Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 49

Morgunblaðið - 31.08.2016, Page 49
árið 2006 fengum við nýja krabba- tegund, grjótkrabba frá Kanada, og þykir nokkuð víst að hann hafi bor- ist hingað sem lirfa með kjölfest- uvatni skipa á leið frá austurströnd Norður-Ameríku í Hvalfjörðinn. Líklega hafa lirfur grjótkrabba borist með þessum hætti til lands- ins áður en ekki náð fótfestu. Nú virðast aðstæðurnar í hafinu hag- felldari fyrir þessa tegund og hefur grjótkrabbinn fundist víða um- hverfis landið.“ Grjótkrabbinn er stærri en fyrr- nefndar tvær krabbategundir og fyrir vikið verðmætari matkrabbi og segir Guðrún að tilraunaveiðar séu nýleg farnar af stað. „Svo eig- um við til stórar tegundir á borð við gaddakrabba og tröllakrabba sem finnast mun dýpra. Fáar gildrutilraunaveiðar hafa farið fram og er helst að þessar tegundir komi sem meðafli.“ ai@mbl.is MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016 MORGUNBLAÐIÐ 49 Það er óneitanlega forvitnilegt að Íslendingar hafi ekki tamið sér að borða ýmsar tegundir sjávarfangs þar til mjög nýlega. „Hörpudiskinn tókum við fyrst að borða í kringum 1970 og allur humar sem veiddist við landið var fluttur á erlenda markaði fram til 1965. Þetta er líklega til marks um leifar af því viðhorfi sem eitt sinn var ráðandi í Evrópu að borða fisk ekki nema hann hefði bæði haus og hala, og væri fallegur í ofanálag. Skötuselurinn þótti t.d. svo ljótur að honum var yfirleitt hent, og varla nema fyrir örfáum árum að hann fór að rata á diska lands- manna.“ Lítill áhugi Íslendinga á skelfiski kann að vera vegna þess að fólk ótt- ast hættuna á skelfiskeitrun, en hún stafar af eitruðum svifþörungum sem skelfiskurinn étur. Guðrún segir ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur enda fer enginn skelfiskur á markað á Íslandi öðruvísi en að ströngustu kröfum um mælingar og prófanir hafi verið fullnægt. „Hins vegar ætti fólk að fara varlega ef það tínir skelfiskinn sjálft niðri í fjöru. Ef maður gengur fram á fína breiðu af kræklingi, tínir af og tekur svo vel til matar síns gæti maður verið í vondum málum á ákveðnum árstímum.“ Smár Trjónukrabbinn er ágætis matur en með litlar klær.Kríli Bogkrabbinn mætti vera stærri. Efnilegur Kanadíski grjót- krabbinn gæti reynst verðmæt tegund.Biti Gaddakrabbinn er stór en virðist vandfundinn. Morgunblaðið/Ásdís Ómótstæðilegur Matarvenjur breytast með tímanum. Þar til 1965 var allur íslenskur humar fluttur úr landi en er núna í uppáhaldi hjá mörgum. Íslendingar eru tiltölulega nýbyrjaðir að borða humar 16 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 0 1 2 3 4 5 6 Hefðbundinn ís Ísþykkni H it as ti g (° C ) Tími: (klst.) NIÐURKÆLING Á ÝSU! Heimild: Seafish Scotland Þegar GÆÐIN skipta máli Tækni sem virkar! Fljótandi krapaísinn kælir fiskinn mun hraðar en hefðbundinn ís. · Yfir 300 skip með OptimICE vélar · 16 ára reynsla · Notaðar um heim allan · Kælikeðjan rofnar aldrei með krapanum · Ferskari fiskur · Ábyggilegri rekstur Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 optimar@optimar.is www.optimar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.