Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.09.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2016 Nú Nú er ég aðfara að taka ámóti Michael J. Moritz, sem er mjög þekktur söngleikjakenn- ari og framleiðandi í Bandaríkjunum,“ segir Valgerður Guðnadóttir, söng- og leikkona. „Hann verður með masterclass við söngleikjadeild Söng- skóla Sigurðar Demetz, sem við Þór Breiðfjörð sjáum um,“ en meðfram leik- og söngvinnunni hefur Valgerður verið að kenna frá 2009 í hluta- starfi. „Fram undan hjá okk- ur í skólanum er meðal annars Disney-námskeið og í framhaldinu af því verða tónleikar með okk- ur Þór og Felix Bergs- syni í Salnum í nóvember þar sem krakkarnir fá að syngja með. Svo er ég í nýstofnuðum kvartett sem heitir Kurr og við verðum með tónleika, einnig í Saln- um, sem eru hluti af tíbráröðinni í október.“ Þar verður fjölbreytt tónlist flutt, djass og dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum sem og argentínsk tangótónlist og svo syngur Valgerður einnig tvö lög með Ninu Simone. „Þetta verða aðrir tónleikar okkar, en fyrstu tón- leikarnir voru haldnir í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði fyrir nánast fullu húsi og var mikil stemning. Svo verður heilmikið prógramm með Óperudraugunum, þrennir til fernir tónleikar, sem verður ekki fyrr en í lok desember og byrj- un janúar og það er heilmikill undirbúningur fyrir það en ég bæði syng og kynni dagskrána. Svo er ég mikið að syngja hér og þar og veislustýra. Þegar söngnum sleppir geng ég á fjöll og fer líka í styttri göngur. Ég ákvað á síðasta ári að vera búin að fara í 40 göngur þegar ég yrði fertug, er búin með 39 og fer í fertugustu gönguna á afmæl- isdaginn. Það er í raun það eina sem er planað, en ætli við fjöl- skyldan förum ekki út að borða.“ Eiginmaður Valgerðar er Rögnvaldur Þórsson, sagnfræðingur og heimspekingur og deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg. Börn þeirra eru Ástríður Embla 10 ára og Sóley Aðalbjörg 8 ára og fyrir átti Valgerður Bergdísi Júlíönu Bender sem er 15 ára. Söngkonan Valgerður Guðnadóttir. Tvennir tónleikar í Salnum fram undan Valgerður Guðnadóttir er fertug í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg R eynir Þorsteinsson fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík 13.9. 1946 og átti fyrstu tvö æviárin heima í Miðbænum, í Vonarstræti 8, en flutti síðan á Laugateig 17 og átti þar heima til 12 ára aldurs. Fjölskyldan flutti svo á Kleppsveg 56, þar sem foreldrar hans höfðu keypt fokhelda íbúð sem unnið var við að standsetja myrkranna á milli: „Æskuárin voru lífleg við leik og störf í holtunum í Laugarási, í Vatnagörðum og túnunum fyrir neðan Kleppsveginn. Þar var ýmis- legt brallað. Ég æfði svo og keppti í knattspyrnu með Fram, ásamt vinum mínum.“ Reynir var í sveit í Laugardal í Árnessýslu þar sem afi hans og amma bjuggu á Apavatni fram til 1955: „Þar var ég oft megnið af sumrinu en 10 ára fór ég í sveit að Skipholti í Hrunamannahreppi og var þar í þrjú sumur. Ég byrjaði ungur að vinna á eyrinni á sumrin, var í byggingarvinnu og síðan þrjú sumur í síldarvinnu á Raufarhöfn.“ Reynir gekk í Laugarnesskóla, fór síðan í landspróf í Vonarstræti og lauk stúdentsprófi frá MR 1966. Læknisfræðin höfðaði til Reynis enda tveir móðurbræður hans læknar. Hann lauk cand. med. prófi frá HÍ 1974 og var tvö ár á kandí- datsári á Landspítala og Borg- arspítala en það leiddi hann síðan inn á starfsvettvang á Akranesi 1976, þar sem vantaði þá heilsu- gæslulækni. Þar hefur hann síðan eytt starfsævinni og hætti störfum eftir tæplega 40 ára viðveru, nú í sumar. Hann var yfirlæknir þar frá Reynir Þorsteinsson, fyrrv. yfirlæknir á Akranesi – 70 ára Stór fjölskylda Reynir og Guðbjörg Sæunn með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í Tyrklandi árið 2015. Nú er það golfið, skóg- urinn og barnabörnin Í gönguferð Reynir og Guðbjörg Sæunn við vegaskilti á Strútsvegi. Reykjavík Hilmar Páll Hallsson fæddist 14. júní 2016 kl. 21.46. Hann vó 4.578 g og 55 var cm langur. For- eldrar hans eru Sara Pálsdóttir og Hallur Örn Kristínarson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.