Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 12
Bíó Að loknu námskeiði sýna nemendur myndirnar sínar í Bíó Paradís.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Þetta er bara svo skemmti-legt. Það er eitthvað alvegsérstakt við þennanaldurshóp sem ákveður að
taka sér tíma til að vera skapandi
og búa eitthvað til, þrátt fyrir að
vera jafnvel í fullri vinnu eða námi.
Honum fylgir mikill kraftur sem er
alveg einstaklega skemmtilegt að
vera í kringum og vinna með,“ segir
Þorbjörg Jónsdóttir, kvikmynda-
gerðarkona og myndlistarmaður.
Hún rekur Teenage Wasteland of
the Arts ásamt eiginmanni sínum,
Lee Lynch, og í samvinnu við Hitt
Húsið halda þau námskeið í kvik-
myndagerð og vídeóinnsetningum
fyrir 16-25 ára, sem hefst á morgun,
14. september. Að námskeiðinu
loknu sýna nemendur afraksturinn í
Bíó Paradís.
Hjónin hafa haldið þessi nám-
skeið fjórum sinnum áður hér á
landi og einnig í Los Angeles en þau
bjuggu þar um árabil og stunduðu
nám áður en þau fluttu til landsins.
Í Los Angeles unnu þau mikið með
ungu fólki og út frá því varð nám-
skeiðið til. Heiti námskeiðsins,
Teenage Wasteland of the Arts, vís-
ar í laglínu úr laginu Baba o’Riley
með hljómasveitinni The Who, sem
er greinilega í uppáhaldi hjá þeim
hjónum.
Á námskeiðinu hafa nemendur
m.a. gert heimildarmyndir, tónlist-
armyndbönd, leiknar stuttmyndir,
myndlistarvídeó, vídeóljóð og svo
mætti lengi telja. Nemendahópur-
inn á námskeiðinu hefur verið fjöl-
breyttur í gegnum tíðina, allt frá
menntaskólanemendum til útskrif-
aðra leikara. Nemendur þurfa
hvorki að búa að reynslu í kvik-
myndagerð né eiga dýrar græjur til
að búa til eigið efni á námskeiðinu.
Ein aðalhugmyndin að baki
námskeiðinu er að finna leiðir til
listköpunar þrátt fyrir að hafa ekki
aðgang að fínustu græjunum heldur
komast að því hvernig er hægt að
framkvæma þær hugmyndir með
því að notast við tiltæk tæki.
Vinna með áhugasvið
Námskeiðið er byggt upp eins
og nám í listaháskóla en bæði Þor-
björg og Lee Lynch hafa kennt á
háskólastigi, Þorbjörg bæði við
Listaháskóla Íslands og California
Institute of the Arts í Los Angeles,
og Lee við Kvikmyndaskóla Íslands.
Á námskeiðinu í Hinu Húsinu
hittast nemendur einu sinni í viku
Eitthvað alveg sér-
stakt við aldurshópinn
Mikill sköpunarkraftur er það sem ungmenni frá Kaliforníu og Íslandi eiga sam-
eiginlegt. Þetta segir kvikmyndagerðarkonan Þorbjörg Jónsdóttir sem heldur kvik-
myndanámskeið fyrir aldurshópinn 16 til 25 ára með eiginmanni sínum Lee
Lynch í samstarfi við Hitt Húsið. Þau hafa haldið námskeiðið hér og einnig í Los
Angeles þar sem þau bjuggu um árabil og segja nálgun hópanna ólíka eftir um-
hverfinu sem þeir alast upp í en í grunninn sé manneskjan alltaf eins.
Námskeið Ungmennum frá 16 til 25
ára stendur námskeiðið til boða.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
6.300
5.900
Bankastræti 12 | 101 Reykjavík | Sími 551 4007skartgripirogur.is
Skírnargjafir
Múmínálfarnir
6.300
6.300
Það verður vafalítið forvitnilegt og
skemmtilegt að hlusta á Guðmund
Andra Thorsson rithöfund flytja
fyrirlestur um Sveinbjörn Egilsson í
Norræna húsinu á morgun, miðviku-
dag, kl. 17. Erindið er svokallaður
fyrirlestur Sigurðar Nordals, sem
fest hefur sig í sessi og er ævinlega
fluttur á fæðingardegi Sigurðar.
Á vef Árnastofnunar segir Guð-
mundur Andri að Sveinbjörn Egils-
son höfði sérstaklega til sín:
„Hann er líka skemmtilega öðru-
vísi en margir aðrir karlar á 19. öld –
ekki jafn mikill svona karl og þeir:
hann var skegglaus, lágvaxinn,
drengjalegur og notaði stöng til að
stökkva yfir skurðina á Álftanesi
eins og Þórarinn Eldjárn orti frægt
ljóð um. Þegar maður fer annars að
hugsa um Sveinbjörn slær það
mann að við þekkjum hann fyrst og
fremst fyrir það sem hann var öðr-
um – ekki fyrir það að láta aðra snú-
ast kringum sig eða vera sífellt að
stússast kringum sjálfan sig eins og
skáldum er stundum tamt að gera.
Hann var faðir og að minnsta kosti
tvö barna hans koma við íslenska
bókmenntasögu, Þuríður Kúld sem
kom Matthíasi Jochumssyni til
mennta og átti dramatíska ævi og
svo Benedikt Gröndal sem hefur hin
seinni ár notið virðingar sem fjöl-
fræðingur og frumkvöðull í alls kon-
ar fræðum. Viðhorf Gröndals til föð-
ur síns voru nokkuð
mótsagnakennd, hann talaði um
hversu kaldur og fjarlægur hann
hefði verið en var líka mjög annt um
sæmd og orðspor hans. Sveinbjörn
var kennari Fjölnismanna, Jónasar
og Konráðs, og lagði ásamt öðrum
kennurum Bessastaðaskóla grunn-
inn að málstefnu þeirra og þar með
þeirri stefnu sem við höfum fylgt
fram á okkar daga. Hann var líka
rektorinn sem fyrsta íslenska
stúdentauppreisnin beindist gegn,
þegar skólapiltar hrópuðu að hon-
um „Pereat“ árið 1850 vegna þess
að hann vildi að þeir gengju í
bindindisfélag en þeir vildu komast
á fyllirí. En mikilvægast er að Svein-
björn lagði sitt af mörkum til ís-
lenskunnar og íslenskra fræða og
það er fyrir frjóa og menntaða menn
eins og hann að sá þráður sem kalla
má íslensk fræði er enn óslitinn.“
Vefsíðan www.arnastofnun.is
Morgunblaðið/Ómar
Skáld Guðmundur Andri ætlar að spjalla um Sveinbjörn Egilsson.
Hann notaði stöng til að
stökkva yfir skurði
Sem betur fer hefur áhugi á hvers-
konar handverki aukist mjög hér á
landi og fyrir vikið er gefið meira
út af bókum sem tengjast því. Ný-
útkomnar eru tvær þýddar bækur
fyrir þá sem vilja læra að sauma
eða hekla. Þar er farið á mynd-
rænan hátt yfir öll grundvallar-
atriðin í hekli og saumaskap. Það
getur verið gott að læra hvernig á
að sauma vasa og hálsmál, hvernig
á að falda, gera rykkingar og fell-
ingar, svo dæmi sé tekið um
saumaskapinn. Í heklbókinni er
meðal annars farið yfir hekl-
aðferðir, hekltækni, frágang og
uppskriftir.
Hver sem er getur lært þetta
sjálfur með svona skýringarbækur
sér við hlið og þeir sem hafa lagt
saumaskap og eða hekl á hilluna
árum saman gætu líka nýtt sér
svona bækur með leiðbeiningum til
að rifja upp handbragðið.
Öll grundvallaratriðin sýnd á myndrænan hátt
Gott að læra skref fyrir skref
bæði í hekli og saumaskap
Bækur Góðar fyrir byrjendur.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.