda fáir í betri að- stöðu til að meta þróun umhverfisins við höfnina en einmitt hann, hafnarstjórinn. „Jú, ég held að þú hittir þarna naglann á hausinn. Bæði mannlífið og atvinnulífið er að eflast og aukast á hafnarsvæðinu.“ Ég tjái okkar manni samstundis að þar með sé fyrirsögnin okkar að líkindum kom- in, alltént vísir að henni, og Lúðvík hlær við. „Það er bara þannig, og það sýna bæði tölur og veruleikinn dags daglega.“ Sjávarútvegs- og lausavöruhöfnin Blaðamaður afræður að gera Lúðvík lífið ekki óþarflega létt og úr því hann nefnir tölur er lag að inna hann eftir fáeinum slíkum til að gefa lesendum einhverja hugmynd, eitt- hvert samhengi um þau umsvif sem eiga sér stað við höfnina. Og Lúðvík stenst ágjöfina, er fljótur til svars. „Heildarvörumagn sem fór í gegn hér hjá okkur í fyrra var um 160.000 lestir, og við erum komnir með, núna í lok júlí, 130.000. Þannig að það er mjög greinilega vaxandi um- ferð og flutningur, bæði á sjávaraf- urðum – frystum fiski fyrst og fremst – og líka lausavöru. Þar er- um við mest í malarefni og salt, en einnig olía og annað slíkt.“ Lúðvík bætir því við að gjarnan megi segja sem svo að á meðan Reykjavík sé gámahöfnin sé Hafnarfjarðarhöfn sjávarútvegs- og lausavöruhöfnin. Sú skipting hafi ríkt um alllanga hríð. „Þetta hefur verið okkar hlutverk og síðan erum við með Straumsvík og þar er auðvitað bara föst rúta, hátt í 200.000 tonn af áli út og á móti allt súrálið sem kemur inn. Þetta eru því tvær stórar hafnir sem heyra undir hjá okkur.“ Sívaxandi ferðamennska Auk framangreindrar starfsemi verður sífellt vart við fleiri og fleiri skemmtiferðaskip sem leggja að í Hafnarfjarðarhöfn. „Já, það er vax- andi. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur þeim fjölgað mikið, skipunum, og aukningin er einna helst í minni og meðalstórum skip- um,“ útskýrir Lúðvík. „Þau eru mörg hver komin í rútu kringum landið og eru því ekki aðeins að koma hingað í viðdvöl heldur taka allt Ísland, hringinn í kring. Til þess að geta komist inn á flestar hafnir eru menn ekki með allra stærstu skipin í því,“ bætir hann við. „Við höfum verið með nokkur skip og þar á meðal skip sem hafa verið með farþegaskipti sín hjá okkur og því með töluverð viðskipti einmitt hér. Ég heyrði það á kafteini sem kom hér við um daginn að það væri að draga úr siglingum inn að botni Miðjarðarhafs og þessi skip væru fyrir bragðið einfaldlega að leita sér að verkefnum. Fólk vill koma hingað enda öryggi í því fólgið því hér er friður og ró, fyrir utan viðvarandi stemningu fyrir náttúrunni og al- mennum áhuga á Íslandi. Í þessu liggur ákveðinn hvati og því er þetta að aukast.“ Aðspurður hvort ekki sé þarna eftir svolitlu að slægjast þá samsinnir Lúðvík því. „Jú jú, auðvit- að er það eftir sem áður fiskaflinn og aflagjöldin sem gefa mestu tekj- urnar á hafnirnar. En þetta eru hinsvegar viðskipti sem kalla á ýmsa afleidda þjónustu líka, bæði kostur og ýmis ferðaþjónusta í kringum þetta, og síðan setur það óneitanlega skemmtilegan svip á mannlífið og hafnirnar að hafa falleg skip inni á fremsta bakka. Við reyn- um að hafa þau sem næst bænum þannig að þau njóti sín í bæjar- myndinni.“ Nafn bæjarins er engin tilviljun Það er kunnara en frá þurfi að segja að Hafnarfjörður hefur ákveðna sér- stöðu þegar kemur að hafnarsvæð- inu því þar er að finna náttúrulega höfn eins og best verður á kosið, rétt við miðbæinn – beinlínis í hjarta bæjarfélagsins. „Það er rétt, þetta hefur verið ein sérstaða bæjarins frá upphafi og engin tilviljun að bærinn heiti Hafn- arfjörður,“ segir Lúðvík og kímir við. „Það hefur verið svo alveg frá því Herjólfur og Flóki komu hér um 880. Við njótum þess að hafa hér náttúrulega höfn, sem er í senn skjólgóð og örugg, og ágætis aðdýpi hér innarlega í höfninni. Athafnalífið og hafnarlífið er bæjarbúum í blóð borið, þetta er einfaldlega partur af mannlífinu og miðbænum. Við erum með höfn bókstaflega í miðbænum, eins og þekkist víða í bæjum og þorpum úti á landi, á meðan önnur stærri byggðarlög eru kannski ekki alveg með aðstöðuna alveg í faðm- inum, eins og hér.“ Hafnirnar munu færast út frá byggð Auk blómlegrar byggðar sem risið hefur á Norðurbakkanum hefur líka margs konar rekstur og atvinnu- starfsemi fundið sér stað við höfnina og Lúðvík er spurður út í þetta að- dráttarafl Hafnarfjarðarhafnar. Hvernig stendur á þessu? „Höfn í dag er ekki bara bakkar heldur er höfn líka uppland og að- koma. Það þarf mikið starfsvæði í kringum höfn og það gekk ekki lengur upp á gamla Norðurbakk- anum þannig að afráðið var að byggja höfnina heldur upp hér á Suðurbakkanum. Síðan er menn náttúrlega farnir að horfa til enn lengri framtíðar varðandi þar hvar næsta hafnarstæði á höfuðborg- arsvæðinu verður staðsett. Þessi Mannlíf og atvinnulíf blómstrar við Hafnarfjarðarhöfn Það fer ekki framhjá nokkrum manni að sjaldan hefur verið líflegra um að litast við Hafnarfjarðarhöfn en einmitt núna og því tilefni til að spjalla við hafnarstjórann, heimamanninn Lúðvík Geirsson. „Engin tilviljun að bærinn heiti Hafnarfjörður.“ Morgunblaðið/Golli Hafnafjarðarhöfn „Það er rétt, þetta hefur verið ein sérstaða bæjarins frá upphafi og engin tilviljun að bærinn heiti Hafnarfjörður,“ segir Lúðvík um heimabæinn. Morgunblaðið/Golli Umsvifin „Heildarvörumagn sem fór í gegn hér hjá okkur í fyrra var um 160.000 lestir, og við erum komnir með, núna í lok júlí, 130.000. Þannig að það er mjög greinilega vaxandi umferð og flutningur, bæði á sjávarafurðum – frystum fiski fyrst og fremst – og líka lausavöru,“ segir Lúðvík Geirsson hafnarsjóri Hafnafjarðarhafnar um stígandann í starfseminni. ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... Raftæknivörur Mótorvarrofar og spólurofar Það borgar sig að nota það besta! E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Skynjarar Töfluskápar Hraðabreytar Öryggisliðar Aflrofar Iðntölvur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.