Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 215. tölublað 104. árgangur
ÁTTA ÍSLENSK
VERK FRUM-
FLUTT Í VETUR
KRISTJÁN
LANDSLIÐS-
ÞJÁLFARI SVÍA
MARÍA Í GRÆNU-
HLÍÐ KOMIN Í
SMALASKÓNA
HANDBOLTI ÍÞRÓTTIR 30 DAGA VERKEFNI 14ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ 30
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slysaslepping 120 þúsund regnbogasil-
ungar sluppu einnig úr kví í Berufirði í vor.
Fiskistofa fékk tilkynningu á
mánudaginn í síðustu viku um að
eldisfiskur hefði veiðst í Mjólká í
Arnarfirði. Eftirlitsmaður stofn-
unarinnar staðfesti að um regn-
bogasilung væri að ræða og fyndist
hann í ám í Patreksfirði, Tálkna-
firði, Arnarfirði og Dýrafirði.
Regnbogasilungur er notaður í
fiskeldi og er ekki náttúrulegur í ís-
lenskum ám. Fiskeldismönnum ber
að tilkynna slys sem verða af þessu
tagi en engar slíkar hafa borist til
Fiskistofu.
Landssamband fiskeldisstöðva
hefur haft samband við stærstu
stöðvarnar og kannast stjórnendur
þeirra ekki við að fiskur hafi slopp-
ið. »4
Regnbogasilungur í
ám á Vestfjörðum
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Þar er starfandi
ADHD-teymi sérfræðinga.
Frá því að ADHD-teymi fyrir full-
orðna var sett á laggirnar á Land-
spítalanum árið 2013 hafa 1.300 til-
vísanir borist þangað og 350
einstaklingar á aldrinum 20 ára og
eldri verið greindir með ADHD.
Sigurlín Hrund Kjartansdóttir,
sálfræðingur sem veitir teyminu for-
stöðu, segir að nú bíði 636 eftir að
komast að í greiningu og að með-
albiðtími sé 23 mánuðir. Fólkið er á
öllum aldri, flestir eru 20-40 ára og
kynjahlutföll eru svipuð.
Flestir fá lyfjameðferð sem er nið-
urgreidd og að sögn Sigurlínar hafa
margir ekki ráð á að sækja sér sál-
fræðimeðferð, þar sem hún er ekki
niðurgreidd.
Þessi langi biðtími hefur m.a. orð-
ið til þess að margir leita til sjálf-
stætt starfandi sérfræðinga eftir
greiningu. Sigurlín segir að það hafi
skapað vandamál, því mismunandi sé
hvaða vinnulagi sé fylgt við slíkar
greiningar og sumar þeirra því ekki
viðurkenndar alls staðar. Dæmi séu
um að fólk hafi greitt yfir 100 þúsund
krónur fyrir ADHD-greiningu sem
aðrir læknar hafi síðan ekki tekið
gilda. »6
636 fullorðnir bíða greiningar
Teymi LSH hefur greint 350 fullorðna með ADHD frá 2013
Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið fram
hjá Gróttu í gærkvöldi náði hann mynd af skæl-
brosandi ferðamönnum sem voru að taka myndir
af sólarlaginu. Þeir böðuðu út öngunum í átt að
sólarlaginu og tóku dansspor í fjörunni. Syngj-
andi kátir tóku þeir myndir í gríð og erg. Sól-
arlagið er einkar fallegt á þessum stað og ekki
að undra að ferðamönnum finnist mikið til þess
koma.
Dansandi ferðamenn í fjörunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sólsetur við Gróttu á Seltjarnarnesi
Samkvæmt nýjum ritreglum frá
Íslenskri málnefnd á að skrifa öll
tungumálaheiti með litlum staf,
einnig þau sem leidd eru af sér-
nafni. Undantekningar geta þó ver-
ið samsett orð eins og Svíþjóðar-
finnska og Finnlandssænska. Þá
segir einnig að orðasambönd með
töluorðum skuli rituð í aðskildum
orðum, t.d. tuttugu og tveir. Und-
antekningar frá þeirri reglu verði
að styðjast við hefð og má þá tölu-
orðið og nafnorðið renna saman í
eina heild í eignarfalli, sem dæmi
fimmaurabrandari og fjórða-
partsnóta. »18
Fimmaurabrandari
er undantekning
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Við erum byrjuð að skerða þjónustu
og lýsir það sér þannig að við sendum
börn heim af einni deild á dag, en
sjötta daginn fara systkini heim,“
segir Elín Erna Steinarsdóttir, leik-
skólastjóri á Bakkaborg í Breiðholti,
en orsök þessa er erfið staða leikskól-
anna í Reykjavík og áframhaldandi
krafa um frekari niðurskurð af hálfu
borgaryfirvalda. Á Bakkaborg starfa
alls 28 manns og segir Elín Erna
vanta 3 starfsmenn til viðbótar svo
kalla megi leikskólann fullmannaðan.
Börnin eru alls 115 talsins og fer
það eftir deildum hversu mörg börn
eru send heim tiltekinn dag. Þannig
eru suma daga 6 börn send heim en
mest fer það upp í 26 börn. Í gær var
16 börnum haldið heima. „Við getum
hins vegar ekki sent börn starfs-
manna heim því það myndi einungis
flækja stöðuna enn frekar með til-
heyrandi vandamálum fyrir alla,“
segir Elín Erna.
Loka 30 mínútum fyrr
Aðspurð segir hún flesta foreldra
taka þessari stöðu af æðruleysi.
„En sumir foreldrar eiga hins veg-
ar mjög erfitt með að leysa þetta og
skilja hreinlega ekki af hverju þessi
staða er komin upp,“ segir Elín Erna
og bætir við að sú skerðing sem nú er
viðhöfð á leikskólanum dugi varla.
Guðrún Jóna Thorarensen er leik-
skólastjóri á Sólborg í Vesturhlíð.
Hún segir ástand þar vera lítt skárra
en á Bakkaborg. „Hér, eins og alls
staðar annars staðar í Reykjavík,
vantar starfsfólk,“ segir hún og held-
ur áfram: „Þetta leiðir auðvitað til
skerðingar á þjónustu og við neyð-
umst til að stytta vistunartíma um 30
mínútur. Frá og með næstu mánaða-
mótum lokum við hálffimm.“
Þurfa að senda börnin heim
Alls þurftu 16 börn á leikskólanum Bakkaborg að halda sig heima í gær vegna
kröfu borgaryfirvalda um niðurskurð Suma daga þurfa 26 börn að vera heima
Skýrsla meirihluta fjárlaga-
nefndar Alþingis um einkavæðingu
bankanna hina síðari verður rædd í
fjárlaganefnd í dag.
„Við ætlum að kynna minnihlut-
anum skýrsluna ítarlega og þá geta
nefndarmenn fjárlaganefndar lagt
fram spurningar. Ég ætla að gera
það að tillögu minni að skýrslan
verði þingskjal og fái málsnúmer í
þinginu,“ sagði Vigdís Hauksdóttir,
formaður nefndarinnar. Þar með
mun skýrslan fara í málaröðina sem
liggur fyrir Alþingi. Vigdís sagði að
þegar skýrslan yrði orðin að þing-
skjali fyndist sér eðlilegt að skrifa
umboðsmanni Alþingis og ríkisend-
urskoðanda. »2
Vill að bankaskýrsl-
an verði þingskjal