Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 25

Morgunblaðið - 14.09.2016, Page 25
leikföng og nánast allt sem við- skiptavinirnir þörfnuðust. Þeir félagar ráku líka sláturhús og höfðu jafnframt á boðstólum ým- islegt sem bændurnir með inn- leggin sín þurftu til búrekstrar- ins. Verslunin var rekin í um þrjátíu ár. Það var ávallt upplífg- andi að hitta þá bræður í Hólm- kjörum. Oft keyptum við Guð- brandur bróðir kjöt af þeim á haustin og fylltum frystikisturn- ar. Svanlaugur og Bjarni voru góðir og nánir bræður sem höfðu ævinlega dagleg samskipti og bjuggu á sitt hvorri hæðinni á dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi síðustu æviár sín. Hin síð- ari ár var gaman að fylgjast með hve miklir körfuboltaáhugamenn þeir voru orðnir, en þeir voru tíðir gestir á áhorfendapöllunum þeg- ar lið þeirra Snæfell lék sína heimaleiki. Ef þeir hefðu verið yngri er ég viss um að þeir hefðu verið inni á vellinum en ekki þar sem þeir sátu innan um áhorfend- ur. 18. ágúst síðastliðinn komum við hjónin í Stykkishólm og heim- sóttum þá Svanlaug, en þá var hann á sjúkrahúsinu. Hann var glaður og ánægður að sjá og borðaði með góðri lyst og bauð upp á aðalbláber sem tínd höfðu verið við Drápuhlíðarfjall og hon- um færð. Þetta var í síðasta sinn sem ég talaði við Svanlaug frænda minn. Við andlát Svanlaugs er komið að mér að þakka fyrir kynnin og samverustundirnar, en minn- inguna um hann og allt það góða sem hann gaf mér mun ég ávallt geyma með mér. Hvíli hann í friði. Börnum hans og fjölskyldum þeirra hennar votta ég mína inni- legustu samúð. Þín frænka, Ásta Lára Leósdóttir. Það er gott að eiga rætur. Rætur okkar systkinanna liggja í Stykkishólmi. Þar fæddust for- eldrar okkar og ólust upp, þar bjuggu föðurforeldrar okkar fram á fullorðinsár og móðurfor- eldrar til æviloka. Í Hólminum bjuggu einnig móðurbræður okkar og fjöl- skyldur þeirra og þangað lágu löngum leiðir okkar til að hitta alla þessa góðu ástvini. Svanlaug- ur frændi er nú allur 92 ára að aldri og við systkinin, fjölskyldur okkar og móðir kveðjum hann í djúpri virðingu og kærleika. Hann var glaðlyndur, brosmildur og skemmtilegur frændi, faðm- lagið var hlýtt og nærandi. Hann var lífsglaður og hafði jákvæðni til tilverunnar að leiðarljósi. Hjá þeim bræðrum í verslun Sigurðar Ágústssonar fengum við systkin- in að taka til hendinni forðum daga, fara í vinnuslopp, vigta epli og kartöflur og fara í búðarleik. Eftir á að hyggja vorum við auð- vitað fyrir en við vorum samt aldrei látin finna til þess. Við börn Leu Rakelar og Agnars Möller þökkum fyrir vináttu og elsku- semi þessa einstaka móðurbróð- ur okkar. Einnig stöndum við í þakkar- skuld við Ingu, eiginkonu hans, sem lést fyrir nokkrum árum, og börn þeirra fyrir einlæga vináttu gegnum tíðina. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu Svan- laugs frænda okkar. Margrét Kristín, Alma, Thomas, Ásta og Edda Möller. Svanlaugur Elías Lárusson verslunarmaður verður jarðsung- inn frá Stykkishólmskirkju mánudaginn 12. september. Hans verður saknað af samferðar- mönnum í Stykkishólmi, svo traustur sem hann var. Svanlaug- ur var Hólmari af lífi og sál og bar hag bæjarfélagsins stöðugt fyrir brjósti. Hann var öflugur þátt- takandi í bæjarlífinu og hann naut þess að vera í bakvarð- arsveitinni þegar kom að því að leggja góðum málum lið. Svanlaugur var vissulega á réttri hillu þegar hann tók ásamt Bjarna bróður sínum og Benedikt Lárussyni við rekstri gömlu Sig- urðarbúðar og byggði upp Vöru- húsið Hólmkjör. Hafði Svanlaug- ur átt farsælt starf hjá fyrirtæki Sigurðar Ágústssonar og fjöl- skyldu. Svanlaugur var verslun- armaður af lífi og sál. Það var hreint einstakt að fylgjast með honum við kjötborðið í Hólmkjör- um og sjá hvernig hann af ein- lægni ráðlagði viðskiptamönnum og seldi vel og var jafnvel um leið að halda fram sjónarmiðum sín- um um menn og málefni á þann hátt að eftir var tekið og án þess að ganga þar yfir strikið t.d. þeg- ar hann var að verja bæjarstjór- ann eða þingmanninn sinn eða aðra pólitíska samherja. Undir merkjum Hólmkjara var rekið bæði nútíma vöruhús og bændaverslun. Samhliða því ráku Hólmkjör Sláturfélag Snæfell- inga ásamt Kaupfélagi Stykkis- hólms og Verslunarfélaginu Grund í Grundarfirði. Svanlaug- ur kunni að fara með það mikla og trausta samband sem var byggt upp við bæjarbúa og fólk af öllu Snæfellsnesi í verslunarrekstrin- um enda sanngjarn maður og lip- ur. Hann þekkti og skildi sam- félagið vel og vissi hverja þurfti að styðja og veita góð kjör þegar erfiðleikar steðjuðu að fjölskyld- um. Afslátturinn sem hann vildi veita var ekki veittur við kassann fyrir augum bæjarbúa heldur miklu fremur kom hann fram þegar kjötið sem átti að vera eitt kíló reyndist tvö kíló þegar heim var komið. Þannig var Svanlaugur og um það voru þeir Lárarnir í Hólm- kjörum samstíga og nutu virðing- ar og velvilja bæjarbúa. Ég hitti Svanlaug fyrir stuttu þegar hann átti leið hér um Ásk- lifið svo sem oft áður til þess að huga að Gunnari syni sínum og fjölskyldunni. Hann ók á bílnum sínum af öryggi þrátt fyrir háan aldur og var með einkanúmerið P 22 vegna þess að bílinn var hluti af tilverunni sem hann var fast- heldinn á. Ég fann og heyrði að hann var með hugann við bæjar- málin og spurði margs þegar hann leitaði frétta. Það fór ekki á milli mála að hann naut þess að fylgjast með framförum og upp- byggingu enda vissi hann vel hvaða þýðingu það hefur fyrir af- komuna í samfélaginu að við- skiptin vaxi og dafni og hann var stöðugt hvetjandi og bjartsýnni en flestir aðrir. En svo kom kallið og hann á ekki lengur leið hér um götuna til fjölskyldunnar sinnar í Ásklifi 22. Þannig líður tíminn í önnum daganna og við sjáum á bak góð- um vini. Við Hallgerður og börnin okkar minnumst okkar góða vin- ar Svanlaugs með virðingu og þökk og sendum fjölskyldunni allri samúðarkveðjur á sorgar- stundu. Blessuð sé minning Svan- laugs Lárussonar. Sturla Böðvarsson. Lengi hafa vindar leikið á tjaldstrengi mína. Ég hef legið við skör, og ég vakti og hlustaði lengi á hófatök þau sem dvínuðu fjær og fjær og fann hvernig þögnin læddist í mína strengi. Enn fara lestir, það lætur í silum og klökkum og leiðin til vaðsins er auðkennd með gamalli vörðu. Já, nú væri tíð að taka dót sitt í klif. Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr jörðu. (GB.) Takk fyrir okkar fáu ár af vin- skap, þau voru mér sem mörg og mikilvæg. Vinur þinn, Guðmundur Böðvar. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9. Snyrtivörur og skart frá AVON á sölutorginu kl. 11.30-15.00. Útskurður ll (frá 5. október) og postulíns- málun ll kl. 13. Vinsæla söngstundin með henni Helgu tónmennta- kennara kl. 13.45 Árskógar 4 Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 9.30. Hjúkrunarfræðingur með mælingar kl. 14-15. Opið hús, m.a. vist og brids kl. 13-16. Prjónaklúbbur Ljósbrotsins með Guðnýju kl. 13-16. Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9, handavinnustofa opin frá kl. 9-15, (starfs- maður Boðans verður til aðstoðar á milli 11 og 15), harmonikkuspil og söngur kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 Leikfimi kl. 10.30, hjúkrunafræðingur kl. 11. Spila- dagur, glerlist og pjónaklúbbur kl. 13. Bingó verður spilað á morgun kl. 13. Allir velkomnir. Dalbraut 18-20 Verslunarferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8. Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30-16. Með- læti selt með síðdegiskaffinu kl. 14. Vatnsleikfimi kl. 7.40, kl.12.10 og 15. Kvennaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 9.10, stólaleikfimi kl. 10 og kvennaleikfimi í Ásgarði kl. 11. Bútasaumur í Jónshúsi kl. 13. Leir í Kirkjuhvoli kl. 13. Brids í Jónshúsi kl. 13. Gerðuberg Kl. 9-16 opin vinnustofa, kl. 9-16 útskurður með leiðbein- anda, kl. 10.30-12 gömlu dansarnir, kl. 13 félagsvist. Grensáskirkja Samverustundir eldri borgara í Grensáskirkju kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara í Guðríðarkirkju miðviku- daginn 14. september kl. 13.10. Helgistund í kirkjunni, spjall, síðan kemur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir fyrirverandi Dómkirkjuprestur og ræðir við okkur um meðvirkni. Kaffi og meðlæti 500 kr. Hlökkum til að sjá ykkur. Sr. Kristín og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, postulínsmálun kl. 12.30, kvennabrids kl. 13, línudans kl. 16.30, línudans byrjendur kl. 17.30. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Botsía kl. 10-11. Opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9-14. Morgunleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30. Snjalltækjakennsla, aðstoð með farsíma og spjaldtölvur kl. 14, kostar ekkert og allir velkomnir. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, zumbadans og líkamsrækt kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45. Samverustund kl. 10.30, lest- ur og spjall, matur kl. 11.30. Handavinnuhópur kl. 13, mömmuhópur kl. 13, söngstund með Sighvati kl. 13.30, kaffi kl. 14.30. Ný vetrar- dagskrá væntanleg í vikunni og verður þá sett fram, allir velkomnir. Hæðargarður 31 Qigong kl. 6.30. Við hringborðið kl. 8.50, upplestr- arhópur Soffíu kl. 9.30, línudans fyrir byrjendur kl. 10.15. Hláturjóga kl. 13.30, tálgun í ferskan við með Valdóri kl. 14.30, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Íþróttafélagið Glóð Ringó í Kópavogsskóla kl.16, í Gullsmára kl. 13. Línudans kl. 16.30 framhaldsstig 1 (1 x í viku), kl. 17.30 byrjendur (1 x í viku). Uppl. í síma 698 5857 og á www.glod.is Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 í dag, gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum, Keila í Egilshöll kl. 10 í dag, bingó kl. 13 í Borgum í dag og kóræfing Korpusystkina hefst í dag kl. 17.30. Allir velkomnir. Neskirkja Krossgötur kl. 13.30. Heimsókn í Sjóminjasafnið og sýn- ingin um Þorskastríðin, For Cod’s Sake, skoðuð. Við sögu koma fagur- klæddir sjómenn frá Hull, ármenn Íslands, grjótkast og árekstrar bæði á hafi og í landi. Kaffiveitngar í Neskirku í upphafi. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Selið, Sléttuvegi 11-13 Húsið er opið frá kl. 10-14 en starfsemi verður þó möguleg fram til kl. 16. Upp úr 10 er boðið upp á kaffi, gott að koma í spjall og kíkja í blöðin. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, handa- vinna er kl. 13. Molasopinn er frammi eftir hádegi og vestursalurinn opinn kl. 14-16. Allir hjartanlega velkomnir. Skráning í leikfimi hjá Guðnýju stendur yfir. Seltjarnarnes Námskeiðin í gleri falla niður í dag. Leir og listasmiðja á Skólabraut kl. 9. Botsía Gróttusal kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12.Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna / opinn salnur á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Ath. þið sem skráð eruð í ferðina í Flóann á morgun, fimmtu- dag, þá leggjum við af stað frá Skólabraut kl. 13. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10. Söngvaka kl. 14, stjórnendur Sigurður Jónsson píanóleikari og Karl S. Karlsson. Allir velkomnir. Vitatorg Bókband og handavinna kl. 9. Leirmótun og postulínsmálun kl. 9, upplestur framhaldssögu kl. 12.30, frjáls spil og stóladans kl. 13. Messa, prestar Hallgrímskirkju fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Samsöngur hina miðvikudagana kl. 10.15. Ferð í Bónus: Rúta frá Skúlagötu kl. 12.20 Myndlist kl. 13.30. Dansað með Vitatorgsbandinu kl. 14, allir velkomnir í dansinn og í félagsstarfið. Uppl. í síma 411-9450 og 822-3028. Félagslíf Kristniboðsfélag karla býður í kjötsúpu kl. 19 í Kristni- boðssalnum. Söngsamkoma kl. 20, Helga Magnúsdóttir. Ræðumaður Skúli Svavarsson. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Smáauglýsingar 569 1100 Bækur Bækur til sölu Fornmannasögur 1-12, 1825, Eðlisfræði, Fisher 1852, Bréf til Láru 1. útg., Kvæðabók, Benedikt Gröndal, 1900, Ferðabók Hender- sons, 1819, Ófeigur 1. - 13, Skýrsla Menntaskólans á Akur- eyri 1. - 77. árg., Stefnir 1-3, MA stúdentar 1-5, Chess in Iceland 1905, Jarðskjálftar á Suðurlandi, Þ.Th. 1899, Akureyri fjaran og innbærinn, Íslensk bygging, Guðjón Samúelsson, Austantórur 1-3, Ættir Þingeyinga 1- 4, Grá- gás 1852, 1879 lp., Dalalíf 1-3, Ættir Austfirðinga 1-9, Dala- menn 1-3, Strandamenn, Íslensk myndlist 1- 2, Hendur ljóssins, Veiðimaðurinn 1.- 86. tb., ób., Ódáðahraun 1- 3, Skýjabók 1958, Krosssaætt 1- 2, Víðir, Vest- mannaeyjar 1. - 24. árg., Kuml og haugfé, Bíldudalsminning, Stjórnartíðindi 1885 - 2000, (6 hillumetrar). Upplýsingar í síma 898 9475. Geymslur Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól- hýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð. Sími 499-3070. Sólbakki. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Hellur og lóðalögun Getum bætt við okkur minni verkum í hellulögnum og hleðslum fyrir veturinn. Sími 823-7170. Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðar-lausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Ýmislegt Uppí 70% afmælisafsláttur í nokkra daga. Vönduð armbandsúr á ótrúlegu verði eða frá 5.000 kr. Pierre Lannier Paris, frönsk hönnun og smíði. 2ja ára alþ. ábyrgð. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Vörubíladekk útsala 4 stk 275/70 R 22.5 DR 1 Matador 3 stk 1200 R 20 DR 2 4 stk 245/70 R 19.5 Fulda sumardekk 8 stk 215/75 R 17.5 MP 460 Stök dekk Matador, Sava Fulda: 1 stk 275/70 R 22.5 MP 460, 1 stk 305/70 R 19.5 4 stk 13 R 22.5 , 4 stk 12 R 22.5, 2 stk 385/65 R 22.5 1 stk 295/80 R 22.5, 3 stk 315/70 R 22.5, 1 stk 11 R 22.5 1 stk 315/80 R 22.5, 1 stk 1000 20 MP 600 Traktordekk 1 stk til í þessum stærðum, 16.9 – 30, 13.6 -24 , 11.2 – 28, 14.9-24, 12.4 R 24 og 1. stk. Super Swamper TSL 38x15.5x16.5 Kaldasel ehf ., Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444333 Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. HúsviðhaldTil leigu Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm atvinnuhúsnæði í Reykjavík 285 fm bil með allt að 9 m lofthæð, stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð lóð, og greið aðkoma. Nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661 7000 Smáauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.