Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
Talið er að meira en 300.000 manns hafi beðið bana í
átökunum í Sýrlandi frá því að þau hófust í mars 2011, að
sögn sýrlensku mannréttindahreyfingarinnar SOHR í
gær. Hreyfingin segir að rúmlega 86.000 óbreyttir borg-
arar hafi látið lífið í átökunum, þeirra á meðal 15.099 börn
og 10.018 konur.
Vopnahléssamkomulag, sem stjórnvöld í Bandaríkjun-
um og Rússlandi náðu á föstudag, tók gildi við sólsetur í
fyrradag. Talsmaður rússneska hersins sagði í gær að
stjórnarher Sýrlands hefði virt vopnahléið algerlega en
uppreisnarmenn, sem njóti stuðnings Bandaríkjamanna,
hafi gert 23 árásir á íbúðahverfi og stöðvar stjórnarhers-
ins frá því að samkomulagið tók gildi. Rússar hafa stutt
einræðisstjórnina í Sýrlandi með hernaði sem hófst á síð-
asta ári. Einræðisstjórnin hefur einnig notið stuðnings
vopnaðra manna frá Írak, Íran og Líbanon.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
að of snemmt væri að segja til um hvort vopnahléið héld-
ist og hvatti allar fylkingarnar í stríðinu til að leggja nið-
ur vopn. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands,
lýsti vopnahléinu sem „síðasta tækifærinu til að bjarga
sameinuðu Sýrlandi“.
Margir efuðust þó um að vopnahléið héldist lengi. Um
tuttugu hreyfingar uppreisnarmanna í Sýrlandi gáfu út
sameiginlega yfirlýsingu í fyrrakvöld þar sem þær sögð-
ust ekki geta stutt vopnahlé meðan ekkert lát væri á
þjáningum Sýrlendinga, meðal annars vegna umsáturs
stjórnarhersins um borgir sem uppreisnarmenn hafa náð
á sitt vald.
Talið er að um þrettán milljónir manna þurfi á neyðar-
aðstoð að halda í Sýrlandi vegna stríðsins, þeirra á meðal
sex milljónir barna. bogi@mbl.is
50 km
200 km
Hlutverk Bandaríkjanna og Rússlands í stríðinu í Sýrlandi
Heimildir: ISW, Thomas Van Linge,
Airwars, AFP
Stjórn
Sýrlands Tartus
Hmeimim
Bækistöðvar
flughers
Bækistöðvar
sjóhers
25.000
hermenn
Herlið sem
beitt
hefur verið
Hámarks-
liðsafliUppsafnað
Afleiðing
20 0
Frá
okt. 2015
Nýlegar árásir
(1.-7. september)
Bandaríkin
sveitar-
menn
Frá
ágúst 2014
Mannfall meðal
óbreyttra borgara
Fallnir
3.000
1.600
-
2.400
Stuðningur Uppreisnar-lið, Kúrdar
Rússland
Idlib
JÓRDANÍA
TYRKLAND
ÍRAK
LÍB.
DAMASKUS
Aleppo
Homs
Raqa
Deir Ezzor
Abu KamalPalmyra
Kaspíahaf
Miðjarðarhaf
Uppreisnarm. og/eða Fateh al-Cham*
Her Sýrlands og bandamenn
Samtökin Ríki íslams
Kúrdar *íslömsk hreyfing
Yfirráðasvæði
Áhrifasvæði
Landsvæði
KÚVEIT
ÍRANÍRAK
JÓRDANÍA
KATAR
BAREIN
SAF
TYRKLAND
Sýrland300 sér-
Dreifing flugvéla og skipa
Sjóher
Flugher
Meira en 300.000 fallnir
Talið er að heildarfjárfestingin
vegna fyrirhugaðrar olíuvinnslu á
Johan Castberg-svæðinu í Barents-
hafi nemi 50 til 60 milljörðum
norskra króna, jafnvirði 700 til 840
milljarða íslenskra, að því er fram
kemur í nýju mati norska olíu-
fyrirtækisins Statoil á áhrifum
vinnslunnar. Gert er ráð fyrir því að
undirbúningurinn og framkvæmd-
irnar skapi um 23.000 ársverk, að því
er fram kemur á fréttavef norska
ríkisútvarpsins.
Talið hefur verið að olíuvinnsla á
svæðinu yrði mjög dýr en Statoil
segist hafa fundið nýjar lausnir sem
geti gert vinnsluna mögulega, þótt
lágt olíuverð og aukinn kostnaður
geti enn sett strik í reikninginn.
Gert er ráð fyrir því að áætlun um
olíuvinnsluna verði lögð fram á
næsta ári og fyrsta áfanga uppbygg-
ingarinnar ljúki á árunum 2018 til
2022.
Statoil segir að olíuvinnslan
myndi hafa mikla þýðingu fyrir at-
vinnulífið í Norður-Noregi og víðar í
landinu. Um helmingur heildar-
fjárfestingarinnar myndi renna til
norskra fyrirtækja sem sjái Statoil
fyrir vörum eða þjónustu vegna
verkefnisins.
Gert er ráð fyrir því að olíuvinnsla
á svæðinu geti staðið í 30 ár og skap-
að 1.200 ársverk, þar af 300 í
Norður-Noregi, á venjulegu
rekstrarári.
Ljósmynd/Statoil
Olíuborpallur Statoil undirbýr nú
olíuvinnslu í Barentshafi.
Kostar
700-840
milljarða
Boða olíuvinnslu
í Barentshafi
Þýska lögreglan
handtók í gær
þrjá sýrlenska
karlmenn sem
taldir eru vera
liðsmenn ísl-
ömsku samtak-
anna Ríkis ísl-
ams og grunaðir
um að hafa
undirbúið
hryðjuverk eða
beðið eftir fyrirmælum frá sam-
tökunum um að gera árásir. Um
200 sérsveitarmenn tóku þátt í að-
gerðum lögreglunnar fyrir dögun
í gær þegar mennirnir voru hand-
teknir í sambandslöndunum Slés-
vík-Holtsetalandi og Neðra-
Saxlandi.
Mennirnir eru 17, 18 og 26 ára
og voru með fölsuð sýrlensk vega-
bréf. Lögreglan sagði að þeir
hefðu farið frá Sýrlandi í október
sl. og komið til Þýskalands um
miðjan nóvember eftir að hafa far-
ið sömu leið og margir sýrlenskir
flóttamenn sem hafa komið til
Þýskalands og óskað eftir hæli.
Talið er að þremenningarnir teng-
ist hryðjuverkamönnum sem
gerðu mannskæðar árásir í París í
nóvember.
ÞÝSKALAND
Þrír liðsmenn Ríkis
íslams handteknir
Einn mannanna
handtekinn.
Seðlabanki Bretlands kynnti í gær
nýjan fimm punda seðil sem er úr
sterku plastefni og þolir þvott, ólíkt
pappírsseðlunum sem hann á að
leysa af hólmi. Bankinn segir að
erfiðara sé að falsa slíka plastseðla
en pappírsseðla og þeir séu því
öruggari, auk þess sem þeir séu
sterkari og endist lengur. Nýja
seðilinn prýðir mynd af Winston
Churchill, sem var forsætisráð-
herra Bretlands á árum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
BRETLAND
Peningaseðill sem
fer vel í þvotti
Dómstóll í Nuuk á Grænlandi hefur
samþykkt beiðni námufyrirtækisins
True North Gems Greenland um
gjaldþrotaskipti og þar með fór enn
ein tilraunin til að hefja námuvinnslu
í landinu út um þúfur.
Gjaldþrotabeiðnin var lögð fram
eftir að stjórnendur fyrirtækisins
komust að þeirri niðurstöðu að þeir
gætu ekki aflað nægs fjármagns til
að hefja rúbínvinnslu í Aappaluttoq,
um 100 km frá Nuuk, að því er fram
kemur í The Arctic Journal. Blaðið
segir að þótt fyrirtækið hafi lokið
undirbúningi námuvinnslunnar hafi
það ekki fengið leyfi til að hefja hana
fyrr en það fengi nægt fjármagn til
að tryggja að það gæti greitt fyrir
hreinsun á svæðinu þegar vinnslunni
lyki. Fyrirtækið hafði stefnt að því
að hefja rúbínvinnslu í námunni í
byrjun næsta árs.
Norska fyrirtækið LNS átti 27%
hlut í True North Gems Greenland
og grænlenska fjárfestingarfélagið
Greenland Venture keypti 7% hlut í
námufyrirtækinu á síðasta ári. The
Arctic Journal hefur eftir fram-
kvæmdastjóra Greenland Venture,
Karsten Høy, að fjárfestingarfélagið
vilji halda áfram samstarfi við
norska fyrirtækið og fleiri fjárfesta
til að hægt verði að opna rúbínnám-
una síðar.
Engin náma starfrækt
Þótt stjórnmálamenn á Grænlandi
hafi bundið miklar vonir við nýtingu
náttúruauðlinda í landinu bendir fátt
til þess að draumurinn um olíuævin-
týri og stórgróða af námugrefti ræt-
ist á næstu árum. Engin náma hefur
verið starfrækt í landinu frá því að
Nalunaq-gullnámunni á Suður-
Grænlandi var lokað árið 2013 vegna
rekstrartaps.
True North Gems er ekki fyrsta
námufyrirtækið sem hefur þurft að
hætta starfsemi á Grænlandi vegna
fjárskorts. Málmleitarfyrirtækið
NunaMinerals var lýst gjaldþrota í
júní eftir að eigendum þess tókst
ekki að afla nægilegs fjármagns til
að borga lán sem það hafði fengið frá
grænlensku landstjórninni.
Breska fyrirtækið London Mining
hugðist opna járnnámu á Grænlandi
en varð gjaldþrota árið 2014, einkum
vegna lágs verðs á járngrýti. Kín-
verskt fyrirtæki, General Nice
Group, keypti réttinn til að reka
námuna en hefur sagt að það hyggist
ekki hefja járnvinnslu á Grænlandi á
næstu misserum. bogi@mbl.is
Enn eitt námu-
félagið gjaldþrota
Rúbínnáma ekki opnuð á Grænlandi