Morgunblaðið - 14.09.2016, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Ég verð örugg-lega lokuð inniá hótelinu með
landsliðinu í dag,“ seg-
ir Hallbera Guðný
Gísladóttir fótbolta-
kona sem á 30 ára af-
mæli. „En ég treysti á
að liðsfélagarnir geri
eitthvað sérstakt fyrir
mig. Við ætlum síðan
saman á körfubolta-
leikinn Ísland - Kýpur,
þetta verður því
kannski svolítið óhefð-
bundinn afmælis-
dagur.“
Fram undan eru
lokaleikirnir í undan-
keppni EM í fótbolta,
en 16. september mun
íslenska landsliðið
keppa við Slóveníu og
20. september verður
leikur gegn Skotlandi
og fara báðir leikirnir
fram hér heima.
Landsliðið er nánast
búið að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppni EM en síðast þegar
liðið komst á EM, árið 2009, komst það í átta liða úrslit, eins og
karlalandsliðið náði einnig í sumar í Frakklandi.
Hallbera spilar með Breiðabliki en þær gerðu aðeins jafntefli
um helgina. „Sá leikur gerði út um titilvonir okkar en Stjarnan
ætti að klára sína leiki sem eru eftir. Eftir Íslandsmótið verða
Evrópuleikir með Breiðabliki og mér skilst að landsliðið leiki tvo
vináttuleiki í lok október svo tímabilið verður aðeins lengra en
venja er sem er ágætt meðan maður þarf ekki að æfa úti í roki og
rigningu,“ segir Hallbera og hlær.
Hallbera vinnur í tölvudeildinni á Landspítalanum og er í fjar-
námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og vonast til að
klára námið í vor.
„Það er því voða lítið annað sem kemst að þegar maður er í
fullu námi og boltanum. Ég er ekki komin með fjölskyldu sem
betur fer kannski og get eytt tímanum í þetta. Prógrammið á
virkum dögum er stíft en á sunnudögum fer ég til Akraness til
foreldra minna. Þau elda fyrir mig og ég hitti systkini mín og
börn þeirra.“
Foreldrar Hallberu eru Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa-
hafna, og Hallbera Fríður Jóhannesdóttir, kennari og bókasafns-
fræðingur.
Bikarmeistari Breiðablik, sem Hallbera
leikur með, er bikarmeistari í ár.
Lokuð inni á hóteli
Hallbera Gísladóttir er þrítug í dag
B
jarni fæddist á Akureyri
14.9. 1946 og ólst þar
upp í Sólvangi í Glerár-
þorpi til 15 ára aldurs
en þá fluttu þau inn fyr-
ir Glerána, á Brekkuna: „Á æskuár-
unum var alltaf mikill rígur milli
strákanna í Glerárþorpinu annars
vegar og „Brekkusniglanna“ og á
milli okkar í „Þorpinu“ og „Eyrar-
púkanna“. Viðkvæmasti tíminn var í
nóvember og desember þegar verið
var að safna í áramótabrennurnar.
Strákarnir voru að stela úr brenn-
unum hver frá öðrum og þá þurftum
við að vakta bálkestina svo ekki færi
illa. Oft sló í orrustur milli flokkanna
en samskiptin voru rólegri á öðrum
árstímum.
Við áttum heima við gömlu brúna
yfir Glerá og þar var helsta leik-
svæði okkar strákanna. Þetta var
spennandi en hættulegt leiksvæði,
sérstaklega þegar áin var í vexti, og
einu sinni rifbeinsbrotnaði ég. En
þetta voru skemmtilegir tímar.“
Bjarni lauk barnaskólaprófi við
Barnaskóla Glerárþorps, stundaði
síðan nám í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri og lauk þar prófi í verk-
námsdeild. Því næst lærði hann vél-
virkjun hjá vélsmiðjunni Atla hf.,
stundaði nám við Vélskóla Íslands á
Akureyri og lauk þaðan prófum í
ársbyrjun 1968. Hann öðlaðist
meistararéttindi í vélvirkjun 1970.
Bjarni var mikið hjá afa sínum og
ömmu og móðurbræðrum sínum í
Flatey á Skjálfanda á sumrin, fékk
rúllu hjá afa sínum níu ára og byrj-
Bjarni L. Thorarensen, vélstjóri og vélvirkjam. í Hrísey – 70 ára
Um borð í Þorgrími Bjarni og Sigríður að frílista sig fyrir utan höfnina í Hrísey, á bátnum sem Bjarni keypti.
Vélvirkjameistari sem
nú er á kafi í ætihvönn
Börn og tengdabörn Hrafnhildur, Elvar, Stefán, Jónanna og Arnar.
Félagarnir Ólafur Kristinn Sveinsson og Sölvi Hermannsson söfnuðu dóti á tom-
bólu sem þeir héldu við verslun Samkaupa í Hrísalundi og við verslun Bónuss í
Naustahverfi. Þeir styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, 12.199 krónum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.