Morgunblaðið - 14.09.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Mig langar til að
minnast tengdaföð-
ur míns, Svanlaugs
Elíasar Lárussonar,
í fáeinum orðum. Svanlaugur
fæddist í Stykkishólmi 28. mars
1924, sonur hjónanna Lárusar
Elíassonar og Ástu Þorbjargar
Pálsdóttur og var af breiðfirskum
ættum kominn í húð og hár. Svan-
laugur ól allan sinn aldur í Stykk-
ishólmi og vildi hvergi annars
staðar búa, ekki vegna þess að
hann hefði ekki gaman af að
ferðast og kanna ókunnar lendur,
heldur miklu fremur vegna þess
að honum þótti afar vænt um fæð-
ingarbæ sinn. Mér er í minni þeg-
ar ég kom fyrst í heimsókn á Bók-
hlöðustíginn til verðandi tengda-
foreldra, fávís sveitapiltur, að
ekki leið löng stund þangað til
boðið var í bíltúr til að skoða bæ-
inn undir ítarlegri leiðsögn.
Svanlaugur lagði gjörva hönd á
margt um ævina, hann fór á síld
sem ungur maður, stundaði vega-
vinnu, ók vöru- og fólksflutninga-
bílum um skeið en lengst af starf-
aði hann sem kaupmaður í
Stykkishólmi með bróður sínum
Bjarna og æskuvini, Benedikt
Lárussyni. Þá urðu til „Lárarnir“
svokölluðu sem allir Hólmarar
þekktu.
Svanlaugur var afburða röskur
og velvirkur maður. Það var sama
hvort um var að ræða sögun á
kjöti og umsýslu matvara, ham-
flettingu á lunda eða línubeitingu,
allt gekk þetta svo hratt og
örugglega að unun var á að horfa.
Kappið enda oft mikið og langur
var vinnudagurinn.
Ég naut þess í nokkur skipti að
fara á lundaveiðar með Svan-
laugi, það var mikið ævintýri.
Fengum við gjarnan að fara í
Langey í boði Hafsteins Guð-
mundssonar útvegsbónda í Flat-
ey.
Oft veiddum við vel og eitt-
hvert sinn hugðist ég flýta fyrir
okkur og bar lundakippur og far-
Svanlaugur Elías
Lárusson
✝ SvanlaugurElías Lárusson
fæddist 28. mars
1924. Hann lést 4.
september 2016.
Útför Svanlaugs
fór fram 12. sept-
ember 2016.
angur fram á hlein
þar sem von var á
Hafsteini að sækja
okkur.
Fór ég síðan aft-
ur til veiða og var
alldrjúgur með mig.
Ekki leið löng stund
þangað til Svanlaug-
ur kallaði til mín og
sá ég hvar hann stóð
og reyndi að kraka
lundakippur og far-
angur aftur til lands með lunda-
háfnum.
Hafði flætt svo að fugl og far-
angur tók út í einni svipan og sást
lítt eftir það enda bæði hvasst og
stórstreymt. Það er til marks um
skaplyndi Svanlaugs að hann
atyrti ekki tengdasoninn en hafði
fremur á orði að hann hefði átt að
hafa vit fyrir honum. Það var hins
vegar lúpulegur tengdasonur
sem kom með Baldri til Stykk-
ishólms það kvöld.
Ekki minnist ég þess að hafa
séð Svanlaug argan í sinni og ekki
hallmælti hann nokkrum manni
þótt ekki væri hann skaplaus.
Hann umgekkst samferðamenn
sína af ljúfmennsku en var jafn-
framt forvitinn um hagi þeirra og
ágætlega minnugur. Hann naut
þess að ferðast með konu sinni
um landið og skoða fallega nátt-
úru um leið og hann þuldi bæj-
arnöfn og nöfn ábúenda. Börnum
sínum kenndi hann síðan það
sama.
Svanlaugur og Sólveig Inga
Bjartmars bjuggu sér og fjórum
börnum sínum notalegt heimili að
Bókhlöðustíg 11 í Stykkishólmi.
Þangað var gott að koma, hús-
bóndinn alltaf glaður og reifur og
Inga tók á móti sínu fólki með
ástúð og þessu fína bakkelsi. Þar
áttu síðan barnabörnin öruggt
skjól og dvöldu stundum lengi hjá
afa og ömmu. Því miður naut
Svanlaugur þess ekki að hafa
Ingu sína hjá sér til æviloka, hún
lést eftir stutt veikindi þann 26.
janúar árið 2000.
Ég þakka Svanlaugi langa og
gefandi samveru og um hann fer
vel á að segja: „þá kemur mér
hann í hug er ég heyri góðs
manns getið.“ Öllum eftirlifandi,
fjölskyldu og vinum, votta ég
samúð mína.
Jónas Jónsson.
Minning um góðan frænda,
Svanlaug Lárusson.
Það var alltaf svo gaman að
koma í litla húsið á hólnum, þar
sem höfnin blasir við. Í heimsókn
til Ástu frænku og Lárusar. Í
fyrstu barnsminningunni var
húsið iðandi af fólki. Þá var það
minna en það er í dag. En innan-
dyra rúmaðist fjöldi fólks og allt-
af vel tekið á mót gestum. Ásta og
Lárus voru líka svo ósköp væn við
alla. Þegar ég fer að muna eru
Svanlaugur og Bjarni og elstu
systurnar farin að heiman. En
Svanlaugur var ekki langt undan
og ég hitti hann oft. Honum fylgdi
svo mikil gleði og fjör.
Þegar ég svo þurfti að finna
mér vinnu, nýflutt aftur heim í
Hólminn, með mann og lítinn son,
lá beint við að ráða mig í vetr-
arvinnu hjá Lárunum sem þá
voru teknir við rekstri Verslunar
Sig. Ágústssonar, þeim Benna,
Bjarna og Svanlaugi. Þessi vetur
er í minningunni einn sá
skemmtilegasti sem ég hafði upp-
lifað. Þetta var þegar hörpuskelin
var að byrja að veiðast og bátar
komu víða að til að veiða hana í
Breiðafirði. Við vorum með allt
uppí 17 báta í viðskiptum. Þeir
sendu kostlista á hverjum degi og
við tókum til kostinn. Svanlaugur
stjórnaði þessari vinnu mest.
Hann var afar stríðinn og átti til
að stinga ofan í kassana einhverju
til að stríða kokkunum. En þetta
var mjög mikil vinna og kom mest
á tvær okkar að taka til kostinn
undir stjórn Lauga. Auðvitað var
ég með Alla minn á spítala-
skólanum, pabbi hans eða einhver
sótti hann klukkan fimm en við
vorum oftast að til klukkan að
verða sjö að klára að taka til í
bátana. Einu sinni var hringt í
mig um fjögurleytið og ég beðin
að sækja strákinn, hann hafði þá
ælt yfir systir Lovísu allhressi-
lega. Pabbinn ekki heima og illt í
efni. Laugi ákvað þá að sækja
strák, kom með hann niður í búð,
og þar var hann hjá okkur þar til
við vorum búin. Alli skemmti sér
stórvel, ekkert lasinn meira, en
fór um alla búðina, Bjarni elti
hann og þeir bræður kepptust við
að gefa honum allt sem hann
hefði ekki átt að fá að borða, fyrst
hann var með magapínu. En man
ekki betur en hann hafi orðið stál-
sleginn. Hann lagði mikla nammi-
ást á þá frændur eftir það, sem
kom ofan á þá ást sem hann hafði
á Ástu frænku sinni. En þá
bjuggum við í næsta húsi við þau
hjónin, Lárus og Ástu, og hef ég
ekki haft betri nágranna.
Svanlaugur reyndist mér vel,
var góður yfirmaður og fyrst og
fremst svo skemmtilegur og sá
alltaf eitthvað broslegt við lífið.
Hann og Inga hans áttu stóra
fjölskyldu og bjuggu lengst af við
Bókhlöðustíginn með sinn fallega
garð og fallega heimili. Þeim
fækkar óðum, þessum góðu
frændum mínum og frænkum,
nánum afkomendum Páls og
Helgu í Höskuldsey. Það er gang-
ur lífsins og fátt við því að segja.
En það er mikill sjónarsviptir að
Svanlaugi úr bæjarlífinu, hann
var ötull að taka þátt í öllu og mér
finnst örstutt síðan ég hitti hann
út við Skólastíg 14 þar sem hann
var að fara í bíltúr á bílnum sínum
og hló sínum smitandi hlátri við
mér. Ég óska honum góðrar
heimkomu og ég hugsa til krakk-
anna hans og fjölskyldu.
Dagbjört Höskuldsdóttir.
Það er svo margs að minnast
og svo margt sem um hugann fer
á langri samferð með kærum
Svanlaugi móðurbróður okkar,
eða Laugja frænda eins og hann
var jafnan kallaður. Alla tíð tók
hann okkur og fjölskyldu okkar
opnum örmum, allt frá því við
sem lítil börn kom í Hólminn með
foreldrum okkar. Ásgerður byrj-
aði alltaf á því að skjótast yfir
Þinghúshöfðann yfir á Bókhlöðu-
stíg til að hitta Önnu frænku sína,
sem var yngsta dóttir þeirra
Laugja og Ingu og alltaf var
henni tekið fagnandi. Þorgeir
hljóp oftast beint niður í Hólm-
kjör að hitta bræðurna Laugja og
Bjarna og var alltaf vel tekið og
strax settur í að hjálpa á lager
eða við útkeyrslu.
Hlýhugur og blíða einkenndu
Laugja og fólki leið vel í návist
hans, öll börn bæði stór og smá
hændust að honum. Laugi var
trúr sínum nánustu og vel tengd-
ur þeim fjölmörgu sem hann
þekkti. Hann veitti öllum athygli
og spurði frétta, vildi vita sem
mest og best um sitt fólk og
fylgdist vel með öllum ættgarði
sínum.
Nú síðast kemur upp í minn-
ingunni notalegu stundirnar sem
við áttum á Hólnum okkar, kvöld-
stundirnar með þeim bræðrum
Bjarna og Laugja yfir súkku-
laðibolla og pönnukökum, þar
sem svo ljúft var að hlýða á sög-
urnar, spjalla saman um gamla
og nýja tíma og bara njóta þess
að vera saman. Á þessum stund-
um var andinn nærður og sögurn-
ar fengu vængi. Einnig þeir
mörgu bíltúrar sem við fórum
með þeim bræðrum bæði um
Stykkishólm eða út á nes og þá
var Laugi oftast við stýrið. Þeir
bræður Svanlaugur og Bjarni
tengdust sterkum bræðrabönd-
um og voru þeir oft nefndir í
sömu andrá. Missir Laugja var
því mikill þegar Bjarni féll frá en
þeirra bræðrasamband ætti að
vera okkur öðrum fyrirmynd.
Ekki má gleyma berjaferðun-
um, en Laugi fór til berja meðan
heilsa leyfði og lét vita suður með
berjasprettuna og vísaði okkur á
bestu berjalöndin þegar við
mættum á svæðið. Sendi full
berjabox til systranna ef þær
höfðu ekki tök á að fara til berja,
svona var Laugi alltaf að hugsa
um aðra.
Nú í lok ágúst fór Ásgerður í
Hólminn með Ebbu móður okkar,
tíndum ber og hittum Laugja á
sjúkrahúsinu og áttum með hon-
um góða stund. Hann var hress
að vanda, lét vel af sér og fannst
gott að fá berjalyng í hendurnar
þar sem hann komst ekki til berja
í þetta skiptið. Við áttum okkar
kveðjustund þar sem við horfðum
yfir í Súgandisey og dásömuðum
fegurðina sem við okkur blasti.
Tilgangur Laugja frænda okk-
ar var að bæta þennan heim enda
skildi hann eftir sig birtu, kær-
leika, gleði og þakklæti í hjörtum
okkar sem honum kynntust. Á
kveðjustundu er okkur og fjöl-
skyldu okkar efst í huga þakklæti
fyrir liðnar samverustundir. Við
munum ætíð minnast með hlýju
allra þeirra stunda sem við áttum
með Laugja frænda okkar. Við
sendum Söru, Gunnari, Lárusi,
Önnu og þeirra fjölskyldum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Við kveðjum kæran frænda
með djúpri virðingu og þökk.
Ásgerður og Þorgeir.
Svanlaugur móðurbróðir minn
er látinn 92 ára gamall. Svanlaug-
ur, eða Laugi eins og hann var oft
kallaður, er sá þriðji systkinanna
sem kveður, en þau voru sjö.
Ég man eftir Svanlaugi frá því
að ég var smástelpa og kom oft í
heimsókn frá Ólafsvík með for-
eldrum mínum í Stykkishólm. Þá
var alltaf farið á Silfurgötuna til
ömmu og afa og svo iðulega kom-
ið við á Bókhlöðustígnum hjá
Svanlaugi og Ingu. Þar var mikið
fjör enda börnin þeirra á svipuð-
um aldri og við systkinin. Garð-
urinn í kringum húsið var ein-
staklega fallegur enda hugsuðu
þau hjónin vel um hann en þó að-
allega Inga því hún var mikil
blómakona. Ingu missti hann árið
2000.
Ævistarf Svanlaugs var kaup-
mennska. Hann vann hjá Sigurði
Ágústssyni og var alltaf gaman
að hitta hann þar. Síðar stofnuðu
þeir bræður Bjarni og Svanlaug-
ur Hólmkjör ásamt félaga sínum
Benedikt Lárussyni, en allir eru
þeir nú látnir. Hólmkjör var ekki
aðeins matvöruverslun en þar
voru miklu fjölbreyttari vörur í
boði, svo sem vefnaðarvara og
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR S. VALGEIRSDÓTTUR,
Sundstræti 34, Ísafirði.
.
Sesselja M. Matthíasdóttir, Kristján Hilmarsson,
Ómar H. Matthíasson, Guðný Guðmundsdóttir,
Ingibjörg M. Matthíasdóttir, Jökull Jósefsson,
Auður K. Matthíasdóttir, Aðalsteinn Ó. Ásgeirsson,
Vilhjálmur V. Matthíasson, Ásdís B. Pálsdóttir,
Guðmundur F. Matthíasson, Júlía M. Jónsdóttir,
Kolbrún Matthíasdóttir, Erlendur H. Geirdal,
Guðrún S. Matthíasdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR HJÖRLEIFSDÓTTIR
frá Unnarholtskoti,
lést miðvikudaginn 7. september. Hún
verður jarðsungin í Dómkirkjunni
föstudaginn 23. september klukkan 11.
.
Helgi Skúli Kjartansson Keneva Kunz
Burkni Maack Helgason Kári Tristan Helgason
Eiginmaður minn,
ANDRÉS ÁSGRÍMSSON,
lést föstudaginn 2. september á
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
.
Halldóra Jóhannsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLDÓRA SIGRÍÐUR
HALLBERGSDÓTTIR,
til heimilis að Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 8. september. Útför
hennar fer fram frá Landakirkju laugardaginn 17. september
klukkan 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða.
.
Þuríður Jónsdóttir, Jóel Þór Andersen,
Hallbjörg Jónsdóttir, Róbert Gíslason,
Berglind Jónsdóttir, Steinar Pétur Jónsson,
Óskar Óskarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartfólginn sonur minn og frændi okkar,
HALLDÓR STEINN HALLDÓRSSON,
starfsmaður í Ási,
Blönduhlíð 6, Reykjavík,
lést á deild B-5, Landspítala í Fossvogi,
sunnudaginn 11. september.
Jarðarförin verður mánudaginn 19. september klukkan 13, frá
Hafnarfjarðarkirkju. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem
vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð bjöllukórs Tónstofu
Valgerðar. 0515-14-405790, kt: 501100-3580.
.
Anna Björg Halldórsdóttir,
Halla Sólveig Halldórsdóttir, Sigurjón Högnason,
Freyja Sigurjónsdóttir,
Karl Sigurjónsson, Ines Willerslev Jørgensen,
Baldur Willerslev Karlsson,
Katla Willerslev Karlsdóttir.
Faðir okkar,
STEFÁN ÓLAFSSON,
bakari frá Patreksfirði,
til heimilis að Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
andaðist á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 3. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Sesselja Stefánsdóttir,
Ólafur Stefánsson,
Oddný Stefánsdóttir
og fjölskyldur.
Lokað
Skrifstofa Eignamiðlunar verður lokuð eftir hádegi
fimmtudaginn 15. september vegna jarðarfarar
ÞORLEIFS STEFÁNS GUÐMUNDSSONAR, löggilts
fasteignasala.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og systur,
HEIÐVEIGAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Víðivangi 3, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
lungnadeildarinnar í Fossvogi fyrir
nærgætni, hlýhug og frábæra umönnun.
.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sævar Örn Jónsson.