Morgunblaðið - 14.09.2016, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 2016
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Fjórar rússneskar kvikmyndir
verða sýndar á Rússneskum kvik-
myndadögum sem hefjast á morgun
í Bíó Paradís, fimmtudaginn 15.
september, og standa fram á sunnu-
dag, 18. september. Ásamt Bíó Para-
dís eru það sendiráð rússneska sam-
bandsríkisins á Íslandi, menningar-
málaráðuneyti Rússlands og
Northern Travelling Film Festival
sem standa að hátíðinni.
Í fyrsta sinn verður sérstökum
heiðursgesti boðið á Rússneska
kvikmyndadaga en það er leikstjóri
opnunarmyndarinnar, Ferðin til
móðurinnar, sem mætir til að vera
viðstaddur sýninguna á henni;
Mikhail Kosyrev-Nesterov.
„Við vildum leggja áherslu á fjöl-
breytni og bjóða upp á kvikmyndir
sem sýndu ekki aðeins eitthvað eitt
úr rússneskri kvikmyndagerð.
Sumar hátíðir velja einhvern einn
leikstjóra og sýna margar myndir
eftir hann en við vildum frekar að á
þessum fjórum dögum gætum við
sýnt verk fjögurra ólíkra leikstjóra
og jafnframt að við værum að sýna
bestu myndir þeirra,“ segir Ása
Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó
Paradís.
Þannig séu myndirnar, þótt allar
séu nýlegar, sú elsta frá 2013 og sú
nýjasta frá því í ár, ekki endilega
þær allra nýjustu frá leikstjórunum
sjálfum.
Brot af því besta
„Rússneskar kvikmyndir eru ekki
vel aðgengilegar. Þær eru ekki í al-
mennum sýningum hér á landi og
ekki hægt að leigja þær á sjónvarps-
veitunum svo að Íslendingar hafa
fæstir átt þess kost að sjá bestu
rússnesku kvikmyndir síðustu ára.
Þegar svo er þarf ekki að einblína á
að myndirnar séu pottþétt frá því
núna í ár heldur er meira hægt að
velja,“ segir Ása og bætir við að
helst myndu þau vilja hafa heilan
mánuð tileinkaðan rússneskri kvik-
myndagerð.
„Það væri gaman að ná að stækka
rússnesku kvikmyndadagana ár frá
ári og fá jafnvel tvo gesti á næsta
ári,“ bætir Ása við.
Marina Yuzhaninova hefur setið í
dagskrárráði fyrir hátíðina en hún
er rússneskur menningarsérfræð-
ingur sem hefur alltaf hrifist af
norðurslóðum og unnið í því að bera
hróður rússneskrar kvikmyndagerð-
ar á þær slóðir. Síðustu viku hefur
hún verið á Höfn í Hornafirði, Sauð-
arkróki og Seyðisfirði þar sem
heimamenn fengu tækifæri til að
berja rússneskar kvikmyndir augum
og var það hluti af dagskrá Rúss-
neskra kvikmyndadaga að vera með
sýningar þar. Framundan eru svo
sýningar í Háskóla Íslands en 20. og
21. september eiga nemendur þess
kost að sjá rússneskar kvikmyndir.
„Myndirnar sem valdar voru á
Rússneska kvikmyndadaga eru brot
af því besta úr rússneskri kvik-
myndagerð síðustu árin og verður
ein mynd sýnd á dag. Opnunar-
myndin á fimmtudaginn, Ferðin til
móðurinnar, fjallar um Maxim sem
leggur upp í ferðalag til að heim-
sækja móður sína sem hefur búið í
Frakklandi í langan tíma og hittir
þar fyrir hálfsystur sína og úr verð-
ur mikil dramatík. Sú mynd hefur
unnið fjölda verðlauna á alþjóð-
legum kvikmyndahátíðum.“
Á föstudeginum er það myndin
Innsýn í leikstjórn Alexander Kott
sem er á dagskrá en hún var frum-
sýnd 2015. Myndin fjallar um ungan
mann sem missir sjónina og þarf að
byrja nýtt líf blindur. Hann kynnist
konu sem starfar sem hjúkrunar-
kona á nálægu sjúkrahúsi og hún sér
meira en hinn venjulegi maður og
fjallar myndin um þeirra kynni og
sérstakt innsæi.
Laugardagsmyndin er Allir eru
farnir frá 2013 í leikstjórn Georgiy
Paradzhanov. Sagan fjallar um
Garry sem snýr til baka á æsku-
stöðvarnar en þar verður á vegi hans
spákona sem verður örlagavaldur í
hans lífi.
„Að lokum er það svo barna- og
fjölskyldumyndin Of rauður fyrir
ref, sem sýnd er sunnudaginn 18.
september, hún er jafnframt nýjasta
myndin, frá því í ár. Það er Alex-
andra Strelyanaya sem leikstýrir en
myndin er ævintýramynd um ref
sem lendir í ýmsum ævintýrum og
nýtur aðstoðar ýmissa dýra, blóma,
engla og álfa í þeim ævintýrum.
Myndin er bæði teiknuð og leikin.“
Marina segist vonast til að sjá sem
flesta í Bíó Paradís en aðgangur er
ókeypis og öllum opinn meðan rýmið
leyfir. Þess má geta að kvikmynd-
irnar á Rússneskum kvikmyndadög-
um eru textaðar með enskum texta.
Fjórir ólíkir leikstjórar
Rússneskir kvikmyndadagar hefjast með pompi og prakt á morgun í Bíó
Paradís Leikstjórinn Mikhail Kosyrev-Nesterov er heiðursgestur
Ævintýramynd Of rauður fyrir ref er sýnd á sunnudag á Rússneskum kvikmyndadögum. Hún er barna- og fjöl-
skyldumynd um skrautlegan ref og fleiri ævintýralegar persónur og er bæði leikin og teiknuð.
Opnunarmyndin Heiðursgestur er leikstjóri Ferðar til móðurinnar.
Æskuminningar Í Allir eru farnir
fer söguhetjan á vit minninganna.
Marina
Yuzhaninova
Ása
Baldursdóttir
Frumsýnd
hefur verið
teiknimyndin
Kúbó og
strengirnir
tveir. Myndin
fjallar um
drenginn
Kúbó sem
ásamt fé-
lögum sínum lendir í miklum æv-
intýrum þegar hann þarf að fara út
í heim og finna töfrakæði sem faðir
hans hafði átt en þau eru nauðsyn-
leg til að ráða niðurlögum hefni-
gjarns anda úr fortíðinni. Myndin
er sýnd með bæði íslensku og ensku
tali. Metacritic: 84/100
Kúbó og
strengirnir tveir
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
MÁLAÐ GLER
Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa
og margt fleira innandyra.
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
EIÐURINN 5:40, 8, 10:20
KUBO 2D ÍSL.TAL 5:50
WAR DOGS 8, 10:25
HELL OR HIGH WATER 8
LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 5:50
JASON BOURNE 10:10
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar