Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016
Hraunbergi 4, 111 Reykjavík, sími 530 9500
• Frí heimsending lyfja
• Góð kjör fyrir eldri
borgara og öryrkja
• Gerðu verðsamanburð
• Lyfjaskömmtun á góðu verði
góð þjónusta
ogPersónuleg
Opið alla virka daga kl. 8:30-18:00
Heilbrigð skynsemi
Heilsugæsla
efra Breiðholts
Gerðuberg
Lyf á lægra verði
Rafmagnshjól.is • Fiskislóð 45 • Sími 534 6600
Hollensk
rafmagnshjól
vönduð og margverðlaunuð
Fáir menn íslenskir hafa unniðmeira en Steingrímur J. Sig-
fússon gerði á síðasta kjörtímabili,
ef marka má lýsingar hans sjálfs,
sem varla er ástæða til að efast um.
Samkvæmt nýrriskýrslu meiri-
hluta fjárlaganefnd-
ar Alþingis um
seinni einkavæð-
ingu bankanna er
þó ljóst að mörg
stærri Grettistökin
sem Steingrímur
hóf á loft hefðu bet-
ur legið óhreyfð.
Vitað var að vinstri stjórn Sam-fylkingar og VG, sem tók við
snemma árs 2009, olli miklum
skaða. Engu að síður er sláandi að
sjá þann hluta tjónsins sem snýr að
síðari einkavæðingu bankanna
svart á hvítu.
Efnahagslífið hefði getað risiðhratt misserin eftir fall bank-
anna eins og um hnútana hafði ver-
ið búið með neyðarlögunum, en eins
og fram kemur í skýrslunni hafði
Steingrímur J. neyðarlögin að engu
þegar hann tók við í fjármálaráðu-
neytinu snemma árs 2009.
Hann tók fram fyrir hendurnará FME og hóf sjálfur samn-
ingagerð við erlendu kröfuhafana
með friðþægingu og undirlægju-
hátt að leiðarljósi.
Niðurstaðan varð sú að hann af-henti þeim bankana og gríð-
arlegan ávinning af rekstri þeirra,
en hélt áhættunni hjá skattgreið-
endum.
Skýrslan verður væntanlega ekkisíðasta orðið um þessi afglöp
vinstri stjórnarinnar. Þau voru al-
menningi dýr og hann á kröfu til
þess að málið fái eðlilega meðferð.
Steingrímur J.
Sigfússon
Alvarleg afglöp
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 12.9., kl. 18.00
Reykjavík 10 rigning
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 12 rigning
Ósló 18 léttskýjað
Kaupmannahöfn 21 heiðskírt
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 28 skýjað
Brussel 28 heiðskírt
Dublin 21 skýjað
Glasgow 20 rigning
London 24 léttskýjað
París 30 heiðskírt
Amsterdam 28 léttskýjað
Hamborg 29 heiðskírt
Berlín 31 heiðskírt
Vín 28 heiðskírt
Moskva 20 léttskýjað
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 12 alskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 22 léttskýjað
Chicago 22 heiðskírt
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:47 20:01
ÍSAFJÖRÐUR 6:49 20:09
SIGLUFJÖRÐUR 6:32 19:52
DJÚPIVOGUR 6:16 19:31
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
„Það var enginn köttur aflífaður, það
er tómur misskilningur,“ segir
Ragnar Guðlaugsson mein-
dýraeyðir. Uppi hafa verið ásakanir
á hendur Ragnari um að hann hafi
aflífað ketti í Hafnarfirði án þess að
hafa nokkurt leyfi til þess. Rataði
málið á borð umhverfis- og fram-
kvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar
þar sem það er til skoðunar.
Félagið Villikettir hefur kært
meint framferði Ragnars til Mat-
vælastofnunar. Villikettir hafa það
að markmiði að fækka villiköttum
með mannúðlegum hætti; fanga þá,
gelda og sleppa þeim.
Þegar Ragnar er spurður um hvað
hann hafi gert við villikettina full-
yrðir hann að hann hafi aðeins flutt
þá til. Farið með þá frá einum stað
til annars.
Hver bað þig um að gera það?
„Það kemur engum við. Þú færð
aldrei að vita það. Ég vil ekkert
meira um þetta mál segja, vertu
blessaður,“ sagði Ragnar.
Þegar rætt er við Arndísi Björgu
Sigurgeirsdóttur sem er í stjórn fé-
lagsins Villikatta segir hún að fé-
lagsmenn hafi heyrt af því að mein-
dýraeyðirinn hafi gortað sig af því að
vera að drepa villiketti í Hafnarfirði.
Þarf að skila skýrslu
„Þetta spurðist til okkar og við
létum Hafnarfjarðarbæ vita. Við
teljum að hann hafi meira að segja
aflífað ketti sem voru merktir frá
okkur,“ segir Arndís Björg. „Okkur
finnst slæmt í fyrsta lagi að hann
skuli vera með leyfi sem mein-
dýraeyðir þrátt fyrir að brjóta lög. Í
öðru lagi skilar hann engri skýrslu
um þessi dráp á villiköttum. Ef
meindýraeyðir er fenginn á staðinn
þarf að skila skýrslu. Villikettir eru
nauðsynlegir í okkar vistkerfi, þeir
halda rottum frá. Halda frá mávum,
minkum og músum. Þeir gera eng-
um mein.
Okkar hugur stendur til að fækka
þeim á mannúðlegan hátt. Það er
svakalegt að horfa uppá læður vera
að eiga oft á ári. Litlir kettlingar
sem eru að fara inní harðan vetur. Á
sumrin er þetta í fínu lagi en á vet-
urna er þetta mjög erfitt.“
Morgunblaðið/Golli
Villikettir á Íslandi Félagasamtökin vinna að því að bæta líf villi- og úti-
gangskatta á Íslandi á sama tíma og spornað er við fjölgun þeirra.
Villikettir hugsanlega
felldir í leyfisleysi
Kæra á borði Matvælastofnunar
Misskilningur, segir meindýraeyðir