Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenska djúpborunarverkefnið er
komið á nýtt stig. Lokið er við að
dýpka og fóðra borholu á Reykja-
nesi og í gær hófst hin eiginlega
djúpborun. Stefnt er að borun niður
á allt að 5 kílómetra dýpi. Ef það
tekst er það í fyrsta skipti sem bor-
að er svo djúpt á jarðhitasvæði á Ís-
landi og líklega á háhitasvæði í
heiminum öllum.
Minni áhrif á umhverfið
„Markmiðið er að kanna djúplæg
jarðhitakerfi. Sjá hvað er fyrir neð-
an það kerfi sem við erum nú að
vinna úr. Við vitum ekki hvað er
undir, getum aðeins giskað á það.
Við þekkjum þó af reynslunni að
hitastig og þrýstingur vex með
dýpi. Hærri þrýstingur og hiti hefur
í för með sér hærra orkuinnihald.
En jafnframt er efnasamsetning
vökvans oft erfiðari,“ segir Ásgeir
Margeirsson, forstjóri HS Orku, en
fyrirtækið hefur forystu um verk-
efnið og leggur til borholuna.
Stóra markmiðið með verkefninu
er að minnka umhverfisáhrif við
orkuvinnslu, með því að ná meiri
orku upp úr hverri holu. Minna
landsvæði þarf þá fyrir borholur. Ef
ekki tekst að nýta þennan hita úr
iðrum jarðar segir Ásgeir að næsta
skrefið verði að dæla jarðhitavökva
sem búið er að nýta aftur niður í
jörðina og niður fyrir kerfið sem
nýtt er í dag. Vatninu yrði þannig
komið niður í heitari jarðlög og
muni þannig efla orkuvinnslu úr
grynnri holum á svæðinu. Þriðja
markmiðið er að læra á jarðhita-
kerfið, sjá hvernig það er. „Það
kunna að felast í þessu mikil tæki-
færi sem við þekkjum ekki enda er
þetta rannsóknar- og þróunarverk-
efni,“ segir Ásgeir.
Tæknilegt afrek unnið
HS Orka leggur til borholu nr. 15
við Reykjanesvirkjun. Jarðboranir
annast borunina og nota til þess
jarðborinn Þór sem knúinn er með
endurnýjanlegri raforku frá
Reykjanesvirkjun.
Fyrsta skrefið var að dýpka hol-
una úr um 2,5 km í 3 kílómetra og
fóðra hana alla leið. Það er gert
með stálröri sem er jafnlangt bor-
holunni og það er steypt í holuna
ásamt skynjurum og öðrum mæli-
tækjum. Það verk hefur gengið vel,
að sögn Ásgeirs.
„Það hefur aldrei verið gert áður
hér á landi að fóðra og steypa svona
djúpa holu. „Ég tel að það sé tækni-
legt afrek. Það hefur oft verið gert í
800-1000 metra djúpum holum en er
ekki hversdagslegt verk í dýpri hol-
um. Það hefur hvergi verið gert,
okkur vitanlega, í svona heitum
jarðlögum,“ segir Ásgeir.
500 stiga hiti í botni
Hitinn á botni 3 kílómetra hol-
unnar er um 300 gráður. Nú verður
stefnuborað niður undir jarðhita-
geyminn sem nú sér Reykjanes-
virkjun fyrir gufu. Búist er við að
hitinn verði 500 stig eða rúmlega
það í botni 5 kílómetra djúprar
holu.
Ásgeir segir að borunin sé flókið
verk sem muni taka nokkra mánuði.
Vonast hann til að 5 kílómetra
markinu verði náð um áramót en
tekur fram að það fari eftir því
hvernig borunin gangi.
Sækja orku í djúp-
læg jarðhitakerfi
Ljósmynd/HS Orka
Djúpborun Jarðborinn Þór er notaður við djúpborunarverkefnið á Reykjanesi. Borað er niður í óvissuna í þessu
mikla rannsóknar- og þróunarverkefni. Stefnt er að 5 km djúpri holu þar sem hitastigið ætti að vera 500 stig.
Djúpborun hafin í holu 15 á Reykjanesi Stefnt að 5 km
Fylgt úr hlaði Carsten F. Sorlie, verkefnisstjóri frá Statoil og Ásgeir Mar-
geirsson, forstjóri HS Orku, ýttu verkefninu af stað.
Djúpborun á Reykjanesi
250°C
300°C
400°C
450°C
550°C
Heimild: www.iddp.is
1
2
3
4
5
km
Kostnaður við djúpbor-
unarverkefnið á Reykjanesi
teygir sig vel á annan milljarð-
inn, að sögn Ásgeirs Margeirs-
sonar. Íslenska djúpbor-
unarverkefnið (IDDP) fékk
styrk á rannsóknaráætlun Evr-
ópusambandsins, Horizon
2020, í samstarfi við aðra til
rannsókna og þróunar á
jarðhitanýtingu á Reykjanesi og
í Suður-Frakklandi. 1,3 millj-
arðar af styrknum nýtast beint
til rannsóknarinnar á Reykja-
nesi. Einnig leggja HS Orka og
norska olíufélagið Statoil til
fjármagn og aðrir aðilar að
djúpborunarverkefninu.
Íslenska djúpborunarverk-
efnið hóf göngu sína á árinu
2000. Meginmarkmið þess er
að rannsaka möguleika á nýt-
ingu vökva í yfirkrítísku ástandi
djúpt í jarðhitakerfum sem
orkugjafa, með hagkvæmum
hætti. Fyrsta verkefnið var bor-
un við Kröflu sumarið 2009.
Ætlunin var að bora niður á 4,5
km dýpi. Þegar komið var niður
á 2,1 km hitti borinn á fljótandi
hraun og borun var hætt. Á
þeim tíma var þetta heitasta
vinnsluhola í heimi.
Verkefnið á Reykjanesi er
annar áfangi djúpborunarverk-
efnisins hér á landi.
Fengu styrk
frá ESB
DJÚPBORUNARVERKEFNIÐ
KYNNINGARFUNDIR UM
STEFNUMARKANDI
STJÓRNUNARÁÆTLANIR
STJÓRNSTÖÐ FERÐAMÁLA
Á fundunummunu fulltrúar Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kynna
verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem skoski ráðgjafinn Tom Buncle
mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta
nýst inn í framtíðarskipulag og þróun svæða. Hagaðilar DMP verkefna eru breiður
hópur s.s. sveitarfélög, markaðsstofur, atvinnuþróunarfélög, ferðaþjónar, ferðaklasar,
upplýsingamiðstöðvar, aðrir þjónustuaðilar, öryggis- og viðbragðsaðilar, íbúar o.fl.
Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa
boða til 14 kynningarfunda um gerð
stefnumarkandi stjórnunaráætlana
(DestinationManagement Plans-DMP) um landið.
Fundirnir verða sem hér segir:
PATREKSFJÖRÐUR Mánudaginn 19. september kl. 9.00
SUÐUREYRI Mánudaginn 19. september kl. 14.00
HÓLMAVÍK Þriðjudaginn 20. september kl. 9.00
BORGARNES Þriðjudaginn 20. september kl. 14.00
HÖFN Í HORNAFIRÐI Miðvikudaginn 21. september kl. 10.15
EGILSSTAÐIR Miðvikudaginn 21. september kl. 16.00
GRUNDARFJÖRÐUR Fimmtudaginn 22. september kl. 9.00
REYKJAVÍK Fimmtudaginn 22. september kl. 15.00
HÚSAVÍK Mánudaginn 10. október kl. 9.30
BLÖNDUÓS Mánudaginn 10. október kl. 16.00
AKUREYRI Þriðjudaginn 11. október kl. 10.00
SELFOSS Miðvikudaginn 12. október kl. 9.30
VÍK Í MÝRDAL Miðvikudaginn 12. október kl. 15.00
REYKJANES Fimmtudaginn 13. október kl. 9.30
STJÓRNSTÖÐ
FERÐAMÁLA
Skráning fer fram á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is
Reynir Zoëga renni-
smiður í Neskaupsstað
lést 7. september sl.,
96 ára að aldri. Reynir
fæddist á Nesi í Norð-
firði 27. júní 1920. For-
eldrar hans voru Stein-
unn Símonardóttir
húsfreyja og Tómas
Zoëga sparisjóðsstjóri.
Systkini hans voru
Unnur Zoëga póst-
fulltrúi og Jóhannes
Zoëga hitaveitustjóri.
Reynir kvæntist 23.
janúar 1942 Sigríði Jó-
hannsdóttur, f. 12. des-
ember 1921, d. 18. nóvember 1988.
Börn þeirra eru: Jóhann, vélvirki
og kennari, f. 26. febrúar 1942,
Tómas rafvirkjameistari, f. 9. júní
1946, Ólöf sjúkraliði, f. 14 apríl
1953, Steinunn bóndi f. 28. ágúst
1960.
Reynir lauk barnaskóla og ungl-
ingaskóla á Norðfirði og gagn-
fræðaprófi frá Menntaskólanum á
Akureyri 1936. Hann vann við olíu-
afgreiðslu næstu ár en 1941 gerðist
hann hluthafi í útgerð. Var það
rúmlega 70 tonna bátur, Magnús
NK 84. Var hann gerður út til sigl-
inga með fisk til Englands og síld-
veiða að sumri. Reynir aflaði sér
vélstjórnarréttinda og var vélstjóri
á bátnum. Árið 1945 hætti Reynir
sjómennsku og lærði rennismíði á
vélaverkstæði
Dráttarbrautarinnar á
Norðfirði. Vann hann
þar til 1974 og var
verkstjóri frá 1954.
Þar var unnið að við-
gerðum á skipum og
þar að auki sá verk-
stæðið um niðursetn-
ingu á vélum í á ann-
an tug báta er þar
voru smíðaðir.
Reynir var kjörinn í
bæjarstjórn Neskaup-
staðar 1958 fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og
sat þar í yfir 20 ár.
Reynir gegndi mörgum trúnaðar-
störfum um ævina. Hann var for-
maður björgunarsveitar Slysa-
varnafélagsins og sat í stjórn
Sparisjóðs Norðfjarðar og var þar
formaður frá 1971. Var í stjórn Iðn-
aðarmannafélags Norðfjarðar.
Hann var formaður sóknarnefndar í
1974-91. Hann sat í stjórn Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi
og var þar formaður 1970 til 1972.
Hann var í stjórn Viðlagasjóðs eftir
snjóflóðin á Norðfirði 1974.
Eftir að Reynir hætti á vélaverk-
stæðinu vann hann á skrifstofu
Dráttarbrautarinnar og seinna
Síldarvinnslunnar til 79 ára aldurs.
Reynir verður jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju föstudaginn 16.
september klukkan 14.
Andlát
Reynir Zoëga
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is