Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
✝ Páll LárussonRist fæddist á
Akureyri 1. ágúst
1921. Hann lést á
heimili sínu að
Litla-Hóli í Eyja-
fjarðarsveit 30.
ágúst 2016. Páll var
sonur Lárusar J.
Rist, sund- og fim-
leikakennara, f. 19.
ágúst 1879, d. 9.
október 1964, og
Margrétar Sigurjónsdóttur, f. 9.
ágúst 1888, d. 5. ágúst 1921.
Systkini Páls voru: Óttar, f.
1912, d. 1932, Anna, f. 1914, d.
1999, Jóhann, f. 1916, d. 1951,
Sigurjón, f. 1917, d. 1994, Reg-
ína, f. 1919, d. 2008, og Ingi-
björg, f. 1920, d. 1994.
Fósturforeldrar Páls voru
Vilhjálmur Jóhannesson, f. 26.
nóv. 1884, d. 29. nóv. 1968, og
Margrét Ingimarsdóttir, f. 31.
des. 1885, d. 12. apr. 1962.
Páll var í sambúð með Erlu
Þórðardóttur, f. 1. okt. 1930, og
þeirra synir eru: 1) Þórður, f.
Fyrir átti Kristín Þorgeir Jó-
hannesson, f. 25. mars 1961, eig-
inkona hans er Ragnheiður Sig-
fúsdóttir. Þeirra dætur eru
Kristín, Hólmfríður og Jóhanna.
Langafabörn Páls eru orðin
átta talsins.
Fósturforeldrar Páls bjuggu
á Akureyri en þegar hann var
níu ára fluttust þau inn að Litla-
Hóli, Eyjafjarðarsveit.
Páll lauk búfræðinámi árið
1940 frá Bændaskólanum á Hól-
um og stundaði síðan bústörf til
ársins 1958. Árið 1958 var hann
í lögreglunni á Húsavík við sum-
arafleysingar. Hann stundaði
nám við Lögregluskóla ríkisins
og lauk þaðan prófi árið 1959.
Hann starfaði sem lögreglu-
þjónn á Akureyri frá 1959 til
1991.
Páll bjó á Akureyri en með-
fram lögreglustarfinu þar
stundaði hann búskap á Litla-
Hóli með sauðfé og hross.
Þau hjónin, Páll og Kristín,
fluttu síðar, eða árið 2000, alfar-
ið að Litla-Hóli og stundaði Páll
bústörf allt til dauðadags.
Páll verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju í dag, 14. sept-
ember 2016, klukkan 13.30.
19. ágúst 1954,
kona hans er Lára
Jósefína Jónsdótt-
ir, dætur þeirra
eru Erla, Tinna og
Fanney.
2) Jóhann, f. 20.
ágúst 1963, kona
hans er Brynhildur
Pétursdóttir og
þeirra börn eru
Hafdís Erla, Elvar
Örn og Vignir.
Páll kvæntist Kristínu Þor-
geirsdóttur, f. 4. mars 1939, frá
Brúum í Aðaldal, þann 5. júní
1965 og eignuðust þau þrjú
börn: 1) Margrét, f. 24. feb.
1966, gift Björgvin Tómassyni,
synir þeirra eru Tómas Kári og
Dagur Logi. Fyrri maður Mar-
grétar er Friðrik Stefánsson og
eiga þau dótturina Regínu.
2) Vilhjálmur, f. 30. nóv. 1968,
kvæntur Jane Appleton. Synir
þeirra eru Sigmar og Óðinn. 3)
Ólöf, f. 2. okt. 1972, gift Stép-
hane Aubergy. Börn þeirra eru
Úlfar, Páll og Snæfríður.
Margs er að minnast frá langri
ævi pabba. Hann var yngstur sjö
systkina en þar sem móðir hans
lést skömmu eftir fæðinguna
voru hann og tveir bræður hans
settir í fóstur hver á sitt heimili
en systurnar og einn bróðirinn
voru áfram með Lárusi föður sín-
um. Pabbi fór til góðra hjóna á
Akureyri, Vilhjálms og Mar-
grétar, sem síðar fluttu að Litla-
Hóli í Eyjafjarðarsveit. Hann tók
síðar við búinu en starfaði einnig
sem lögreglumaður á Akureyri.
Við fjölskyldan bjuggum í
bænum en á hverjum degi fór
pabbi frameftir að sinna búinu.
Það hefur þurft mikla eljusemi og
skipulagningu til þess. Við
krakkarnir fórum með og nutum
þess að kynnast störfunum í
sveitinni bæði sumar og vetur. Á
góðviðrisdögum þótti krökkum
úr götunni líka mikið sport að fá
að koma með í sveitina og hjálpa
til.
Pabbi naut aðstoðar margra
við bústörfin, við minnumst Guð-
jóns, Arinbjarnar og svo sérstak-
lega Pálma, Grétars og Phil í
seinni tíð.
Þó að verkin hafi verið fjöl-
mörg yfir sumarið var farið í
lystitúr ef færi gafst og svo lengri
ferðir á Fjára (gamla Landrover)
upp á hálendi, allur farangur og
olíubrúsi undir segli á toppgrind-
inni og svo var brunað af stað.
Stundum var tjaldað seint því
leitin að hinum fullkomna nætur-
stað gat tekið sinn tíma. Oft var
það að mamma vildi fara úr jepp-
anum og ganga þegar farið var
um mikinn bratta eða hrörlegar
brýr. Eitt sinn á leið í Fjörður
komum við að einni slíkri brú og
hún heimtaði að fara út, þá fauk í
pabba og hann stoppaði með
semingi og sagði „og hvorumegin
viltu þá vera þegar ég hrapa nið-
ur í ána með börnin?“
Pabbi var annars annálaður
rólegheitamaður, glaður, hnytt-
inn og vildi hafa fjör og engar
serímóníur á hlutunum. Hann
hafði ætíð nóg fyrir stafni og lá
ekki í leti þótt honum fyndist gott
að „fleygja sér“ annað slagið.
Mikil áhersla var lögð á að
kenna okkur trix úr hans helstu
áhugamálum eins og úr skák,
stangveiði og fótbolta.
Á kvöldin hin síðari ár hafði
hann gaman af því að sitja í stof-
unni, kveikja upp í arninum og
eiga góðar kvöldstundir. Hann
var mikill sögumaður, eftirherma
og fór ósjaldan með gamansögur
og ljóð.
Eitt uppáhaldserindið var eftir
Davíð Stefánsson og flutti hann
það með djúpri rödd eins og hann
hafði heyrt Davíð sjálfan fara
með það í útvarpinu:
Þýtur í rá og reipum.
Rýkur sær of keipum.
Illt hef ég áfall hlotið.
Afl mitt er senn þrotið.
Vel eg þann vænstan kostinn,
fyrst von mín um líf er brostin,
að signa mig sjúkan og snauðan,
syngja mig inn í dauðann.
Síðan fylgdu líka sögur úr
sveitinni, til dæmis þegar hann
ásamt öðru ungu fólki úr sveit-
inni vakti setuliðið um miðja nótt
á Melgerðismelum með því að
láta grjóthríð rigna yfir tómar ol-
íutunnur. Þá varð nú uppi fótur
og fit í herbúðunum.
Pabbi var stálminnugur, glað-
lyndur og hraustur til dauðadags.
Það voru forréttindi fyrir hann að
sinna því sem hann hafði gaman
af fram á síðasta dag og við erum
meira en þakklát fyrir stundirnar
sem við áttum saman.
Með söknuði og þakklæti,
Margrét, Vilhjálmur og Ólöf.
Kæri Palli, enn ber Litli-Hóll
merki þín svo sterkt að það er
eins og á hverri mínútu sé von á
að þú komir dólandi heimreiðina
á Toyotunni með pottlokið á höfð-
inu, komir inn og segir: „Jæja, fer
ekki að koma kaffi?“ Þó að girð-
ingarstaurarnir haldi landslaginu
á sínum stað er eins og allt sé fall-
valtara þegar þú ert ekki hér og
nú er furða að túnin hafi ekki
runnið í ána og skolast burt. Nú
er búið að smala fénu þínu úr
fjallinu og kannski skynjuðu
ærnar að fjárhirðirinn, sem þær
hafa alltaf þekkt, var ekki til
staðar með sitt kunnuglega
„gibba-gibb!“
Takk fyrir allt sem þú varst og
stóðst fyrir, það lifir nú í minn-
ingunni. Alltaf bjartsýnn, þú tal-
aðir aldrei illa um náungann og
dróst alltaf fram það besta í fari
allra. Takk fyrir að taka mér
svona vel og taka inn í fjölskyld-
una þessi síðustu níu ár. Það var
heiður að kynnast þér. Takk fyrir
að elska syni mína svo mikið, fyr-
ir allar sögurnar, fyrir arineld á
vetrarkvöldum, fyrir gamansem-
ina, gáfurnar og rósemina. Fyrir
að kenna mér orðið „spotti“ og
þúsund not fyrir baggaband.
Betri tengdapabba er ekki hægt
að hugsa sér.
Þín tengdadóttir,
Jane Victoria Appleton.
Kær frændi er kvaddur í dag,
Páll Lárusson Rist, móðurbróðir
minn.
Á kveðjustund fer hugurinn á
flug og hvarflar að því liðna sem
við fengum að njóta saman. Palla
fylgdi alltaf hlýja og góðvild,
hvort sem minnst er gleðistunda
eða sorgar. Hann hafði afar góða
nærveru. Oft sagði hann sögur
þar sem glettnin og kímnin geisl-
uðu af honum. Slíkar stundir er
yndislegt að eiga í minningunni.
Aldrei var svo farið um Akur-
eyri að ekki væri reynt að eiga
samverustundir með frænda
mínum og fjölskyldu hans hvort
sem var á Bjarmastígnum eða
Litla-Hóli. Þegar suður var kom-
ið var alltaf fyrsta spurning móð-
ur minnar hvort við hefðum hitt
Palla. Ég fann alltaf væntum-
þykjuna á milli þeirra systkin-
anna. Ég stóð sjálfa mig að því að
spyrja syni mína sömu spurning-
ar þegar þeir fóru norður í land
með sínar fjölskyldur, enda var
þeim tekið af þeirri alúð og hlýju
sem einkenndi þau Palla og
Kristínu.
Palli var aðeins nokkurra daga
gamall þegar hann var sendur í
fóstur eftir lát móður sinnar.
Hann ólst upp hjá fósturforeldr-
um sínum á Akureyri til 9 ára ald-
urs og flutti þá með þeim að
Litla-Hóli. Þar var stundaður
blandaður landbúnaður og litla
drengnum leið áreiðanlega vel í
sveitinni, enda fór hann í bú-
fræðinám á Hólum og lauk því
1940.
Eftir 20 ára búskap tók hann
próf í Lögregluskóla ríkisins og
var í rúmlega 30 ár í lögregluliði
Akureyrar. Var hann vinsæll
meðal Akureyringa og kom það
sér vel í hinu vandasama starfi.
Þótti hann einkar laginn við að
róa ólátaseggi með sinni rólegu
og hlýlegu framkomu. Meðfram
lögreglustarfinu stundaði hann
búskap að Litla-Hóli í tómstund-
um og þegar hann lét af störfum í
lögreglunni flutti fjölskyldan í
nýbyggt, glæsilegt hús að Litla-
Hóli. Húsið stendur þar á háum
hól og sér vítt til allra átta.
Í sveitinni fannst mér hann
alltaf vera kóngur í ríki sínu. Hélt
hann starfi bóndans áfram til
hinsta dags þrátt fyrir háan ald-
ur. Í Bændablaðinu fyrir nokkr-
um árum var hans getið sem elsta
starfandi fjárbónda á Íslandi.
Langri, drjúgri og giftusamri
ævi er lokið hér á jörð.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Við Haukur, synir okkar og
fjölskyldur þeirra vottum fjöl-
skyldu Palla dýpstu samúð.
Við kveðjum Pál L. Rist með
einlægri þökk fyrir samfylgdina
og vináttuna öll þessi ár.
Guð blessi minningu hans.
Kristín G. Ísfeld og fjöl-
skylda.
Páll L. Rist var einstakur mað-
ur. Hann var hæglátur og þægi-
legur maður í allri viðkynningu,
sannkallaður mannasættir. Það
var alltaf gaman að hitta hann og
eiga tal við hann. Hann spurði
frétta af fólki og lét sig varða líð-
an og afkomu fólks. Hann var
ekki aðeins lögreglumaður á Ak-
ureyri um áratugaskeið því hann
var líka bóndi í Eyjafjarðarsveit.
Þessum störfum sinnti hann jafn-
hliða og hafði sína aðferð við bú-
skapinn.
Hann tók sér tíma í að byggja
upp óðalið í sveitinni og sagði
gjarnan að ár til eða frá væri bara
skilgreindur tími sem hver og
einn gæti lítið á út frá sínum eigin
forsendum. Með tíð og tíma klár-
aðist verkið og myndarlegt hús
reis á jörðinni.
Páll var starfsfélagi föður míns
um langt árabil. Þannig varð
hann hluti af lífi mínu og ég fann
að hann lét sér annt um okkur
bræður. Við fengum allir að vera
starfsfélagar hans um tíma í lög-
reglunni og lærðum margt af
hans yfirvegun í því að nálgast
fólk. Þegar lögreglan hafði verið
kölluð til og einhver læti voru,
kom Palli gjarnan með sinn lífs-
takt, horfði fyrst álengdar og
gekk svo til manna og sagði; hvað
er að frétta strákar, hvað segið
þið gott, eruð þið að fá’nn? Og
þeir sem áður tókust á með látum
litu gjarnan upp og svöruðu; við
segjum allt gott, nei við erum
ekki að fá’nn, við erum á olíu-
skipi.
Og þá bætti Palli við, sposkur á
svip; nú er hann tregur. Það
merkilega var að eftir þessi sam-
skipti þá var eins og ekkert hefði
gengið á, allir voru vinir. Þá bætti
Palli gjarnan við, það þarf að tala
við þessa stráka, það eru alltof fá-
ir sem tala við þá.
Páll var líka hraustur maður
eins og þekkt er í hans ætt og
handtök hans traust og fumlaus.
Dugnaður hans og elja var ætíð
til staðar og hann vann vel að öll-
um sínum málum og hafði sinn
takt til verkanna.
Síðast sá ég hann þegar hann
stoltur og glaður leiddi dóttur
sína, Margréti, inn kirkjugólf.
Hann talaði um að fá mig í heim-
sókn í sveitina. Hann endurtók
þetta þegar ég síðar heyrði í hon-
um símleiðis.
Í dag finn ég að ekkert af því
sem ég taldi mig upptekinn við að
gera var svo mikilvægt að ég
hefði ekki átt að finna tíma til að
heimsækja Palla. En svona er
taktur líðandi stundar, að ef til
vill erum við að missa margar
auðnustundir. Ég veit að Palli
missti ekki af þeim, því hann gaf
sér tíma fyrir alla hluti. Hann
vissi að „öllu er afmörkuð stund
og sérhver hlutur undir himnin-
um hefur sinn tíma“. Í þeim anda
mun ég muna hann um leið og ég
þakka vináttu hans.
Kristínu, eiginkonu hans, og
börnum þeirra sendi ég góðar
kveðjur fjölskyldu minnar, for-
eldra og bræðra. Guð blessi
minningu Páls L. Rist.
Pálmi Matthíasson.
Og nú fór sól að nálgast æginn
og nú var gott að hvíla sig
og vakna upp ungur einhvern daginn
með eilífð glaða kringum þig.
Þetta fallega ljóð Þorsteins
Erlingssonar á einkar vel við við
fráfall Páls Lárussonar Rist.
Hann varð níutíu og fimm ára
fyrir skömmu. Börn hans og af-
komendur komu til að samgleðj-
ast honum og áttu ánægjulegan
dag. Heyskap var lokið og
skammt til gangna. Þá ætlaði
hópurinn hans að mæta aftur.
Enginn bilbugur á gamla bónd-
anum sem var sá elsti eða með
þeim allra elstu á landinu.
En þá kom kallið.
Vissulega verður söknuður og
tómleiki hjá eiginkonu og börn-
um en mikil náðargjöf er að fá að
kveðja með fulla hugsun og lífs-
löngun, þjáningarlaust. Páll var
kvæntur frænku minni, Kristínu
Þorgeirsdóttur. Oft hef ég komið
í Litla-Hól og notið þar gestrisni
og hlýju. Palla var létt um gam-
anyrði og skemmtilegar athuga-
semdir, fróður og frásagnaglað-
ur, enda búinn að lifa
viðburðaríka ævi, lengi sem lög-
reglumaður á Akureyri og síðar
bóndi á Litla-Hóli þar sem hann
stundaði búskap af elju og áhuga.
Hann átti vænt fé og unni jörð-
inni sinni af heilum hug. Hafði
gaman af álftahjónunum er
verptu niður við ána og fylgdist
með afkomu þeirra. Nú taka þau
flugið til vetrardvalar og bóndinn
á Litla-Hóli hverfur líka til sum-
arlandsins. Ég sendi kærri
frænku minni og öllum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Ása Ketilsdóttir.
Þegar ég hóf störf hjá Lög-
reglunni á Akureyri var Palli,
eins og ég kýs að kalla hann, einn
af þeim heiðursmönnum sem
tóku vel á móti mér í húsakynn-
um gömlu lögreglustöðvarinnar
að Smáragötu 1. Hann var þá lög-
reglumaður númer 6, en ég fékk
númerið 10.
Ég hafði áður vitað aðeins af
honum en það var bara af hinu
góða. Þannig voru raunar öll
störf hans hjá lögreglunni, vel
metinn í sínu starfi og hann vel
liðinn af bæjarbúum. Þetta var
vorið 1964 og ég barnungur en fé-
lagar mínir sem fyrir voru í starf-
inu allir það mikið eldri en ég að
þeir gátu verið feður mínir. Það
var gott að vinna með Palla og ég
fann mikið traust í honum þegar
við fórum saman til erfiðra verka.
Hann var mikið góðmenni og
vildi öllum vel. Ég held að það
hafi verið mesti og besti kostur
allra lögreglumanna í þá daga og
er það einnig enn. Honum líkaði
ekki að þurfa að handtaka menn
og alls ekki að þurfa að beita þá
valdi.
Hann reyndi allt til að tala þá
til þannig að menn komu með
Palla sjálfviljugir. Palli hafði um
nokkurt skeið, áður en hann kom
til starfa á Akureyri, unnið sem
lögreglumaður á Húsavík. Þar
voru lögreglumenn fáir og voru
mikið einir á vakt. Palli hafði
gaman af því að kenna okkur sér-
stakt handtökutak sem hann kall-
aði „Húsvíkinginn“. Þetta tak var
gott fyrir þá sem voru einir en ég
ætla ekki að fara nánar í útfærslu
þess. Palli sagði oft þegar við
komum úr erfiðum útköllum:
„Tókstu ekki bara Húsvíking á
honum?“ Palli var einstakur vin-
ur vina sinna og vildi þeim allt
vel.
Eitt sinn þegar hann var á
dagvakt og rétt eftir hádegið
þegar lögreglumenn höfðu borð-
að vel í mötuneytinu hringdi sím-
inn og spurt var eftir einum lög-
reglumanna á vaktinni. Palli fór
þá inn í setustofuna til að sækja
manninn í símann en honum hafði
þá aðeins runnið í brjóst og var
sofandi í einum stólnum þar.
Ekki gat Palli hugsað sér að
vekja vaktfélaga sinn af værum
blundi svona á miðjum deginum
og fór aftur í símann og sagði
„hann lagði sig nú aðeins“ og ósk-
aði aftir að hringt yrði í hann síð-
ar. Ekki veit ég hvað innhringj-
andinn hugsaði þegar
lögreglumaðurinn var sofandi í
vinnunni og ekki hægt að vekja
hann í símann.
Búskapurinn var alltaf mikið
áhugamál Palla og samhliða lög-
reglustarfinu rak hann búskap að
Litla-Hóli í Eyjafjarðarsveit.
Hann var með fjölda kinda, átti
hesta og fleiri dýr. Hann byggði
sér og fjölskyldunni fallegt hús
þar á hólnum þar sem ægifagurt
útsýni á fjallið Kerlingu var úr
stofuglugganum. Eyjafjörðurinn
var fjörðurinn hans og þar var
hann allt til æviloka. Ég vil að
lokum þakka þessum látna vini
mínum og samstarfsmanni til
margra ára fyrir samveruna. Eft-
irlifandi eiginkonu, börnum,
tengdabörnum og fjölskyldum
þeirra votta ég samúð mína og
megi góður Guð vaka yfir velferð
þeirra í framtíðinni. Hvíl þú í
friði, kæri vinur, og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Ólafur Ásgeirsson.
Kveðja frá Lögreglu-
félagi Eyjafjarðar
Í dag er til moldar borinn frá-
bær vinur og vinnufélagi í lög-
reglunni til margra ára, Páll Rist.
Lögreglustarfinu kynntist hann
sumarið 1958 sem sumarafleys-
ingamaður á Húsavík og lauk
hann svo námi frá Lögregluskóla
ríkisins 1959. Hafði hann þá hafið
störf í lögreglunni á Akureyri og
starfaði þar til ársins 1991 þegar
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir, sjötugur að aldri. Síðustu
starfsár sín gegndi Páll starfi
fangavarðar í Ríkisfangelsinu á
Akureyri. Við starfslok var Páll
gerður að heiðursfélaga í Lög-
reglufélagi Akureyrar.
Lögreglustarfið er fjölþætt og
vandasamt starf. Starfið snýst að
miklu leyti um samskipti við
borgarann, oft á erfiðum stund-
um þegar fólk er ekki alveg í jafn-
vægi. Þá reynir mikið á lögreglu-
manninn og þar kemur í ljós
hæfileiki hans til mannlegra sam-
skipta. Páll var einstakur á þess-
um vettvangi, yfirvegaður, róleg-
ur og drenglundaður. Ekkert
virtist geta komið honum úr jafn-
vægi og aldrei sást hann skipta
skapi svo bitnaði á borgaranum.
Á vettvangi æsinga hafði hann
strax lag á því að róa fólk. Páll
var hrekklaus og gerði aldrei ráð
fyrir slíku gagnvart sér. Á stund-
um tók hann málstað þeirra sem
lögreglan hafði afskipti af, „ grey
strákurinn, við verðum að reyna
að gera gott úr þessu“ voru orð
sem maður kannaðist við frá Páli.
Hann kunni svo sannarlega að af-
klæðast valdinu og vera mann-
legur.
Við félagar Páls, sem störfuð-
um með honum í lögreglunni og
fylgdumst með áhuga hans á
starfi sem bónda, kveðjum hann
með virðingu og þakklæti fyrir
hinar mörgu stundir er hann
gladdi okkur og gerði m.a. langar
næturvaktir léttbærar. Það var
ætíð tilhlökkun á fagnaðarstund-
um okkar er Páll steig í pontu og
með innsæi sögumannsins sagði
hann óborganlegar sögur, sem
aldrei sköðuðu sögupersónuna
eða hlustandann.
Við vinnufélagar Páls vottum
Stínu, börnum þeirra og tengda-
börnum sem og öðrum aðstand-
endum samúð.
F.h. Lögreglufélags Eyja-
fjarðar,
Hermann Karlsson,
formaður.
Páll Lárusson Rist