Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
Hamraborg 1 • Kópavogur • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is
Hafsjór af þekkingu
Sérhæfum okkur í sölu:
Grunnur að góðum viðskiptum
• Fyrirtækja
• Aflaheimilda
• Skipa og báta
U
m langt skeið hafði
Smári Jósafatsson vél-
virkjameistari gengið
með nýja toghlerahönn-
un í huganum. Eftir
langt ferli lét hann loks verða af
því að smíða módel og gera próf-
anir, og lofa nýju toghlerarnir
mjög góðu. Hlerana kallar hann
„Ekkó“.
Smári er enginn nýgræðingur á
toghlerasviðinu en faðir hans
stofnaði og rak J. Hinriksson sem
framleiddi meðal annars Poly-Ice
toghlerana í marga áratugi.
Hampiðjan keypti rekstur J. Hin-
riksson árið 1999 en fram að því
hafði Smári varið nær allri sinni
starfsævi hjá fyrirtækinu.
Minnkað viðnám
Fyrir hinn almenna lesanda sem
ekki þekkir hvernig veiðar með
trolli fara fram, þá hafa hlerarnir
það hlutverk að halda trollinu
opnu svo að fiskurinn eigi greiða
leið þar inn.
„Lögun Ekkó-toghleranna togar
þá sjálfkrafa út og fiska þeir á
minna horni en almennt, sem þýð-
ir minna viðnám sem svo leiðir til
olíusparnaðar. Ekkó-hlerarnir eru
tvöfaldir, eða hólfaðir, og fyllast af
vatni á veiðum og tæmast svo aft-
ur þegar þeir koma upp,“ útskýrir
Smári.
Formið á Ekkó-hlerunum gerir
þá sterkari sem síðan minnkar
viðhaldskostnað. Þá má breyta
þyngd hleranna án þess að taka
þá inn á dekk. Hægt er að opna
hólf á hleranum og breyta þyngd-
inni, þar sem hlerinn hangir í
gálganum, með því að bæta við
lóðum.
Tilraunir lofa góðu
Módel af Ekkó-hlerum var prófað
í veiðarfæra-tilraunatankinum í
St. John’s á Nýfundnalandi. „Í St.
John’s er að finna einn stærsta
sjávarútvegsháskóla Kanada. Þar
hafa verið stundaðar veiðarfæra-
prófanir í yfir tvo áratugi,“ segir
Smári. „Stóðu prófanir yfir í tvisv-
ar sinnum tvo daga í senn með
nokkurra mánaða millibili og skil-
uðu mjög góðum niðurstöðum.“
Ekkó-hlerar voru í framhaldinu
smíðaðir í fullri stærð og prófaðir
á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni. „Þar voru sömu tog-
hlerarnir tengdir við bæði flottroll
og botntroll með hefðbundnum
tengingum í bakstroffur og einnig
með nýjum tengiaðferðum og allt
virkaði skínandi vel,“ upplýsir
Smári.
Á markað fljótlega
Þróun Ekkó-hleranna og prófanir
í fullri stærð halda áfram. Segir
Smári stefnt að því að hlerarnir
komi á markaðinn áður en árinu
lýkur. Vonast hann til að hönnunin
skapi atvinnu í landinu og að hler-
arnir verði góð útflutningsvara.
Nokkur einkaleyfi tengd hönn-
uninni eru í umsóknarferli.
„Þróunarferli nýju hleranna
sýnir að þeir geta sparað olíu og
þar er til mikils að vinna,“ segir
Smári sem hefur notið aðstoðar
HB Granda í öllu ferlinu.
ai@mbl.is
Toghlerar sem gætu markað tímamót
Morgunblaðið/Þórður
Úthugsað „Lögun Ekkó-toghleranna togar þá sjálfkrafa út og fiska þeir á minna horni en almennt, sem þýðir minna viðnám,“ útskýrir Smári Jósafatsson.
Morgunblaðið/Þórður
Munur Ekkó-toghlerar á Bjarna Sæmundssyni fyrir vel heppnaðan túr.
Tilraunir með Ekkó-
toghlerana lofa mjög
góðu. Lögunin þýðir
minna viðnám ofan í
sjónum og skilar sér
meðal annars í minni
eldsneytisnotkun