Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 ✝ Soffía Vern-harðsdóttir fæddist á Húsavík 23. júlí 1946. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 7. sept- ember 2016. Foreldrar henn- ar voru Vernharð- ur Bjarnason, f. á Húsavík 16. júní 1917, d. 1. mars 2001, og Birna Guðný Björns- dóttir, f. í Vestmannaeyjum 9. maí 1922, d. 5. mars 2002. Systk- ini Soffíu eru Bergur, f. 4. jan- úar 1944, d. 31. maí 2006, Bjarni Jóhann, f. 3. maí 1949, Björn Óskar, f. 3. ágúst 1954, og Alda Ólöf, f. 9. júlí 1959. Soffía fór á fimmtánda ári til Bretlands til náms. Ung byrjaði hún að vinna og vann aðallega við skrifstofu- og gjald- kerastörf. Starfaði hún lengi í Iðnaðar- bankanum, Radíó- miðun, Íslensku umboðssölunni, Verslunarráðinu og síðast sem gjald- keri hjá Virk, starfsendur- hæfingarsjóði. Soffía stundaði útivist og var í Ferðafélagi Íslands, á tímabili mjög virk í Jöklarannsókna- félaginu og síðustu árin stund- aði hún golf. Útför Soffíu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 13. sept- ember 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Þegar ég kom til starfa sem framkvæmdastjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs haust- ið 2008 þá tók hún Soffía Vern- harðsdóttir á móti mér, en hún hafði þá verið fengin til að halda utan um bókhald hins nýstofnaða sjóðs. Soffía var þannig fyrsti starfs- maður VIRK og starfaði fyrir VIRK allt fram á þetta ár. Það var mikil gæfa bæði fyrir mig og fyrir VIRK að njóta starfskrafta Soffíu. Hún reyndist mér ákaf- lega vel, var bæði traust og öflug og bar ætíð hag VIRK fyrir brjósti. Hún kom oft til mín með gagn- legar og uppbyggilegar ábend- ingar og var þannig vakin og sofin yfir starfseminni. Soffía var einnig mjög góður samstarfsmaður og vel liðin með- al starfsmanna VIRK. Hún var dugleg að taka þátt í öllum við- burðum og ferðalögum starfs- manna og var þar hrókur alls fagnaðar. Það er því mikill missir að Soffíu á skrifstofu VIRK og sökn- uður starfsmanna er mikill. Við hjá VIRK kveðjum Soffíu með bæði þakklæti og eftirsjá og send- um innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs. Systkinabörnin í Bjarnahúsi á Húsavík voru 49, þrjú létust stuttu eftir fæðingu. Soffía var sú fimmta í röð stúlknanna sem lifðu. Auk afa og ömmu bjuggu foreldrar Soffíu á Húsavík. Ferð- ir foreldra okkar norður voru tíð- ar og það var alltaf mikið líf og fjör í Bjarnahúsi. Okkur er það minnisstætt á táningsárunum hvað Soffía var elegant, hún var ekki bara undurfríð, heldur hafði hún lag á því að klæða sig eins og stjörnurnar sem við sáum í leik- arablöðunum, ljósa hárið var allt- af túberað, eyelinerinn hárfínn og beittur og augnskuggar og vara- litir valdir af mikilli kostgæfni og smekkvísi. Við sem yngri vorum horfðum á þessa eðalskvísu í níð- þröngum kvartbuxum og háum hælum með lotningu og okkur langaði allar að verða töff eins og Soffía. Undanfarin ár höfum við Slauf- urnar, eins og við köllum okkur, hist nokkrum sinnum á ári, sú okkar sem aldrei missti af fræn- kufundi var Soffía, hún var mikill ástríðugolfari og spilaði á hverj- um degi, það voru tvær undan- tekningar á því, annað var veðrið og hitt var stund með Slaufunum. Soffía var mikilvægur hlekkur í okkar keðju, við áttuðum okkur fljótlega á því að það var talsvert meira í henni Soffíu heldur en elegans og töfrandi útlitið. Við fórum í nokkrar utanlands- ferðir saman og í ágúst á síðasta ári var ákveðið að Slaufurnar færu allar í vorferð til Lissabon, sem nú kallast Flissabon, árinu áður fórum við til Bath og þá var það Soffía sem var fararstjóri og skipulagði ferðina með miklum glæsibrag. Þann 31. janúar sl. fengum við tölvupóst frá Soffíu þar sem hún segir okkur frá veikindum sínum, hún sagðist hafa sagt lækninum að hún mætti ekki vera að því að standa í þessu veseni því að hún væri að fara í frænkuferð til Lissabon. Síðar í þessu sama tölvubréfi segir hún okkur frá dagskránni sinni, fer ekkert út en er í stífu prógrammi heima, það fyrsta sem hún geri á morgnana sé snyrting, maskari og varalitur, síðan er kíkt í tölvuna. Þar var henni vel lýst, Soffía kíkti ekki ómáluð í tölvuna þó svo að klukk- an væri sjö að morgni. Um miðjan mars sendi hún okkur aftur tölvubréf, þá var hún búin að greiða ferðina og panta hjólastól við komuna til Lissabon. Það var hvorki hjólastóll né hækja með í för þar, Soffía strunsaði upp og niður snarbratt- ar göturnar í Lissabon eins og skvísan sem við munum eftir í barnæsku, hún blómstraði af gleði og hamingju yfir að vera með okkur, sagði að tilhlökkunin hefði haldið í sér lífinu undanfarn- ar vikur sem hefðu verið erfiðar. Eftir að heim kom dró mjög af henni og í júlí var hún lögð inn á sjúkrahús, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt. Elsku Soffía, duglega, kjark- mikla og æðrulausa frænka, við kveðjum þig með söknuði og þökkum gleðistundirnar sem þú gafst okkur öllum. Minning þín lifir. Bergsfólki, Bjarna Jóhanni, Birni, Öldu og fjölskyldum þeirra sendum við hugheilar samúðar- kveðjur, Dísella, Kristín, Solveig, Þórdís Kjartans, Margrét, Björg Kjartans, Sæunn, Ásta Kjartans, Lóa Dís, Þórdís Stefáns, Þórdís Guðrún, Þór- dís Ósk, Ásta Jovva, Ásdís Rósa, Guðrún, Björg Baldurs og Tordis Gudrun. Soffía Vernharðsdóttir var fyrsti starfsmaðurinn sem ég réð í vinnu sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. Þetta var á árinu 1987 og ég nýbyrjaður í starfi. Forveri hennar hafði kann- að fyrir mig hvaða fólk væri í boði hjá ráðningarstofum og Soffía kom í viðtal. Hún var ráðin sam- stundis og við störfuðum saman hjá Verslunarráðinu allan minn 15 ára starfstíma þar. Ég spurði hana fyrst og fremst að því hvort hún kynni til verka í bókhaldi og fjármálaumsýslu en ekkert um menntun (sem kom reyndar fyrst fram þegar Soffía átti að fylla út menntunarupplýsingar á eyðu- blaði og spáði í hvort hún ætti að skrifa „rekin úr landsprófi“). Soffía meira en kunni sitt starf. Hún stóð sig ótrúlega vel, var ná- kvæm og hélt utan um alla hluti hvort sem það sneri að fjármál- unum eða rekstrarmálum skrif- stofunnar. Það var hægt að treysta henni í blindni. Hún var afar trú Versl- unarráðinu og hafði mikinn metn- að fyrir þess hönd. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og þoldi ekki heldur annað hjá sam- starfsmönnum. Stundum þótti þeim nóg um agann sem Soffía vildi halda uppi en ég benti þeim á að þetta væri einmitt hlutverk hennar og þegar upp var staðið bar samstarfsfólkið mikla virð- ingu fyrir Soffíu og þótti afar vænt um hana. Hún hafði nefni- lega stórt hjarta og veitti fólki góðan stuðning þegar hans var raunverulega þörf. Soffía var mjög góður vinnufélagi og virk á gleðistundum starfsfólksins. Hún naut þess að skemmta sér með því og gaf mikið af sér með sögum og gleðispjalli. Ein besta lýsingin á hlutverki Soffíu í Verslunarráðinu kom þegar Davíð Scheving Thor- steinsson skýrði það út fyrir okk- ur að á hverjum vinnustað væri alltaf ein kona sem í raun réði öllu. Hlutverk Soffíu var skilgreint eftir gamla skólanum sem endur- skoðendum þykir ekki ganga nú á tímum, en hún sá um allt bókhald og milliuppgjör, reikningagerð, innheimtu, greiðslur, bankasam- skipti, fjárfestingar, innkaup og önnur rekstrarmál enda var skrifstofan ekki stór og mikla að- sjálni þurfti til að endar næðu saman. Endurskoðendurnir voru alltaf afar ánægðir með Soffíu sem hafði hlutina í stakri reglu og okk- ur tókst að nurla saman mynd- arlegum varasjóði þrátt fyrir að hafa úr litlu að spila. Soffía var al- gjörlega með sálina í starfi sínu fyrir Verslunarráðið. Síðar skildi á milli Soffíu og Verslunarráðsins sem hafði þá líka skipt um nafn. En leiðir okk- ar Soffíu lágu saman aftur þegar ég starfaði hjá Samtökum at- vinnulífsins og við vorum með fé- lögum okkar í Alþýðusambandinu að koma VIRK af stað. Þá vantaði okkur traustan starfsmann til að halda utan um fjármálin tíma- bundið. Ég leitaði til Soffíu sem brást mér ekki frekar en endranær og tók verkefnið að sér. Hún vann það af miklum sóma og lagði sömu alúðina í vinnu sína eins og alltaf. Ég kveð Soffíu með mikilli virðingu. Hún reyndist mér ótrú- lega vel og var stoð mín og stytta meðan við unnum saman. Ég var ótrúlega heppinn þegar ég réð hana í vinnu og fæ það aldrei nóg- samlega þakkað. Guð blessi minningu hennar. Vilhjálmur Egilsson. Soffía Vernharðsdóttir Við barnabörnin vildum minnast afa með nokkrum orð- um og því ákváðum við að hittast góða kvöldstund til þess að minnast hans og syrgja en það var líka mikið um hlátur það kvöld, vegna þess að þannig var afi, hann var skemmtilegur! Afi var hress, fyndinn, góður, vildi allt fyrir mann gera og svo var hann líka skemmtilega stríðinn. Hann var mikill blómamaður og státuðu hann og amma af ein- um fallegasta garði bæjarins í mörg ár, þeim fallegasta að okkar mati. Afa þótti gaman að ferðast, þau fóru reglulega til útlanda og þá gat maður alltaf hlakkað til að fá eitthvað fallegt, oft eitthvert sniðugt dót sem ekki fékkst hér heima. Afa þótti mjög gaman að sýna okkur myndir frá ferðalögum þeirra ömmu og ósjaldan sátum við saman og skoðuðum fjöl- skyldumyndir. Afi og amma áttu hjólhýsi í Lundskógi og það var mikill metnaður lagður í þann sælureit og eigum við margar góðar minningar þaðan, maður fór aldrei svangur úr þeim heim- sóknum, ekki frekar en úr öðrum heimsóknum til afa og ömmu. Sjómennskan var stór hluti af lífi afa, hann fór með okkur krakkana í skemmtilegar skoðun- arferðir um skipin sem hann vann á og hafði afskaplega gaman af því að sýna okkur alla þessa skemmtilegu hluti sem tilheyrðu vinnunni hans. Okkur er mjög minnisstætt þegar afi var alltaf á upptökuvél- inni, með græjuna á öxlinni og oft- ar en ekki þóttist hann ekki vera að taka okkur upp, eru til margar Hrafn Ingvason ✝ Hrafn Ingvasonfæddist 5. ágúst 1937. Hann lést 4. september 2016. Útför Hrafns fór fram 12. september 2016. upptökur af mis- vandræðalegum augnablikum okkar sem amma fær aldr- ei leið á að sýna okk- ur. Afa leiddist ekki að stríða okkur, honum þótti til dæmis mjög gaman að nudda í okkur skeggbroddunum sínum og spyrja hvort hann þyrfti nokkuð að raka sig og sömuleiðis borða hákarl og blása framan í okkur vegna þess að hann vissi að okkur þótti lyktin vond. En hann hafði líka gaman af því að læðupokast með okkur og lauma að okkur sælgæti. Þegar farið var í búðina með afa var oft gripið með Blokk súkkulaði sem amma átti ekkert endilega að vita af og ef maður var sendur niður í geymslu með afa að sækja eitthvað kom maður vanalega með eitthvert góðgæti aukalega til baka. Afi var ávallt ungur í anda og þótti honum gaman að leika við okkur, feluleikir voru mjög vin- sælir og sátum við líka oft upp á lofti að horfa á teiknimyndir með afa, Tommi og Jenni, Simpsons, Línan og Denni dæmalausi voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Afi hafði gaman af jólahátíðinni og þá sérstaklega áramótunum. Jólastemningin kom alltaf þegar afi kom heim af sjónum í desem- ber og skreytti húsið. Flugeldar voru mikil ástríða hjá afa og því var aldrei leiðinlegt um áramótin hjá afa og ömmu og snerust hver áramót um að toppa þau síðustu. Við vitum að þig langaði að fá að upplifa ein jól í viðbót áður en veikindin tækju þig frá okkur og það var ósk okkar allra sem við fengum því miður ekki uppfyllta en þú munt vera með í hjörtum og hugum okkar allra. Elsku besti afi okkar, það er með miklum söknuði í hjarta sem við kveðjum þig en um leið með gríðarlegu þakklæti fyrir öll ynd- islegu árin og minningarnar sem við fengum að njóta með þér. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín barnabörn, Hrafnhildur, Arnbjörn, Karl, Stella, Svandís, Katrín, Daníel, Elva, Elmar, Hákon og Atli Genginn er góður maður. Hrafn Ingvason var einn af okkar allra fyrstu starfsmönnum. Gríð- arlega duglegur, ósérhlífinn með eindæmum og með einstaklega létta og jákvæða lund. Þegar horft er til baka kemur dillandi hlátur hans fyrst í hug ásamt minningunni um hvað alltaf var gaman í vinnunni og ekki skemmdi fyrir ef þurfti að standa frívaktir. Krummi sá um fiskvinnsluvél- arnar, þeim var vel sinnt og aldrei vantaði smurningu. Hann umgekkst flökunarvélina á sama hátt og sjálfan sig, sú skyldi vera látin vinna og það var aðdáunarvert að horfa á hvað hann kom af fiski þar í gegn, og þegar eitthvað fór úrskeiðis greip Krummi til verkfæra sem dugðu og var fljótur til. Það rifjast upp þegar Krummi tók að sér að kenna áhöfn á skoskum togara á flökunarvél, hann var ekki mála- maður en með sínu létta og já- kvæða hugarfari tókst það með ágætum og lengi á eftir spurði áhöfnin hvort Krummi kæmi ekki aftur, það segir mikið um hann. Minning um góðan dreng lifir. Stellu og afkomendum sendum við okkar innilegustu kveðjur. F.h. Samherja hf., Kristján Vilhelmsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORLEIFUR STEFÁN GUÐMUNDSSON, löggiltur fasteignasali og líffræðingur B.Sc., Jakaseli 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. september. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 15. Sérstakar þakkir fær starfsfólk 11G fyrir einstaka umönnun og hlýju. . Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigurður James Þorleifsson, Ólöf B. Margrétardóttir, Elín Þorleifsdóttir, Pétur Rúnar Sverrisson, Kári Þorleifsson, Bjarki Þorleifsson, Bjartur Þorleifsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, TRAUSTI KLEMENZSON rafvirkjameistari, Álfheimum 13, Reykjavík, lést af slysförum 3. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 16. september klukkan 15. . Klemenz Kr. Traustason, Óskar Traustason. Móðir okkar, VIGDÍS PÁLSDÓTTIR handavinnukennari, verður jarðsett frá Neskirkju fimmtudaginn 15. september klukkan 15. . Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir, Páll Baldvin Baldvinsson, og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GÍSLÍNA JÓNASÍNA JÓNSDÓTTIR, Lína, Hjúkrunarheimilinu Grund, áður Gnoðarvogi 28, Reykjavík, lést laugardaginn 10. september. Jarðarförin auglýst síðar. . Jón Leósson, Regína Magnúsdóttir, Bjarni Júlíusson, María Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Fjóla Hilmarsdóttir, Ásta Hilmarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Eva Ström, Egill Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG EYÞÓRSDÓTTIR áður til heimilis að Miklubraut 86 lést miðvikudaginn 7. september á Elli- og dvalarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 21. september kl. 13:00. . Þórhallur Borgþórsson Gróa R. Bjarnadóttir Eyþór Borgþórsson Bára Emilsdóttir Sigurborg Borgþórsdóttir Jón Svanþórsson Halldór Borgþórsdóttir Aðalheiður Alfreðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.