Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Við Gunnuhver á Reykjanesi Ferðamenn hafa verið áberandi á Íslandi undanfarin misseri og útlendinga hefur mátt sjá á ólíklegustu stöðum. Þeim hefur fækkað með haustinu en engu að síður eru þeir enn víða. Ómar Hvernig lítum við á það landslag sem við okkur blasir? Er það aðeins náttúran þar sem ummerki mann- anna er hvergi að sjá eða felst meira í því sem við köllum lands- lag? Getur hugsast að ferðamenn sem sækja landið heim líti öðrum augum á þá hluti sem okkur þykja hversdagslegir eða jafnvel ómerkilegir og leggi aðra merk- ingu í landslag en við gerum? Í þessu sambandi er ekki úr vegi að velta fyrir sér hugtakinu menn- ingarlandslag sem svo mjög er til umræðu í grannlöndum okkar. Menningarlandslag og sérkenni Þegar maður ferðast um landið sjást ýmis ummerki um búskap, mismunandi eftir svæðum eins og gengur. Búskapurinn á þátt í að skapa svokallað menningarlands- lag sem er vel þekkt hugtak er- lendis. Líklega er okkur Íslend- ingum ekki jafn tamt að nota hugtakið eða átta okkur á hvað í því felst. Fyrsta dæmi Orðabókar Háskóla Íslands um menningar- landslag í ritmáli er frá árinu 1992. Samkvæmt skilgreiningu National Geographic Society er menning- arlandslag einfald- lega það landslag sem fólk hefur breytt. Þetta er dálítið víð skilgreining og unnt er að flokka menn- ingarlandslagið í nokkra þætti. Það er allavega ljóst að við erum dagsdaglega með menningarlands- lagið allt í kringum okkur. Ef það er eitt- hvað í því sem er at- hyglisvert eða sérstakt er ekki víst að við Íslendingar verðum vör við það. Utanaðkomandi þurfa kannski að benda okkur á það, því glöggt er gests augað. Þannig sjáum við að útlend- ingar hafa gaman af að skoða gömlu timburhúsin sem við höfum lært að klæða með bárujárni, steinblikki eða jafnvel steinskífum til að verja timburklæðningu og húsgrindina fyrir óvenjulegu veð- urálagi hérlendis. Fjölbreytt lita- val á þökum og húsveggjum er annað sem greinilega vekur at- hygli. Það þarf ekki annað en gera netleit og slá inn „houses in Reykjavik“ til að átta sig á þessu. Þá birtast gjarnan myndir af hús- um í gömlum hverfum sem við sýnum ef til vill ekki tilhlýðilega virðingu. Nýlega hefur komið fram hugtakið notopia sem felst í stórum dráttum í því að hönnun bygginga og borgarumhverfis er að verða afar lík hvar sem er í heiminum og sérkenni einstakra staða glatast smátt og smátt sem verður að teljast miður. Samfélagsleg þýðing sauðfjárbúskapar Í rannsóknarverkefni um sauð- fjárbúskap og samfélagsáhrif hans á vegum Rannsóknamið- stöðvar Háskólans á Akureyri á síðasta ári kom meðal annars fram að þeir sem búskapinn stunda voru mjög meðvitaðir um að ákveðin tegund menningar tengdist honum. Fyrir dæmigert borgarbarn eins og höfund þess- ara lína var ekki síst athyglisvert að fá innsýn í sauðfjárbúskapinn og fræðast um samfélagslegt hlutverk hans, meðal annars með viðtölum við bændur víða um land. Samkvæmt þeim viðtölum einkennist atvinnugreinin af mikl- um hefðum svo sem í tengslum við göngur og réttir sem hafa ver- ið stundaðar með svipuðum hætti mann fram af manni. Þá stuðli sauðfjárbúskapur að samvinnu í bændasamfélaginu, því mörg verkefnanna sé aðeins unnt að stunda í samvinnu. Þannig væri þessi búskapur ákveðið lím í við- komandi samfélagi. Áhugi minn hefur í framhaldinu beinst að því að velta fyrir mér hvernig þessi tiltekna tegund samfélags birtist okkur og einnig ferðamönnum, jafnt íslenskum og erlendum. Flestir utanaðkomandi átta sig líklega ekki á öllum þeim þáttum sem felast í því að stunda sauðfjárbúskap en þekkja kannski helstu heiti, svo sem göngur, rétt- ir, afréttir, mark, markaskrár, fjallskil, fjallmenn og heimalönd en síður hvað þetta nákvæmlega þýðir eða hvernig það virkar. Sumt af þessu blasir við og er áberandi, annað síður. Greinilegt er að minjagripir sem tengjast landbúnaði eru fjölbreyttir og skapa bæði efnivið og fyr- irmyndir. Líklega er lopapeysan með markverðustu minjagrip- unum. Menningarlandslag í sveitunum Ef við veltum fyrir okkur hvort það menningarlandslag sem land- búnaðurinn skapar getur haft svipað aðdráttarafl og hið sér- staka í þéttbýlinu þá koma upp ýmis álitamál svo sem skil hins náttúrulega og manngerða. Sumt af mikilvægu menningarlandslagi sveitanna er þó nokkuð augljóst svo sem gömlu torfbæirnir er njóta virðingar sem einstakar byggingarsögulegar minjar. Ann- að sem greinilega er farið að vekja mikinn áhuga er eyðibýlin sem er fjölmörg að finna um allt land og eru hluti af bygging- ararfleifðinni, sögu sveitanna og þéttbýlisvæðingunni. Hins vegar virðist vera óljósara gildi þess menningarlandslags sem einkenn- ist af landbúnaðarstarfsemi sem er í gangi í dag. Útlendingum virðist ef marka má netið finnast merkilegt að sjá sauðfé í landslaginu, fjölbreytta húsagerð bóndabæja, gamlar kirkjur á bæjarhlaðinu, hross á beit, eyðibýlin og að sjálfsögðu torfbæinn. Svo eru auðvitað al- geng mótífin þar sem aðeins nátt- úrlegt landslag ber fyrir augu. Í könnunum meðal erlendra ferða- manna virðist ekki hafa verið spurt sérstaklega um menningar- landslag og þýðingu þess en vert væri að gefa þessum þætti meiri gaum í rannsóknum. Það gæti verið liður í því að varðveita það sem telst sérstakt og áhugavert í menningu okkar og því landslagi sem hún þrífst í. Eftir Hjalta Jóhannesson »Nýlega hefur komið fram hugtakið no- topia sem felst í stórum dráttum í því að sér- kenni einstakra staða glatast smátt og smátt sem er miður. Hjalti Jóhannesson Höfundur er sérfræðingur hjá Rann- sóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Glöggt er gests augað Afrakstur af góðu há- skólanámi kemur meðal annars fram í nýsköpun og öflugu frumkvöðlastarfi. Það er því bæði spennandi og ánægjulegt þegar frum- kvöðlastarf á sér stað innan háskólasamfélagsins og ekki síst á sviði þar sem fáir gætu ímyndað sér að nokkur ný- sköpun gæti átt sér stað og raungerist í virðisskapandi verkefnum. Gott dæmi um slíkt starf er al- þjóðlega ráðstefnan Charge, sem haldin verður í Hörpu dagana 19. og 20. sept- ember nk. Á ráðstefnunni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, verður fjallað um vörumerkjafræði og markaðssetningu í orkugeiranum. Ráð- stefnuna munu sækja fulltrúar margra af stærstu orkufyrirtækjum heims og alþjóðlegir sérfræðingar á sviði vöru- merkjafræða. Breytt regluverk og sífelld tækni- þróun hefur fjölgað þeim til muna sem nú geta boðið upp á orku og því horfa orkufyrirtæki heimsins til þess að þurfa að bregðast við fyrrnefndum atriðum. Hingað til hafa orkufyrirtæki í raun lítið þurft að hafa fyrir því að laða til sín og halda í viðskiptavini, huga að vöru- merkjum eða ímynd sinni þar sem flest orkufyrirtæki heimsins hafa boðið upp á nauðsynjavöru – oft í skjóli einokunar eða ríkisreksturs. Huglægir þættir Það frumkvöðlastarf sem felst í und- irbúningi og umsjón slíkrar ráðstefnu er fyrirmyndardæmi um það öfluga starf sem á sér stað innan veggja háskóla hér á landi. Að sama skapi er ráðstefnan afrakst- ur þess að hugsa út fyrir boxið eins og sagt er. Íslendingar eru nú þegar fram- arlega í verklegum þáttum sem snúa að nýtingu orku, ekki síst þegar kemur að tæknimálum og verkfræðinni sem fylgir því að beisla endurnýjanlega orku til gagns. Eins og það er mikilvægt að kunna að nýta orku er jafn mikilvægt að kunna að selja hana með hámarksábata til neytenda af öllum stærðum og gerð- um, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Nú stígum við Íslendingar fyrsta skrefið að huglægum og óáþreifanlegum þáttum orkugeirans. Vöru- merkjafræði og mark- aðssetning er mik- ilvægur þáttur þegar kemur að því að mynda traust samband á milli orkusala og orkukaup- andans. Rétt eins og verkfræðingurinn þarf að skilja verklega þætti orkunýtingar þarf markaðsfræðingurinn að skilja þarfir, hugsanir og vilja við- skiptavina orkufyrirtækjanna. Innan veggja háskólanna er nú unnið að öllum fyrrnefndum þáttum. Dýrmæt reynsla nemenda Undirritaður hefur nú unnið að und- irbúningi ráðstefnunnar um árabil auk þess að sinna ráðgjöf og þjónustu við sum stærstu orkufyrirtæki heims. Fjölmargir nemendur háskólans hafa tekið þátt í þeim verkefnum sem nú þegar hafa vakið athygli á Íslandi og því starfi sem er unn- ið hér í tengslum við orkugeirann. Þetta á bæði við hagnýta hluti, t.d. ráðgjöf og ráðstefnuhald, og einnig fræða- samfélagið. Þátttaka nemenda í slíkum verkefnum skilar þeim ekki aðeins bóklærðum út í atvinnulífið, heldur einnig með dýrmæta reynslu sem nýtast mun til lengri tíma. Góður árangur fræðasamfélagsins bæði kennara og nemenda þegar kemur að rannsóknum, ráðstefnuhaldi eða atvinnu- þátttöku er samofinn velgengni skólanna. Ég hvet sem flesta til að kynna sér efni ráðstefnunnar og þá mikilvægu þætti sem þar koma fram. Eftir Friðrik Larsen »Rétt eins og verkfræð- ingurinn þarf að skilja verklega þætti orkunýt- ingar þarf markaðs- fræðingurinn að skilja þarfir, hugsanir og vilja viðskiptavina orkufyr- irtækjanna. Friðrik Larsen Höfundur er lektor við HÍ og framkvædastjóri LarsEn Energy Branding. Reynsla sem skilar sér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.