Morgunblaðið - 14.09.2016, Side 27
aði þá á dagróðrum með móður-
bræðrum sínum. Hann var í Flatey
til 11 ára aldurs. Hann byrjaði að
vinna við gæruhreinsun hjá Gefjun
er hann var 13 ára, vann í Krossa-
nesi í tvö sumur og var síðan nemi
hjá Vélsmiðjunni Atla. Eftir námið
starfaði hann þar í þrjú ár, vann síð-
an í Slippstöðinni í 13 ár og var síðan
vélstjóri og vélvirki á togurum hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa um sex
ára skeið. Hann var síðan vélstjóri á
bátum frá Hrísey um nokkura ára
skeið, starfaði síðan á vélaverkstæði
í Hrísey, sinnti síðan viðgerðum og
viðhaldi hjá sveitarfélaginu í Hrísey
og var síðan vélstjóri á Grímseyjar-
ferjunni Sæfara í nokkur ár. Hann
var síðan vélstjóri á Hríseyjarferj-
unni frá 1993-2000. Þá lenti Bjarni í
vinnuslysi og var frá vinnu í þrjú ár.
Bjarni kom á laggirnar amboða-
smiðju sem framleiðir hrífur og orf
árið 2004 og hefur starfað við það
síðan. Árið 2007 hóf hann auk þess
störf við hvannatínslu fyrir Saga
Medica, smíðaði þurrkblásara og
fleiri tæki við hvannavinnsluna og
hefur annast verkstjórn við tínsluna
og vinnsluna í Hrísey: „Ég hef svo
verið að þreifa mig áfram með
hvannate og hvannakrydd sem unn-
in eru úr hvannarfræjunum og lauf-
unum. Þetta er nú aðallega til gam-
ans gert og í smáum stíl.“
Bjarni keypti sér lítinn bát í fyrra
og er nú að gera hann upp: „Ég held
þetta sé síðasti báturinn sem Þor-
grímur á Hofsósi smíðaði og ég vil
endilega koma bátnum og vélinni í
þokkalegt stand. Það má því segja
að þetta sé áhugamál mitt.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er Sigríður
Magnúsdóttir, f. 11.6. 1944, fyrrv.
fiskverkakona. Foreldrar hennar
voru Magnús Jóhannsson, sjómaður
í Hrísey og fiskmatsmaður í
Grundarfirði, og Bára Hallgríms-
dóttir húsfreyja.
Börn Bjarna frá fyrra hjónabandi
eru Stefán, f. 2.4. 1968, verkamaður
á Akureyri; Elvar, f. 2.3. 1972, gæða-
eftirlitsstjóri hjá Samherja, búsettur
á Akureyri, en kona hans er Hildur
Haraldsdóttir sjúkraliði og eru börn
þeirra Alexandra Ýr, f. 1994; Júlíus
Fannar, f. 1998, og Elvar Hólm, f.
2004, og Jónanna Bjarnadóttir, f.
17.7. 1973, listakona og fram-
kvæmdastjóri í Garðabæ, en maður
hennar er Arnar Stefánsson fram-
kvæmdastjóri og eru dætur þeirra
Hugrún Greta, f. 2001, og Hjördís
Emma, f. 2006,
Börn Sigríðar eru Ásta Bára
Pétursdóttir, f. 1965, myndlistar-
kona á Akureyri; Þórður Pétursson,
f. 1971, verkamaður; Bragi Þór
Pétursson, f. 1977, sjómaður, og
Magnús Ewald, f. 1978, sjómaður.
Systkini Bjarna eru Smári Thor-
arensen, f. 8.3. 1948, skipstjóri á
Hríseyjarferjunni, og Hallbjörg
Thorarensen, f. 6.7. 1952, leik-
skólastjóri og sérkennari í Reykja-
vík.
Foreldrar Bjarna voru María
Hólmfríður Jóhannesdóttir, f. 13.7.
1920, d. 23.7. 2009, matráðskona hjá
Reykjavíkurborg, og Jón Ragnar
Thorarensen, f. 6.5. 1914, d. 29.1.
1982, sparisjóðsstjóri á Akureyri.
Úr frændgarði Bjarna L. Thorarensen
Bjarni Lúther
Thorarensen
Hólmfríður Tómasdóttir
húsfr. á Knarrareyri og á
Tindriðastöðum
Guðlaugur Jónsson
b. á Knarrareyri og á
Tindriðastöðum
Sigurbjörg Dýrleif Guðlaugsdóttir
húsfr. í Fjörðum og í Flatey á Skjálfanda
Jóhannes Kristinsson
b. í Fjörðum og Flatey á Skjálfanda,
frá Geirhildargörðum í Öxnadal
María Hólmfríður Jóhannesdóttir
verkak. á Akureyri og matráðskona í Rvík
Guðrún María
Sigurðardóttir
húsfr. í
Geirhildargörðum
Kristinn Magnússon
b. í Geirhildargörðum
Þórunn Rósa Thorarensen
iðnverkak. á Akureyri
Freysteinn S. Sigurðsson
iðnverkam. á Akureyri
Sigrún
Sigurðardóttir
húsfr. á Neðsta-
landi og á Borgum
Þórður
Thorarensen
gullsmiður á
Akureyri
Jóhannes Jóhannesson
sjómaður á Húsavík
Guðlaugur Jóhannesson
sjómaður í Hrísey
Gunnar Jóhannesson
vélstj. á Hríseyjarferjunni
Hólmdís Jóhannesdóttir
aðstoðarljósmóðir á Akureyri
Sævar Gunnarsson
tækniteiknari á
Akureyri
Sigríður
Freysteinsdóttir
húsfr. á Akureyri
Jónína Sigrún
Pálmadóttir
húsfr. á Drangsnesi
Ólafur
Thorarensen
bankastj. á
Akureyri
Jóhannes Jóhannesson
rafvirkjam. á Húsavík
Jóhannes Elvar Guðlaugsson
hótelstj. í London
Sveinn Gunnarsson
vélstjóri hjá Álverinu
í Straumsvík
Lúkas Kárason
skipstj. og tréskurðarmaður
Bjarni Bjarnason
skipstj. á Akureyri
Árni Bjarnason
skipstj. og forseti Farmanna-
og fiskimannasambands Ísl.
Kristbjörg Jónsdóttir
húsfr. á Skjaldarstöðum
Sigurður Sigurðsson
b. á Skjaldarstöðum í Öxnadal
Hallfríður Sigurðardóttir
verkak. í Gefjun á Akureyri
Jóhann Lúther Thorarensen
b. í Lönguhlíð í Hörgárdal
Jón Ragnar Thorarensen
verkam., kennari og spari-
sjóðsstj. á Akureyri
Rósa Jónsdóttir
húsfr.
Jóhann Stefán
Ólafsson
Thorarensen
b. og smiður í
Lönguhlíð
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Ágúst fæddist í Bolungarvík14.9. 1916, sonur Péturs Sig-urðssonar sjómanns og Krist-
jönu Þórunnar Einarsdóttur hús-
freyju.
Fyrri kona Ágústs var Helga Jó-
hannesdóttur sem lést 1941 og eign-
uðust þau Kristjönu póstfulltrúa og
Helga sendiherra. Sonur Ágústs og
Maríu Valdimarsdóttur var Emil Pét-
ur skipstjóri sem lést í fyrra. Seinni
kona Ágústs var Ingveldur Magn-
úsdóttur sem lést 2011 og er sonur
hennar Hafsteinn B. Sigurðsson bif-
reiðarstjóri en dætur Ágústs og Ingv-
eldar eru Ásgerður hárgreiðslumeist-
ari og Ásthildur skrifstofumaður.
Ágúst nam bakaraiðn í Alþýðu-
brauðgerðinni í Reykjavík og hlaut
meistararéttindi 1942. Hann rak
Brauð- og kökugerð í Reykjavík
1944-51 og á Patreksfirði 1951-54, sat
í sveitarstjórn Patrekshrepps 1954-
88, var sýslunefndarmaður, oddviti
Patrekshrepps 1954-58 og 1978-82 og
var sveitarstjóri 1958-63.
Ágúst var skrifstofustjóri hjá
Hraðfrystihúsinu Skildi hf. á Pat-
reksfirði en síðast starfaði hann hjá
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.
Ágúst sat í stjórn Bakarasveina-
félags Íslands og Bakarameist-
arafélags Reykjavíkur, var einn af
stofnendum Söngfélagsins Hörpu í
Reykjavík, formaður FUJ og sat í
stjórn SUJ, sat í flokksstjórn og mið-
stjórn Alþýðuflokksins 1942-85, for-
maður skólanefndar Iðnskólans og
Patreksskólahverfis, sat í stjórn
Sjúkrasamlags Patreksfjarðar og í
sáttanefnd, var stofnfélagi Lions-
klúbbs Patreksfjarðar og formaður
hans.
Um Ágúst sagði Sighvatur Björg-
vinsson í minningargrein: „Ágúst H.
Pétursson var fjölhæfur maður.
Hann var vel máli farinn og ritfær
vel. Hann átti mikið og gott safn bóka
og las mikið. Hann var framkvæmda-
samur og áræðinn,
kappsmaður til verka og frum-
kvæðismaður um margt. Hann var
jafnvel að sér til handa og hugar, lag-
tækur smiður og hlífði sér aldrei.“
Ágúst lést 1.3. 1996.
Merkir Íslendingar
Ágúst H.
Pétursson
90 ára
Áskell Torfi Bjarnason
Halldóra Þ.
Sveinbjörnsdóttir
Ragnar Helgason
Ríkarður Jóhannsson
85 ára
Dadda Sigríður Árnadóttir
Marta Kristín Böðvarsdóttir
Ólafur Kristján Ólafsson
80 ára
Guðrún Karlsdóttir
Hallfríður Hermannsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
75 ára
Alevtina Danko
Ása Baldursdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
70 ára
Bjarni L. Thorarensen
Guðmundur K. Jónsson
Guðrún Sigurðardóttir
Marcela M. Ægisdóttir
Sigrún Ingólfsdóttir
Svanhvít Guðmundsdóttir
Sævar Helgason
60 ára
Anna Guðrún Bjarkadóttir
Anna Guðrún Tómasdóttir
Björn Gunnlaugsson
Carsten Werner Prasse
Hanna K. Hallgrímsdóttir
Jakob Rúnar Guðmundsson
Jóhann U. Guðmundsson
Kristján Ásgeirsson
Ragnar Kristinn Sigurðsson
Sathian Jaengmuang
Sigríður Aradóttir
Smári Emilsson
Þórhildur Sigtryggsdóttir
Þórunn Ólöf Valsdóttir
50 ára
Björgvin Sigurðsson
Gísli H. Gunnlaugsson
Ingibjörg D. Hilmarsdóttir
Jóna Hrund Jónsdóttir
Jón Már Snorrason
Júlíus H. Guðmannsson
Lilja Þorsteinsdóttir
Pétur Jónsson
Ragnheiður H. Eiríksdóttir
Sigurbjörg Björnsdóttir
Steina J. Hermannsdóttir
Vilhjálmur Kári Heiðdal
Þorgrímur Björnsson
40 ára
Agata Lis
Andrzej Krzysztof Bielon
Birkir Ívar Guðmundsson
Ester Ásbjörnsdóttir
Eyrún Harpa Gunnarsdóttir
Friðjón Veigar Gunnarsson
Ingi Freyr Rafnsson
Íris Arnlaugsdóttir
Íris Baldursdóttir
Íris Ragnarsdóttir
Jón Heiðar Víðisson
Katarzyna Marta Kocinska
Liselotta E. Pétursdóttir
Steinunn Gyða
Guðmundsdóttir
30 ára
Aðalsteinn S. Grétarsson
Ástrós Signýjardóttir
Daði Þór Jónsson
Edda Sif Bergm.
Þorvaldsdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Kevin Aneurin Hobbins
Kittý Arnars Árnadóttir
Kristín E. Guðmundsdóttir
Kristján Rafn Rudolfsson
Sebastian Pachucki
Sindri Kristjánsson
Til hamingju með daginn
30 ára Kristín ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BSc-prófi í líffræði og
MSc-prófi í umhverfis- og
auðlindafræði frá HÍ og er
náttúruvársérfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands.
Foreldrar: Heiðrún Guð-
mundsson, f. 1957, verk-
efnastjóri hjá Norrænu
ráðherranefndinni, og
Guðmundur Gunnarsson,
f. 1954, yfirverkfræðingur
hjá Mannvirkjastofnun.
Þau búa í Reykjavík.
Kristín Elísa
Guðmundsdóttir
30 ára Daði ólst upp í
Reykjavík, býr þar, stund-
ar nám í viðskiptafræði
við HÍ og rekur jafnframt
bílaleiguna Go Green ehf.
Systur: Tinna Jónsdóttir,
f. 1983, og Sandra Dís
Jónsdóttir, f. 1988.
Foreldrar: Jón Daði
Ólafsson, f. 1964, fram-
kvæmdastjóri hjá
Geymslu 1 í Hafnarfirði,
og Ásdís Óskarsdóttir, f.
1964, framkvæmdastjóri.
Þau búa í Kópavogi.
Daði Þór
Jónsson
30 ára Aðalsteinn útskrif-
aðist frá MÍ.
Maki: Jófríður Þorvalds-
dóttir Linnet, f. 1982. Þau
hafa unnið við Kaup-
félagið í Súðavík.
Dætur: Mónika, f. 2006;
Lára, f. 2008, og Hall-
dóra, f. 2013.
Foreldrar: Grétar Páll
Aðalsteinsson, f. 1964, og
Halldóra Pétursdóttir, f.
1966. Stjúpfaðir: Axel
Bessi Baldvinsson, f.
1962.
Aðalsteinn S.
Grétarsson
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.