Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Vertu viðbúinn vetrinum LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is María Friðgerður Bjarnadóttir bóndi í Grænuhlíð í Ketildölunum við Arnarfjörð ætlar í dag að bregða sér í smalaskóna og halda til fjalla. Þau Víðir Hólm Guðbjartsson eiginmaður hennar búa á stórri jörð sem þarf að smala og munu þau á næstu dögum ganga upp og fram dali, með fjörum og á tugi fjalla. „Hér í Ketildölum eru Grænahlíð og Hvesta einu bæirnir í byggð. Feigsdalur og Neðri-Bær í Selárdal eru farnir í eyði. Þegar byggð leggst af þurfa þeir bændur sem eftir eru einir að sinna smala- mennskunni – og sjálfsagt verður þetta 30 daga verkefni. Við þurfum að smala svæðið alveg utan frá Tálkna og svo inn Ketildali og alveg inn í botn Arnarfjarðar þar sem heitir Geirþjófsfjörður. Svo munum við aðstoða vinafólk okkar sem býr á Brjánslæk á Barðaströnd, fara þar um stórt svæði þar og smala nokkrum þúsundum fjár til bæja. Þetta verður mikil vinna, en að sama skapi skemmtileg,“ segir María. Með fimm hunda til halds og trausts Þau María og Viðar búa með alls um 800 fjár og á landsvísu eru fáir með stærri bú en þau. „Ég er úr Bolungarvík en er að hluta ættuð úr Skagafirði. Æskudraumurinn var alltaf að verða hrossabóndi fyr- ir norðan en svo kom ég hingað árið 1998 og þá varð ekki aftur snúið. Hér er auðvitað afbragð að vera með sauðfé; féð heldur sig mest hér í dölunum sem eru mjög snjóléttir og gróðursælir. Samt þarf að kemba svæðið mjög nákvæmlega og fara oft til dæmis um kjarri vaxna dali,“ segir María sem í smala- mennskunni er sér til halds og trausts með fimm border collie hunda, þaulvana og örugga. „Ég gæti ekki sinna smalamennskunni nema með hundunum. Tíkin Gjöf er sjálfsagt reyndasti hundurinn í þessu; algjörlega ómissandi.“ Viðsjár eru um þessar mundir í sauðfjárbúskap. Hjá sláturhúsunum hafa menn ákveðið einhliða að lækka afurðaverð til bænda fyrir dilkakjöt. Skilaverð fyrir lambakjöt verður lækkað um að jafnaði 10% frá fyrra ári eða í 538 kr kílóið. Fyrir fullorðið fé og annað verða greiddar 115 kr að meðaltali, að því er fram kemur hjá Landssamtökum sauðfjárbænda. Í fjölmiðlum hefur að undanförnu verið lýst áhyggjum vegna þessa meðal margra bænda, sem sjá fram á að ná ekki endum saman. Þegar hafi þeir lagt út í talsverðan kostnað við búskapinn sem tekjurnar nú standi ekki undir. Erfitt að standa undir „Það er alveg ljóst að þessi ákvörðun slátraranna breytir miklu fyrir bændur. Búið hér í Grænadal er það stórt að við getum mætt þessu – en auðvitað er ansi hart að þurfa að leggja mikið að sér við bú- skapinn en hafa nánast engar tekjur. Hjá þeim bændum sem eru með lítil bú er þetta mjög erfitt, að ég tali nú ekki um þá sem eru ný- lega byrjaðir búskap og eru þá hugsanlega með lán sem erfitt verð- ur að standa undir og greiða af,“ segir María. Smalamennska í þrjátíu daga  Kindur í Ketil- dölum og María í Grænuhlíð er kom- in í smalaskóna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitakona María Friðgerður Bjarnadóttir er að leggja af stað í göngur og þá kemur sér vel að hafa með sér góðan og vel þjálfaðan smalahund. Ketildalir Horft inn með strönd Arnarfjarðar að sunnan þar sem dalirnir ganga hver af öðrum fram í langri röð og eru tilkomumiklir að sjá. Fjörufé Ær með lömb sín í hvítum sandinum í fjörunni við Ketildali. Féð gengur þarna úti nánast allt árið enda er frekar snjólétt á þessu svæði. Ketildalir eru við utanverðan Arnarfjörð að sunnan. Hvestudalur er innst, svo Hringsdalur, Bakkadalur, Austmannsdalur, þá Fífustaðadalur og yst er Selárdalur. Þarna var eitt sinn blómleg byggð – og rústir gamallar kaupfélagsbyggingar á sjávarkambi við Bakkadal segja sína sögu. Þá er í fjörunni við Hringdal gömul dys, skýrlega merkt af fornleifafræðingum, og þykir góður vitnisburður um menningu og trú fyrri alda. Það er kannski líka þessi menning og náttúra, falleg í hrikaleik sínum, sem gerir þetta svæði áhugavert. „Það hafa aldrei jafn margir ferðamenn átt leið hér um og í sumar. Yf- irleitt dettur umferð niður þegar komið er fram í ágúst en þetta helst enn núna,“ segir María. Flestir gera sér erindi út í Selárdal þar sem er Lista- safn Samúels Jónssona en til fjölda ára hefur verið unnið að endurgerð þess. Þá fara margir að eyðibýlinu Uppsölum, hvar einbúinn Gísli Gísla- son bjó áratugum saman að mestu án samneytis við annað fólk. Kaupfélag, listasafn og fornminjar SEX DALIR VIÐ ARNARFJÖRÐINN Selárdalur Þýski myndhöggvarinn Gerhard Köning er að lagfæra verk í Sam- úelssafni en ýmsar fyrirætlanir eru uppi um starfsemi þar í náinni framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.